Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Qupperneq 12
Miðvikudagur 14. janúar 200912 Fréttir
Ungar víkja fyrir eldri
Brasilía er að vaxa úr grasi. Æska
og fegurð hafa löngum verið þær
tvær stoðir sem alþýðumenning þar
í landi hefur hvílt á. En nú kveður
við nýjan tón og lýðnum er að verða
ljóst að konur á vissum aldri geta
borið af í fegurð. Nú vinna lands-
menn hörðum höndum að því
að undirbúa kjötkveðjuhátíðina í
næsta mánuði og hafa tveir frægustu
sambaskólar Ríó vakið verðskuld-
aða athygli. Í stað þess að velja ungar
blómarósir í hlutverk sinna drottn-
inga á komandi kjötkveðjuhátíð
hafa konur á fimmtugsaldri hreppt
hnossið. Hlutverk drottninga hefur
hingað til verið frátekið fyrir konur af
yngri kynslóðinni.
Fólk í Þýskalandi rak upp stór augu
þegar það las fyrirsagnir dagblaða
sem seld voru hjá blaðasölum í
gær og fyrradag, reyndar voru fyr-
irsagnirnar úreltar og hafa senni-
lega vakið upp misjöfn viðbrögð
almennings.
„Hitler kanslari Ríkisins“ var
forsíðufrétt Der Angriff og ef les-
endur velktust í vafa um mikilvægi
fréttarinnar gátu þeir lesið frekar
uppskrúfaða fréttaskýringu eftir
Jósef Göbbels.
Eftirprentun á dagblöðum nas-
istatímans í Þýskalandi er hug-
mynd bresks útgefanda og verða
blöðin til sölu um gervallt Þýska-
land. Vikuskammtur kostar tæp-
ar fjórar evrur og til að byrja með
verður upplagið þrjú hundruð
þúsund eintök. Samkvæmt upp-
lýsingum frá söluturnum í Berlín
hefur salan verið góð.
Áhrif kreppunnar
Í seinni tíð hefur orðið vart auk-
ins áhuga á bæklingum þjóðernis-
sósíalista í Þýskalandi. Daglegar
vangaveltur um að kreppan mikla
sé komin aftur hefur kveikt áhuga á
fjórða áratug síðustu aldar og ein-
læga forvitni á ástæðum þess að
eldri kynslóðir gleyptu við áróðri
nasista.
„Frá og með deginum í dag
færðu einstakt tækifæri til að kom-
ast að hvaða upplýsingar voru að-
gengilegar foreldrum þínum og
foreldrum þeirra,“ sagði Sandra
Paweronschitz, sagnfræðingur og
ritstjóri útgáfunnar.
Útgefandinn, Peter McGee, er
ekki alls ókunnugur verkefni af þess-
um toga, því hann ýtti úr vör með
svipað verkefni í Austurríki með góð-
um árangri. Að hans mati er útgáfan,
Zeitungszeugen, umræðuvettvangur
fyrir Þjóðverja. „Þetta ætti að lesast af
fólki sem myndi aldrei lesa bók um
samtímasögu, en kann eigi að síður
að meta greiningu upplýsinganna,“
sagði McGee.
Brotin bönn
Útgáfufyrirtæki Peters McGee, Al-
bertas sem staðsett er í Lundúnum,
nýtur aðstoðar og ráðgjafar leiðandi
þýskra sagnfræðinga og sérfræðinga
í sögu Þriðja ríkisins. Þeirra á meðal
er Wolfgang Benz, yfirmaður mið-
stöðvar fyrir rannsóknir á gyðinga-
andúð í Berlín. Miðstöðin er hluti tíu
aðila ráðgjafarnefndar sem sett var á
laggirnar til að koma í veg fyrir grun-
semdir um að endurprentun dag-
blaða nasistatímans sé runnin und-
an rifjum hægri öfgaafla.
Við fyrstu sýn má telja að endur-
prentunin höfði til þýsku þjóðarinn-
ar vegna þess að með henni eru brot-
in bönn sem hafa verið í gildi í yfir
sextíu ár.
Í hillum bókaverslana í landinu
eru bækur sem skarta hakakrossin-
um ekki vel séðar og fjarlægðar úr
hillunum, og kveðja að sið nasista er
með öllu bönnuð. Peter McGee hef-
ur fengið sérstaka undanþágu til að
endurútgefa áróður nasista ásamt
meðfylgjandi táknum sökum sögu-
legs gildis efnisins.
Róðurinn mun þyngjast
Ljóst er að útgáfan mun mælast
misjafnlega vel fyrir og útgáfan
sem blasti við þýskum almenningi
í fyrradag, var frá 30. janúar 1933,
þegar Adolf Hitler komst til valda.
Þrjú dagblöð eru endurútgefin; Der
Angriff (Árásin), dagblað nasista
stofnað af Jósef Göbbels, Deutsche
Allgemeine Zeitung, þjóðernis-
sinnað íhaldsblað, og Der Kämpfer
(Baráttumaðurinn), aðalmálgagn
þýska kommúnistaflokksins. Með
hverju blaði er fylgirit þar sem er að
finna umsögn og greiningu frá áður-
nefndri ráðgjafarnefnd.
