Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 15. janúar 20092 Fréttir Ögurstund flokksins Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur árum saman barist gegn aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið. Eftir gildistöku EES-samningsins 1994 og upphaf stjórnartíðar með Framsókn- arflokknum 1995 hefur Davíð Odds- son, þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verið nánast einráður um að málið hefur ekki verið tekið á dagskrá íslenskra stjórnmála. Í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, hallaðist hann æ meir að Evrópusambandinu. Fyr- irstaðan var eftir sem áður frá Dav- íð og forystu Sjálfsstæðisflokksins sem og innan úr röðum Framsókn- arflokksins. Samfylkingin tók eftir aldamótin af skarið um Evrópustefnu sína með póstkosningum innan flokksins. Þótt forystan hafi nægjanlegt umboð til að halda Evrópustefnu sinni á lofti var það ekki gert fyrir þingkosning- arnar 2007. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði í útvarpsþætti fyrir þær kosn- ingar að aldrei hefði reynst vænlegt til atkvæðaveiða í löndum Evrópu að gera aðild að Evrópusambandinu að kosningamáli. Nú má vera ljóst að Samfylkingin bíður átekta eftir nið- urstöðu samstarfsflokksins á flokks- þinginu í lok mánaðarins. Málið skyndilega á dagskrá Hörðustu aðildarsinnar gagna nú jafnvel svo langt að segja að íslenska þjóðin hafi forklúðrað rækilega besta tækifæri aldarinnar til þess að veita stöðugleika inn í íslenskt efnahags- líf þegar allt lék í lyndi fyrir fáeinum árum og þjóðin fullnægði öllum skil- yrðum Maastricht-samkomulagsins um inngöngu og upptöku evrunn- ar. Uffe Elleman Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, sagði í vin- samlegri grein í Berlingske Tidene 14. október síðastliðinn að Íslend- ingar gjaldi nú fyrir það að vilja ávallt standa einir. „Hugsið ykkur ef Ísland hefði verið í ESB og með evruna þeg- ar kreppan skall á og bankakerfið riðaði til falls,“ sagði Uffe-Elleman í grein sinni. Æ fleiri taka undir það að frá upp- hafi hafi það verið galin hugmynd og fullkomlega ótæk að ætla sér að gera Ísland að fjármálamiðstöð með minnsta gjaldmiðil í heimi. Sú var niðurstaða Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaup- þings, í fyrirlestri sem hann hélt í Stokkhólmi fyrir nokkrum vikum. Sú er og niðurstaða Roberts Wade, prófessors í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, sem ávarpaði fjöldafund í Háskólabíói í fyrrakvöld. Þetta er skoðun margra annarra. Í kjölfar bankahrunsins er að- ild að ESB komin rækilega á dag- skrá jafnvel þótt engar tryggingar liggi fyrir um áframhaldandi yfir- ráð þjóðarinnar yfir auðlindum sín- um. Framsóknarflokkurinn tekur af- stöðu til málsins á flokksþingi um næstu helgi. Beðið er með óþreyju eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins 29. janúar næstkomandi, en flest- ir telja ljóst að lífdagar ríkisstjórnar- innar ráðist á þeim fundi. Jón Bald- vin Hannibalsson, sagði í viðtali við DV um helgina að landsfundurinn væri ófær um að ráða fram úr málinu vegna gerðar flokksins og því væri Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur stjórnhæfur. Óþolandi væri að draga þjóðina lengur á svörum um fram- tíðina á erfiðustu tímum lýðveldisins vegna klíkuátaka í flokknum. Heimastjórnararmurinn Samkvæmt bærilega traustu mati DV geta um eða yfir 80 prósent þing- manna Sjálfstæðisflokksins fellt sig við þá hugmynd að sækja um aðild að ESB og kanna með þeim hætti hversu langt verður hægt að koma til móts við hagsmuni þjóðarinnar um yfirráð yfir auðlindum sjávar og öðr- um auðlindum þjóðarinnar. Þannig er ýmist þegjandi samþykki eða af- dráttarlaust fylgi við það að ráðast í samningaviðræður við Brussel og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðar- innar. Örfáir þingmenn eru þessu andvígir og telja jafnvel að óþarft sé að bera málið upp í Brussel. Nið- urstaðan liggi nú þegar fyrir um að þjóðin verði að afsala sér fullum yfir- ráðum yfir auðlindum sjávar. