Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 2. apríl 20098 Fréttir
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Stærstu eigendur hins gjaldþrota
einkahlutafélags Suðurnesjamanna
áttu allir rúmlega 14 prósenta hlut í
félaginu. Þessir stærstu eigendur fé-
lagsins voru Sparisjóðurinn í Kefla-
vík, Kaupfélag Suðurnesja, Útnesja-
menn, Saltver, Vísir og Gnúpverjar.
Aðrir eigendur áttu minni hluti.
Fyrirtækið var úrskurðað gjald-
þrota í síðasta mánuði og hefur ver-
ið lýst eftir kröfum í þrotabú félags-
ins. Félagið var stofnað til þess að
kaupa hlut íslenska ríkisins í Hita-
veitu Suðurnesja en þegar það gekk
ekki eftir fjárfesti félagið í hlutabréf-
um í Icebank og stofnfjárbréfum
í Sparisjóðnum í Keflavík. Félagið
tók um fimm milljarða kúlulán frá
SPRON og Icebank, nú Sparisjóða-
bankanum, til að kaupa hlutina í
fjármálafyrirtækjunum tveimur.
SPRON og Sparisjóðabankinn voru
teknir yfir af Fjármálaeftirlitinu í
síðustu viku vegna erfiðrar lausa-
fjárstöðu.
Reikna má með að þessir hlutir
séu orðnir verðlitlir í dag og er lík-
legt að hluthafar félagsins muni
skilja skuldirnar eftir inni í félag-
inu þegar gjaldþrotameðferð þess
lýkur.
Capital átti hlutinn
Sigmar Eðvarðsson, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Grindavík,
segir að gáma-
þjónustan Hóps-
nes, sem hann
er framkvæmda-
stjóri hjá, eigi
ekki hlut í Suð-
urnesjamönnum
eins og kom fram
í DV í gær. Sigmar
segir hins vegar að
hið rétta sé að félag
sem hann stofnaði
ásamt öðrum sem
heitir ÁSAR Capital,
hafi átt tæplega 2 pró-
senta hlut í Suður-
nesjamönnum.
Að öðru
leyti var hluthafalistinn réttur sem
birtur var í DV í gær.
Grindavíkurbær átti auk þess
innan við 2 prósenta hlut í félaginu.
Sigmar segist hafa setið hluthafa-
fundi hjá Suðurnesjamönnum fyrir
hönd Grindavíkurbæjar ásamt nú-
verandi bæjarstjóra Grindavíkur-
bæjar Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur.
Sigmar hefur þá bæði haft aðkomu
að félaginu sem kjörinn bæjarfull-
trúi og formaður bæjarráðs sem
og einn af hluthöfunum í félaginu.
Faðir Sigmars, Eðvarð Júlíusson,
var auk þess hluthafi í Suðurnesja-
mönnum í gegnum einkahlutafé-
lagið Útnesjamenn ásamt Grími
Sæmundsen.
Þorsteinn Erlingsson, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
nesbæ, er einnig hluthafi í Suður-
nesjamönnum í gegnum fyrirtæki
sitt Saltver auk þess sem hann kom
að Suðurnesjamönnum
sem stjórnarformað-
ur Sparisjóðsins
í Keflavík. En
Suðurnesja-
menn fengu
kúlulán frá
Icebank til
að kaupa
stofnfjárbréf
í Sparisjóðn-
um í Keflavík.
Ekkert
óeðlilegt
segir
Steinþór
Annað einka-
hlutafélag bæj-
arfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjanesbæ,
Steinþórs
Jónssonar, fékk sömuleiðis fyrir-
greiðslu til að kaupa hlutabréf í Ice-
bank, nú Sparisjóðabankanum, árið
2007. Steinþór var pólitískt skipað-
ur varamaður í stjórn Sparisjóðsins
í Keflavík á árunum 2006 til 2007 að
hans sögn.
