Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 16
þriðjudagur 13. janúar 200916 Ættfræði 50 ára í dag 30 ára n Wojciech Kalinowski Mávabraut 7c, Reykjanesbær n Monika Maria Wielgosz Grundarstíg 12, Flateyri n Nguyen Thanh Ðao Álfheimum 62, Reykjavík n Magni Þór Birgisson Flétturima 32, Reykjavík n Einar Ágúst Baldvinsson Katrínarlind 4, Reykjavík n Elfa Rún Árnadóttir Smárabarði 2f, Hafnarfjörður n Björn Blöndal Björnsson Breiðuvík 18, Reykjavík n Hanna Ruth Ólafsdóttir Þórsgötu 17a, Reykjavík 40 ára n Estela Carpio Agaloos Grýtubakka 24, Reykjavík n Linda Villariasa Fellsmúla 8, Reykjavík n Jolanta Ciesielska Strandgötu 3, Hnífsdalur n Bryndís Halldórsdóttir Lagarási 18, Egilsstaðir n Magnús Rafnsson Blikahólum 4, Reykjavík n Eva Hrund Pétursdóttir Hlíðarbraut 13, Blönduós n Þórir Örn Árnason Brúarási 9, Reykjavík n Ingvar Örn Garðarsson Túngötu 19, Reykjanesbær n Hjördís Björk Garðarsdóttir Heiðarbóli 23, Reykjanesbær n Gyða Björk Hilmarsdóttir Engihjalla 11, Kópavogur n Ásdís Gíslason Laxatungu 13, Mosfellsbær n Jóhann P Kristbjörnsson Hverfisgötu 112a, Reykjavík 50 ára n Hólmfríður Gísladóttir Hrafnshöfða 10, Mosfellsbær n Eiríkur Rúnar Þorvarðarson Lækjargötu 30, Hafnarfjörður n Svandís Berglind Reynisdóttir Fremri-Gufudal, Króksfjarðarnes n Elínborg Sigurðardóttir Heiðarbraut 1d, Reykjanesbær n Þorgerður Guðrún Einarsdóttir Eyvík, Grímsey n Elín Jóhanna Eiríksdóttir Búhamri 24, Vestman- naeyjar n Þorbergur Hallgrímsson Hrísateigi 36, Reykjavík 60 ára n Steinar I Einarsson Funafold 6, Reykjavík n Guðfinna Ólafsdóttir Þingási 14, Reykjavík n Skúli Víkingsson Álfheimum 72, Reykjavík n Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir Bárugötu 15, Reykjavík n Árni Rúnar Baldursson Breiðumörk 11, Hveragerði n Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8, Ólafsfjörður n Jóhann Þorsteinn Bjarnason Dvergaborgum 8, Reykjavík n Elísabet Harpa Steinarsdóttir Eiríksgötu 2, Reykjavík n Kristjana Gísladóttir Kirkjubraut 9, Njarðvík n Margrét Brandsdóttir Vestmannabraut 6, Vestmannaeyjar n Þóra Ágústa Harðardóttir Hæðargötu 11, Njarðvík 70 ára n Erla Lísa Sigurðardóttir Völvufelli 44, Reykjavík n Bernhard Petersen Flókagötu 25, Reykjavík n Áslaug Haraldsdóttir Hraunbæ 124, Reykjavík 75 ára n Þórunn Sigurveig Sigríðardóttir Gnoðarvogi 24, Reykjavík n Ragnar Jónsson Flúðaseli 66, Reykjavík n Æsa Jóhannesdóttir Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík 80 ára n Magnús Guðjónsson Brúnavegi 9, Reykjavík n Ingibjörg G Hansen Brúnavegi 9, Reykjavík n Sigþóra Kristinsdóttir Jökulgrunni 14, Reykjavík 85 ára n Gunnar Guðjónsson Jökulgrunni 1, Reykjavík n Ágúst K Bjartmars Skólastíg 23, Stykkishólmur n Ragna Friðriksdóttir Sléttuvegi 15, Reykjavík n Herdís Jónsdóttir Aflagranda 40, Reykjavík n Guðrún Bárðardóttir Álftamýri 58, Reykjavík n Vigdís Pálsdóttir Tjarnargötu 38, Reykjavík AlmA Jenny Guðmundsdóttir ferðamálafræðingur í reykjavík Alma fæddist í Reykjavík en ólst upp í Stykkishólmi. Hún var í Barna- og gagnfræðaskóla Stykkishólms, stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti í einn vetur, við VÍ og lauk þaðan verslunarprófi, stundaði nám í ferðamálafræði við HÍ og lauk það- an diplomanámi 2002. Alma stundaði sumarvinnu af ýmsum toga á unglings- og náms- árum, var m.a. kokkur á bát er hún var sautján