Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 6
Miðvikudagur 14. janúar 20096 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Atvinnulaus vann í Lottó Allir þrír vinningshafarnir í útdrættinum á laugardaginn eru búnir að hafa samband við Íslenska getspá. Tveir þeirra keyptu miðana sína á lotto.is og einn keypti miðann í N1 við Há- holt í Mosfellsbæ. Annar vinningshafinn sem keypti á lotto.is hefur verið at- vinnulaus síðan í september. Hann var með kerfisseðil og not- aði afmælisdaga fjölskyldunn- ar til að lotta. Það sama gerði hinn vinningshafinn sem einnig keypti miðann á vefnum. Þrjú bílslys vegna ölvunar Níu réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu um helgina. Fimm þeirra reyndust hafa verið sviptir ökuleyfi og fjórir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Á sama tímabili voru fimm- tíu umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar en þrjú þeirra má rekja til aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flest óhöppin voru minnihátt- ar en í fáeinum tilvikum þurfti að flytja fólk á slysadeild. Í sjö tilfellum stungu ökumenn af frá vettvangi. Dópakstur kost- aði 400 þúsund Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til að greiða 400 þúsund krónur í sekt fyrir að aka ítrekað undir áhrifum fíkniefna og einnig var hann sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna brota sinna. Maður- inn mætti ekki við þingfestingu málsins en hann hefur áður hlotið dóma fyrir refsiverða hátt- semi. Manninum var auk þess gert að greiða tæpar 530 þúsund krónur í sakarkostnað. Maður- inn var sakfelldur fyrir fjögur brot en hann ók ýmist undir áhrifum amfetamíns, kókaíns eða kannabisefna. Starfsmenn Jarðborana hafa fengið allt að 60% launalækkun: Tuttugu sagt upp Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, segir að fyrir utan almennar hagræð- ingaraðgerðir hafi félagið neyðst til að fækka starfsmönnum um 20 manns. Eins og DV greindi frá í gær kynnti forstjórinn breytingarnar í fyrirtæk- inu á dögunum sem höfðu í för með sér 10 prósenta launalækkun hans og annarra stjórnenda, á meðan laun al- mennra starfsmanna lækkuðu umtals- vert meira. Sú lækkun er tilkomin vegna þess að dregið hefur verið úr vaktaálagi og yfirvinnu hjá starfsmönnum sem hefur leitt til lægri launa starfsfólks. Í tilkynningu frá Bent vegna máls- ins segir: „Laun stjórnenda hafa verið lækkuð og vegna samdráttar í verkefn- um félagsins hafa nokkur framleiðslu- tækja þess stöðvast. Afleiðingin er sú að dregið hefur verið úr vaktaálagi og yfirvinna hefur minnkað talsvert sem hefur leitt til lægri launa starfsfólks.“ Eins og fram kom í DV í gær seg- ir Bent þetta vera stefnu fyrirtækis- ins til að komast hjá hópuppsögnum. Starfsmenn munar talsvert um þessar breytingar og eins og einn starfsmanna Jarðborana sagði í DV í gær væru starfs- menn ekki sáttir en reiðubúnir að taka á sig tímabundna launaskerðingu ef það þýddi að þeir héldu starfinu. DV fékk mikil viðbrögð frá starfsmönn- um fyrirtækisins í gær. Í ábendingum sem þeir vildu koma á framfæri kom fram að laun margra hefðu lækkað um allt að 60 prósent en sú tala hefur ekki fengist staðfest. Mikil ólga er meðal starfsmanna fyrirtækisins vegna máls- ins. Heimildir DV herma að margir hafi þegar hætt hjá fyrirtækinu vegna óánægju með aðgerðirnar. Því skal enn fremur haldið til haga að vinnustundum forstjórans og stjórnenda hefur ekki fækkað samhliða launalækkuninni. mikael@dv.is Hagræðing Starfsmenn lækka um tugi prósenta í launum, en stjórnendur minna. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórn- sýslufræðingur gagnrýndi Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra harðlega í erindi sem hún hélt á borgarafundi sem haldinn var í Há- skólabíói á mánudaginn. Hún seg- ir meðal annars að Guðlaugur Þór hafi verið búinn að ákveða að ráða Steingrím Ara Arason sem forstjóra Sjúkratryggingastofnunar áður en embættið var auglýst. Steingrímur Ari var aðstoðarmaður Friðriks Sop- hussonar þegar hann var fjármála- ráðherra. Starfið ekki sagt auglýst Sigurbjörg var ráðgjafi í heilbrigð- isráðuneytinu þegar starf forstjóra Sjúkratryggingastofnunar var aug- lýst og ætlaði hún að sækja um starf- ið. Hún segir að í febrúar 2008 hafi hún gengið á fund Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra til að segja hon- um frá áhuga sínum á starfinu. Sig- urbjörg segir að ráðherrann hafi þá öskrað