Bergið, félag sem Steinþór stofn-
aði og er hluthafi í, fékk tæplega
tveggja milljarða króna kúlulán frá
SPRON til að kaupa 9,5 prósent
eignarhlut í Icebank af SPRON á
þrjá milljarða króna síðla árs 2007,
að sögn Steinþórs. Um þetta leyti,
síðla árs 2007, skipti 40 prósent
eignarhlutur í Icebank um eigend-
ur. Þriðjungur kaupanna var fjár-
magnaður með eigin fé félagsins
og mun nokkur hluti þess fjár hafa
verið kominn frá öðrum hluthafa
og stjórnarmanni í Berginu, Sverri
Sverrissyni, samkvæmt heimild-
um DV. Þessi þriðji hluti hefur ver-
ið greiddur að fullu samkvæmt til-
kynningu SPRON frá því sumarið
2008.
Óvíst er hvað verður um lán
SPRON til Bergsins eftir að Fjár-
málaeftirlitið tók yfir rekstur
bankans. Steinþór seg-
ist ekki vita hvern-
ig staða lánsins er
inni í SPRON.
Hann veit ekki
hversu mik-
ið hefur ver-
ið greitt upp
af höfuðstóli
lánsins. Erf-
itt er að túlka
orð Steinþórs á
annan hátt en
að ekkert hafi
verið greitt af
því enn.
Jónmundur
fékk kúlulán
Jónmundur Guð-
marsson, bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi, er
einn af stofn-
endum
og
hluthöfum í Berginu ásamt Stein-
þóri Jónssyni. „Já, ég keypti hlut í fé-
laginu. Mér bauðst að kaupa hluta-
bréf í því og ég gerði það og hætti
þar með mínu sparifé,“ segir Jón-
mundur og bætir því við að hann
sjái ekki eftir fjárfestingunni. Að-
spurður vill Jónmundur ekki gefa
upp hversu stóran hlut hann eigi í
félaginu. „Það er bara mitt prívat
mál, en það eru bara nokkrar millj-
ónir. Það er óverulegt í þessu sam-
hengi,“ segir Jónmundur.
Jónmundur segist ekki vita hvort
féð sem hann lagði í Bergið sé tap-
að eða ekki; það velti á stöðu Spari-
sjóðabankans. Bæjarstjórinn segist
ekki vita hvers konar lán Bergið hafi
tekið til að fjármagna kaupin í Ice-
bank, aðrir þurfi að svara því.
„Það getur nú ekki talist und-
arlegt að menn hafi tekið ákvörð-
un um að verja sparifé sínu með
tilteknum hætti,“ segir bæjarstjór-
inn. Honum finnst ekki óeðlilegt
að bæjarstjórnarmenn standi í slík-
um fjárfestingum frekar en aðrir.
„Ég sé bara ekkert athugavert við
það að bæjarstjórnarmenn eins
og hverjir aðrir geti tek-
ið ákvörðun um það
hvort þeir kaupa
hlutabréf í félög-
um eða ekki.
Þarna er ekk-
ert annað á
ferðinni en
bara eðlileg
viðskipti,“
segir Jón-
mundur
og bætir
því við að
hann hafi
einnig átt
hlutabréf
í viðskipta-
bönkunum
áður en þeir
voru ríkis-
vædd-
ir.
MILLJARÐA LÁN EFTIR Í
GJALDÞROTA BÖNKUM
Stærstu eigendur einkahlutafélagsins Suðurnesjamanna áttu allir 14 prósent hlut í
félaginu. Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón-
mundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnesi, áttu hlut í einkahlutafélaginu Berginu
sem fékk tæplega tveggja milljarða kúlulán frá SPRON til að fjárfesta í Icebank.
