Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 13
þriðjudagur 13. janúar 2009 13Fréttir Nördum kennt að daðra Tölvunördar í Potsdam-háskólan- um suður af Berlín þurfa ekki að örvænta þó þeir eigi í basli með samskipti sín við hitt kynið. Þar verður boðið upp á kúrs í daðri og munu þeir 440 nemar sem skráðir eru til náms til meistaragráðu læra að skrifa daðurleg smáskilaboð og rafrænan póst af sama toga. Einnig verður kennt hvernig á að heilla fólk í veislum og taka á höfnun. Philip von Senftleben, útvarpsmaður og rithöfundur, mun sjá um kúrsinn og segir að hann muni kenna nemum „að fá hjarta annarra til að slá fastar á meðan þitt er stillt“. Nemendum verður einnig kennt að nota líkams- tjáningu og streitustjórn. Sjóræningjar Sirius Star riðu ekki feitum hesti frá borði: Sómalski sjóræninginn sem skolaði á land skömmu eftir að hafa fengið í hendurnar sinn hlut lausnarfjár fyrir sádiarabíska olíuskipið Sirius Star var með fulla vasa fjár. Að sögn frænda hans var hann með 135.000 banda- ríkjadali í plastpoka í vasanum. Sómalskir sjóræningjar höfðu haldið olíuskipinu í tvo mánuði og ku hafa fengið þrjá milljónir bandaríkja- dala lausnarfé fyrir að yfirgefa það. Talið er að fimm sjóræningjanna hafi drukknað þegar bát þeirra velti í úfn- um sjó þegar þeir voru á leið til síns heima í Mið-Sómalíu. Sjóræningjarnir yfirgáfu Sirius Star eftir að lítil flugvél sást henda því sem talið er hafa verið lausnarféð í fallhlíf yfir skipinu. Samkvæmt frásögn sjónarvotta drukknuðu fimm sjóræningjar, en lík hinna fjögurra hafa ekki fundist. Abukar Sheikh Hassan, frændi sjó- ræningjans sem fannst, sagði í viðtali við BBC að fjölskyldan hefði fundið 135.000 bandaríkjadali í fórum hans. Eitthvað af fénu var blautt og fjölskyld- an dundaði við að þurrka seðlana. Þrír sjóræningjanna af Sirius Star lifðu svaðilförina af, en töpuðu sínum hlut lausnarfjárins þegar þeir syntu til lands. Enn sem komið er er frændi Hassans sá eini sjóræningjanna sem tókst að halda fengnum hlut. Þó umræddir sjóræningjar hafi ekki riðið feitum hesti frá sjóráninu er ljóst að sjórán eru arðvænleg at- vinnugrein á þeirra slóðum. Á síðasta ári bárust fregnir af um eitt hundr- að sjóránum á fjölförnum siglinga- leiðum við austur- og norðurströnd landsins. Sómalskir sjóræningjar hafa enn á sínu valdi úkraínska flutn- ingaskipið Faina, sem þeir tóku í sept- ember. Farmur skipsins er þrjátíu og þrír skriðdrekar og annar vopnabún- aður. Skolaði að landi með lausnargjaldið Humarinn George Hinn 140 ára George fær að njóta efri áranna sem frjáls vera. Örlög George, sem er humar, áttu að vera svipuð annarra humra; að enda sem veisluréttur á borðum veit- ingastaðarins City Crab and Sea- food í New York. En George er sennilega fæddur undir heillastjörnu því einn gest- anna fékk samúð með hinum níu kílóa humri og við nánari rann- sókn kom í ljós að hann er 140 ára. George var sleppt í frelsið í sjóinn við Kennebunkport í Maine, en þar eru humarveiðar bannaðar og get- ur þakkað sínum sæla fyrir misk- unnsama matargestinn frá City Crab and Seafood. PriNsiNN oG PakistaNiNN nokkurn Pakistana,“ sagði Abbasi. Að hans mati er afsökunar- beiðni Harrys ekki nægjanleg. „Harry prins ætti að biðja her Pak- istan og pakistönsku ríkisstjórnina afsökunar vegna þessa. Ég get ekki samþykkt afsökun hans nema þau geri það fyrst,“ sagði Abbasi. Það er mat þeirra sem til þekkja að það verði metið við Harry prins hve skjótt hann brást við og baðst afsökunar og að tillit verði tekið til þess hve langt er um liðið síðan ummælin féllu. Áður verið í ólgusjó Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Harry prins lendir í kröppum dansi vegna hegðunar sinnar. Snemma árs 2005 birtist mynd af Harry á forsíðu breska slúðurblaðsins Sun. Mynd- in hafði verið tekin í afmælisveislu vinar Harrys og var Harry íklædd- ur einkennisbúningi þýsku Afríku- sveitanna og prýddi hakakross nas- ista vinstri upphandlegg prinsins. Það sem gerði málið vandræða- legra en ella fyrir konungsfjölskyld- una var að framundan var dagur til- einkaður helförinni og fjölskyldunnar beið stórt hlutverk í minningarat- höfninni. Líkt og nú var þess krafist að Harry bæðist afsökunar og líkt og nú kom af- sökunin í formi tilkynningar frá heim- ili konungsfjölskyldunnar, Clarence House. Slagsmál við ljósmyndara Árið 2004 komst Harry í fréttirnar eft- ir að hafa lent í einhvers konar stymp- ingum við ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Lundúnum. Ljósmynd- arinn, Chris Uncle, fullyrti að prins- inn hefði rokið út úr bifreið sinni og slegið til hans. Starfsmaður konungsfjölskyld- unnar sagði að Harry hefði fengið myndavélina í andlitið þegar hann sté út úr bifreið sinni og hefði ýtt henni til hliðar með þeim afleiðingum að önn- ur vör ljósmyndarans sprakk. Harry prins baðst ekki afsökun- ar vegna atviksins enda var þess ekki krafist. Áðurnefndur að- stoðarmaður sagði að ekki mætti gleyma því að myndavélinni hefði verið otað að andliti prinsins og hann hefði rekist í mynda- vélina og það „mætti telja árás í sjálfu sér“. Ekki alls varnað Ekki er fráleitt að ætla að málið sé stormur í vatns- glasi, þó deila megi um smekksemi ummæla prinsins. En Harry er ekki alls varnað. Árið 2004 sló hann í gegn í Afríku þegar hann eyddi tíma með munaðarleys- ingjum í Lesótó. Þá vann hann á barnaheimil- inu Mants’ase og kynnti börnin meðal annars fyri rúgbí að loknu erfiði dagsins. Börnin báru Harry góða sögu og ekki var betur séð en hann nyti sín vel í þeirra félagsskap, og þau í hans. Harry eignaðist aðdáanda á meðal barnanna, en það var Maf- usi Maqhoane, ellefu ára stúlka sem hafði misst foreldra sína úr eyðni, líkt og önnur börn á barnaheimilinu. Að sögn þeirra sem til sáu varð hún him- inlifandi þegar Harry tók hana upp og gantaðist við hana. Í ljósi þess er hæp- ið að ætla að ummæli Harrys í garð Ahmeds, félaga síns, hafi sprottið af kynþáttafordómum. Skartar hakakrossi í veislu Myndin fór líkt og eldur um sinu um heiminn. Með gúrkha-hermanni Harry var um ellefu vikna skeið í afganistan. Sirius Star Lausnargjaldið svífur í fallhlíf niður á dekk olíuflutningaskipsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.