Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 15. janúar 200920 Fókus Frönsk kvikmyndahátíð hefst í Há- skólabíói á morgun en þetta er í tí- unda sinn sem hátíðin fer fram. Að henni standa Græna ljósið og Alli- ance française í samstarfi við sendi- ráð Frakklands, Belgíu og Kanada. Sýndar verða tíu kvikmyndir, þar af hvor sín myndin frá Belgíu og Kanada. Þetta er í fyrsta skipti sem sýndar eru myndir frá öðrum lönd- um en Frakklandi á hátíðinni en allar eru þær á frönsku. Opnunarmyndin er Skólabekk- urinn (Entre les murs) sem hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíð- inni í Cannes á síðasta ári. Þar segir frá François, ungum frönskukenn- ara í gagnfræðaskóla fyrir vand- ræðaunglinga. Hann hikar ekki við að svara nemendum sínum fullum hálsi eins og tungumálið sjálft sé í húfi. En rökræður geta verið ansi viðsjárverðar. Leikstjóri er Laurent Cantet. Óskarsverðlaunaleikstjóri Heiðursgestur hátíðarinnar er franski leikstjórinn Luc Jacquet sem gerði hina geysivinsælu ósk- arsverðlaunamynd Ferðalag keis- aramörgæsanna. Hann verður viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Refurinn og barnið (Le renard et l’enfant), á laugardag- inn. Myndinni hefur bæði verið lýst sem heimildamynd og ævintýri þar sem fylgst er með vinasambandi ungrar stúlku og refs í fjalllendi Austur-Frakklands. Miðnætursýning verður á belg- ísku fantasíunni Niðdimm nótt (Nuit noire) á morgun, föstudag. Í myndinni er sögð saga byggð á sambandi svarts og hvíts, fannar og nætur, blóðs og mjólkur, gömlu Evrópu og þeirrar Afríku sem hún bjó til. Oscar er fangi, fastur á milli þeirrar þrár og þess viðbjóðs sem æskudraumar hans um horfna paradís vekja með honum og smátt og smátt leggjast ógnvekjandi skuggar yfir líf hans. Myndin hlaut verðlaun á þýsku hátíðinni Week- end of Fear. Sagan er hugljúf og átakanleg kvikmynd sem dregur upp eftir- minnilega mynd af Françoise Sag- an, einum merkasta og vinsælasta höfundi franskra bókmennta á síð- ari hluta 20. aldar. Sagan varð fræg og rík árið 1958 þegar hún gaf út fyrstu skáldsögu sína. Hún er stödd í borginni Deauville þann 8. ág- úst þegar hún veðjar öllu á töluna átta og vinnur átta milljónir franka. Leikstjóri er Diane Kurys. Klikkun og krummaskuð C.R.A.Z.Y. var valin besta kanad- íska myndin árið 2005 á kvikmynda- hátíðinni í Toronto. Zac segir sögu sína frá árunum 1960 til 1980, þeg- ar hann var umkringdur bræðrum sínum fjórum, Pink Floyd, Rolling Stones og David Bowie, rúntaði um á mótorhjóli til að ganga í augun á stelpum, reykti jónur í laumi, leysti stór og smá deilumál, en gerði fyrst og fremst örvæntingarfulla tilraun til að tengjast föður sínum. Upp komast svik um síðir (L‘heure zéro) segir frá Guillaume Neuville sem fær þá fráleitu hug- mynd að bjóða fyrrverandi konu sinni, Aude, í heimsókn undir því yfirskini að hún vingist við núver- andi konu hans. Rík frænka hans fellst á að bjóða þeim heim til sín, í boðið mæta svo fleiri gestir og spenna milli gestanna magnast þegar frænkan finnst myrt í rúmi sínu. Í Krummaskuði númer eitt (Bled number one) er Kamel varla laus úr fangelsi þegar hann er sendur til Alsír, þaðan sem hann er ættaður. Í þessari útlegð neyðist hann til að horfa raunsæjum augum á landið þar sem ringulreið og togstreita rík- ir á milli nútímans og hefða. Mynd- in hlaut ungliðaverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Cannes 2006. Þau sem verða eftir (Ceux qui restent) fjallar um Bertrand og Lorraine sem kynnast þegar makar þeirra berjast fyrir lífi sínu á sama sjúkrahúsinu. Til að breiða yfir sektarkenndina yfir að vera heil- brigð á meðan ástvinir þeirra eru veikir taka þau höndum saman um að lifa lífinu til fulls, hlæja og halda áfram að elska. Louvre og ástir Heimildamyndin Borgin Louvre (La ville Louvre) er eftir leikstjóra hinnar vinsælu heimildamynd- ar Að vera og hafa (Etre et avoir). Myndin sýnir meðal annars hvað gerist í Louvre-safninu fræga þegar það er lokað almenningi. Loks er það myndin Ástarsöngv- ar (Les Chansons d’Amour). Í kynn- ingartexta um hana segir að allir ástarsöngvar fjalli um sömu söguna og sú saga sé sögð í þessari mynd. Allar myndirnar eru með ensk- um texta nema mynd áðurnefnds Jacquet sem er textuð á íslensku. Allar upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar er að finna á graenaljosid.is. kristjanh@dv.is á f i m m t u d e g i Hvað heitir lagið? „Ég vakna upp á nóttunni í rennblautum rúmfötum og með hræðslulest brunandi í gegnum höfuð mitt.