Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Síða 2
BYGG ÁTTI LEYNIHLUTINN
Í KLÆÐNINGU
Miðvikudagur 14. janúar 20092 Fréttir
Sigþór Ari Sigþórsson, núverandi
framkvæmdastjóri og einn af eig-
endum verktakafyrirtækisins Klæðn-
ingar, segir að sömu eigendur og
eigi BYGG hafi átt fjórðungshlutinn
í Klæðningu sem var í vörslu Kaup-
þings banka í Lúxemborg. Um var að
ræða fjórðungshlut í fyrirtækinu sem
metinn var á 15 milljónir króna að
nafnvirði. Gunnar Þorláksson, ann-
ar eigandi BYGG, sagði í DV í gær að
fyrirtækið hefði ekki átt hlutinn.
Sigþór segist hins vegar ekki vita
betur en að BYGG hafi átt hlutinn.
„Gunnar Þorláksson presenteraði
hlutinn í fyrirtækinu að minnsta
kosti en hann er eigandi BYGG. Ég
var alltaf í sambandi við Gunnar út af
hlutnum. Ég hef hins vegar aldrei séð
neitt skjalfest um hver eigi þennan
hlut en það kæmi mér á óvart ef það
var einhver annar,“ segir Sigþór.
Staðfest af Lómasölum
Samkvæmt heimildum DV seldi
BYGG hlutinn til nýs hluthafa í
Klæðningu, Lómasala ehf., þegar
eigendaskipti urðu á fyrirtækinu á
seinni hluta síðasta árs.
Sigurður Sigurgeirsson hjá Lóma-
sölum staðfestir þetta því hann segir
að fyrirtækið hafi á seinni hluta síð-
asta árs keypt eignarhluta í Klæðn-
ingu sem áður hafi verið í eigu BYGG.
Hann segir að Lómasalir hafi keypt
hlutinn af þriðja aðila en að hann viti
ekki betur en að hluturinn hafi verið
kominn frá BYGG sem átt hafi hlut í
Klæðningu.
Kaupþing þegir
Halldór Þorleifs Stefánsson, starfs-
maður Kaupþings banka í Lúxem-
borg, segist ekki vita hvort eignar-
hluturinn í Klæðningu hafi verið
færður úr vörslu bankans og yfir til
nýrra eigenda á liðnum mánuð-
um. „Ég bara veit það ekki, satt að
segja,“ segir Halldór. Hann dregur
svo í land og segist hvorki geta, mega
né vilja greina frá því hvort hlutur-
inn í Klæðningu hafi verið færður frá
bankanum nýlega vegna eigenda-
skiptanna.
Við eigendaskiptin í lok árs 2008
lét Guðmundur Ingi Karlsson af
störfum sem stjórnarformaður í fyr-
irtækinu og Bjarni Már Bjarnason
tók við, samkvæmt upplýsingum frá
hlutafélagaskrá. Guðmundur Ingi er
mágur Gunnars Birgissonar, bæjar-
stjóra Kópavogs.
Veit ekki hver átti hlutinn
Samkvæmt heimildum DV sat Guð-
mundur Ingi Karlsson, fráfarandi
stjórnarformaður Klæðningar, í
stjórn fyrirtækisins fyrir hönd BYGG.
Guðmundur Ingi segist hins vegar
ekki vita hver átti leynihlutinn í fyr-
irtækinu sem Kaupþing banki sá um.
„Ég hef ekki hugmynd um það og hef
ekkert um málið að segja,“ segir Guð-
mundur. Hann segist ekki vita hvort
eða til hvers leynihluturinn í Lúxem-
borg hafi verið seldur þegar hann lét
af stjórnarformennsku í fyrirtækinu.
Spurður hvort það sé ekki ótrú-
verðugt að hann sem stjórnarfor-
maður í Klæðningu hafi ekki vitað
hver átti fjórðungshlut í fyrirtækinu,
segir Guðmundur hlutinn hafa verið
í vörslu Kaupþings og „hann hafi ekki
hugmynd um hver hafi átt hann.“
Borgaði BYGG fyrir hlutinn?
Í skjölum frá Klæðningu sem DV
hefur undir höndum kemur nokkr-
um sinnum fram að BYGG hafi lagt
fram 15 milljónir króna sem fóru í
60 milljóna króna endurfjármögn-
un fyrirtækisins árið 2003. Upphæð-
in er jafnhá og nafnvirði eignarhlut-
ans sem geymdur var í Lúxemborg
og eigendur BYGG áttu. BYGG var
hins vegar ekki skráð fyrir hlutnum í
Lúxemborg né sem einn af hluthöf-
unum í Klæðningu í tilkynningu frá
fyrirtækinu til Hagstofu Íslands um
hlutafjáraukninguna árið 2003.
Hlutafjáraukningin sem var til-
kynnt til Hagstofu Íslands er sú sama
og á minnisblöðunum nema að ekki
er minnst á frá hvaða fyrirtækjum
féð er komið. Öll fyrirtækin, nema
BYGG, sem á minnisblöðunum frá
Klæðningu eru sögð leggja hluta-
fé í fyrirtækið urðu síðar hluthafar
í því samkvæmt skjali yfir hluthafa
Klæðningar.
Hugmynd Gunnars Birgissonar
Nafn BYGG er hvergi tekið fram á op-
inberum pappírum frá Klæðningu
en í vinnuskjölunum frá fyrirtæk-
inu frá árinu 2003 er nokkrum sinn-
um gert ráð fyrir að það leggi fram 15
milljónir til endurfjármögnunarinn-
ar og er sú hugmynd sögð vera kom-
in frá Gunnari Birgissyni, núverandi
bæjarstjóra Kópavogs.
Gunnar Birgisson var á þeim tíma
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi, framkvæmdastjóri Klæðn-
ingar og einn af eigendum fyrirtæk-
isins. Klæðning hefur alla tíð unnið
mikið fyrir Kópavogsbæ. Fyrirtækið
stóð afar illa fjárhagslega árið 2003
og þurfti að endurfjármagna það.
Skuldir fyrirtækisins voru á þeim
tíma um 270 milljónir. Í fundargerð-
um frá fyrirtækinu kemur fram að
um 60 milljóna króna hlutafjáraukn-
ingu hafi þurft til að ná skuldum fyr-
irtækisins niður í um 70 milljónir því
verkefnastaða fyrirtækisins hafi ver-
ið góð.
Við endurfjármögnunina árið
2003 seldi Gunnar hlut sinn í fyrir-
tækinu og lét af störfum sem fram-
kvæmdastjóri. En við endurfjár-
mögnunina varð leynihlutur BYGG í
fyrirtækinu jafnframt til og hefur alla
tíð hvílt yfir því mikil leynd hver átti
hann.
„Gunnar Þorláksson
presenteraði hlutinn í
fyrirtækinu að minnsta
kosti en hann er
eigandi BYGG.“
Framkvæmdastjóri Klæðningar segir að byggingafélagið BYGG
hafi átt leynihlutinn í fyrirtækinu sem Kaupþing í Lúxemborg
hafði í vörslu sinni. Eigandi BYGG neitar því að fyrirtækið
hafi átt hlutinn. Leynihluturinn var seldur í lok síðasta árs.
Gunnar Birgisson átti hugmyndina að því að BYGG kæmi inn í
rekstur Klæðningar með 15 milljóna króna hlutafjáraukningu.
InGI F. VILHjáLmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Höfuðstöðvar Klæðningar
Byggingafélagið BYgg átti fjórð-
ungshlutinn í verktakafyrirtækinu.
Hluturinn var seldur í lok síðasta árs.