á hana: „Nei, nei, nei,“ því hann hefði ekki hug á að koma á „einhverri glamúr-þekkingarstofn- un“ því í Sjúkratryggingastofnun ættu fyrst og fremst að vera harðir samningamenn sem kynnu að taka á læknum. Sigurbjörg segir Guðlaug hafa sagt að hann réði og að hann væri nú þegar búinn að ákveða hver fengi starfið. Að sögn Sigurbjarg- ar var þessi maður Steingrímur Ari Arason sem síðar fékk starfið. Sigurbjörg segir að hún hafi þrátt fyrir þetta sótt um starfið vitandi að hún myndi ekki fá það. Hún segist hafa mætt í atvinnuviðtalið og að það hafi verið „hámark fáránleik- ans“ að fara í viðtal til mannsins sem öskraði á hana nokkru áður. Segir ráðninguna eðlilega Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra segir að það sé ekki rétt að starf forstjóra Sjúkratryggingastofn- unar hafi ekki verið auglýst. „Þetta er bara rugl. Staðan var auglýst. Stein- grímur Ari var forstjóri Lánasjóðs- ins á þessum tíma og ég hefði lögum samkvæmt getað fært hann í starf forstjóra Sjúkratryggingastofnun- ar án þess að auglýsa starfið. En ég kaus að auglýsa stöðuna,“ segir Guð- laugur Þór. Ráðherrann segir að frásögn Sig- urbjargar af samskiptum þeirra sé ekki sönn og að hún hafi ekki til- kynnt sér að hún ætlaði að sækja um forstjórastarfið. „Ég átti ekki mörg samtöl við Sigurbjörgu og ég hef aldrei tryllst við hana eins og hún segir. Þessi frásögn hennar er ekki í neinum takti við raunveruleikann,“ segir Guðlaugur Þór. Frjálshyggjuvæðing heilbrigð- iskerfisins gagnrýnd Í erindi sínu gagnrýndi Sigurbjörg frjálshyggjuvæðingu heilbrigðiskerf- isins og gerði því skóna að Guðlaug- ur ynni þvert gegn lögum um sjúkra- tryggingar í stefnumörkun sinni í heilbrigðisráðuneytinu. Þessu til stuðnings sagði Sigurbjörg að Guð- laugur hefði unnið gegn því af „mik- illi hörku“ að inn í lagafrumvarp- ið um sjúkratryggingar yrði sett sú klausa að „allir landsmenn skyldu hafa jafnan aðgang að heilbrigðis- þjónustu óháð efnahag.“ Sigurbjörg sagði að ráðherrann hefði ekki vilj- að þessi lög og því vildi hann ekki breyta samkvæmt þeim. Guðlaugur Þór segir að hann hafi ekki verið á móti því á sínum tíma að þessi málsgrein væri sett inn í laga- frumvarpið. „Ef einhver heldur því fram að ég sé að vinna eftir einhverj- um öðrum markmiðum en koma fram í lögunum, þá er það alrangt,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að hann sé þvert á móti á þeirri skoðun að allir Íslendingar eigi rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjón- ustu sem völ er á líkt og komi fram í heilbrigðislögunum. ingibjörg Sólrún, ekki guðlaug- ur, aðvaraði Sigurbjörgu Á borgarafundinum greindi Sigur- björg einnig frá því að einhver ráð- herra hefði haft samband við hana og ráðlagt henni að tala varlega á fundinum. Fundargestir í Háskóla- bíói kölluðu þá eftir svörum um hvaða ráðherra þetta hefði verið. Sigurbjörg svaraði því ekki á fundin- um en talið var að hún ætti við Guð- laug Þór heilbrigðisráðherra og að um hótun hefði verið að ræða. Síðdegis á þriðjudag sendi Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsti því yfir að það hefði verið hún – ekki Guðlaugur Þór – sem hafði samband við Sigurbjörgu og beðið hana um að tala af varfærni á fundinum starfsheiðurs síns vegna. Í yfirlýsingunni sagði Ingibjörg einn- ig að sér þætti miður ef ummæli hennar hefðu verið skilin sem svo að einhver ráðherra hefði hótað Sig- urbjörgu því henni hefði gengið allt gott til með ábendingu sinni. ingi F. VilHJálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir segir heilbrigðisráðherra hafa ákveðið að Steingrím- ur Ari Arason fengi starf forstjóra Sjúkratryggingastofnunar áður en starfið var auglýst. Heilbrigðisráðherra segir starfið hafa verið auglýst. ingibjörg Sólrún, ekki guðlaugur Þór, kom þeim skilaboðum til Sigurbjargar að tala varlega á fund- inum starfsheiðurs síns vegna. „Ég hef ALDrei tryLLst við hAnA“ Var víst auglýst guðlaugur Þór Þórð- arson þvertekur fyrir að hafa nokkru sinni tryllst við Sigurbjörgu. Sveinbjörg Sigurgeirsdóttir. Segir heilbrigðisráðherra hafa ákveðið að Steingrímur ari arason fengi for- stjórastarfið hjá Sjúkratryggingastofnun áður en starfi var auglýst. Borgarafundurinn Fullt var út úr dyrum á borgarafundinum í Háskólabíói þar sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir vændi heilbrigðisráðherra um spillingu. Mynd HeiðA HelgAdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.