Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Side 20
Miðvikudagur 14. janúar 200920 Fókus
Myndin fjallar um hálfsturlaðan
starfsmann skattstofunnar sem
misnotar aðstöðu sína og völd fyrir
óskiljanlegt einkaflipp. Hann beitir
sjarma en sýnir sitt rétta ógeðsfés
strax í upphafi myndarinnar. Þá er
það blindur símastarfsmaður sem
verður fyrir barðinu á Ben Thomas
og Woody Harrelson leikur pínlega
vel í samræmi við vandræðalegheit
atriðisins.
Illskiljanleg ráðabrugg Bens
halda manni æsispenntum og
glorsoltnum eftir vísbendingum
um hvað stendur til. Það er gott
að hinn ítalski leikstjóri myndar-
innar tyggi ekki framvinduna ofan
í mann heldur láti brauðbita leiða
mann gegnum skóginn að niður-
stöðu verksins. Á stórfenglegan
hátt kemur myndin á óvart fram á
seinustu sekúndu eftir því sem plön
Bens upplýsast. Sagan fer aldrei út
af sporinu, allar tímasetningar í
handriti eru stórkostlegar og þjóna
markvissri uppbyggingunni. Snilld-
arleg uppgjör eru margþætt og
byggjast ekki á neinni barnaskóla-
fléttu. Best að hafa ekki orðin fleiri
um innihald þeirra.
Tónlistin er frábær og viðeigandi
nema ef til vill þegar rokkútgáfa
af Ninu Simone, klassíker einum,
skaddar stemmninguna. Sígild lög
í bland við frumsamda tónlist eru
í takt við tilgang myndarinnar. Lag
eitt í mýkri og rómantískari kantin-
um hefur viljandi eina feilnótu í lag-
línunni. Ef til vill til að undirstrika
að allt er ekki nákvæmlega eins og
það á að vera þrátt fyrir rómantíska
stemningu atriðisins. Myndin er
vissulega rómantísk en fellur ekki
í neinar gildrur tilfinningarúnks.
Hún er falleg í meira lagi, dramat-
ísk en full vonar og tilfinninganæm
fram í fingurgóma. Frábærlega leik-
in, án þess að nefna þurfi einhvern
sérstaklega, og virkilega áhrifamikil
að öllu leyti.
Gabrielle Muccino toppar hér
The Pursuit for Happiness auð-
veldlega í einni ánægjulegustu
kvikmyndaupplifun seinni ára. Svo
sannarlega ein rosalegasta ástar-
saga sem hefur verið sögð á hvítu
tjaldi.
Erpur Eyvindarson
á miðvikudegi
metaltónleikar á dillon
Bandaríska metalsveitin The Black Dahlia MurDer kemur fram á Dillon SporTBar í
hafnarfirði annað kvölD. Íslensku hljómsveitirnar SevereD croTch, celeSTine,
palMprinT in BlooD, WiSTaria og BeneaTh sjá um upphitun. Tónleikarnir eru þeir
fyrstu í röðinni á Evróputúr Black dahlia Murders. Forsala á tónleikana er bæði á
dillon í Hafnarfirði og við Laugaveg.
AukAsýningAr
vegnA mikillAr
AðsóknAr
Vegna mikillar aðsóknar og eftir-
spurnar verða tvær aukasýningar á
verkinu Steinar í djúpinu í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu í janúar. Þessi sýn-
ing Lab Loka og Hafnarfjarðarleik-
hússins hlaut frábærar viðtökur og
einróma lof gagnrýnenda þegar hún
fór á fjalirnar á liðnu hausti. Um er
að ræða nýtt íslenskt leikverk, byggt
á skáldheimi Steinars Sigurjónsson-
ar. Höfundur leikgerðar og leikstjóri
er Rúnar Guðbrandsson og á meðal
leikara eru Tómas Lemarquis, Árni
Pétur Guðjónsson, Harpa Arnar-
dóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Fyrri
aukasýningin verður núna á sunnu-
daginn, 18. janúar, og sú seinni viku
síðar.
sAxófónkvArt-
ett spilAr
Íslenski saxófónkvartettinn heldur
tónleika í Norræna húsinu næst-
komandi sunnudag, 18. janúar.
Á efnisskrá eru saxófónkvartettar
eftir Alfred Desenclos, Pierre-Max
Dubois og Jean-Baptiste Singelée.
