Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Blaðsíða 10
þriðjudagur 10. mars 200910 Neytendur
Furða sig á
töFinni
Neytendasamtökin furða sig
á þeirri töf sem orðið hefur
á afgreiðslu frumvarps um
greiðsluaðlögun og benda á að
frestur til að senda umsagnir um
frumvarpið hafi runnið út þann
12. febrúar síðastliðinn. „Síðan
er liðinn nærri einn mánuður og
frumvarpið er ekki enn komið
úr nefnd til annarrar umræðu.
Miðað við stöðu margra heimila
er undarlegt hve langur tími fer
í þetta mál á Alþingi. Á meðan
blæðir heimilunum.“
atvinnuleysi
herjar á
konur
Samkvæmt skýrslu Alþjóða-
vinnumálastofnunar kemur
fram að 22 milljónir kvenna
eigi á hættu að missa vinnuna
á þessu ári í heiminum
öllum vegna kreppunnar. ASÍ
greinir frá þessu. „Það voru
dæmigerðar karlagreinar
sem urðu fyrstar fyrir barðinu
á efnahagssamdrættinum,
greinar eins og fjármála- og
byggingageirinn. Nú eru áhrif
kreppunnar farin að seytla inn
í þjónustu og verslun þar sem
konur eru fjölmennar,“ segir á asi.
is en um 51 milljón starfa munu
tapast í heiminum á þessu ári.
n Konu, sem á fimm ára
gamlan Renault Megane,
brá í brún þegar hún
ætlaði að svara kalli
bílsins um að fara í
ástandsskoðun.
Skiptilykillinn logaði í
mælaborðinu en þegar konan
ætlaði að panta tíma hjá B&L var
sagt að skoðunin kostaði 55
þúsund krónur. Ljósið mun hér
eftir
loga í
mælaborðinu.
n Lofið fær líkamsræktarstöðin Bjarg á
Akureyri fyrir góða og liðlega þjónustu.
Viðskiptavinur hafði samband við
DV og sagði að afgreiðslufólkið
vildi allt fyrir alla gera, í það
minnsta þegar hann mætti.
Starfsfólkið væri auk þess bæði
vinalegt og brosandi en slíkt er
ekki sjálgefið á þessum
síðustu og verstu.
sENdið LOF Eða LasT Á NEYTENdur@dV.is
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 143,4 kr. verð á lítra 154,6 kr.
skeifunni verð á lítra 141,8 kr. verð á lítra 152,6 kr.
algengt verð verð á lítra 143,4 kr. verð á lítra 154,6 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 141,7 kr. verð á lítra 152,5 kr.
Fjarðarkaupum verð á lítra 136,2 kr. verð á lítra 150,1 kr.
algengt verð verð á lítra 143,4 kr. verð á lítra 154,6 kr.
umsjóN: BaLdur guðmuNdssON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að Bónus hefur lægsta verðið:
oFtast munar einni krónu
Á 18 vörum af 51 reyndist aðeins
einnar krónu munur á lægsta verði
og því næstlægsta í verðkönnun
ASÍ í matvöruverslunum á
höfuðborgarsvæðinu. Könnunin var
framkvæmd 3. mars en Bónus reyndist
sem fyrr oftast hafa lægsta verðið. Í 34
skipti var varan frá Bónus ódýrust,
Krónan var með lægsta verðið á 12
vörutegundum, Kaskó á 11 og Nettó á
þremur, að því er fram kemur á asi.is.
Þar segir einnig að Nettó hafi haft
hæsta verðið í 34 af 51 vörutegund
sem skoðuð var. Kaskó reyndist vera
með hæsta verðið á 13 vörutegundum,
Krónan 10 vörutegundum og
Bónus var með hæsta verðið á 3
vörutegundum. Mestur var verðmunur
á mælieiningaverði Colgate Total-
tannkrems. Það var dýrast í Nettó og
Kaskó, kostaði 4.990 kónur lítrinn en
ódýrast í Bónus, 2.590 krónur lítrinn.
„Verðmunur á heilhveitibrauði var
mestur 84 prósent en var 95 prósent
í verðkönnun verðlagseftirlitsins
í janúar. Mikill verðmunur var
á kjötvörum, fiski, frosnum
matvælum, spagetti, hrísgrjónum og
hreinlætisvörum. Mestur verðmunur í
ávöxtum og grænmeti var á sveppum,
53 prósent. Þeir voru ódýrastir í Nettó
þar sem þeir voru seldir í lausu og
dýrastir í Kaskó, þar sem þeir voru
seldir í 250 g öskju,“ segir enn fremur
en nánar má lesa um niðurstöður
könnunarinnar á asi.is.
baldur@dv.is
Oftast munar krónu
Í Bónus er verð lægst sem fyrr, en oft
munar ekki nema einni krónu.
Fyrir um 13 mánuðum keypti mað-
ur á þrítugsaldri amerískan bíl fyr-
ir sex milljónir króna. Hann greiddi
tvær milljónir beint út og gerði bíla-
samning við SP-fjármögnun upp á 4,1
milljón króna. Í dag er maðurinn bíl-
laus og skuldar fyrirtækinu 3,8 millj-
ónir króna. Ástæðurnar eru aðallega
af þrennum toga; maðurinn missti
vinnuna í kjölfar efnahagshrunsins,
íslenska krónan hefur fallið gríðarlega
á einu ári og maðurinn telur SP hafa
metið bílinn allt of lágt.
