Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 10. Mars 2009 17Sport Gullverðlaun oG vesen Breski spretthlauparinn dwain Chambers gæti verið búinn að koma sér í vandræði enn eina ferðina vegna lyfjamála. Nú er það hins vegar ekki vegna falls á lyfjaprófi eins og hann lenti í árið 2003 og var dæmdur í tveggja ára keppnis- bann fyrir heldur ævisögu sinnar. Þar ræðir hann ítarlega og opinskátt um lyfjamál og íþróttir en talsmaður alþjóðafrjálsíþróttasambandsins segir að sérfræðingar sambandsins muni fara vel yfir bókina. sé eitthvað í bókinni sem gæti skaðað íþróttina opinberlega verður það rætt á næsta fundi sambandsins í lok mars. Chambers má aldrei taka þátt á ólympíuleikum aftur samkvæmt breskum lögum en er byrjaður að keppa aftur og varð Evrópumeistari innanhúss í 60 metra hlaupi um helgina. Stelpurnar okkar í íslenska kvenna- landsliðinu í knattspyrnu leika um fimmta sætið á Algarve-mótinu í Portúgal eftir 2-0 tap gegn Dönum á Algarve-mótinu í Portúgal í gær. Þær dönsku skoruðu mark í hvorum hálf- leik og voru heilt yfir sterkari en ís- lenska liðið sem sótti þó í sig veðrið í seinni hálfleik. Danska landsliðið hreppti því annað sæti riðilsins og leikur gegn heimsmeisturum Þjóð- verja um bronsið, leikur sem Ísland hefði farið í með jafntefli eða sigri. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði þrjár breytingar á íslenska liðinu sem tapaði með minnsta mun fyr- ir heimsmeisturum Bandaríkjanna síðastliðinn föstudag. María Björg Ágústsdóttir fékk tækifærið í mark- inu og settist Guðbjörg Gunnars- dóttir því á bekkinn. Þá komu inn í liðið Erna Björk Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir fyrir Sif Atladótt- ur og Söru Björk Gunnarsdóttur sem meiddust báðar gegn Bandaríkjun- um. Danir voru töluvert betri en ís- lensku stelpurnar í fyrri hálfleik og skoruðu fyrra mark leiksins eftir skyndisókn á 36. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir vildi fá aukaspyrnu við vítateig Dana aðeins fáeinum sekúndum áður. Þær dönsku bættu svo við marki eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Íslands í seinni hálf- leik. María Björg varði fyrra skot þeirra dönsku en þær hirtu frákastið og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið sótti í sig veðr- ið í seinni hálfleik en tókst ekki að minnka muninn. María Björg stóð sig einstaklega vel í markinu og er Sig- urður Ragnar í öfundsverðri stöðu að geta valið á milli þriggja frábærra markvarða en Þóra Björg Helgadóttir var ekki leikfær fyrir mótið. Leikurinn um fimmta sætið gegn Kína verður háður á miðvikudaginn. tomas@dv.is Ísland tapaði 2-0 fyrir Danmörku á Algarve-mótinu: leikið um fimmta sætið haukafólkið valið best slavica dimovska var valin besti leikmaður seinni umferðar iceland Express-deildar kvenna í körfubolta en valið var tilkynnt í gær. Þjálfari slavicu hjá Haukum, Yngvi gunnlaugsson, var valinn besti þjálfarinn en Haukar urðu deildar- meistarar. Á sama tíma voru kynntir undanúrslitaleikir í úrslitakeppninni en þar mætast Haukar og Hamar annars vegar og Keflavík og Kr hins vegar. Fyrsti leikur Hauka og Hamars er í kvöld á Ásvöllum klukkan 19.15 en á morgun mætast Keflavík og Kr í fyrsta leik á sama tíma. slavica var eðlilega