“ uppselt á lay low Uppselt er á tónleika Lay Low á Café Rosenberg þriðjudaginn 27. janúar. Tónlistarkonan kemur þar fram ásamt gítarleikara sínum, Pétri Hallgrímssyni. Tilgangurinn er að hita sig aðeins upp fyrir tónleikaferð sem þau fara í með Emilíönu Torrini um Evrópu og hefst í Frakklandi 29. janúar. Augljóst er að Lay Low hefur fest sig í sessi í hjarta tónlistaráhuga- fólks á Íslandi. Afbragðsdómar sem platan sem hún sendi frá sér fyrir jól fékk og það hversu miðarnir á Rósenberg-tónleikana fóru fljótt eru til merkis um vinsældir tónlistarkon- unnar. miðasala á familjen Hefst Miðasala á tónleika raftónlist- armannsins Familjen á NASA 6. febrúar hefst í dag klukkan 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar. Miðaverð í forsölu er 2.500 krónur. Johan T. Karlsson, eða Familjen eins og hann er betur þekktur, spilaði hér síðast á Iceland Air- waves í október síðastliðnum og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína. Lag hans Det Snurrar i Min Skalle hefur verið að gera það gott á öldum ljósvakans og vann myndbandið við lagið nýlega til verðlauna á sænsku „Grammy- verðlaununum“. Upphitunaratriði tónleikanna verður kynnt innan tíðar. Aldurstakmark er tuttugu ár. upplyfting í i8 Hrafnkell Sigurðsson opnar sýningu í i8 í dag undir yfirskriftinni Uplift. Í verkum sínum rannsakar Hrafnkell gjarnan skammvinna eða hverfula þætti í sambandi mannsins við nátt- úruna og leikur sér með hugmyndir um viðsnúning og ritúöl. Ljósmynda- verk er það sem hann er helst þekkt- ur fyrir og á meðal þess sem sjá má á ljósmyndum hans eru hús í bygg- ingu, ruslapokar úti á götu og por- trett-myndir af rusli. Hrafnkell á verk á þekktum listasöfnum í Reykjavík, München, Lissabon, Barcelona og víðar. Hann hlaut Sjónlistaverðlaun- in 2007. Það er furðulegt, já eiginlega óskilj- anlegt, að Þjóðleikhúsið skuli ekki löngu búið að sýna hið merka leik- rit Michael Frayns, Copenhagen, sem leiklesið var í Iðnó undir stjórn Sveins Einarssonar fyrr í vikunni. Ekki vantar að það eigi rétta leik- ara í hlutverkin þrjú. Þó að vandað- ur leiklestur sé virðingarverð kynn- ing, getur hann aldrei orðið annað og meira en einmitt það: kynning. Kynning sem vekur með manni löngun til að kafa dýpra í vel skrif- að leikhúsverk um stórar spurning- ar og afar forvitnileg mannleg ör- lög. Þetta er vitsmunalegt verk, sem gerir einnig kröfur til áhorfenda, og þó alls ekki víst eða fyrirfram gef- ið að hinn almenni leikhúsgestur (hver sem hann nú er) myndi fúlsa við því. Mér dettur bara í hug leik- urinn um Abel Snorko sem fékk af- bragðs aðsókn fyrir um tíu árum í Þjóðleikhúsinu. Tæpast væri sanngjarnt að skrifa krítískan leikdóm um leik- flutning af þessu tagi. Maður þakk- ar aðeins fyrir gott framtak og biður um meira, gjarnan þá með ítarlegri umfjöllun, svo sem fyrirlestrum eða málþingi um það sem glímt er við. Raunar ætti slíkt alls ekki að vera um seinan, leikritið liggur fyr- ir í ágætri þýðingu Árna Bergmanns sem væri alger synd ef færi beint í gleymskubókina. Minni á að ann- að verk Frayns, Democracy, var birt hér í akademísku tímariti ekki alls fyrir löngu, sem kom skemmtilega á óvart. Þó verður að segjast að leikrit henta misvel til leiklestra, það hef- ur mér lengi fundist, og leikur Fra- yns ekki í hópi þeirra sem eru góðir til slíks brúks. Hér þarf að vera flug og festa frá upphafi til enda, ef verk- ið á að lifna og hrífa, og umfram allt góður samleikur, þéttur og lip- ur, nokkuð sem sífelldar flettingar og rýni leikenda í handritin komu í veg fyrir. Það myndi jafnvel njóta sín betur í útvarpi, þó að þá þyrfti sjálfsagt að stytta enn meir. Mörg okkar gömlu íslensku leik- rita eru hins vegar ágætlega fallin til leiklestra og góð sería af þeim væri kjörið verkefni í Vonarstræti þeirra Sveins og Vigdísar Finnbogadóttur. Og einmitt í Iðnó. Kannski í sam- vinnu við Leikminjasafnið? Hæg ættu að vera heimatökin. Jón Viðar Jónsson góðra gjalda vert, en bragðdauft leiklist Vonarstrætisleikhúsið í iðnó: Kaupmannahöfn eftir michael Frayn Íslensk þýðing: Árni Bergmann Leikstjórn: sveinn einarsson Lýsing: Páll ragnarsson Leikendur: Þorsteinn gunnarsson, Valgerður dan, jakob Þór einarsson Svar: I´m on Fire með Bruce Springsteen. Úr Skólabekknum opnunarmynd hátíðarinnar sem hlaut gullpálmann í Cannes á síðasta ári. Vandræðaunglingar, Viðbjóður og refur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.