Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 15. janúar 200912 Fréttir Aftur í hryðjuverk Samkvæmt talsmanni varnar- málaráðuneytis Bandaríkjanna, Geoff Morrell, hefur sextíu og einn fyrrverandi fangi í Gvantanmó- fangelsinu á Kúbu, snúið sér að hryðjuverkum eftir að hafa losnað úr haldi. Morrell sagði að staðfest væri að átján fangar hefðu tekið upp fyrri iðju og sterkur grunur væri um að hið sama væri uppi á teningnum hjá 43 fanganna. Morrell vildi ekki fara nánar út í málið og ekki upp- lýsa um hvaða menn væri að ræða, eða hvað þeir hefðu gerst sekir um síðan þeir losnuðu úr haldi. Ísraelskir ráðamenn halda afram að neita ásökunum um að her Ísraels beiti ólöglegum vopnum í hernaði sínum á Gaza. En fullyrðingar þeirra eru á skjön við frásagnir ísraelskra hermanna sem segja að fallbyssuskot hlaðin fosfór hafi verið notuð. Í vefmiðli breska dagblaðsins Ti- mes er vitnað í einn hermann sem tek- ið hefur þátt í hernaði Ísraelsmanna á Gaza sem sagðist hafa handfjatlað fos- fórsprengjur og skriðdrekar vopnaðir fosfórsprengjum væru í notkun. „Við höfum notað þær á ábyrgðarfullan máta ... allan tímann,“ sagði hermað- urinn. Orðrómur um notkun fosfórs af hálfu Ísraela verður sífellt háværari, en notkun fosfórs er einungis leyfileg til að mynda reykjarslæðu. Mannrétt- indasamtök hafa varað við áhættunni á að almennir borgarar bíði skaða af og krafist þess að Alþjóðlegi glæpa- dómstóllinn rannsaki málið. Times vitnar einnig í ísraelskan hermann, Alon, sem segist ekki vera neinn nýgræðingur í hernum. Hann segir að aldrei fyrr hafi ísraelsk yfirvöld beitt jafnmikilli hörku í átökum við Palestínumenn. „Við beitum engum vettlingatök,“ sagði Alon. „Allt er met- ið fjandsamlegt núna. Okkur var sagt að taka enga áhættu – að skjóta frekar en spyrja spurninga,“ sagði hann. Alon sagðist vera sleginn vegna þess sem bar fyrir augu hans á Gaza, og lýsti heilum hverfum sem höfðu verið jöfnuð við jörðu. „Það er ekki eins og við höfum verið þarna í nokkr- ar vikur – þetta er eyðilegging, rúst- ir einar, eins og við höfum varpað sprengjum árum saman. Þú getur ekki ímyndað þér skaðann sem við höfum valdið,“ sagði Alon. Ísraelsmenn fullyrða að Hamas sé reiðubúið til viðræðna, svo mjög sé þeim brugðið vegna hörkunnar í að- gerðum Ísraelshers. Ekki hefur reynst mögulegt að sannreyna fullyrðingarn- ar, en í Times segir að Palestínumenn segi að um áróður sé að ræða og Ham- asliðar bíði þess að ísraelskir hermenn hætti sér inn í íbúðahverfi og þá verði látið sverfa til stáls. Ísraelskum hermönnum sagt að skjóta frekar en spyrja spurninga: nota engin vettlingatök Í reykjarkófi Palestínumaður nánast hulinn reyk eftir stórskotaliðsárás Ísraelshers. Eþíópískir hermenn hafa yfirgefið tvær stöðvar sínar í höfuðborg Sómal- íu, Mogadishu, í samræmi við friðar- samkomulag sem gert var að undirlagi Sameinuðu þjóðanna í október. Eþíóp- íumenn ku hafa þrjár aðrar stöðvar, en brotthvarf þeirra frá þessum tveimur er talið marka upphaf fullkomins brott- hvarfs þeirra frá landinu. En viðbrögð íbúa hafa verið mis- jöfn, enda ekki mikil ástæða til bjart- sýni. Brottför Eþíópíumanna myndar, að sumra mati, eldfimt tómarúm, en aðrir telja að brottför þeirra geti lagt grunn að friði í landinu. Öryggismál voru afhent sveitum rík- isstjórnarinnar og hófsömum íslamist- um við hátíðlega athöfn í Mogadishu. Eftir sem áður verða til staðar í borg- inni fámennar friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, en sérfræðingar telja útilok- að að þær geti staðist íslamistum, sem ráða lögum og lofum í stórum hluta Suður-Sómalíu, snúning. Nærvera Eþíópíumanna illa séð Sem fyrr segir samþykktu stjórnvöld Eþíópíu að kalla liðssveitir sínar heim í október er samkomulag náðist milli viðkvæmrar bráðabirgðaríkisstjórnar og eins helsta andstöðuhópsins í land- inu. Samkvæmt fréttum biðu uppreisn- armenn, sem mótfallnir voru friðar- samkomulaginu, ekki boðanna og tóku undir sig stöðvar Eþíópíumanna um leið og þeir hurfu á brott. Forsætisráð- herra Sómalíu, Nur Hassan Hussein, lofaði eþíópísku sveitirnar. „Við þökk- um þeim það góða starf sem þær hafa unnið. Við þökkum þeim einnig fyr- ir að framfylgja ákvæðum friðarsam- komulagsins,“ sagði Hussein. Nærvera eþíópísku hersveitanna var ekki vel séð af öllum. Eþíópía og Sómalía