Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 10. Mars 200922 Fólkið Barði Jóhannsson, betur þekktur sem Barði í Bang Gang, fagnaði fæðingu síns fyrsta barns í lok febrúar. Í heiminn kom falleg stúlka og heilsast móður og barni vel. Unnusta Barða heitir Elma Stefanía Ágústsdóttir, en Barði og Elma hafa verið óað- skiljanleg síðan þau kynntust og á síðasta ári unnu þau einnig saman. Elma samdi síðasta lagið á breiðskífu Merzedes Club sem nefnist Desire og var textinn afar djarfur – sá djarfasti á plötunni. „Ég fylgist með því sem er að ger- ast í fyrirtækinu,“ segir Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, sem stóð vaktina á laugardaginn við opnun nýjustu Bónusverslun- arinnar á Korputorgi í Mosfells- bæ. Verslunin er sú stærsta í fer- metrum á landinu. „Það gekk mjög vel þessa fyrstu helgi og þetta lofar góðu,“ segir Jóhann- es sem reynir að fylgjast með öllum sínum verslunum. „Ég hef nóg að gera. Ætli við séum ekki með hundrað starfsstöðvar um land allt og ég reyni að fylgj- ast með þeim hvernig sem ég get,“ segir hann og segist ávallt reyna að vera viðstaddur opn- anir nýrra verslana. „Ég teki á móti viðskiptavin- um, bæði ánægjuröddum og kvörtunum. Þannig fylgist ég með því sem er að gerast og fæ það beint í æð. Ég reyni að tala við kúnnana okkar eins og ég geri alla daga,“ segir Jóhann- es sem var einmitt á leiðinni í Bónusverslun sína í Njarðvík er blaðamaður náði tali af hon- um. „Þar ætla ég að hitta fólk og ræða við það um dagsins þarfir.“ völva dv: Andrés Pétur Rúnarsson fyrr- verandi fasteignasali opnaði um síðustu helgi Pósthúsið í Póst- hússtræti þar sem Red Chilli´s veitingastaðurinn eitt sinn var. Pósthúsið er vínbar en einnig verður boðið upp á veitingar. Andrés Pétur er einn eigenda staðarins ásamt þaulreyndum mönnum úr veitingabransan- um. Andrés Pétur var á staðnum og tók á móti gestum með bros á vör. Hann var ákærður á dög- unum fyrir ölvunarakstur og að bjóða lögreglumönnum mútur. Andrés Pétur oPnAr vínbAr „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hættir sem formaður flokksins af persónu- legum ástæðum og Össur Skarphéð- insson tekur við stjórntaumunum á ný en völvan sér þó Jóhönnu Sigurð- ardóttur í einhverju lykilhlutverki.“ Textann hér að framan er að finna í spá völvunnar fyrir árið 2009 sem birtist í áramótablaði DV. Völv- an hefur í gegnum tíðina reynst ansi sannspá. Þannig spáði hún árið 2007 að Dagur B. Eggertsson yrði borgar- stjóri árið 2008 í „jafnmarga daga og liðirnir eru í hári hans“ og að Magn- ús Geir Þórðarson yrði ráðinn í starf leikhússtjóra Leikfélags Reykjavík- ur. Báðar spárnar reyndust réttar en nú hefur komið á daginn að völvan hefur reynst sannspá um brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar og um lykilhlut- verk Jóhönnu. Ingibjörg Sólrún tilkynnti í fyrra- dag að hún þyrfti að hætta afskiptum af stjórnmálum af heilsufarsástæð- um. Jóhanna Sigurðardóttir tók sem kunnugt er við forsætisráðherra- stólnum fyrr á árinu en spurningin nú er einungis sú hvort völvan reynist sannspá um að Öss- ur Skarphéðinsson taki aftur við stjórnartaum- unum í Samfylkingunni. Meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við formannsstólinn í flokknum eru Árni Páll Árnason, Dagur B. Eggertsson og Jó- hanna Sigurðardóttir, að ógleymdum Össuri Skarphéðinssyni. Nú ber svo við að í ljósi efna- hagsaðstæðna er þörf á sterkum og reynslu- miklum leiðtoga og fell- ur Öss- ur vel undir þá lýsingu. Nú þegar einungis rúmir tveir mánuðir eru liðnir af ár- inu hefur völvan reynst sanns- pá um nokkur atriði. Hún spáði því í desember að kynntar yrðu breytingar á yfirstjórn Seðla- bankans og honum yrði stjórn- að af einum manni í framtíð- inni. Þá sagði völvan að val ríkisstjórnarinnar myndi vekja furðu og deilur í fyrstu sem síðan myndu hjaðna. Skipan Sveins Har- alds Öygard í embætti seðlabanka- stjóra vakti furðu margra þó að al- menn sátt hafi verið um skipan hans. Það voru þó einna helst sjálfstæðis- menn, með Björn Bjarnason fremst- an í flokki, sem settu spurningar- merki við lögmæti skipanarinnar. Völvan spáði því einnig að enn harðari mótmæli myndu blossa upp eftir áramót. Þau myndu þó lognast út af þegar tilkynnt yrði um alþingis- kosningar í vor sem og raunin varð. Nú er spurningin sú hvort Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, stígi til hliðar vegna mikilla deilna sem tengjast fyrirhug- uðu álveri í Helgu- vík eða hvort Bjarni Benediktsson taki við for- manns- stóln- um hjá Sjálfstæð- isflokknum, eins og völv- an spáði fyrir um. einar@dv.is sPáði fyrir um brotthvArf ingibjArgAr Völva DV hefur heldur betur reynst sannspá. Hún spáði því um áramót að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndi hætta í stjórnmálum af persónulegum ástæðum, Jóhanna Sigurðardóttir yrði í lykilhlutverki og að einn maður tæki við af yfirstjórn Seðlabankans. Tekur Össur við? Össur skarphéðinsson mun taka við stjórnartaumunum í sam- fylkingunni, samkvæmt spá völvunnar. Einn seðlabankastjóri Völvan spáði því að skipan seðlabankastjóra myndi vekja furðu. Það gerði hún þó að almenn sátt sé um skipanina. Sannspá völva Völvan reyndist sannspá um brott- hvarf ingibjargar sólrúnar. bArði eignAst bArn tók á móti kúnnum JóHanneS JónSSon Stóð Vaktina Við opnun nýrrar VerSlunar: Jóhannes í Bónus Fylgist vel með því sem gerist í Bónusverslunum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.