Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Blaðsíða 22
Miðvikudagur 14. janúar 200922 Fólkið
Mikil frjósemi ríkir meðal ís-
lenskra tónlistarmanna um
þessar mundir. Söngkonan Rósa
Birgitta Ísfeld úr hljómsveitinni
Sometime og unnusti hennar
eiga von á sínum fyrsta erfingja
með vorinu. Plötusnúðurinn og
rekstrarstjóri Kaffibarsins, Árni
Einar, betur þekktur sem Árni
E, á von á barni, ásamt kærustu
sinni, stílistanum Agnieszku
Baranowsku. Árni og Agnieszka
hafa verið saman í nokkra mán-
uði. Einnig á Benedikt Freyr
Jónsson, betur þekktur sem
Benni B-Ruff úr Bloodgroup,
von á barni sem og vinur hans,
tónlistarmaðurinn Pan Thorar-
ensen, sem von á erfingja innan
skamms.
Fölsk
Fésbók
„Ég er ekki með síðu á Facebook,“
segir Árni Mathiesen, fjármálaráð-
herra Íslands. Óprúttinn aðili hefur
stofnað síðu í nafni fjármálaráðherr-
ans á samfélagsvefnum facebook.-
com sem er gríðarlega vinsæll hjá Ís-
lendingum um þessar mundir. Hinn
falski Árni hefur þegar safnað að sér
nokkrum fjölda vina en þar á meðal
eru sjónvarpsmaðurinn Egill Helga-
son, framsóknarkonan Jónína Ben,
leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir
og flokksfélagi hans og háskólapróf-
essorinn Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson.
Samkvæmt síðunni á Árni einn-
ig fjölmarga vini í útlöndum en þeg-
ar þetta er skrifað eru vinir hans 30
talsins. Þannig á hann vin í Singapúr,
auk vina frá Bandaríkjunum, Bret-
landi og Egyptalandi.
„Ég sá mynd af manninum og
hélt að þetta væri hann. Nei, ég hef
ekki verið í neinum samskiptum við
hann. Er í samskiptum við þrjá, fjóra
á Facebook,“ segir Jónína Benedikts-
dóttir sem hélt í góðri trú að hún
væri að senda fjármálaráðherranum
vinaboð.
Ekki er langt síðan glamúrfyrir-
sætan Ásdís Rán lenti í því sama og
Árni. Þá var sett upp fölsk síða á
Facebook í hennar nafni. Hinn seki
hefur verið af erlendu bergi brot-
inn þar sem hann ræddi við fólk
á ensku og var mjög virkur á
síðunni. Ásdís komst á snoðir
um svikin og lét loka síðunni
hið snarasta.
Þá var Inga Lind Karls-
dóttir sjónvarpskona
einnig fórnarlamb net-
þrjóta á samfélagsvefn-
um Myspace sem er
ekki ósvipaður Face-
book. Inga Lind lét loka
síðunni hið snarasta
og íhugaði málsókn á
hendur þeim sem stofn-
uðu hana. „Þetta er eiginlega
þjófnaður af verstu gerð. Þarna
er ekki verið að stela eigum
mínum eða peningum. Það
er verið að stela persón-
unni minni,” sagði Inga
Lind í samtali við visir.is
á sínum tíma.
Árni hefur ekkert tjáð
sig um hvernig hann
muni bregðast við síð-
unni í hans nafni en bú-
ast má við því að hún
verði ekki langlíf.
asgeir@dv.is
Fölsuð Facebook-síða hefur verið sett upp í nafni
Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Árni sver
af sér síðuna en fjölmargir hafa vingast við
hinn falska Árna í þeirri trú að þar sé fjár-
málaráðherrann á ferð. Inga Lind Karls-
dóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafa
einnig lent í svipuðum hremmingum.
Mikil gleði ríkir á heimili Jóhannes-
ar Ásbjörnssonar um þessar mundir.
En yfir jólahátíðina bað hann unn-
ustu sinnar, Ólínu Jóhönnu Gísla-
dóttur. Skötuhjúin hafa verið saman
í um áratug og eiga þau eina dóttur
saman sem er tæplega þriggja ára
gömul.
Jói, eins og hann er oftast kallað-
ur, hefur í nógu að snúast dagana.
Fyrir utan það að vera í fullu starfi
í Landsbankanum hefur hann tek-
ið það aftur að sér að vera kynn-
ir í raunveruleikaþættinum Idol-
Stjörnuleit.
Tvö ár eru liðin síðan félagarn-
ir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhann-
es unnu hug og hjörtu allra Íslend-
inga. Ef marka má vinsældir þeirra
á sínum tíma ættu þeir ekki að eiga í
miklum vandræðum með að endur-
heimta titilinn sem uppáhaldssjón-
varpsmennirnir. Félagarnir tveir eru
einnig með morgunþátt á Bylgjunni
á laugardögum sem nýtur mikilla
vinsælda.
Ekki er vitað hvenær Jói og unn-
usta hans, Ólína, ætla að ganga í það
heilaga, en ekki þykir ólíklegt að þau
láti pússa sig saman með hækkandi
sól.
hanna@dv.is
Frjósemi í
tónlistar-
bransanum
Ástin umlykur Jóhannes ÁsbJöRnsson, idol-kynni:
Árni Mathiesen:
Í nýjasta tölublaði Vikunnar
opnar sjónvarpskonan fyrrver-
andi Þórunn Högnadóttir sig er
hún talar um bróður- og föður-
missi. Einnig talar Innlit / útlit-
stjarnan um atvinnuleysi síðustu
mánuði og óánægjuna með
starfslokin á Skjá einum. Hún
segir frá tilfinningunni þegar
hún komst að því að hún prýddi
forsíðu Séð og Heyrt eftir að hús-
næði þeirra hjóna sást auglýst
á uppboði í Morgunblaðinu.
„Mér brá illa við,“ segir Þórunn í
viðtalinu.
brá illa við
Jói í Idol Bað unnustu
sinnar til fjölda ára um
hátíðarnar.
Jónína ben „Ég sá
mynd af manninum og
hélt að þetta væri hann.“
Árni Mathiesen Hefur orðið
fyrir barðinu á netþrjóti.
Ásdís Rán Lennti í því
sama og fjármálaráðherra.
MYnD aRnoLD bJöRnsson
á skeljarnar um jólin