hafa í tvígang átt í landamæra- stríði og inngrip Eþíópíumanna í mál- efni Sómalíu naut ekki fylgis og varð til þess að ólíkir hópar snéru bökum sam- an í baráttu gegn nærveru þeirra. Óendanlegt verkefni Átök á milli bráðbirgðaríkisstjórn- arinnar, sem nýtur stuðnings Sam- einuðu þjóðanna, og íslamista hafa tekið sinn toll. Talið er að um sex- tán þúsund manns hafi látið lífið í átökunum, síðan 2007, og ein millj- ón manns hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín. Vestrænir diplómatar binda von- ir sínar við að brotthvarf Eþíópíu- manna dragi úr stuðningi við öfga- fulla íslamista og leiði til þess að hófsöm öfl myndi ríkisstjórn sem byggi á einingu þjóðarinnar. Nokkrar Afríkuþjóðir eru reiðu- búnar að senda hermenn til lands- ins, og hafa Úganda, Búrúndi og Ní- gería verið nefnd í því sambandi, en Afríkusambandið skortir fé svo unnt sé að þiggja boð þeirra. Afríkusam- bandið er aukinheldur ekki ginn- keypt fyrir að takast á hendur verk- efni sem virðist opið í báða enda. Sérstakur fulltrúi Sómalíu, Ahm- edou Ould-Abdallah, sagði í viðtali við BBC að hann væri hlynntur öll- um möguleikum, þar á meðal til- lögu Bandaríkjamanna um að frið- argæslulið Sameinuðu þjóðanna verði sent til Sómalíu. „Sómalía hef- ur verið afskipt í langan tíma í hönd- um fólks sem fer sínu fram,“ sagði Ahmedou Ould-Abdallah. Í síðasta mánuði sagði aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki- moon, að fáar þjóðir væru reiðu- búnar til að senda friðargæsluliða til Sómalíu því þar ríkti enginn friður til að gæta. Ekki friðvænlegar horfur Ekki er margt sem gefur ástæðu til að ætla að aðalritari Sameinuðu þjóð- anna skipti um skoðun. Þrátt fyrir ein- hverja ánægju Sómala vegna brott- hvarfs Eþíópíumanna kann það að vera skammgóður vermir. Uppreisn- armenn íslamista hafa heitið því að herða árásir sínar og sérfræðingar spá því að í kjölfar brotthvarfs þrjú þúsund hermanna Eþíópíu muni ofbeldi af hálfu uppreisnarafla, sem barist hafa gegn stjórn landsins í tvö ár, færast í aukana. Eftir margra ára átök er stór hluti Sómalíu í höndum hinna ýmsu stríðsherra, en Mogadishu hefur ver- ið bitbein eþíópísku hersveitanna, í umboði ríkisstjórnarinnar, og upp- reisnarhópa. Draugaborg Fréttaritari BBC, Mark Doyle, var í Mogadishu í október og það sem bar fyrir augu hans voru húsarústir og mannauðar götur. Að sögn Doyles var gata eftir götu rústir einar og ef hús var ekki orðið að grjóthrúgu þar líktist það einna helst beinagrind með tómar augnatótt- ir, leifar þess sem einu sinni var hús byggt í ítölskum nýlendustíl. „En hin raunverulega óhugnan- lega hlið margra hluta Mogadishu er mannfæðin,“ sagði Doyle. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðun- um hefur að minnsta kosti helmingur borgarbúa, jafnvel um 500.000 manns, flúið Mogadishu. Virk ríkisstjórn hefur ekki verið við lýði í Sómalíu síðan 1991 og ýms- ir vopnaðir hópar hafa barist um völd- in í landinu. Það er ljóst að hersveitir Afríkusambandsins, sem telja tæplega þrjú þúsund liðsmenn, eru ekki öf- undsverðar af hlutverki sínu á kom- andi dögum. Um fimmtíu manns hafa látið líf- ið í átökum tveggja hópa íslamista í Galgadud-héraði og samkvæmt mannúðarstofnun á vegum Samein- uðu þjóðanna hafa fimmtíu þúsund borgarar flúið svæðið og í mörgum til- fellum er um að ræða fólk sem áður hafði rifið sig upp með rótum vegna bardaga í Mogadishu. Eþíópískir hermenn halda nú heim á leið frá Sómalíu og skilja eft- ir sig tómarúm í slag uppreisnarmanna íslamista og bráðabirgða- ríkisstjórnarinnar sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna. Sumir binda vonir við að þjóðin geti sammælst um ríkisstjórn einingar, en aðrir deila ekki þeirri bjartsýni og telja að öfgafullir íslamistar blási til sóknar. drAugAborgin mogAdishu Eþíópía og Sómalía hafa í tvígang átt í landa- mærastríði og inngrip Eþíópíumanna í málefni Sómalíu naut ekki fylgis og varð til þess að ólík- ir hópar snéru bökum saman í baráttu gegn nærveru þeirra. KolbEiNN þorstEiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Mogadishu, höfuðborg sómalíu Hefur verið bitbein uppreisnarmanna og herja á vegum ríkisstjórnarinnar. Uppreisnarmenn íslamista Biðu ekki boðanna með að taka yfir stöðvar Eþíópíumanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.