Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Blaðsíða 6
þriðjudagur 10. mars 20096 Fréttir Sigurður Sigurðsson hrósar Birni Bjarnasyni fyrir framlag til Landsbjargar: styrkur frá Birni gerði útslagið „Ég held að þessum peningi sem Björn Bjarnason veitti Landsbjörg sé vel varið,“ segir Sigurður Sigurðsson sem starfar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Hann segir að félagar henn- ar hafi sent Birni bréf stuttu áður en hann lét af embætti og vakið athygli á fjárþörf sveitarinnar. Sigurður bendir á að stjórnstöðv- ar- og talstöðvarbíll Flugbjörgunar- sveitarinnar sé rúmlega fimmtán ára gamall og löngu tímabært sé að end- urnýja. „Peningur frá dómsmálaráðu- neytinu var veittur til Landsbjargar til tækjabúnaðar og eins og staðan er þá á ég von á að Landsbjörg afhendi þetta formönnum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og að peningun- um verði varið í þetta verkefni sem er í þágu allra björgunaraðgerða á vegum Landsbjargar enda hinn nýi stjórn- stöðvarbíll orðinn sameiginleg stjórn- stöð lögreglu og björgunarsveitanna,“ segir Sigurður. Félagsmenn höfðu áður fundið notaðan bíl sem myndi henta vel en höfðu ekki efni á að festa kaup á hon- um. „Þessi peningur gerði alveg útslag- ið með að við gætum fest okkur bílinn,“ segir Sigurður. „Það er einmitt eins og þið haf- ið verið að benda á, þá staðreynd að ýmsir stjórnmálamenn hafa verið ör- látir á fé rétt áður en þeir hafa látið af störfum og hvort sem fólk vill kalla það að við höfum verið að misnota þessa þekkingu okkar eða ekki þá er það bara þannig að Björn Bjarnason hefur haft einstaklega mikinn áhuga á öllu þessu starfi Landsbjargar og björgun- arsveitanna,“ segir Sigurður. Í síðasta helgarblaði DV var sagt frá því að Björn Bjarnason úthlutaði 5,1 milljón króna til fyrirtækja og fé- lagasamtaka áður en hann lét af emb- ætti dóms- og kirkjumálaráðherra í janúarmánuði. Um var að ræða eft- irstöðvar ráðstöfunarfjár frá fyrra ári auk þriðjungs þeirrar upphæð- ar sem dómsmálaráðherra hefur til ráðstöfunar yfir allt árið 2009. Þar af fékk Landsbjörg þrjár milljónir vegna tækjabúnaðar. erla@dv.is Úr sér genginn Loksins virðist vera hægt að endurnýja stjórnstöðvar- og talstöðv- arbíl Flugbjörgunarsveitarinnar sem keyptur var fyrir söfnunarfé Kvennadeildarinnar fyrir 15 árum. Mynd FBSR „Mér finnst að það eigi að gefa svona börnum kost á að sækja hvaða tóm- stundastarf sem er og gera undan- þágu því tónlistarnám er það sem honum hentar,“ segir Guðrún Lilja Hermannsdóttir, móðir sjö ára gamals langveiks drengs í Kópavogi sem fær ekki tómstundastyrk frá bænum til að senda son sinn í tón- listarnám. Kópavogsbær veitir tómstunda- styrki að upphæð 15 þúsund krón- ur á ári en þeir eiga ekki við þeg- ar um tónlistarnám er að ræða þar sem tónlistarskólar fá bein framlög frá bænum. Fæddist með ónæmisgalla Eðvald, sonur Guðrúnar Lilju, fædd- ist með ónæmisgalla sem leiðir til þess að hann er gjarnari en önnur börn á að fá sýkingar og smitast af sjúkdómum. Síðar greindist hann einnig með ADHD; athyglisbrest og ofvirkni. „Hann er langveikur, hefur sínar sérþarfir og getur ekki stund- að íþróttir. Við þurftum því að finna eitthvað annað fyrir hann,“ segir Guðrún. Hún og maðurinn hennar eiga eldri dóttur sem stundar hand- bolta og hafa þau fengið styrk frá Kópavogsbæ vegna íþróttaiðkunar hennar. „Ég vissi að bærinn niðurgreiddi tómstundaiðkun en ég kom hins vegar að lokuðum dyrum,“ segir Guðrún. Henni var bent á að tala við Gunnar Guðmundsson hjá Íþrótta- og tómstundaráði Kópavogsbæjar, ÍTK. Í bréfi sem Gunnar sendi Guð- rúnu segir: „Við gerum engan grein- armun á börnum hvað þetta varð- ar en því miður fellur tónlistarnám ekki undir niðurgreiðsluna hjá okk- ur. Það gæti verið að þetta sé styrk- hæft hjá öðrum sviðum til dæmis Félagsþjónustunni, en ég þekki það því miður ekki nægilega vel.