ára. Hún starfaði við fjármáladeild og starfsmannahald Ríkisútvarpsins 1978-90, var áfeng- is- og fjölskylduráðgjafi hjá Teigi – Landspítala 1993-2000, var at- vinnu- og ferðamálafulltrúi Dala- byggðar 2002-2004 og jafnframt framkvæmdastjóri á Eiríksstöðum í Dölum, var forstöðumaður Sögu- setursins á Hvolsvelli, Njálusafn- inu, 2004-2005, var sérfræðingur í fjölmiðlagreiningu á Fjölmiðlavakt 2005-2007 og starfrækir fyrirtækið Nóaferðir sem er sértæk ferðaþjón- usta fyrir fullorðna einstaklinga með þroskahömlun. Þá hefur hún starfað sem leiðsögumaður. Alma stofnaði Sögufélag Dala- manna, er meðlimur í Félagi ferða- málafulltrúa í Evrópu og er mik- il áhugamanneskja um sögur og sagnahefð. Þá er hún þátttakandi í samstarfsverkefni þjóða í Norður- Evrópu í menningartengdri ferða- þjónustu sem ber heitið Destination Vikings – Sagalands. Fjölskylda Synir Ölmu eru Kolbeinn Hugi Höskuldsson, f. 3.4. 1979, myndlistar- og tónlistarmaður í Reykjavík; Arn- aldur Smári Sigurðarson, f. 28.1. 1993, nemi við Hagaskóla. Foreldrar Ölmu eru Katrín Odd- steinsdóttir, f. 14.12. 1939, kaupmaður í Stykkishólmi, og Guðmundur Lúð- víksson, f. 9.1. 1941, d. 2006, útgerðar- maður á Raufarhöfn og Dalvík. Stjúpi Ölmu var Hinrik Finnsson, f. 25.4. 1931, d. 2003, kaupmaður í Stykkishólmi. Til hamingju með afmælið! Geir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Bústaðahverf- inu. Hann var í Breiðagerð- isskóla og Réttarholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS, lauk BA-prófi í heimspeki við HÍ 1994, stundaði nám við University College of Cork á Írlandi og lauk það- an MA-prófi í heimspeki 1997, stundaði nám í kínversku við Renmin University í Peking í tvö ár og lauk doktorsprófi í heimspeki frá University of Hawaii 2004. Geir var lektor við HA á árunum 2005–2007 og hefur verið lektor í kínverskum fræðum við HÍ frá 2007 auk þess sem hann er forstöðumað- ur Asíuseturs HÍ og HA og forstöðu- maður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós. Geir er ritstjóri heim- spekitímaritsins Hugur frá 2007. Fjölskylda Hálfsystkini Geirs, sam- feðra, eru Jökull Sig- urðsson, f. 12.10. 1971, sem starfrækir fyrirtækið Skólavefurinn; Mjöll Sig- urðardóttir, f. 9.11. 1979, sem starf- rækir kaffihús í Columbiu. Hálfsystir Geirs, sammæðra, er Kristín Óskarsdóttir, f. 21.4. 1981, þroskaþjálfi í Vestmannaeyjum. Foreldrar Geirs eru Sigurður Óli Gunnarsson, f. 29.7. 1950, flug- vélstjóri, búsettur í Malasíu, og Jó- hanna Ágústsdóttir, f. 4.10. 1949, starfsmaður við sjúkrahús, búsett í Vestmannaeyjum. Friðþór fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Vestmanna- eyja, stundaði nám við FB, lauk sjúkraliðaprófi þaðan 2005 og stundar nú nám í þroskaþjálfafræði við HÍ. Friðþór vann í fiski í Vest- mannaeyjum á unglingsár- unum. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1999 og hóf þá umönn- unarstörf hjá Sjálfsbjargarheimilinu í Reykjavík. Þá var hann sjúkraliði við lungnadeild Landspítalans í Reykja- vík 2005–2008 en er nú deildarstjóri á sambýli fyrir einhverfa í Reykjavík. Friðþór sat í stjórn Verslunar- mannafélags Vestmannaeyja um skeið og sat í trúnaðarráði hjá Efl- ingu er hann starfaði við Sjálfsbjarg- arheimilið. Fjölskylda Eiginkona Friðþórs er Ragnheiður Jónsdóttir, f. 10.10. 1974, þroskaþjálfi. Börn Friðþórs og Ragnheiðar eru Fríða Rún Friðþórsdóttir, f. 22.1. 