Með þessum hætti hefur útgáfu-
fyrirtækið reynt að bægja frá sér
mögulegri gagnrýni um að ætlunin
sé að fylla nýjar kynslóðir nasista-
áróðri. Það kann að vera að útgef-
andi hafi erindi sem erfiði fyrst um
sinn, en róðurinn mun þyngjast
þegar fram í sækir.
Ætlunin er að endurprenta að
fullu 150 dagblöð allt til ársins 1945.
Þegar nær dregur 1945 verður erf-
itt að gæta innbyrðis jafnvægis því
nasistar ritskoðuðu grimmt allt rit-
að og talað orð og lokuðu dagblöð-
um andstöðunnar og andgyðingleg
napuryrði og gyðingahatur draup
af síðum dagblaða á borð við Der
Stürmer.
Slæm tímasetning
Ralph Giordano, rithöfundur og
einn þeirra sem átti því láni að
fagna að lifa af helförina, sagði við
blaðamann BBC að hann hefði efa-
semdir um áhrif þessarar útgáfu.
„Það sem ég get sagt er að Hitler,
og allt það sem hann stendur fyrir,
kann að hafa verið sigrað á vígvell-
inum, en ekki vitsmunalega,“ sagði
hann.
Háttsettur, ónafngreindur ein-
staklingur innan samfélags gyðinga
í Berlín var einnig bölsýnn vegna
góðrar sölu á dagblöðum nasista.
„Við erum öll eilítið taugaveikluð.
Ástandið á Gaza veldur því að þús-
undir streyma út á göturnar, hróp-
andi slagorð gegn Ísrael – þetta er
ekki góður tími til að auglýsa Jósef
Göbbels,“ sagði hann.
Kínversku konunni Wang Guiying,
sem er eitt hundrað og sjö ára, hefur
loks tekist að safna kjarki til að gera
það sem hún hefur óttast mestalla
sína ævi. Guiying sem hefur alla tíð
verið hrædd við að ganga í það heilaga
ákvað á dögunum að fara að skima
eftir vænlegu mannsefni og vonast til
að finna einhvern á tíræðisaldri svo
þau hjónakornin hafi eitthvað um
að tala í ellinni. Um þetta skrifar kín-
verska dagblaðið Chongqing Comm-
ercial Times.
En það kemur fleira til því Wang
Guiying hefur af því áhyggjur að hún
sé orðin helst til mikil byrði á frænk-
um sínum og frændum, enda yngj-
ast þau ekki, því hún varð fyrir því
óhappi þegar hún var eitt hundrað
og tveggja ára að fótbrotna. Síðan þá
hefur hún ekki getað sinnt húsverk-
um sem skyldi, til dæmis að þvo fatn-
aðinn sinn.
„Ég er nú þegar eitt hundrað
og sjö ára og hef aldrei gifst,“ hafði
Chongqing Commercial Times eftir
henni. „Hvað mun verða ef ég haska
mér ekki og finn mér eiginmann?“
Það er ekki að ástæðulausu að
Wang hefur ekki gifst. Hún er dótt-
ir saltkaupmanns og ólst upp í Guiz-
hou-héraði. Á uppvaxtarárum sínum
horfði hún upp á frændur sína og aðra
karlmenn atyrða og lemja eiginkonur
sínar og kom iðulega að frænku sinni
þar sem hún grét sáran í eldiviðar-
geymslunni vegna barsmíðanna.
„Allt gift fólk lifði þannig á þeim
slóðum. Að giftast var ógnvekjandi,“
sagði Wang um þann tíma þegar kín-
verskar konur nutu lítilla réttinda og
voru ekki hátt skrifaðar í samfélaginu.
Eftir að foreldrar og eldri systir
hennar létust forðaðist hún hjóna-
band eins og heitan eldinn. Hún flutti
út í sveit og dró fram lífið sem bóndi
þar til hún varð 74 ára og skorti afl til
að vinna á ökrunum.
Frændi hennar sem búsettur er
í Chongqing tók hana að sér, en nú
er svo komið að breytinga er þörf að
hennar mati. Embættismenn í borg-
inni eru allir af vilja gerðir til að að-
stoða hana í leit að aldargömlum
eiginmanni og telja að leit á elliheim-
ilum gefi besta raun.
Það er aldrei of seint fyrir ást og hjónaband:
107 ára leitar eiginmanns
Unnið á ökrunum Wang guiying
kaus vinnu á ökrunum fram yfir
hjónaband.
KolBeinn þoRSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Nýtt dagblað,
gömUl frétt
Við fyrstu sýn má telja að endurprent-
unin höfði til þýsku þjóðarinnar vegna
þess að með henni eru brotin bönn
sem hafa verið í gildi í yfir sextíu ár.