Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 6
mánudagur 20. apríl 20096 Fréttir Atvinnumálin eru eitt af stóru mál- unum sem stjórnmálaflokkarn- ir verða að taka á fyrir kosningar og við landsstjórnina eftir kosningar. DV kannaði hver stefna flokkanna er í atvinnumálum, áherslur þeirra og framtíðarsýn. Sjálfstæðisflokkur – 20 þúsund störf Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði sam- þykkt frumvarpsins um Helguvík og auglýsir að álver þar og á Bakka við Húsavík skapi sex þúsund störf. Flokkurinn vill tryggja að á kjör- tímabilinu sem nú fer í hönd verði til 20 þúsund ný störf. Hann leggst gegn ríkisafskiptum í atvinnulífinu en vill efla einkaframtak á nýjan leik eftir bankahrunið. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins eru fyrirheit um að þetta megi gera með því að: 1) Ljúka endurskipulagningu bankanna innan þriggja mánaða. Þetta verði gert með hagkvæmri end- urfjármögnun og aðgangi að lánsfé fyrir atvinnulíf og heimili. 2) Afnema höft á gjaldeyrisvið- skipti og koma í veg fyrir að íslenskt samfélag færist áratugi aftur í tím- ann. „Haftastefna leiðir til spillingar og sóunar.“ 3) Koma í veg fyrir miðstýringu og að ríkisvæðing verði ríkjandi skipan „eins og núverandi vinstristjórn virð- ist því miður telja eðlilegt“, eins og segir í stjórnmálaályktun landsfund- arins. Ofstjórn grafi undan athafna- frelsi þjóðarinnar og hagsæld. Óvissa í efnahagslífinu muni gera allt end- urreisnarstarf erfiðara. 4) Hafna nýjum sköttum á at- vinnulífið og einstaklinga, enda muni þeir reynast þeim ofviða. 5) Nýta auðlindirnar og hefja uppbyggingu orkufrekra atvinnu- greina svo sem gagnavera, álvera og hátæknifyrirtækja 6) Ráðast í tímabundnar breyting- ar á skattakerfinu sem hvetji til ný- ráðninga og þróunarstarfs sem gagn- ist nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Samfylkingin – 6 þúsund ný störf Samfylkingin talar um sóknarstefnu í atvinnumálum þannig að landið verði komið í hóp landa með mikla samkeppnishæfni árið 2020. Ráðist verði í sérstakt átak til að kortleggja sóknarfæri Íslands á sviði vistvænn- ar atvinnustarfsemi og umbreytingu atvinnustarfsemi í átt að grænu hag- kerfi. Hrint verði í framkvæmd áætl- unum ríkisstjórnarinnar um allt að 6000 ný störf í byggingariðnaði, ný- sköpunar- og sprotageirum, ferða- þjónustu og menningargreinum, sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fleiri greinum. Flokkurinn vill beita sér fyrir því um allt land að lítil, meðalstór og ný fyrirtæki fái stuðning Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og Vinnumálastofn- unar til að ráða tímabundið starfs- menn í atvinnuleit. Áhersla verði á mannaflsfrekar framkvæmdir svo sem í byggingariðnaði og samgöng- um. Við úthlutun fjármagns úr op- inberum sjóðum verði tekið sérstakt tillit til verkefna sem hafa í för með sér fjölda nýrra starfa. Samfylkingin vill breyta reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna til að auðvelda þeim sem vilja hefja nám í stað virkrar atvinnuleitar að fá námslán til framfærslu. Einnig verði framboð náms á framhaldsskólastigi aukið yfir sum- artímann og verknámsaðstaða fram- haldsskólanna nýtt fyrir þá náms- menn sem ekki fá sumarstörf en vilja bæta menntun sína. Framsóknarflokkurinn – fæðu- öryggi mikilvægt Framsóknarflokkurinn vill efla menntun í landinu á öllum skólastig- um, enda sé menntun grunnur hag- vaxtar í framtíðinni. Bjóða þurfi upp á lánshæft sumarnám á háskólastigi. Ráðast þurfi í sérstakt átak til að bæta samgöngur og fjarskipti og flýta megi mannaflsfrekum framkvæmd- um. Framsóknarflokkurinn vill að veittur verði skattaafsláttur vegna rannsókna og þróunarstarfs og að sjóðir sem styðja við tækniþróun og nýsköpun verði stórefldir. Þá vill Framsókn bæta rekstr- arumhverfi minni fyrirtækja, fjöl- skyldurekstrar og einyrkja. Stóriðja er ekki sérstakt stefnumál Framsóknarflokksins en rætt er um að nýta náttúruauðlindir í anda sjálf- bærrar þróunar og grunnrannsóknir á þeim verði efldar. Byggt verði áfram á skynsamlegri nýtingu vatns- og jarðhitaorku og rannsóknir á djúp- borunum studdar enn frekar. Framsóknarflokkurinn telur fæðuöryggi þjóðarinnar brýnt hags- munamál og því sé verðugt að efla og hlúa að matvælaframleiðslu þjóðar- innar í landbúnaði og sjávarútvegi. Það skapi gjaldeyristekjur og spari gjaldeyri. Vinstrigræn – varast allsherjar- lausnir VG greiddi fyrir helgi atkvæði á Al- þingi gegn frumvarpinu um Helgu- vík en það varð að lögum engu að síður með stuðningi annarra flokka. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill beita sér fyrir því að atvinnulífið þróist í átt til aukinnar fjölbreytni og nýti umhverfisvæna tækni. Sérstaka áherslu beri að leggja á stuðning við fjölbreytta nýsköpun, vöxt og við- gang lítilla og meðlastórra fyrirtækja. Atvinnufyrirtæki eigi að greiða eðli- lega hlutdeild af hagnaði sínum í sameiginlega sjóði ríkis og sveitarfé- laga. Koma verði í veg fyrir óhóflega gróðasöfnun í skjóli einokunar eða fákeppnisaðstöðu einstakra fyrir- tækja og skattleggja sérstaklega gróða sem sprettur af nýtingarrétti atvinnu- rekenda á sameiginlegum auðlind- um. Mikilvægt sé að hefðbundnir at- vinnuvegir, einkum við sjávarsíðuna og í sveitum landsins, þróist í sátt við samfélagið og verði til styrktar byggð í landinu öllu. Nýta beri sérstöðu Ís- lands og íslenskar auðlindir ásamt tækni og þekkingu til að skapa lands- mönnum störf í fjölbreyttu og þró- uðu atvinnulífi en varast beri að ein- blína á allsherjarlausnir og einstaka stóriðjukosti. Borgarahreyfingin – vellíðan fjölgar störfum Borgarahreyfingin hefur ekki mark- að sérstaka atvinnustefnu frekar en í mörgum öðrum hefðbundnum málaflokkum. Hún ætlar enda að leggja sjálfa sig niður þegar hún hef- ur náð fram sínum meginmarkmið- um ellegar ef ljóst verður að þeim verði ekki náð. Helstu markmið Borgarahreyfing- arinnar tengjast neyðarráðstöfunum vegna bankahrunsins, lýðræðisum- bótum og að upprætt verði spill- ing og komið á góðum stjórnsýslu- háttum. Þá hefur Borgarahreyfingin einnig lagt ríka áherslu á að banka- hrunið verði rannsakað af óháðum erlendum sérfræðingum. Þráinn Bertelsson, einn af fram- bjóðendum Borgarahreyfingarinn- ar, hefur sagt um atvinnumál og at- vinnuleysi að mikilvægast sé að skapa fólki góðar aðstæður og bæta líðan almennra borgara því þá muni þeir sjálfir eiga frumkvæði að því að ganga til uppbyggingarstarfa. Lýðræðishreyfingin – beint lýðræði, svo önnur mál Lýðræðishreyfingin hefur fyrst og síðast á stefnuskrá sinni að koma á beinu og rafrænu lýðræði. Ást- þór Magnússon, leiðtogi Lýðræðis- hreyfingarinnar, hefur fyrst og síð- ast talað gegn ríkjandi fyrirkomulagi sem hann telur spillt og einkenn- ast af samtryggingu fjórflokksins svonefnda í úreltu flokkakerfi. Ást- þór vill ekki hækka skatta. Hann vill sækja svonefnda útrásarvíkinga og koma þeim í gæsluvarðhald meðan réttað er yfir þeim. Hann telur að há framlög til stjórnmálaflokka frá stór- um fyrirtækjum megi skilgreina sem mútur og vill láta rannsaka það. Ekki er að finna eiginlega stefnu í atvinnumálum á vefsíðu Lýðræðis- hreyfingarinnar. Ástþór hefur á hinn bóginn sagst vera opinn fyrir góðum hugmyndum og vill jafnvel leggja þeim lið beint og milliliðalaust eins og fram kom á framboðsfundi í Sjón- varpinu í síðustu viku. Um 17 þúsund manns eru nú án atvinnu og nálgast að vera 10 prósent mannaflans. Atvinnuleysi hefur aukist hraðar en ætlað var við upphaf bankahrunsins. Þetta veldur miklum búsifjum fyrir þjóðina og böli þeirra sem missa vinnu. Stjórnmálaflokkarnir hafa mismunandi stefnu í atvinnumálum en lofa margir í aðdraganda kosninganna þúsundum starfa á næstu misserum. Stefna stjórnmálaflokk- anna í atvinnumálum er misjöfn en byggist engu að síður mjög á nýtingu landsins gæða og nátt- úruauðlindum. Atvinnuleysi í efstu hæðum Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Vaxandi atvinnuleysi mun fleiri íslendingar eru atvinnulausir í dag en verið hefur um langt árabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.