Kvartettar Desenclos og Dubois
teljast til uppistöðuverka klass-
ískra franskra tónbókmennta fyrir
saxófón en verk Singelées er talið
vera hið fyrsta sem samið var sér-
staklega fyrir saxófónkvartett. Ekk-
ert verkanna hefur áður verið flutt
opinberlega hér á landi. Íslenski
saxófónkvartettinn hefur starf-
að frá árinu 2006 en hann skipa
Vigdís Klara Aradóttir, Sigurð-
ur Flosason, Peter Tompkins og
Guido Bäumer.
HugsAð með
Þórbergi
Soffía Auður Birgisdóttir bókmennta-
fræðingur heldur fyrirlestur um
Þórberg Þórðarson í Reykjavíkur-
Akademíunni klukkan 12.05 í dag. Yf-
irskrift erindisins er Hugsum öðruvísi
með Þórbergi. Hugleiðingar um bók-
menntagervi, veruleika og sannleika
út frá verkum Þórbergs Þórðarsonar.
Soffía Auður hefur kennt íslenskar
nútímabókmenntir við Háskóla Ís-
lands og hefur um árabil rannsakað
verk Þórbergs. Fyrirlesturinn er hluti
af nýrri fyrirlestraröð í Reykjavíkur-
Akademíunni, Gammablossar, sem
haldin er einu sinni í mánuði.
Fyrsta úthlutun úr nýjum leikritun-
arsjóði við Þjóðleikhúsið, Prologos,
hefur nú farið fram. Alls bárust
umsóknir frá 24 aðilum um styrk
til að þróa leikhandrit og vinna að
leiksmiðjuverkefnum. Ákveðið var
að veita tvo styrki til þróunar leik-
handrita og tvo styrki vegna leiks-
miðjuverkefna.
Einar Már Guðmundsson hlaut
styrk til að þróa handrit leikrits sem
ber vinnuheitið Góðu hirðarnir.
Einar Már er þekktur fyrir skáld-
sögur sínar, smásögur, ljóð og kvik-
myndahandrit en hann vinnur nú
að sínu fyrsta verki fyrir leiksvið.
Bjarni Jónsson hlaut styrk til að
vinna að handriti leikrits sem ber
vinnuheitið Nýja íslenska leikritið.
Bjarni hefur áður skrifað þrjú leikrit
fyrir Þjóðleikhúsið: Óhapp, Vegur-
inn brennur og Kaffi.
Pálína Jónsdóttir leikari hlaut
styrk vegna leiksmiðjuverkefnisins
Völva. Sýningin byggir á Völuspá
og í henni eru gerðar ýmsar tilraun-
ir með notkun tækninýjunga í leik-
húsi.
Loks var veittur styrkur vegna
leiksmiðjuverkefnisins Af ástum
manns og hrærivélar en að því
verkefni standa Ilmur Stefánsdótt-
ir myndlistarmaður, Kristján Ingi-
marsson látbragðsleikari, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir leikari og Valur
Freyr Einarsson leikstjóri.
Höfundar sem hljóta styrk frá
Prologos vinna að handritum sín-
um í nánu samstarfi við leikhúsið.
Þeir skila inn handritsdrögum og
geta í kjölfarið fengið framhalds-
styrk til að fullvinna handritið.
Þegir handrit er tilbúið getur Þjóð-
leikhúsið tryggt sér sýningarrétt á
verkinu. Að sama skapi er stefnt
að því að leiksmiðjuverkefni sem
hljóta styrk verði sýnd á fjölum
Þjóðleikhússins, en verkin geta
einnig verið sýnd annars staðar.
Umsóknarfrestur vegna næstu
úthlutunar er til 15. febrúar næst-
komandi. Upplýsingar um sjóð-
inn og umsóknarferli er að finna á
heimasíðu Þjóðleikhússins.
Fyrsta leikrit Einars í bígerð
sjö pund Af brAvó
Ást „Svo sannarlega ein
rosalegasta ástarsaga sem hefur
verið sögð á hvítu tjaldi.“
Snilldaruppgjör „Snilldarleg
uppgjör eru margþætt og byggjast
ekki á neinni barnaskólafléttu.“
kvikmyndir
Seven PoundS
Leikstjóri: gabriele Muccino
Aðalhlutverk: Will Smith, rosario dawson,
Woody Harrelson, Michael Ealy
Einar Már
Guðmundsson
Fékk styrk til þróunar
leikhandritsins góðu
hirðarnir.