Skuldar 3,8 milljónir
DV hefur í höndunum bílasamning
mannsins, sem ekki vill láta nafns
síns getið. Hann hætti að geta borg-
að af láninu eftir að hann varð at-
vinnulaus í haust. Í kjölfarið tók SP-
fjármögnun bílinn af honum.
Eins og sést á meðfylgjandi skjali
voru eftirstöðvar samnings tæpar
4,4 milljónir króna í lok janúar. Með
gjaldföllnum kostnaði vegna ann-
arra vanskila nam heildarskuld-
in við SP rúmum 4,9 milljónum
króna.
Bílinn, sem fyrir ári var keyptur
á um sex milljónir króna að sögn
mannsins, metur SP nú á tæpar 1,6
milljónir. Nú þegar bíllinn hefur
verið tekinn af manninum skuld-
ar hann tæpar 3,8 milljónir króna, í
stað 4,9 milljóna áður en svokölluð
kostnaðarmatsskoðun hljóðar upp
á 440 þúsund krónur.
Söluvirðið dregst frá
Í tilvikinu sem að ofan er rakið segir að
umræddur bíll sé metinn á tæpar 1,6
milljónir króna. Haraldur Ólafsson,
forstöðumaður Verkefna- og þjónustu-
sviðs SP-fjármögnunar, segir að þrátt
fyrir að bíllinn sé á pappírunum met-
inn á ákveðna upphæð sé ekki sjálfgef-
ið að það sé upphæðin sem skuldarinn
muni fá fyrir bif-
reiðina. „Við ákváðum strax í október
að láta söluverðið gilda. Ef bíllinn selst
á hærra verði en matið segir til um, þá
kemur andvirði sölunnar til frádráttar
skuldinni. Ef hins vegar bíllinn selst á
verði sem er lægra en matið, þá tökum
við á okkur kostnaðinn,“ segir Haraldur
og bætir því við að þetta fyrirkomulag
gildi um alla samninga frá og með 1.
október síðastliðinn.
Eins og áður sagði þarf maðurinn að
greiða nærri hálfa milljón króna fyr-
ir svokallaða kostnaðarmatsskoðun.
„Í kostnaðarmatsskoðun felst það að
bíllinn er skoðaður hjá Frumherja.
Þeir meta mjög nákvæmlega í hvern-
ig ástandi bifreiðin er og hvað viðgerð
myndi kosta ef bifreiðin þarfnast við-
gerðar,“ segir Haraldur.
Fjölmiðlar hafa undanfarnar vik-
ur sagt frá dæmum þar sem fólk hef-
ur misst bifreiðar sínar í hendur fjár-
mögnunarfyrirtækja. Sérstaklega
hefur verið horft á svokallaða kostn-
aðarmatsskoðun, sem í sumum tilvik-
um hleypur á hundruðum þúsunda
króna.
Haraldur segir að matsskoðun
kosti á bilinu 14 til 17 þúsund krón-
ur. Sé bíllinn hins vegar bilaður, eða
þarfnist viðgerðar, sé viðgerðin einn-
ig metin.
Reyna að fá besta verðið
Haraldur segist ekki geta tjáð sig um
mál einstakra viðskiptavina en segir að
allir bílar sem SP tekur séu verðlagðir
samkvæmt Bíló-forritinu svokallaða
en það er kerfi á vegum Bílgreinasam-
bandsins sem margir bílasalar nota
til að meta virði bifreiða. Hann seg-
ir að því næst séu bílarnir auglýstir á
heimasíðu SP-fjármögnunar. „Okkur
er umhugað um að selja bílana fyrir
besta mögulega verð. Hér vinna tveir
aðilar við að fara yfir þau tilboð sem
berast. Þeir hafa samtals áratugalanga
reynslu af bílasölu og þeir hafa allan
rétt til að hafna eða taka tilboðum,“
segir hann.
50 bílar til sölu
Haraldur segist ekki hafa upplýsing-
ar um það hversu marga bíla SP hafi
þurft að taka á þessu ári. Fjöldi þeirra
hlaupi þó ekki á þúsundum eins og
sumir haldi. Á heimasíðu SP voru
um 50 ökutæki til sölu þegar þetta var
skrifað. Haraldur segir að SP leiti allra
leiða til að koma til móts við viðskipta-
vini sína áður en gripið er til þeirrar
aðgerðar að taka bíla af fólki. „Klárlega
lenda einhverjir í því að við þurfum að
taka eignirnar okkar. Við, eins og allir
aðrir, göngum hins vegar mun lengra í
að koma til móts við viðskiptavini okk-
ar en gert væri í eðlilegu árferði.“
Atvinnulaus maður á þrítugsaldri gerði bílasamning við SP-fjármögnun upp á 4,1
milljón fyrir rúmu ári. Hann lagði 2 milljónir sjálfur í bílinn sem kostaði 6 milljónir.
Í dag hefur hann bæði misst atvinnuna og bílinn en skuldar nærri því jafn mikið og
í upphafi. Haraldur Ólafsson, hjá SP-fjármögnun, bendir á að raunverulegt söluverð
bílsins komi til frádráttar skuldinni.
Missti bílinn en
skuldar Milljónir
„Okkur er umhugað
um að selja bílana fyrir
besta mögulega verð.“
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Auglýstir á heimasíðu
SP-fjármögnunar
Fyrirtækið hefur nú um 50
bíla til sölu, sem það hefur
tekið af viðskiptavinum
sem ekki standa í skilum.
Bílsamningur við SP-fjár-
mögnun
Hér má sjá hversu mikið
stendur eftir þegar bíllinn hefur
verið tekinn af manninum.