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er þessar- ar skoðunar og skammar ráðherra flokksins fyrir að tala tveimur tung- um. Hann segir meðal annars á vef- síðu Evrópunefndar Sjálfstæðis- flokksins í fyrradag: „Hvorki Einar K. Guðfinnsson, Þorsteinn Már Bald- vinsson eða aðrir þurfa að fara til Brussel til að fá svar við þeirri spurn- ingu, hvaða afleiðingar aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi hafa. Svarið liggur fyrir, hefur lengi legið fyrir og til þessa dags hefur ekkert gerzt í Brussel, sem breytir því svari. Þetta veit sjávarútvegsráðherra mæta vel og lýsti því vel í ræðu sinni á fundi Heimssýnar. Hvers vegna talar hann þá gegn betri vitund og vill „láta á það reyna hver árangur okkar yrði í samningum við ESB“. Hverjir hafa notað þetta orðalag í stjórnmálaum- ræðum hér á undanförnum árum?“ Styrmir er raunar talinn vera í hópi harðsnúins hóps andstæðinga aðildarviðræðna innan flokksins. Í þeim hópi eru forystumenn úr röð- um útvegsmanna, Davíð Oddsson og fáeinir þingmenn gætu einnig svarið sig í þennan hóp; þeir Sigurður Kári Kristjánsson, Pétur Blöndal og Birg- ir Ármannsson. Árni Johnsen er þar varla þar sem hann er til í að beygja Sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sækja eigi um aðild að ESB á litlu fylgi að fagna innan Sjálfstæðisflokksins. Línur eru því að skýrast þar sem andstæðingar aðildar takast á við hina sem vilja gera málið upp með því að sækja um aðild og láta reyna á málið í viðræðum og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn þorir þó að fullyrða enn að meirihluti sé fyrir aðildar- umsókn á landsfundinum eftir 15 daga. sig fyrir meirihlutavilja þingsins þrátt fyrir óbeit sína á ESB. Bent er á það að stuðningur við aðildarviðræður ESB eru ekki meiri en svo innan raða Samtaka atvinnulífsins, að forysta þeirra ákvað að taka ekki afstöðu til málsins vegna hættu á að LÍÚ klyfi sig út úr samtökunum. Margir við- mælendur DV meta það svo að fylgi við sjónarmið ESB-andstæðingana sé í öfugu hlutfalli við hávaðann í þeim eins og það er orðað. Þá hefur það verið orðað, að vegna stöðugrar gagnrýni á stjórnarhætti Geirs H. Haarde, formanns Sjálf- stæðisflokksins, sé hann nú knúinn til þess að sýna með áþreifanlegum hætti fyrir landsfundinn hver ráði í flokknum, hann eða Davíð Oddsson fyrrverandi formaður flokksins. Þetta hljóti hann að gera með því að gefa út yfirlýsingu um breytingar á lögum um Seðlabankann og fjármálaeftir- litið þar sem Davíð og fleiri neyðist til að láta af störfum. Tregðulögmálið og aukinn skilningur Enginn þeirra sem DV ræddi við inn- JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Enginn þeirra sem DV ræddi við innan Sjálfstæð- isflokksins í gær treysti sér til þess að fullyrða að nú þegar væri meirihluti fyrir því á landsfundi flokksins í lok mánaðarins að sækja um aðild og bera niðurstöðuna undir atkvæði þjóðarinnar. Á móti ESB-aðild FrEkar Á móti ESB-aðild Árni JoHnsen arnbJörg sveinsdóTTir ÁsTa Möller einar k. guðfinnsson bJarni bene- dikTsson illugi gunnarsson Jón gunnarsson kJarTan ólafsson guðlaugur þ. þórðarson sTurla böðvarsson ragnHeiður e. ÁrnadóTTir geir H. Haarde Herdís þórð- ardóTTir bJörk guð- JónsdóTTir Árni M. MaTHiesen bJörn bJarnason birgir Ár- Mannsson péTur H. blöndal sigurður kÁri krisTJÁnsson hvar Standa þau? aTHugun dv leiðir í lJós afsTöðu þingManna sJÁlfsTæðisflokksins Til uMsóknar uM aðild að esb og þJóðaraTkvæðagreiðslu uM MÁlið. En til í aðildarviðræður og þjóðaratkvæðagrEiðslu. FrEkar hlynntir aðild krisTJÁn þór Júlíusson þorgerður kaTrín gunnarsdóTTir og til í þjóðaratkvæðagrEiðslu. hlynntir aðild guðfinna bJarnad. ólöf nordal ragnHeiður ríkHarðsd. ÁrMann kr. ólafsson og þjóðaratkvæðagrEiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.