Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 16
mánudagur 20. apríl 200916 Ættfræði
Fríða ProPPé
menntaskólakennari
Fríða fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hún lauk Verslunarskólaprófi
1968 og var í forskóla Hjúkrunar-
skóla Íslands 1968-69, stundaði
nám í íslensku við HÍ og lauk BA-
prófi 2006, lauk kennsluréttinda-
námi frá félagsvísindadeild HÍ 2007.
Þá hefur hún alþjóðleg réttindi sem
áfengis- og vímuefnaráðgjafi (ICRC)
og hefur sótt fjölda námskeiða sem
blaðamaður og ráðgjafi.
Fríða var ritari á Alþingi 1969-
78, blaðamaður hjá Morgunblaðinu
1978-1986, blaðamaður hjá Kynn-
ingu og markaði hf. 1987-88, ritstjóri
og eigandi Fjarðarpóstsins í Hafn-
arfirði 1988- 92, auk þess ritstýrði
hún um tíma Hamri í Hafnarfirði og
Görðum í Garðabæ. Fríða var í námi
og starfi sem áfengis- og vímuefna-
ráðgjafi hjá SÁÁ 1993-1998 og síðan
hjá Landspítalanum 1991-2004, var
málfarsráðunautur hjá RÚV 2006-
2009 og hefur verið íslenskukenn-
ari við Menntaskólann í Kópavogi
frá 2007.
Fríða æfði og keppti í handbolta
með Fram, lék með unglingalands-
liðinu og æfði frjálsar íþróttir með ÍR
1964-69. Hún var fyrsti varabæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garða-
bæ 1978-82, kennari í Stjórnmála-
skóla Sjálfstæðisflokksins 1969-78
og sat í stjórn BÍ um skeið.
Fjölskylda
Fríða var gift Matthíasi G. Péturs-
syni, deildarstjóra í Brunabótafélagi
Íslands, síðar VÍS. Þau skildu 1987.
Börn Fríðu og Matthíasar eru
Halldóra Gyða, f. 20.6. 1969, al-
þjóðamarkaðsfræðingur og útibús-
stjóri Íslandsbanka í Garðabæ, gift
Óla Svavari Hallgrímssyni kjötiðn-
aðarmanni og er sonur þeirra Krist-
ófer Björn; Jóhannes Friðrik, f. 26.8.
1974, flugvirki í Moskvu.
Seinni maður Fríðu er Helgi
Skúlason, f. 26.2. 1945, húsasmíða-
meistari.
Sonur Helga er Helgi Skúli Helga-
son, f. 18.2. 1971, rafvirki og eig-
andi Íslandslyftna, kvæntur Ölrúnu
Marðardóttur grunnskólakennara
og eru börn þeirra Hlín, Hafþór og
Harpa.
Systkini Fríðu eru Sævar, f. 24.9.
1945, teppalagningamaður í Reykja-
vík, kvæntur Ingu Jónu Sigurðar-
dóttur, Ragna Björk, f. 9.8. 1954,
húsmóðir á Egilsstöðum, gift Val
Friðrikssyni rafvirkja; Auður Brynja,
f. 9.8. 1965, húsmóðir í Reykjavík,
gift J.P. Bailey.
Foreldrar Fríðu eru Jóhann-
es Haraldur Proppé, f. 26.12. 1926,
fyrrv. deildarstjóri hjá Sjóvá-Al-
mennum, og k.h., Unnur Guð-
mundsdóttir Proppé, f. 14.6. 1929,
fyrrv. sjúkraliði.
Ætt
Jóhannes er sonur Carls Proppé,
stórkaupmanns í Reykjavík, bróð-
ur Jóns, afa Vésteins Lúðvíksson-
ar rithöfundar. Annar bróðir Carls
var Ólafur, afi Ólafs Proppé, rekt-
ors KHÍ, og Óttars Proppé, fyrrv.
ritstjóra Þjóðviljans. Carl var son-
ur Claus Proppé, bakarameistara í
Hafnarfirði, frá Neumunster í Slés-
vík í Þýskalandi, af húgenottaætt-
um frá Elsas-Lothringen. Móðir
Carls var Helga, systir Gests, lang-
afa Péturs Björnssonar, forstjóra
Vífilfells. Helga var dóttir Jóns, b. á
Grjóteyri í Kjós Jónssonar yngra, b.