“ Vísað á Félagsþjónustuna Þegar Guðrún hafði samband við Félagsþjónustu Kópavogsbæjar var henni hins vegar bent á að beina erindi sínu til ÍTK. Eftir að hún tók fram að henni hefði þegar verið neitað þar var Guðrún boðuð á fund hjá Félagsþjónustunni sem fram fer í vikunni. Þar á að skoða mál henn- ar og athuga hvort hægt sé að koma til móts við kostnað vegna tónlistar- námsins. Enn er það hins vegar alls- endis óvíst. Guðrún segir Eðvald hafa mik- inn áhuga á tónlist. Síðasta haust hóf hann því nám við Tónstofu Val- gerðar í Reykjavík sem er eini tón- listarskólinn á landinu þar sem nemendur með sérþarfir njóta for- gangs. Námsgjaldið er sjö þúsund krónur á mánuði. „Þetta er gott fyrir þroskann hjá honum. Hann spilar helst á tromm- ur. Þær eru í uppáhaldi hjá honum. Hann situr oft líka með lítið hljóm- borð og spilar. Hann er mjög músík- alskur,“ segir Guðrún. Hún bendir á að hún hafi feng- ið þær upplýsingar að Kópavogsbær myndi borga fyrir tilsjónarmann sem gæti verið með syni henn- ar í íþróttatímum og finnst skjóta skökku við að slíkt sé greitt þar sem þjónustan hljóti að kosta mun meira en þær 15 þúsund krónur sem hún óskar eftir að fá í tómstundastyrk vegna tónlistarnámsins. Bein framlög til tónlistarskóla Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir að tómstunda- styrkir hafi ekki verið veittir fyrir tón- listarnám vegna styrkja sem tónlist- arskólar þiggja nú þegar með beinum framlögum úr bæjarsjóði. Þór tekur einnig fram að Gunnar fylgi reglum ÍTK fullkomlega og hafi ekki heimild til að veita umbeðna undanþágu. „Með því að um er að ræða nokkuð sérstakt tilvik virðast úrræði ekki endilega tæmd. Umrædd móðir getur enn sent erindi í bæjarráð Kópavogs, lýst ósk sinni og rökstutt hana og hugsanlega hlotið úrlausn sinna mála þar. Um það get ég auðvitað ekkert fullyrt, enda þekki ég ekki öll atriði málsins, en þetta mundi ég ráðleggja henni,“ segir Þór. „Hann er langveikur, hefur sínar sérþarfir og getur ekki stundað íþróttir.“ LANGVEIKUM DRENG NEITAÐ UM STYRK Kópavogsbær styrkir börn til tómstundastarfs um fimmtán þúsund krónur á ári. Guð- rúnu Lilju Hermannsdóttur, móður sjö ára langveiks drengs, var hins vegar neitað um styrk þar sem sonur hennar stundar tónlistarnám. Henni býðst hins vegar að til- sjónarmaður fylgi drengnum á íþróttaæfingar en slíkar æfingar henta honum illa. ERLa HLynSdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is nýtur tónlistarinnar Eðvald Hólmarsson hóf tónlistarnám í haust og telur móðir Eðvalds það hafa jákvæð áhrif á þroska hans. Mynd HEiða HELGadóttiR Frjáls fyrrverandi handrukkari Frægasti handrukkari Íslands, Annþór Kristján Karlsson, lauk afplánun á þriggja ára fangelsisdómi fyrir rúmri viku og er því frjáls ferða sinna. Annþór má þó búast við að þurfa að sitja inni aðeins lengur þar sem fjögurra ára fangelsisdómur, sem hann fékk fyrir sína aðild að UPS- hraðsendingarmálinu, verður brátt tekinn fyrir hjá Hæstarétti en þangað áfrýjaði hann dómnum. Annþór sagði í nýlegu viðtali í Íslandi í dag að hann væri breyttur maður sem ætlaði að flytja til Spánar þegar afplánun lyki. Valt á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum fékk klukkan 19.15 í fyrrakvöld tilkynningu um bílveltu á Ennishálsi á Ströndum. Þar valt flutningabíll á hliðina og lokaði veginum. Veður og aðstæður voru mjög slæmar á vettvangi. Björgunarsveit kom til aðstoðar og þurfti að fá kranabíla úr Reykjavík til að koma bílnum á hjólin aftur. Því verki var ekki lokið fyrr en klukkan sex um morguninn. Vegurinn var lokaður að mestu en jeppar gátu komist framhjá vettvangi. Umferð var þó ekki mikil vegna færðar og veðurs. Klipptu af hundrað númer Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu klippti skráningarnúmer af tæplega hundrað ökutækjum um helgina sem voru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja. Í frétt frá lögreglunni segir: „Trassaskapur sumra í þessum efnum er með ólíkindum.“ Þá hvetur lögreglan eigendur og umráðamenn bifreiða til að gera þar bragarbót á en lögreglan kemur til með að halda eftirlitinu áfram næstu daga og hvetur hún ökumenn til að passa upp á þetta svo ekki þurfi að koma til fyrrnefndra aðgerða. Leyfislausir með læti Bæjarráð Reykjanesbæjar getur ekki mælt með því að skemmti- og veitingastaðurinn Glóðin fái leyfi til að reka skemmtistað að Hafnargötu 62 vegna ítrekaðs ónæðis sem íbúar á svæðinu hafa orðið fyrri af hálfu staðarins. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs en þá var fjallað um umsókn Nýju Glóðarinnar ehf. en það er fyrirtækið sem rekur Glóðina. Þetta þýðir að eigendur staðarins mega aðeins hafa opið til ellefu virka daga og til eitt eftir miðnætti um helgar. Hávaði og slæm umgengni eru sögð aðalástæðurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.