Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Page 17
þriðjudagur 13. janúar 2009 17Sport Beckham Betri en hann Bjóst við „Ég var mjög ánægður með leikinn,“ sagði david Beck- ham sem var óvænt í byrjunarliði aC Milan gegn roma í sínum fyrsta leik fyrir liðið á sunnudag- inn. „Ég var ánægður með að þjálfarinn hélt mér nær allan tímann inn á því það er mikilvægt fyrir mig að komast í leikform. Ef ég á að segja satt leið mér betur en ég bjóst við.“ Beckham verður í aC Milan næstu tvo mánuðina áður en hann heldur aftur til Bandaríkjanna að leika með La galaxy í MLS-deildinni þar í landi. „nú vonast ég bara til þess að fá að byrja í fleiri leikjum en ég tek þetta bara skref fyrir skref,“ sagði Beckham sem viður- kenndi að hann hefði verið meira en ánægður að byrja á bekknum. „Stóra vandamálið hjá West Ham þegar ég var þar var Eggert Magnús- son,“ sagði Alan Pardew, fyrrverandi knattspyrnustjóri West Ham, sem var rekinn af Eggerti þegar hann sat í stjórnarformannsstól enska úrvals- deildarliðsins. Pardew var í viðtali á Sky-sjónvarpsstöðinni um helgina þar sem hann fór ekki fögrum orðum um Eggert. „Ég bar enga virðingu fyrir Egg- erti og átti engin samskipti við hann. Hann vildi kaupa allan heiminn og mér fannst hann oft svolítið barna- legur. Það besta sem hefur komið fyr- ir West Ham er að hann er ekki leng- ur þar,“ sagði Pardew. „Hann skildi ekki alveg hvernig hlutirnir gengu fyrir sig,“ bætti hann við og sagði yfir- töku Íslendinganna hafa vegið þungt fyrir liðið. „Enginn vissi alveg hvernig sín staða væri þegar þeir tóku við. Eng- inn vissi hvort stjórinn yrði áfram eða leikmennirn- ir, hvað þá starfsliðið. Allir urðu mjög óöruggir um eig- ið starfsöryggi,“ sagði Par- dew sem talaði einnig um komu Carlosar Tevez og Ja- viers Mascherano á sín- um tíma. Hann sló ekki hendinni á móti þeim en þeir voru ekki leikmennirn- ir sem hann vantaði. „Mér var sagt að ég gæti feng- ið þessa tvo heimsklassa leikmenn og auðvit- að neitaði ég ekki að fá menn sem ég hafði horft á í Heimsmeistara- keppninni það sama ár. Ég sagði stjórninni samt frá því að ég þyrfti að styrkja nokkr- ar stöður sem var ekki gert. Tevez og Mascherano voru ekki menn í þær stöður sem mig vantaði menn í og þar vorum við veikir fyrir út tíma- bilið. Litlu munaði að það yrði félag- inu dýrkeypt,“ sagði Alan Pardew. tomas@dv.is Alan Pardew vandar Eggerti Magnússyni ekki kveðjurnar: eggert vildi kaupa allan heiminn gjörBreyttur Ferrari Ferrari frumsýndi nýjan Formúlu-fák sinn fyrst allra liða í gær. nýi bíllinn heitir F60 til að minnast þess að Ferrari hefur verið til staðar öll 60 ár Formúlunnar. Vegna róttækra breytinga á reglum er framvængur- inn á nýja bílnum mjög áberandi á meðan afturvængurinn hefur mjókkað til muna. Engir uggar eru á bílnum eins og hefur verið undanfarin ár. „þessi bíll er nýr alveg frá grunni,“ sagði tæknistjóri Ferrrari, aldo Costa, um nýja bílinn við athöfnina sem ekki gat farið fram á fyrir fram ákveðnum stað vegna frostlagðrar keppnisbrautar. engar áhyggjur Phil neville, fyrirliði Everton, hefur litlar áhyggjur þó að liðið muni vanta Belgann Marouane Fellainni í báðum leikjunum gegn Liverpool á næstunni. Fellaini, sem hefur leikið einstaklega vel eftir að hann kom til Everton, fékk sitt tíunda gula spjald í sigri Everton gegn Hull um helgina og er því farinn í tveggja leikja bann. Hann tekur það út í deildar- og bikarleik gegn Liverpool. „þetta var mjög stangur dómur,“ sagði neville um tíunda gula spjaldið. „Fellainni hefur fengið nokkur vafasöm spjöld á sig eins og á laugardaginn. Við látum þetta samt ekkert á okkur fá. þetta þýðir bara að einhver nýr maður fær tækifæri og við verðum tilbúnir í leikina gegn Liverpool,“ sagði neville. Wagner í hólminn Lið Snæfells í iceland Express-deild karla í körfubolta hefur fengð liðstyrk fyrir seinni hluta Íslands- mótsins en bandarískur