InGI F. VIlhJálmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
HlutHafar í SuðurneSjamönnum
n Sparisjóðurinn í Keflavík
n Útnesjamenn (Eigendur: grímur Karl Sæmundsen, Eðvarð Julíusson ofl.)
n Saltver (Eigandi: Þorsteinn Erlingsson)
n Kaupfélag Suðurnesja
n Útgerðarfyrirtækið Vísir
n Nesfiskur
n grindavíkurbær
n gnúpverjar (Eigandi: Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn í grindavík)
n ÁSar Capital (Eigandi: Sigmar Eðvarðsson og fleiri)
„Ég sé bara ekkert at-
hugavert við það að
bæjarstjórnarmenn
eins og hverjir aðr-
ir geti tekið ákvörð-
un um það hvort þeir
kaupa hlutabréf í fé-
lögum eða ekki.“
átti hlut í Berginu Jónmundur guðmarsson,
bæjarstjóri Seltjarnarness, átti hlut í Berginu ásamt
Steinþóri Jónssyni, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
í reykjanesbæ, og Sverri Sverrissyni meðal annarra.
Ekkert greitt af höfuðstólnum Steinþór Jónsson, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í reykjanesbæ, segist ekki vita
hver staðan er á tæplega tveggja milljarða króna kúluláni sem
einkahlutafélagið Bergið fékk til að kaupa hlutabréf í icebank.
Bifreið féll í Kópavogshöfn upp úr hádegi í gær.
Maður var í bifreiðinni þegar hún fór út í og komst
hann úr henni af sjálfsdáðum áður en aðstoð barst.
Að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu var maðurinn nokkuð kaldur en var komið
á fast land. Samkvæmt upplýsingum af vettvangi
var maðurinn að sjósetja bát sem var á kerru þegar
hann dróst með bátnum út í höfnina.
Maður á bíl lenti í vanda:
Fór í höfnina
á þurrt land Bíllinn var dreginn upp úr höfninni síðdegis.
Enn tapar
Eimskip fé
Afkoma Eimskips var neikvæð
um 40,2 milljónir evra á fyrsta
ársfjórðungi 2009, sem samsvar-
ar um 6.553 milljóna króna tapi.
Í fyrra nam tap félagsins á sama
tímabili 38,9 milljónum evra.
Þetta kemur fram í ársfjórðungs-
uppgjöri Eimskips.
Í því segir að fyrsti ársfjórð-
ungur þessa árs hafi verið einn
sá erfiðasti hjá félaginu um
langt árabil. Þar vegi þyngst
mikill samdráttur í innflutningi
til Íslands sem nemi allt að 39
prósentum. Gjaldeyrishöftin
hafi hamlað eðlilegum viðskipt-
um sem og efnahagsleg óvissa
á Íslandi og öðrum markaðs-
svæðum.
Fjögur í óhappi
Tvö umferðaróhöpp urðu á
Reykjanesbrautinni í fyrra-
kvöld. Það fyrra varð um
níuleytið þegar ökumaður
missti stjórn á bifreið sinni á
Reykjanesbrautinni rétt við
Vogaveg. Bifreiðin hafnaði
á hliðinni utan vegar. Fernt
var í bifreiðinni, hjón með
tvö börn. Engan sakaði en
bifreiðin var flutt af vettvangi
með kranabifreið.
Seinna óhappið varð
klukkan 23.30 við Kúagerði
en þar missti ökumaður
stjórn á bifreið sinni sem
hafnaði á ljósastaur. Engan
sakaði heldur í því óhappi
en bifreiðin var fjarlægð með
kranabifreið. Ljósastaurinn
lagðist á hliðina við óhappið.
Telur lögreglan að snjó-
krapi á Reykjanesbrautinni
hafi átt stóran þátt í óhöpp-
unum.
Seðlabankinn
tók ónýt veð
Jón Steinsson, dósent í hagfræði
við Columbia-háskóla, segir að
Seðlabankinn hafi tekið ónýt
veð fyrir skuldabréfum bank-
anna. Þess vegna geti tap hins
opinbera af lánum til bankanna
orðið mun meira en tap Íslands
af Icesave-reikningunum.
Þetta sagði Jón í viðtali við
Spegilinn á Ríkisútvarpinu í gær.
Hann sagði að krefjast hefði átt
mun betri veða sem bankinn
hefði getað gengið að. Það hefði
ekki verið gert og því myndi rík-
issjóður tapa miklu fé af þessum
sökum.