í Skrauthólum Örnólfssonar, bróð-
ur Jóns eldra, langafa Einars Bene-
diktssonar skálds. Móðir Helgu var
Bóthildur Bjarnadóttir, systir Sig-
urðar, langafa Sigrúnar, móður Jóns
Magnússonar, hrl. og alþm. Móðir
Jóhannesar var Jóhanna Jósafats-
dóttir, b. á Kirkjufelli í Eyrarsveit
Samsonarsonar, skálds á Hólahól-
um á Snæfellsnesi, bróður Jakobs,
langafa Sigurðar Eggerz ráðherra,
og Ragnhildar, móður Kristjáns
Thorlacius, formanns BSRB. Jakob
var einnig langafi Búa, föður Ás-
gerðar veflistakonu. Samson var
sonur Samsonar, skálds í Klömbru
Sigurðssonar, og Ingibjargar Hall-
dórsdóttur, systur Hildar, móður
Jóns, langafa Ólafs Friðrikssonar
verkalýðsleiðtoga og Haraldar Ní-
elssonar prófessors, föður Jónasar
Haralz.
Unnur er dóttir Guðmundar
Helga, skipstjóra á Kára Guðmunds-
sonar, b. á Ámundakoti í Fljótshlíð
Guðmundssonar. Móðir Guðmund-
ar Helga var Þórunn, systir Bjarna,
afa Herdísar Þorvaldsdóttur leik-
konu, móður Hrafns kvikmynda-
leikstjóra og Tinnu Þjóðleikhús-
stjóra Gunnlaugsbarna. Þórunn var
dóttir Tómasar, útvegsb. á Flanka-
stöðum Guðmundssonar ríka, b.
í Teigi í Fljótshlíð Tómassonar, b.
í Teigi Jónssonar, b. á Heylæk Ól-
afssonar, bróður Þorbjargar, lang-
ömmu Ólafs, langafa Lárusar Ýmis
Óskarssonar kvikmyndaleikstjóra.
Móðir Tómasar var Þorbjörg Þor-
láksdóttir ljósmóðir, systir Jóns pr.
og skálds á Bægisá. Móðir Unnar
var Guðfinna Árnadóttir, trésmíða-
meistara í Reykjavík Jónssonar, frá
Litlu-Hildisey í Austur-Landeyjum,
og Guðbjargar Sigurðardóttur.
Ragnar fæddist í Garðinum
og ólst þar upp í foreldrahúsum.
Hann var í Gerðaskóla og stund-
aði síðan nám við Fjölbtautaskóla
Suðurnesja í Reykjanesbæ.
Ragnar var í unglingavinnunni í
Garðinum og stundaði fiskvinnslu
á unglingsárunum, starfaði hjá IGS
á Keflavíkurflugvelli í tvö ár, vann
síðan hjá Íslenskum aðalverktök-
um á árunum 1996-2004 en hef-
ur unnið við ræstingar, steypu-
vinnu og ýmis önnur störf sem til
falla hjá ræstingarfyrirtækinu Allt
hreint í Reykjanesbæ frá 2004.
Fjölskylda
Kona Ragnars er Inga Ósk Ás-
laugsdóttir, f. 4.5. 1986, verslunar-
maður.
Sonur Ragnars og Ingu Óskar
er Elvar Þór Ragnarsson, f. 27.12.
2007.
Systir Ragnars er Inga Rut Ingv-
arsdóttir, f. 28.8. 1973, bókari í
Reykjanesbæ.
Foreldrar Ragnars eru Ingvar
Jón Óskarsson, f. 23.1. 1952, verk-
stjóri hjá Íslenskum aðalverktök-
um, búsettur í Garðinum, og Jóna
Karen Pétursdóttir, f. 19.11. 1955,
gangavörður í Gerðaskóla.
Foreldrar Ingvars eru Óskar
Sörlason og Vilborg Matthildur
Ramsey, húsmóðir.
Foreldrar Jónu Karenar: Pétur
Kárason sem nú er látinn, lengst af
verkstjóri, og Regína Guðmunds-
dóttir húsmóðir.