valin í úrvalslið seinni hluta iceland Express- deildarinnar en Keflvíkingar áttu þar tvo leikmenn. Þær Pálínu gunn- laugsdóttur og gamla brýnið Birnu Valgarðsdóttur. Þá voru í úrvalslið- inu sigrún Ámundadóttir úr Kr og signý Hermannsdóttir úr Val. dugnaðarforkurinn var valin guðrún gróa Þorsteinsdóttir úr Kr en þau verðlaun eru ný af nálinni og voru tekin upp á þessu tímabili. Þau hlýtur sá leikmaður sem skilar miklu til síns liðs inni á vellinum þó það sjáist kannski ekki í tölfræðinni. Seinni hluti iceland expreSS-deildar kvenna Besti leikmaðurinn: slavica dimovska, Haukum Besti þjálfarinn: Yngvi gunnlaugsson, Haukum dugnaðarforkurinn: guðrún gróa Þorsteinsdóttir, Kr Úrvalsliðið: Pálína gunnlaugsdóttir, Keflavík Birna Valgarðsdóttir, Keflavík sigrún Ámundadóttir, Kr signý Hermannsdóttir, Val slavica dimovska, Haukum GuðJón framlenGDi guðjón Þórðarson skrifaði í gær undir nýjan samning við enska C- deildar liðið Crewe alexandra sem hann tók við í lok desembermánaðar. Hann fékk að vita hvernig málum yrði háttað hjá félaginu í nánustu framtíð og skrifaði eftir það undir nýjan samning. undir stjórn guðjóns hefur Crewe unnið sjö af ellefu leikjum sínum og komist af fallsvæðinu. Hann hefur innbyrt 21 stig í þessum ellefu leikjum sínum en liðið var með 16 stig eftir tuttugu og þrjá leiki þegar hann kom. Í samtali við staðarútvarpið hjá BBC sagðist guðjón var ánægður með vinnu sína og njóta hennar. „Það eru aðrir sem ráða framtíð minni en þetta snýst bara um að ná í góð úrslit úti á vellinum,“ segir guðjón. uMsjóN: tóMas Þór ÞórðarsoN, tomas@dv.is © GRAPHIC NEWS STERKIR HEIMA FYRIR Flestir leikir án taps á heimavelli Bayern Arsenal Man Utd Valencia Man Utd Lyon 29 23 20 20 18 18 1998-02 2004- 2001-05 1999-03 2005- 2003-07 Leikvika Heimildir: UEFA, Infostrada Sports Picture: Getty Images 8 Leikirnir 10. mars Úrslit fyrri leiks Úrslit fyrri leiks Sporting CP S-4 J-0 T-3 8-13 Sigrar 0 FC Bayern S-5 J-2 T-0 17-4 Sigrar 2 Villareal S-2 J-4 T-1 10-8 Sigrar 0 Panathinaikos S-3 J-2 T-2 9-8 Sigrar 0 A. Madrid S-3 J-4 T-0 11-6 Sigrar 1 FC Porto S-4 J-1 T-2 11-10 Sigrar 0 Lyon S-3 J-3 T-1 15-11 Sigrar 0 Barcelona S-4 J-2 T-1 19-9 Sigrar 3 Leikirnir 11. mars Arsenal S-4 J-2 T-1 12-5 Sigrar 2 S-4 J-0 T-3 12-7 Sigrar 0 AS Roma Real Madrid S-4 J-0 T-3 9-6 Sigrar 0 S-4 J-2 T-1 10-5 Sigrar 1 Chelsea S-3 J-3 T-1 7-4 Sigrar 0 Juventus S-5 J-2 T-0 12-5 Sigrar 2 Liverpool Mörk skoruð/fengin Fyrri viðureignir Jafntei 0 Mörk skoruð/fengin Fyrri viðureignir Jafntei 1 Mörk skoruð/fengin Fyrri viðureignir Jafntei 1 Mörk skoruð/fengin Fyrri viðureignir Jafntei 2 Mörk skoruð/fengin Fyrri viðureignir Jafntei 2 Mörk skoruð/fengin Fyrri viðureignir Jafntei 1 Mörk skoruð/fengin Fyrri viðureignir Jafntei 0 Mörk skoruð/fengin Fyrri viðureignir Jafntei 2 0-1 5-0 1-1 2-2 1-1 0-1 1-0 0-0 Internazionale S-2 J-3 T-2 8-7 Sigrar 0 Man Utd S-2 J-5 T-0 9-3 Sigrar 1 VERÐMÆTUSTU LEIKMENNIRNIR Mörk+Stoðsendingar Leikmenn með mesta framlagið sóknarlega Ribery Klose Messi Lisandro Benzema Gerrard Jadson Toni 10 8 8 7 6 7 6 6 ÞEKKTAR STÆRÐIR Oftast komist í átta liða úrslit Manchester Utd AC Milan Bayern Real Madrid Barcelona Juventus 9 8 8 8 7 7 Bayern Bayern Barcelona Porto Lyon Liverpool