Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 14. janúar 2009 17Sport
Eftir leiki síðustu helgar í ensku Úr-
valsdeildinni skýrðust línur í toppbar-
áttunni. United gekk frá Chelsea og
Liverpool gerði sitt til að þétta pakk-
ann á toppnum með því að misstíga
sig illilega gegn Stoke. Núna er staðan
þannig að vinni United sína tvo frest-
uðu leiki fer liðið upp fyrir Liverpool
á toppinn. Sá fyrri af þessum leikjum
fer fram í kvöld þegar Englandsmeist-
ararnir taka á móti Wigan á Old Traff-
ord. Seinni leikurinn er líka heima-
leikur sem frestaðist gegn Fulham og
fer hann fram í mars. Ef United klárar
leikinn í kvöld getur liðið komist á
toppinn á laugardaginn, tímabund-
ið í það minnsta, þegar það sækir ná-
granna sína í Bolton heim.
Þetta verður áhugaverð viður-
eign í kvöld. Gamla United-jálkn-
um Steve Bruce, stjóra Wigan, hefur
ekki gengið vel gegn sínu gamla fé-
lagi en undanfarið hefur Wigan ver-
ið á góðu skriði og leikið vel. Vörnin
hefur verið þétt og reynsluboltarnir í
liðinu skilað sínu. Wigan hefur unnið
fimm af síðustu sex leikjum sem gef-
ur góða vísbendingu um formið á lið-
inu um þessar mundir. Hvort Wigan
hafi burði til að standast heimamenn,
sem komnir eru með blóðbragð í
munninn eftir stórsigurinn á Chelsea,
mun koma í ljós en reikna má með
leikmönnum Wigan í vígahug eftir
þrjá sigra í röð.
Sir Alex Ferguson er enn og aftur
kominn í sálfræðistríð og nú er það
Rafa Benitez sem gerir sig breiðan
gegn Skotanum sem Steve Bruce segir
að standi yfirleitt uppi sem sigurveg-
ari í slíkum deilum. Aðspurður hvort
það sé ráðlegt að eiga við Ferguson á
þennan máta svaraði Bruce: „Hvernig
tæklar maður Ferguson? Þú lætur það
vera, það ætti að vera mottóið. Árang-
ur hans í boltanum allan þennan tíma
er ótrúlegur. Hann er fæddur baráttu-
hundur og er óhræddur við átök,“ seg-
ir Steve Bruce sem augljóslega ber
mikla virðingu fyrir gamla stjóranum
sínum. Hvort það skilar sér í leikinn
í kvöld skal ósagt látið en ljóst er að
bæði liðin eru í ham og eitthvað verð-
ur undan að láta. swaage@dv.is
Manchester United heldur áfram atlögu sinni að toppnum í kvöld:
Wigan næsta þrep hjá United
þetta er
mér að kenna
Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, er
sagður valtur í sessi eftir dapurt
gengi liðsins undanfarið. Stjórinn
brasilíski sagðist hafa reynt að
breyta um leikaðferð til þess að
koma liðinu aftur af stað. Liðið hans
tapaði illa fyrir united og fékk þar á
sig tvö mörk úr föstum leikatriðum.
„Þetta er á mína ábyrgð, hvort sem
við hefðum tapað 1-0 eða 2-0,“ sagði
Scolari. „Ég þarf að breyta hlutum
núna og byrja frá grunni,“ bætti
hann við og sagðist mundu breyta
úr „maður á mann“ yfir í svæðisvörn
framvegis í föstum leikatriðum.
„Þetta voru mín mistök frekar en
leikmanna,“ sagði stjórinn geðþekki
sem reynir nú að þjappa hópnum
saman fyrir komandi átök.
LætUr
hatton bíða
Breska hnefaleikastjarnan ricky
Hatton er ekki allskostar sáttur við
Manny „Pacman“ Pacquiao frá
Filippseyjum sem dregur á langinn
að skrifa undir áætlaðan baradaga
við Bretann knáa. Eitt af því sem
gerði frábæran bardaga Pacquiao og
Oscar de la Hoya einna mest
spennandi var sú áætlun að
sigurvegarinn myndi mæta ricky
Hatton í súper- bardaga 2009. Eftir
magnaðan sigur Pacman var bardagi
hans og Hatton settur á 2. maí í Las
vegas og voru báðir aðilar sáttir við
þá tilhögun. En nú er komið babb í
bátinn og sagt er að Filippseyingur-
inn geri sér ekki að góðu að skipta
verðlaunafé bardagans til helminga
heldur vilji hann stærri hlut.
aðstoðarmenn Hattons vinna með
fólki Pacquiaos að negla niður
bardaga sem verður án efa einn sá
allra stærsti á árinu.
þreföLd forysta
VoLksWagen
Ætla má að brosað sé út í bæði í
höfuðstöðvum volkswagen í
Þýskalandi yfir stöðunni í dakar-
rallinu. gamla rallíkempan Carlos
Sainz frá Spáni leiðir í bílaflokki á
volkswagen Touareg og á eftir
honum koma tveir aðrir volkswagen
Touareg-jepplingar. Bandaríkjamað-
urinn Mark Miller er annar og giniel
de villiers frá Suður-afríku þriðji.
dakar-rallið sem nú er haldið í
argentínu og Chile hefur til þessa
staðið undir nafni sem erfiðasta rall í
heimi. Fjöldi keppenda sem fallið
hafa úr leik eftir tíu sérleiðir nálgast
óðum 200 og gerir það árangur
volkswagen í keppninni síst minna
merkilegan. keppnin klárast um
helgina í Buenos aires, þar sem hún
byrjaði 3. janúar.
