Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Síða 2
Fimmtudagur 2. apríl 20092 Fréttir Fyrirtæki á vegum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gera milljarðakröfur í þrotabú Baugs. Félögin höfðu veitt Baugi lán. Skiptastjórar Baugs segja gríðarlega mikla vinnu fólgna í því að skipta upp þrotabúinu. Meðal þess sem nú er skoðað eru fjörutíu og átta einka- hlutafélög sem voru skráð á sama heimilisfang og Baugur. Einkaþota Jóns Ásgeirs situr föst í þrotabúi Baugs en Jón Ásgeir segir snekkjuna 101 ekki tengast félaginu, hún sé í hans einkaeign. Fjörutíu og átta einkahlutafélög eru skráð á Túngötu 6 í Reykjavík þar sem höfuðstöðvar Baugs voru áður. Fáir vita þó hvað hvert félag gerir en það er meðal þess sem skiptastjórar þrotabús Baugs koma nú til með að skoða. En það eru ekki bara einkahluta- félögin sem skiptastjórarnir Erlendur Gíslason og Anna Kristín Traustadótt- ir þurfa að skoða því eignir félaganna skipta einnig gríðarlega miklu máli en svo virðist sem þær séu dreifðar út um allan heim. Þannig er einkaþota Jóns Ásgeirs, svört og fáguð einka- þota af gerðinni Dassault Falcon 2000EX, skráð á BG Aviat- ion Ltd. sem er dótturfélag Baugs í London. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er einkaþotan með- al þeirra eigna sem nú sitja fastar í þrotabúi Baugs og bíða afgreiðslu skiptastjóra. Snekkjan 101, sem fjölmiðlar fjölluðu um og sögðu að væri seld, tengist ekki Baugi. Þetta fullyrðir Jón Ásgeir Jóhannesson í viðtali við DV en hann segir snekkjuna sína einka- eign. Á kröfu í þrotabú Baugs Jón Ásgeir segir að engar eignir hafi verið seldar hluthöfum Baugs fyrir utan þær fasteignir sem greint var frá á RÚV í fyrrakvöld. Þær fasteignir eru í London og Kaupmannahöfn auk skíðaseturs í Frakklandi. Jón Ásgeir segir fréttaflutning RÚV af málinu frekar ósmekklegan þar sem ekki hafi verið haft samband við fyrrverandi stjórnendur Baugs eða skiptastjórann. „Það má alveg benda á það að fyr- irtæki á mínum vegum lánuðu Baugi milljarða króna og þar sitjum við bara á sama stað og aðrir kröfuhaf- ar. Þetta eru meðal annars félög sem Gaumur á. Það að gefa það í skyn að þetta hafi verið á hinn veginn er nátt- úrlega alveg fráleitt. Þetta mun koma upp úr bókunum í september þegar kröfulistinn verður lagður fram,“ seg- ir Jón Ásgeir. Á snekkjuna en keypti bíla Aðspurður hvort eign- ir á borð við lúxusbíla og snekkju hafi verið seldar frá Baugi á síð- asta ári segir Jón Ás- geir ekki svo vera. „Snekkjuna á ég sjálf- ur,“ segir hann. Snekkjan sem um ræðir er hluti af vörumerkinu 101 en hún hefur meðal annars verið tengd 101 hóteli í miðbæ Reykjavíkur. „Það er svo mikil þvæla í gangi. Ég held að það hafi verið keyptir tveir bílar af Baugi og þeir voru keyptir af þrotabúinu, það er það eina sem hef- ur verið gert í bílamálum. Engin félög á mínum vegum skulda þrotabúinu, hvorki í kúlulánum né öðru,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort bílarnir sem hann keypti úr þrotabúinu séu hon- um kærir eða séu á einhvern hátt sér- stakir segir Jón Ásgeir að annar þeirra sé gamli vinnubíllinn hans. „Þetta er meðal annars vinnubíll- inn minn sem ég nota heima þegar ég er að vinna í kringum þessi fyrir- tæki sem við eigum á Íslandi. Ég held að þetta hafi verið tveir bílar að verð- mæti tólf milljónir.