Shakhtar Bayern Á SKOTSKÓNUM Markahæstu menn Mörk Klose Lisandro Benzema Gerrard Messi Berbatov Del Piero Gilardino Jadson Koevermans 6 6 5 5 4 5 4 4 4 4 Bayern Porto Lyon Liverpool Barcelona Man Utd Juventus Fiorentina Shakhtar PSV Fjögur lið geta bókað sér sæti í 8 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bayern München er komið áfram, og það verður að segjast alveg eins og er eftir fáránlegan en frábær- an 5-0 útisigur á Sporting í fyrri leik liðanna. Panathinaikos mun vafa- lítið stilla upp grískum varnarmúr á heimavelli gegn Villarreal og vernda útivallarmarkið sitt en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli á Spáni. Chelsea er í forsvari Englendinga í baráttu Englands og Ítalíu í kvöld en það ferðast með 1-0 sigur í fartesk- inu til Tórínó. Stórleikurinn er á Anfi- eld í Liverpool þar sem heimamenn taka á móti stórveldinu Real Madr- id. Liverpool lék Real grátt í Madríd og er með 1-0 forskot fyrir leikinn í kvöld. Tölfræðin er með Liverpool en það myndi þakka pent fyrir ef Fern- ando Torres yrði dæmdur leikfær en það kemur í ljós seint í dag. Ákvörðun tekin seint í dag Fyrir tveimur vikum haltraði Fern- ando Torres af velli í 1-0 sigri Liver- pool á Real Madrid. Hann hefur síðan misst af leikjum liðsins í milli- tíðinni en er farinn að æfa í von sinni um að ná leiknum gegn Real í kvöld. „Við ákveðum okkur á morgun [í dag],“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, um stöðuna á Torres á blaðamannafundi í gær. „Hann hef- ur tekið tvær léttar æfingar, svo tekur hann aðra æfingu og eftir það ákveð- um við okkur.“ Torres er uppalinn hjá Atletico Madrid sem er erkióvinur Real Madrid og yrði því ekki leiðin- legt fyrir piltinn að skora. Sagan og tölfræðin Liverpool hefur verið í góðu formi í meistaradeildinni í ár en það hef- ur unnið fimm af síðustu sjö leikj- um sínum, gert tvö jafntefli og ekki fengið á sig meira en eitt mark í leik. Það hefur þó aldrei unnið spænsk- an andstæðing á heimavelli, alls þrjú töp og þrjú jafntefli, en hafa ber í huga að jafntefli fleytir Liverpool áfram. Liverpool hefur sex sinnum leitt einvígi í útsláttarkeppni meist- aradeildarinnar og aðeins einu sinni beðið ósigur. Real Madrid hefur aðeins tvíveg- is tapað fyrri leik í einvígi í meistara- deildinni, 1-0. Annað skiptið gegn Arsenal 2006 og hitt gegn Bayern München 2001 og í hvorugt skiptið komst það áfram. Eins hefur spænska liðið aðeins einu sinni unnið enskan andstæðing í útsláttarkeppninni. Þá hefur Real Madrid ekki unnið útileik í útslattarkeppni meistaradeildar- innar í síðustu átta tilraunum. tÓMaS ÞÓr ÞÓrÐarSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Seinni leikir 16 liða úrslita meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld. Tvö ensk lið eru í eldlínunni og bæði eru þau í góðri stöðu. Chelsea sækir Juventus heim með eins marks forystu og Liverpool fær stórveldið Real Madrid í heimsókn eftir frábæran sig- ur á útivelli. Fernando torres er ennþá spurningamerki hjá þeim rauðu. torres tæpur fyrir stórleikinn Byrjaður að æfa Fernando torres getur æft en óvíst er um hvort hann sé leikfær. Mynd aFp Sif atladóttir Var ekki með vegna meiðsla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.