Jóhann fæddist á Selfossi en ólst
upp á Teigi í Fljótshlíð. Hann var
í Fljótshlíðarskóla, Hvolsskóla á
Hvolsvelli, stundaði nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi
og lauk þaðan prófum í húsasmíði,
stundaði nám við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri og lauk
þaðan búfræðiprófi 2003.
Jóhann ólst upp við öll almenn
sveitastörf á Teigi og vann þar á
sumrin með skóla. Hann hóf störf
við húsamíðar á Hvolsvelli 1997,
hjá Byggingarþjónustunni, og fór
síðan að starfa sjálfstætt við smíð-
ar. Jóhann flutti að Fit 2005 og hef-
ur verið þar bóndi síðan í félagsbúi
á móti tengdaforeldrum sínum.
Fjölskylda
Eiginkona Jóhanns er Sigríður
Björk Ólafsdóttir, f. 9.3. 1976, bóndi
og íþróttakennari.
Synir Jóhanns og Sigríðar Bjark-
ar eru Gísli Jens Jóhannsson, f.
10.12. 2007, og Baldur Bjarki Jó-
hannsson, f. 10.12. 2007.
Bræður Jóhanns eru Ágúst Jens-
son, f. 2.4. 1981, bóndi á Butru í
Fljótshlíð; Guðni Jensson, f. 8.4.
1986, nemi við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri; Tómas
Jensson, f. 25.5. 1987, starfsmaður
Húsasmiðjunnar á Hvolsvelli.
Foreldrar Jóhanns eru Jens Jó-
hannsson, f. 19.5. 1942, bóndi á
Teigi í Fljótshlíð, og Auður Ágústs-
dóttir, f. 12.9. 1950, bóndi á Teigi.
ragnar H. Ingvarsson
verkamaður í reykjanesbæ
Jóhann Jensson
bóndi og húsasmiður undir vestur-eyjafjöllum
Tvíburarnir Björn Örvar Björnsson
og Eva Björk Björnsdóttir eru þrítug
í dag. Björn er dúklagningarmaður
í Mosfellsbæ en Eva Björk er hag-
fræðinemi, búsett í Kópavogi. Og það
er einmitt hagfræðinámið hjá Evu
Björk sem setur strik í reikninginn
með afmælishaldið að þessu sinni.
„Það verður smá frestun á aðal-
afmælishaldinu hjá okkur tvíburun-
um að þessu sinni,“ segir dúklagn-
ingarmaðurinn. „Ég og systir mín
erum vön að halda upp á afmæli
beggja til skiptis fyrir fjölskylduna
– og þá á ég við svona fjölskyldu-
kaffiboð. Á heilum og hálfum tug
höfum við svo slegið saman í stærri
veislur og boðið vinahópum okkar.
Þetta er auðvitað mjög hagkvæmt.
En nú er systir mín á kafi í prófum
svo við verðum bara með smá grill
fyrir fjölskylduna en frestum stóru
veislunni.“
En heldurðu að verði þá nokkur
stór veisla?
„Já, já. Það er alveg pottþétt –
og hún verður sko haldin hjá mér,
í Mosó. Ég er einmitt að fara að
smíða pall í garðinum hjá mér og þá
má bara tjalda yfir pallinn og vera
þar með léttar veitingar. Reyndar
eru einhverjir með það í bígerð að fá
Sálina og vera með ball í íþróttahús-
inu um miðjan maí. Það er víst ekki
alveg frágengið. Vantar enn leyfi,
skilst mér. En ef af því verður stefn-
um við á góða upphitun fyrir ballið.