Stemning
Leikmenn Wigan
eru í banastuði.
girðir sig í brók Síðasta keppnistímabil í Formúlu 1 einkenndist af von-
brigðum hjá kimi raikkonen, ökumanni Ferrari. Hann hafði meistaratitil að verja
en vann aðeins tvær keppnir og rétt náði 3. sæti í heildina. kimi stóð í skugganum
af liðsfélaga sínum Felipe Massa sem endaði mótið aðeins stigi á eftir sigurvegaranum
Lewis Hamilton hjá erkifjendunum í McLaren. raikkonen sagðist ekki ætla að láta síðasta
tímabil hafa áhrif á sig og blæs í herlúðra á nýju ári. „nýi bíllinn ætti að vera mjög góður og við
munum sjá á næstu vikum hvernig hann stenst samanburð við aðra. Það er öruggt mál að við
munum gera atlögu að meistaratitlinum í ár,“ sagði Finninn frái, málglaður að vanda.
uMSjón: TóMaS Þór ÞórðarSOn, tomas@dv.is / SvEinn WaagE, swaage@dv.is
„Þetta var mjög skemmtilegt. Það
mætti mikið af fólki og var hörku-
stemning,“ segir Finnur Jónsson,
þjálfari kvennaliðs Skallagríms í
körfubolta, um leik liðsins í átta liða
úrslitum Subway-bikarkeppninnar.
Skallagrímur sem leikur í 1. deild-
inni lagði þar utandeildarliðið Heklu
afar sannfærandi, 88-39, og er komið
í undanúrslit í annað skipti í sögu fé-
lagsins. Þó um utandeildarlið hafi ver-
ið að ræða þurfti Skallagrímur að hafa
vaðið fyrir neðan sig enda hafði Hekla
unnið Ármann í 16 liða úrslitum. Ár-
mann hefur tvívegis sigrað Skallagrím
í 1. deildinni nú þegar, í annað skiptið
með þrjátíu stiga mun.
„Við vissum ekkert um þetta lið
nema að það hafði unnið Ármann.
Þetta voru samt greinilega kelling-
ar sem kunnu þetta. Sumar voru nú
orðnar fertugar. Ég er bara með yngra
lið og stelpur í hörkuformi sem grill-
uðu þær,“ segir Finnur.
Höldum lengur í stelpurnar
Skallagrímur verður seint sakað-
ur um að vera með háan meðalald-
ur í liðinu. Elsta stúlkan í annars fá-
mennum hópi sem telur aðeins níu
stelpur er ekki nema nítján ára. Hefð
er fyrir kvennakörfubolta í Borgar-
nesi en félagið á að baki einn Íslands-
meistaratitil og státar í dag af tveim-
ur landsliðskonum þó þær leiki ekki
með uppeldisfélaginu lengur. „Það
er kominn menntaskóli hérna núna
þannig að við náum að halda í stelp-
urnar aðeins lengur. Annars eru tvær
landsliðskonur í KR, Guðrún og Sig-
rún Ámundadætur, sem ég þjálfaði
upp alla yngri flokkana. Maður þykist
nú eiga svolítið í þeim,“ segir Finnur
og hlær.
„Underdogs“
Dregið verður í undanúrslitin í dag.
Í pottinum eru ungu stelpurnar úr
Borgarnesi ásamt stórliðum KR,
Keflavíkur og Vals. „Við erum alltaf
„underdogs“, sama hverjum við mæt-
um,“ segir Finnur um dráttinn en eyg-
ir leik á heimavelli gegn Reykjavík-
urstórveldinu. „Vonandi bara fáum
við heimaleik. Það væri fínt að fá KR
heim í Borgarnes. Annars skiptir það
engu máli. Við spilum bara okkar leik
og þá skiptir engu máli hver mótherj-
inn er. Það er að engu að tapa og við
gefum okkur bara allar í leikina. Eins
og þær spiluðu í gær eiga þær séns í
hvað sem er,“ segir Finnur ákveðinn.
Betri með hverjum deginum
„Við förum að vinna leiki,“ segir Finn-
ur aðspurður um gengið í deildinni.
Þar hefur Skallagrímur aðeins unnið
tvo leiki, báða gegn botnliði Þórs frá
Akureyri sem hefur enn ekki unnið
leik. „Það er mikill stígandi í þessu hjá
okkur. Við lékum gegn Njarðvík núna
á laugardaginn þar sem við töpuðum
aðeins með sjö stiga mun. Njarðvík
tók okkur með þrjátíu stigum í byrj-
un tímabils. Þá voru stelpurnar mínar
bara hræddar og litlar í sér. Nú lentum
við bara í hörkuleik því það er komið
meira sjálfstraust í liðið. Ég er að spila
á fámennum hóp þannig að þær eru
að komast í hörkuform og verða bara
betri með hverjum deginum,“ segir
Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms.
Fyrstudeildarlið Skallagríms í kvennakörfunni er komið í undanúrslit Subway-bikar-
keppninnar og verður í pottinum þegar dregið verður í dag. Þær verða „underdogs“ sama
hverjum þær mæta, segir þjálfarinn Finnur Jónsson en í pottinum eru stórliðin Keflavík,
KR og Valur. Mikill stígandi er í leik liðsins þar sem elsta stelpan er ekki nema nítján ára.
Betri með degi
hverjum Í undanúrslitumSkallagrímsstúlkur möluðu Heklu og leika gegn stórliði í undanúrslitum.mynd Sigrún LeiFSdóttir
tómAS Þór ÞórÐArSOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Stökkskot
Þær verja þetta
glæsilega stökkskot
seint, Heklukonur.
mynd Sigrún LeiFSdóttir