Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 22
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær er Bjarni Haukur Þórsson
að fara að setja upp söngleik-
inn Grease í sumar. Þegar eru
komnar af stað sögusagnir um
leikaraval og hefur sjónvarps- og
leikkonan Ragnhildur Stein-
unn Jónsdóttir verið nefnd til
sögunar í hlutverki Sandy. „Ég
verst allra frétta af málinu,“ sagði
Bjarni Haukur þegar DV hafði
samband við hann. „Það hefur
verið talað við nokkrar stúlkur
varðandi hlutverkið en ekkert
verið staðfest.“ Sjálf vildi Ragn-
hildur ekki kannast við málið og
sagði miklar annir í Sjónvarpinu
koma í veg fyrir að hún gæti tek-
ið að sér hlutverkið.
Fimmtudagur 15. janúar 200922 Fólkið
StúlknaSveit
í euroviSion
Stúlknasveitin Elektra, með systurnar Rakel og Hildi Magnúsdætur í
fararbroddi, mun flytja framlag Örlygs Smára í Eurovision-for-
valskeppninni 31. janúar. Lagið heitir Got no love.
„Við höfum skorað á útrásarvíkinga
að koma og vera skotmörk í hinu
árlega skítkasti,“ segir Arnar Jóns-
son hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum.
Skítkastið er partur af hinum árlegu
Furðuleikum en venjan er að kasta
blautum kindaskít í lifandi skot-
mörk. „Hingað til hafa skotmörkin
yfirleitt verið saklausir bændasynir
af Ströndum.“
Arnar segir það ekki við hæfi
lengur á þessum síðustu og verstu
tímum að kasta skít í saklausa al-
þýðuna. „Það hefur verið gert nóg
af því og þess vegna er skorað á út-
rásarvíkingana.“ Arnar segir engan
hafa gefið sig fram en hann býst við
að útrásarvíkingarnir geri það einn
af öðrum.
Arnar segir engan sérstakan auð-
mann vera efstan á óskalistanum í
skítkastinu. „Þeir eru allir velkomn-
ir og ég held að þeir yrðu menn að
meiri ef þeir mættu. Sumir fara í
Kastljósið og aðrir í skítkastið.“
Þetta er í fimmta skiptið sem
Furðuleikarnir fara fram en þeir
eru haldnir fyrsta sunnudaginn í
júlí. Leikarnir samanstanda af ýms-
um furðulegum íþróttagreinum þar
sem skítkastið er lokahnykkurinn.
„Oft loðir skíturinn mest við þá sem
kasta honum, bæði í alvörunni og í
orðum, þannig að þeir eru nú ekki
í neinni stórkostlegri hættu,“ segir
Arnar að lokum.
asgeir@dv.is
auðmenn Skotmörk í SkítkaSti
Útrásarvíkingar Spurning hvort
Hannes, Bjarni eða Björgólfur séu
nógu miklir menn til að taka
áskoruninni.
ragn-
hildur í
greaSe?
SauðfjárSEtrið á Ströndum Skorar á útráSarvíkinGa að taka þátt í furðuLEikunum:
Örlygur Smári og Hara-SyStur:
Heimir Karlsson og Kolbrún
Björnsdóttir í þættinum Í bítið
tóku Gísla Njálsson, sem bú-
settur er í Bretlandi, á orðinu í
gærmorgun og hófu söfnun á
lopapeysum fyrir aldraða Breta
sem eru að krókna úr kulda. Nú
er kaldasti vetur í Bretlandi í
þrjá áratugi og á undanförnum
dögum hafa verið dæmi þess að
allt að tólf manns hreinlega deyi
úr kulda á hverri klukkustund.
Ekki nóg með það heldur stálu
íslenskir bankamenn sparifénu
af mýmörgum Bretum gegnum
Icesave. Hægt er að senda allan
aflögu lopafatnað á Bylgjuna
sem er til húsa í Skaftahlíð 24.
lopi á
Bretana Hara-systur Stofnuðu
stúlknasveitina Elektru.
„Við erum loksins búnar að gera
þetta. Við fengum spark í rassinn frá
sjálfum okkar og Öggi hjálpaði líka
til er hann talaði við okkur,“ segir
Hildur Magnúsdóttir, söngkona og
Hara-systir.
Hildur, ásamt systur sinni Rakel,
hefur stofnað kvennahljómsveitina
Elektru og mun sveitin koma fram í
fyrsta skipti í Eurovision-forkeppn-
inni 31. janúar næstkomandi. Þar
munu þær syngja lagið Got no love
eftir Örlyg Smára. Hann samdi This
is my life, framlag Íslendinga í Eur-
ovision-keppninni í fyrra.
Hildur og Rakel kunnu engin
deili á stúlkunum áður en sveitin var
stofnuð en eru mjög ánægðar með
stúlkurnar sem þær fengu til liðs
við sig. „Við í rauninni leituðum þær
bara uppi,“ segir Hildur og hlær. Hún
tekur það fram að leitin að nafni á
sveitina hafi verið dálítið erfið. „Við
erum búnar að fara í marga með
nafnið á sveitinni en okkur fannst
Elektra flott. Við þurftum einhvern
tímann að stoppa og ákveða okkur
og þetta var útkoman.“
Hildur er hæstánægð með Eur-
ovision-lagið. Hún segist þó ekki
vita hvort sveitin muni endilega
verða á þessari braut það sem eftir
er. „Þetta lag er sambland af tölvu-
tónlist og rokkpoppi. Þetta verður
kannski ekki eina tónlistarstefnan.
Aðalmálið er að við skemmtun okk-
ur vel, nú ef Eurovision-lagið gengur
vel þá er aldrei að vita nema við ger-
um fleiri slík lög,“ segir Hildur. Að-
spurð hvort kvíði sé í stúlkunum um
að komast áfram eða ekki er Hildur
fljót að svara neitandi. „Við pælum
sem minnst í því. Við ætlum að gera
okkar besta og vonandi verður fólk
hrifið.“
Þó að Hildur hlakki mikið til að
taka þátt í Eurovision segist hún ekki
vera Eurovision-nörd. „Rakel systir
er meira fyrir Eurovision en ég, en
ég fylgist að sjálfsögðu með eins og
öll íslenska þjóðin. Vonandi kom-
umst við langt og verðum þjóðinni
til sóma,“ segir Hildur brosandi.
Örlygur Smári er hæstánægður
með útkomuna. „Þetta er gítar-
rokk með hröðu bíti undir og
minnir kannski svolítið
á Katie Perry,“ segir
hann. „Þær systurn-
ar hafa mikið ver-
ið að syngja með
öðrum sveitum,
eins og Stuð-
mönnum,
en það hefur lengi blundað í þeim
að stofna sína eigin hljómsveit. Ég
veit að þær eru mjög spenntar
yfir þessu, að stofna kvenna-
sveit. Ég hvatti þær áfram
og fannst sniðugt að
fá þær í þetta Eur-
ovision-verkefni
með mér,“ segir
Örlygur. Hann
segir sveitina
vera í anda
Grýlanna.
„Ég veit ekki
hvort þetta
er nákvæmlega eins
og þær vilja sánda í
framtíðinni, en mér
var boðið að taka
þátt í keppninni. Ég
þurfti að byrja á því
að finna flytjanda
fyrst og vinna síðan
lagið. Þannig var vinnu-
ferlið og þess vegna reyndi ég
að sníða lagið að þessu kons-
epti þeirra.“