leikstjórn- andi, Lucious Wagner, hefur gert munnlegt samkomulag við liðið að því er kom fram á karfan.is í gær. Wagner hefur leikið með spilandi þjálfurum Snæfells, Hlyni Bærings- syni og Sigurður þorvaldssyni, áður í Hollandi og þá var hann með stigahæstu mönnum finnsku deildarinnar á sama tíma og njarðvíkingurinn Logi gunnarsson lék þar. Hann kemur til Snæfells frá Líbanon þar sem hann hefur verið að leika en einnig á hann að baki leiki í tékknesku deildinni. Honum er ætlað að stjórna sóknarleik Snæfells en hann er nokkuð hár af leikstjórnanda að vera. uMSjón: tóMaS þór þórðarSon, tomas@dv.is / SVEinn WaagE, swaage@dv.is „Þetta minnir helst á Rocky gegn Drago,“ sagði Willie Colon, leikmaður Pittsburg Steelers, aðspurður um hat- rið á milli Pittsburgh Steelers og Balti- more Ravens sem mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL. „Þarna verða slagsmál og þetta á eftir að verða blóðugt,“ bætti Colon við sem átti góðan leik með Steelers-sókninni í fyrrinótt. Miklar áhyggjur voru af sókn Steelers þó vörnin væri sú besta í deildinni. Hún klikkaði samt ekki í undanúrslitum gegn San Diego Char- gers á heimavelli og valtaði Steelers- liðið yfir San Diego. Hataðasti maðurinn í Baltimore Steelers eru taldir líklegastir til þess að hampa Ofurskálinni enda með lang- besta árangurinn af þeim liðum sem eftir eru. Það er þó ljóst að Baltimore Ravens munu ekkert gefa eftir enda er kalt á milli liðanna. Þau leika í sama riðli í Ameríkudeildinni og mætast því tvisvar á hverju tímabili. Nú þegar sæti í sjálfum Superbowl er undir má búast við að allt verði vitlaust. Eftir sigurinn á Chargers töluðu leikmenn Steelers ekki um sigurinn heldur voru farnir að einbeita sér að úrslitaleiknum gegn erkifjendunum. Heinz Ward, útherji Steelers, lýsti sér fyrr á leiktíðinni sem hataðasta mann- inum í Baltimore eftir þær grófu tæk- lingar sem hann hefur farið í gegn Ravens undanfarin ár. „Það er fé lagt til höfuðs mér í Baltimore,“ sagði Ward brosandi eftir sigurinn á Chargers. Undirmagnar í úrslitum Úrslitaleikur Þjóðardeildar er ekki síður áhugaverður. Þar mætast Ariz- ona Cardinals og Philadelphia Eagles sem státa ekki af besta árangrinum í Þjóðardeild, Arizona með þann fjórða besta og Eagles þann sjötta. Bæði lið voru miklir undirmagnar í undanúr- slitaleikjum sínum þar sem Arizona lagði Carolina sem var með besta ár- angur allra og Eagles lagði meistara Giants, bæði lið á útivelli. Eagles bæta sig með hverjum leiknum og eru taldir mun líklegri en Arizona til afreka. Leikstjórnandi þeirra, Donovan McNabb, hefur sjald- an leikið betur og gerði allt rétt gegn Giants á meðan meistarinn sjálfur, Eli Manning, tókst ekki að gera neitt rétt. „McNabb er besti leikstjórnand- inn í deildinni. Ég þarf ekkert að segja meira en það,“ sagði hæstánægður þjálfari Eagles, Andy Reid, í leikslok. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Eftir næstu helgi ræðst hvaða lið leika til úrslita um ofurskálina, Superbowl, í NFL-deild- inni. Í Þjóðardeildinni mætast tvö lið, sem enginn bjóst við, í úrslitum, Arizona Cardinals og Philadelphia Eeagles. Í Ameríkudeildinni má búast við blóðbaði þar sem tvö lið sem hata hvort annað mætast í úrslitum, Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens. Hatur í úrslitum ameríkudeildar Frábær Hlauparinn Willie Parker hljóp 147 metra og skoraði tvö snertimörk í öruggum sigri Steelers á Chargers. Áhættumenn það er ekki fyrir hvern sem er að mynda nFL-leiki. þessi ljósmyndari varð undir leikmanni Steelers eftir að hann skoraði snertimark. Gamall en góður Kurt Warner tekur á móti Eagles í arizona á sunnudaginn. MyNd AFP Rekinn Eggert rak Pardew og réð alan Curbishley sem síðar hætti vegna ágreinings við stjórnina. Barnalegur Pardew segir Eggert hafa verið barnalegan og segist ekki hafa borið neina virðingu fyrir honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.