Það verður náttúrulega upplagt að
koma á pallinn til mín og skella sér
síðan á Sálarball í Mosó.“
30 ára í dag 30 ára í dag
Tvíburarnir Björn Örvar og Eva Björk Björnsbörn fagna afmæli sínu:
afmæli frestað vegna prófa
30 ára
n Magdalena Anna Lewandowska Þverholti 21,
Reykjanesbæ
n Björn Kristinn Marteinsson Sandprýði 3,
Garðabæ
n Dísa Hrönn Kolbeinsdóttir Móasíðu 1, Akureyri
n Gunnar Björn Haraldsson Mánasundi 8,
Grindavík
n Guðrún Andrea Borgarsdóttir Hátúni 6,
Reykjanesbæ
n Haraldur Gunnar Ásmundsson Tjaldhólum 5,
Selfossi
n Eva Hálfdánardóttir Efri-Reykjum, Selfossi
n Áshildur Hlín Valtýsdóttir Baugakór 30, Kópavogi
n Róbert Már Kristinsson Hraunsvegi 2, Njarðvík
n Jóhannes Þórhallsson Bogabraut 961,
Reykjanesbæ
n Vilhelmína Jónsdóttir Berjavöllum 6, Hafnarfirði
n María Runólfsdóttir Andrésbrunni 1, Reykjavík
40 ára
n Anuphong Khandong Engihjalla 9, Kópavogi
n Arkadiusz Czarnojan Sundlaugavegi 28, Reykjavík
n Sigurfinnur Geir Eyvindsson Kristnibraut 45,
Reykjavík
n Hilmar Gunnlaugsson Hamrahlíð 4, Egilsstöðum
n Vignir Már Haraldsson Kirkjubraut 27, Njarðvík
n Hallfríður Böðvarsdóttir Þórunnarstræti 121,
Akureyri
n Þórdís Björk Davíðsdóttir Smárarima 79,
Reykjavík
n Guðrún Helga Jónasdóttir Hvassaleiti 39,
Reykjavík
n Reynir Gylfason Hagamel 21, Reykjavík
n Magnús Bjarklind Teigagerði 14, Reykjavík
50 ára
n Greta Engilberts Mýrarási 12, Reykjavík
n Þóra Harðardóttir Melhaga 15, Reykjavík
n Jón Hallur Pétursson Brekkugötu 33, Akureyri
n Sólveig Björk Ágústsdóttir Álfheimum 40,
Reykjavík
n Siri Didriksen Nökkvavogi 11, Reykjavík
60 ára
n Tatjana Lavrenova Hverafold 118, Reykjavík
n Sævar B Arnarson Engjaseli 60, Reykjavík
n Jón Arason Hafnarbraut 3, Blönduósi
n Elísabet Kristinsdóttir Arnarhrauni 28, Hafnarfirði
n Steingerður Védís Stefánsdóttir Fiskakvísl 5,
Reykjavík
n Þorsteinn Svavarsson Kambaseli 28, Reykjavík
n Sigrún Knútsdóttir Brúnastöðum 67, Reykjavík
n Ástríður Jónsdóttir Engihjalla 1, Kópavogi
n Guðrún Frederiksen Hagaflöt 1, Garðabæ
n Guðrún Jakobína Jónasdóttir Þórufelli 20,
Reykjavík
n Sigurjón Jóhann Haraldsson Jötunsölum 2,
Kópavogi
70 ára
n Sigríður Auðunsdóttir Mánatúni 4, Reykjavík
n Sveinn Þ Jónsson Greniteigi 34, Reykjanesbæ
n Guðný Ósk Einarsdóttir Miðvangi 4, Hafnarfirði
n Skúli Möller Prestastíg 11, Reykjavík
n Violet Emelía Pedersen Sogavegi 71, Reykjavík
n Signý Guðmundsdóttir Nesvegi 41, Reykjavík
n Benedikt Blöndal Fellasmára 6, Kópavogi
75 ára
n Baldvin Þorsteinsson Þorláksgeisla 9, Reykjavík
n Unnar Stefánsson Háaleitisbraut 45, Reykjavík
n Jakob Kristjánsson Háteigi 1, Reykjanesbæ
n Finnbjörg Grímsdóttir Fljótaseli 26, Reykjavík
n Tordis A Kristjánsson Mýrarbraut 7, Vík
n Stefán Valdimarsson Langholtsvegi 35, Reykjavík
n Anna Sigmundsdóttir Sléttuvegi 17, Reykjavík
80 ára
n Héðinn Elentínusson Arahólum 2, Reykjavík
n Anna Jónsdóttir Herjólfsgötu 11, Vestmannaeyjum
Til
hamingju
með
afmælið!
60 ára í dag
auglýsingasíminn er
512
70
50 Stór veisla síðar Þó Eva Björk og Björn Örvar verði að fresta veislunni ætla þau ekki að
verða af henni.