2002; Ingi Steinn Friðþórsson, f. 6.7. 2005. Systkini Friðþórs eru Sigfríður Björg Ingadóttir, f. 24.12. 1967, starfar við aðhlynningu í Vest- mannaeyjum; Árni Karl Ingason, f. 27.11. 1970, sjómaður í Vestmanna- eyjum. Foreldrar Friðþórs eru Ingi Steinn Ólafsson, f. 22.4. 1942, fyrrv. sjómað- ur og atvinnurekandi í Vestmanna- eyjum, og Guðný Stefanía Karlsdóttir, f. 30.4. 1945, húsmóðir í Vestmanna- eyjum. Geir sigurðsson lektor við Hí og forstöðumaður asíuseturs Friðþór ingason sjúkraliði og deildarstjóri í reykjavík „Dagurinn verður bara rólegur,“ seg- ir Ásdís Gíslason sem fagnar fertugs- afmæli sínu í dag. „Þetta verður bara venjulegur vinnudagur, en maður- inn ætlar að elda uppáhaldsmatinn í kvöld,“ segir Ásdís sem er landfræð- ingur að mennt en vinnur í mark- aðsmálum og er búsett í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir að Ásdís ætli að taka því rólega á sjálfan afmælisdaginn þýðir það ekki að stórafmælinu verði ekki fagnað. Þvert á móti. „Ég ætla að halda veislu um helg- ina,“ en Ásdís reiknar með því að hvorki meira né minna en 70 manns mæti í veisluna sem verður á laugar- dag. „Samt eru þetta bara fjölskyld- an og nánustu vinir.“ Ásdís býst ekki við öðru en að það verði hörkustuð. Gestirnir koma mislangt að en tveir bræður koma að utan í gleðskapinn. Annar frá Mexíkó og hinn frá Bret- landi, báðir með fjölskyldur sínar. Aðspurð hvort gleðskapurinn muni standa fram eftir nóttu segir hún að það sé planið. Ásdís er mikið afmælisbarn og lætur engan afmælisdag líða hjá án þess að fagna. „Á þessum hefð- bundnu afmælum býður maður fjöl- skyldunni í kaffi og kökur en reynir svo að slá upp veislu á stórafmælun- um eins og núna.“ Ásdís minnist þess þegar hún hélt konuboð þegar hún varð 35 ára. „Það var mikið stuð. Reyndar var óveður þannig að helm- ingurinn af þeim sem ég bauð komst ekki en hinn helmingurinn endaði á því að gista hjá mér.“ Hún segist ekki eiga sér neina sér- staka ósk um afmælisgjöf. „Ekki að þessu sinni í það minnsta,“ segir Ás- dís að lokum en DV óskar henni til hamingju með afmælið. asgeir@dv.is 40 ára í dag 30 ára í dag Ásdís Gíslason er fertug í dag: StórveiSla í heimahúSi Ásdís Gíslason Býður 70 manns heim um helgina. 40 ára í dag BAldur ólAFsson verkamaður í reykjavík Baldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum til fimmtán ára aldurs og síðan í Árbæjarhverf- inu. Hann var í Æfingadeild KHÍ og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík. Baldur var í vinnuskólanum á sumrin á unglingsárunum, vann við skógrækt eitt sumar á vegum Reykjavíkurborgar, hefur verið for- ingi nokkrar vikur á sumrin við sum- arbúðir KFUM í Vatnaskógi og er nú verkamaður hjá Reykjavíkurborg. Baldur hefur starfað mikið á veg- um KFUM frá því á unglingsárunum og verið virkur í kristilegu starfi af ýmsum toga. Fjölskylda Systkini Baldurs eru Ágúst Ól- afsson, f. 30.5. 1971, íþróttakennari við Hlíðaskóla, búsettur í Reykja- vík; Svala Ólafsdóttir, f. 6.4. 1975, þroskaþjálfi við sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík. Foreldrar Baldurs eru Ólafur G. Sveinsson, f. 28.4. 1942, verslunar- maður í Reykjavík, og Nanna Bald- ursdóttir, f. 24.2. 1941, húsmóðir og fyrrv. skólaliði við Árbæjarskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.