“ Veit ekki um þotuna Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um hefur einkaþota Jóns Ásgeirs verið kyrrsett þar sem hún er hluti af þrotabúi Baugs. Sumir vildu meina að einkaþotan hefði verið með- al þeirra eigna sem Gaumur keypti af Baugi síðastliðið haust. Þá kom fram í viðtali Sunday Times við Jón Ásgeir í mars síðastliðnum að hún hefði þegar verið seld nýjum aðilum en samkvæmt þeim gögnum sem DV hefur undir höndum er hún enn skráð á BG Aviation Ltd., dótturfélag Baugs í London. Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leit- að en staðfesti þó að félagið sem um ræðir, BG Aviation Ltd., fellur undir þrotabú félagsins hér á landi. „Ég held að það sé búið að klára söluna, það var komið tilboð í hana fyrir fimm eða sex vikum. Hún er ekki á mínu forræði lengur,“ segir Jón Ás- geir og bætir við að hann hafi tekið allar sínar eigur úr vélinni í septem- ber þegar hún var leigð fyrirtæki sem sérhæfir sig í útleigu á einkaþotum. Var einkaþotan þá leigð fyrirtækinu svo rekstur hennar myndi borga sig. Í dag veit Jón Ásgeir ekkert um afdrif vélarinnar. „Ég veit að það voru komin ein- hver tilboð í hana sem voru í lagi, ég hef ekkert notað hana síðan á síðasta ári.“ Eins og áður segir er vélin af gerð- inni Dassault Falcon 2000EX og kostar ný í kringum þrjá milljarða. Skráningarheiti hennar er G-OJAJ en síðustu þrír stafirnir eru væntan- lega skammstöfun á nafni „eigand- ans“ sem var Jón Ásgeir Jóhannesson í gegnum Baug. Hvort Glitnir og Landsbank- inn, stærstu kröfuhafarnir í þrota- bú Baugs, fái einkaþotuna í sína eigu eða hvort hún verður seld upp í skuldir félagsins er ekki vitað á þess- ari stundu. Þá er ekki vitað, ef einka- þotan verður seld, hvernig hún verð- ur seld og þá hverjum. Baugur blómasali Félögin sem skráð eru þar sem höf- uðstöðvar Baugs voru eru jafnólík og þau eru mörg. Til að mynda er eitt af félögunum Græðlingur ehf. en samkvæmt fyrirtækjaskráningu snýst starfsemi félagsins um smá- sölu á blómum, plöntum, fræjum og áburði í sérverslunum. Félagið hef- ur ekki skilað ársreikningi síðan árið 2004 en samkvæmt þeim reikningi var taprekstur félagsins árið 2004 tæpar fjörutíu og fjórar milljónir króna. Skuldir umfram eignir voru rúmar tuttugu og þrjár milljónir. Þá er þarna félag sem heitir Sól- in skín ehf. en félagið er í 39,5% eigu Baugs, 39,5% eigu eignarhaldsfé- lagsins Fons ehf., 10,5% eru í eigu Einkaþota Jóns ÁsgEirs föst í þrotabúi baugs Atli MÁr GylfAson blaðamaður skrifar atli@dv.is „Ég veit að það voru komin einhver tilboð í einka- þotuna sem voru í lagi, ég hef ekkert notað hana síðan á síðasta ári.“ Einkaþotan Situr föst í þrotabúi Baugs en að sögn Jóns Ásgeirs höfðu borist nokkur tilboð í vélina. Jón Ásgeir „Nei, sem betur fer,“ sagði Jón Ásgeir þegar blaðamaður spurði hvort hann væri staddur hér á landi. Hann vildi þó lítið gefa upp hvar í heiminum hann væri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.