Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 4
mánudagur 20. apríl 20094 Fréttir Það er undir afstöðu rannsóknarnefndar um bankahrun komið hvort haldinn verður fundur í utanríkismálanefnd í vikunni. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, vill að þar verði létt trúnaði af gögnum sem stjórnvöld hafa fengið nefnd- inni í hendur um Icesave-deiluna og fall Landsbankans helgina örlagaríku í byrjun október. Formaður utanríkismálanefndar bíður svara frá nefndinni og boðar fund þyki nefndinni óhætt að ræða gögnin í trúnaði. REYNT AÐ AFLÉTTA ICESAVE-LEYNDINNI Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, hefur óskað eftir fundi í utanríkis- málanefnd Alþingis í kjölfar svara sem hún fékk við fyrirspurn sinni til forsætisráðherra fyrir helgi um ýmsa þætti Icesave-deilunnar. „Ráðuneyt- ið lýsir sig reiðubúið til þess að kynna utanríkismálanefnd gögnin í trúnaði hafi rannsóknarnefnd um aðdrag- anda og orsakir bankahrunsins ekk- ert við það að athuga,“ segir Siv sem á sæti í utanríkismálanefnd. Árni Þór Sigurðsson, VG, formað- ur utanríkismálanefndar, kveðst bíða eftir svari rannsóknarnefndarinnar um það hvort hún fallist á að trúnaði verði aflétt af gögnum sem nefndin hefur fengið í hendur. „Ég hef þegar lagt þetta fyrir rannsóknarnefndina og býst við að fá svör frá henni í byrj- un vikunnar.“ Öll gögn komin til rannsóknar- nefndarinnar Öll tiltæk gögn í forsætisráðuneytinu sem varða aðdraganda banka- hrunsins, þar á meðal minnisblöð um samtöl Geirs H. Haarde, þá- verandi forsætisráð- herra, við breska ráðamenn í byrjun október, hafa verið afhent rannsókn- arnefnd Alþing- is. Þetta kemur fram í svari Jó- hönnu Sigurð- ardóttur forsæt- isráðherra við fyrirspurn Sivjar Frið- leifsdóttur, Framsóknarflokki, sem lagt var fram á síðasta degi þing- haldsins fyrir helgi. Siv spurði um minnisblöð, hljóðritanir og önnur gögn frá helginni örlagaríku frá 3. til 6. október þegar Landsbankinn féll og neyðarlög voru sett. Hún spurði einnig hvort umrædd gögn vörpuðu ljósi á þá atburðarás sem deilt hefði verið um varðandi mögulegan flýti á því að Bretar tækju Icesave-ábyrgð- irnar í breska lögsögu. Forsætisráðherra telur hvorki rétt að leggja mat á þýðingu fyrir- liggjandi gagna né endursegja efni þeirra í svari til Sivjar þar sem gert sé ráð fyrir sérsöku ferli við upplýs- ingagjöf um störf rannsóknarnefnd- arinnar til Alþingis. Einnig bendir forsætisráðuneytið á að opinberum aðilum sé óheimilt að veita aðgang að gögnum sem rannsóknarnefndin hafi fengið afhent, nema með samþykki nefnd- arinnar. Ráðuneytið kveðst aftur á móti reiðubúið til þess að kynna utanrík- ismálanefnd gögnin í trúnaði, enda geri rannsóknarnefndin ekki athuga- semdir við það. Dularfullar og misvísandi upplýsingar Upplýst hefur verið að FME var í sambandi við Hector Sants, forstjóra breska fjármálaeftirlitsins, umrædda helgi í byrjun október. Þá hefur Tryggvi Þór Herbertsson, þá- verandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, upp- lýst að hann hafi sagt Geir H. Haarde eftir umrædda helgi frá fyr- irætlunum um að koma Icesave-reikningunum yfir í breska lögsögu. Hvað nákvæmlega er satt og rétt í málinu er að talsverðu leyti enn á huldu. DV óskaði eftir upp- lýsingum frá Seðlabanka Íslands og Mervyn King, seðla- banka- stjóra Bank of England, um málið þann 20. mars síðastliðinn en sögum fer af því að Davíð Oddsson og hann hafi ræðst við í byrjun október síðast- liðins. Bank of England hefur svarað og ber við að ekki sé venjan að gefa upplýsingar um samtöl. Engin svör hafa borist frá Seðlabankanum, en meðal annars var spurt um hugs- anlegar upptökur af símtölum sem varpað gætu ljósi á málið. Trúnaður og gegnsæi Fyrir helgi svaraði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra einnig fyr- irspurn Guðfinnu S. Bjarnadóttur, Sjálfstæðisflokki, um stöðu viðræðna vegna Icesave-skuldbindinganna. Í svarinu kemur fram að haft hafi verið samband við embættismenn og póli- tísk stjórnvöld í viðkomandi löndum. Þeim hafi verið kynntar ýmsar leiðir og rætt við þau um lausn málsins. Frekari viðræður fari fram á næstu vikum. „Með hliðsjón af stöðunni í viðræðunum þykir ekki rétt að upp- lýsa frekar um einstök atriði þess sem til umræðu er milli aðila. Það skal og tekið fram að fjármálaráðherra hefur átt fund með utanríkismálanefnd Al- þingis um málið og veitt henni ýmsar upplýsingar um stöðu þess, sem eðli málsins samkvæmt er bundið trún- aði,“ segir í svari Steingríms til Guð- finnu. Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Fyrirspyrjandinn Siv Friðleifsdóttir hefur þráspurt stjórnvöld um ýmis atvik sem varpað gætu ljósi á lykilatriði í bankahruninu og beitingu breskra hryðju- verkalaga gegn þjóðinni. Formaður utanríkismálanefndar „Ég hef þegar lagt þetta fyrir rannsóknarnefnd- ina og býst við að fá svör frá henni í byrjun vikunnar,“ segir árni Þór Sigurðsson. Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardótt- ir er til í að aflétta trúnaði af gögnum innan utanríkismálanefndar ef rannsóknarnefndin hefur ekkert við það að athuga. „Ráðuneytið lýsir sig reiðubúið til þess að kynna utanríkismála- nefnd gögnin í trúnaði.“ „Draugahljóðin“ hætt að hljóma Richardshús á Hjalteyri komst í fréttirnar á síðasta ári vegna óút- skýrðra hljóða sem ómuðu um húsið. Hljóðin voru orðin svo slæm að Heilbrigðisnefnd Norð- urlands úrskurðaði húsið óíbúð- arhæft. Margar kenningar voru uppi um hvaðan óhljóðin komu og töldu margir meðal annars að framliðnir væru þar að verki. Jón Ársæll Þórðarson tók húsið fyrir í þætti sínum Sjálfstæðu fólki og fékk þjóðþekkta miðla til liðs við sig. Samkvæmt upplýsingum DV eru „draugahljóðin“ hætt að hljóma og svo virðist sem hljóðið tengist rafmagni. Skýrslu er að vænta um málið á næstu dögum. Ólafur F. vill lóðir Bjögganna Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Frjálslynda flokksins, vill að Reykjavíkurborg eignist þær lóðir og þær fasteignir sem eru í eigu félaga og fyrirtækja Björ- gólfsfeðga. Hann vill að borgin leysi eignirnar til sín, einkum lóðirnar á Listaháskólareit við Laugaveg og Fríkirkjuveg 11. „Borgin ætti því að fá tækifæri til að fá aftur forræði yfir þess- um eignum gegn litlu sem engu gjaldi, enda skulda eigendur þeirra almenningi í raun marg- falt meira með þeirri fjármálaó- ráðsíu sem þeir ætla almenningi að borga!“ segir Ólafur í tilkynn- ingu. Rok í Reykjavík Um 30 björgunarsveitamenn úr hjálparsveitum skáta í Kópavogi og Reykjavík voru kallaðir út um hádegisbil í gær til að sinna útköllum vegna veðurs á höfuðborgar- svæðinu. Nokkrar beiðnir um að- stoð bárust. Þakkantar og þakplötur losnuðu, glugg- ar brotnuðu og lausir munir fuku frá byggingasvæðum. Björgunarfélag Akraness var einnig kallað út í gær- morgun þegar þakeinangrun fauk af blokk í byggingu. Kvarta undan mótorhjólum Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu hefur borist talsvert af kvörtunum vegna hávaða frá bifhjólamönnum sem leggja leið sína á Ingólfstorg í Reykja- vík. Meðal umkvörtunarefna er að bifhjólamenn þenji hjól sín óþarflega mikið svo vart sé líft fyrir hávaða í næsta nágrenni. Lögreglan kom við á Ingólfs- torgi nú um helgina og hitti þar nokkra bifhjólamenn að máli. Voru menn beðnir að taka meira tillit til þeirra sem búa í nágrenninu og starfa á svæð- inu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var vel tekið í erindi hennar. Eigandi og starfsmaður söluturns í Breiðholti eltu uppi þjóf: „alveg hissa hvað ég gat hlaupið“ Eigandi og starfsmaður söluturnsins Hraunbergs í Breiðholti eltu uppi þjóf sem reyndi að komast á brott með peningakassa. Magnús Gunnar Baldursson, starfsmaður í söluturninum, sá óboðinn gest vaða í peningakassa sem geymdur er í eldhúsinu fyrir aft- an afgreiðsluna. Magnús var sjálfur staddur inni í eldhúsinu að steikja kvöldmat er þjófinn bar að garði. Magnús segist hafa hrópað upp yfir sig: „Hvern djöfulinn ertu að gera?“ þegar hann sá hvað var á seyði. Ræninginn tók á rás um leið og Magnús kom auga á hann með pen- ingakassann í hendi með tæpum hundrað þúsund krónum í. „Hann var ekki með neitt barefli, en ég hljóp á eftir honum með spýtu sem við geymum bakvið.“ Gunnar hljóp á eftir ræningjan- um og elti hann alla leið í Krumma- hólana þar sem hann missti sjónar á honum. Í millitíðinni hafði Magnús hringt í dóttur sína, Lenu Magnús- dóttur, einn eigenda söluturnsins. „Hún keyrði af stað um hverfið og sá strák labba um í Máshólum sem hún kannast við,“ segir Magnús um það sem gerðist næst. Þá kom í ljós að ræninginn hafði unnið í Hraun- bergi síðastliðið sumar. Þegar Lena sá þjófinn spurði hún hvort hann hefði hlaupið á brott með þýfið. Sá viðurkenndi strax að hafa stolið peningunum af fyrrver- andi vinnuveitanda sínum og skil- aði þeim um hæl. Ræninginn fór með Lenu inn í bíl og þau keyrðu aftur að söluturninum þar sem lög- reglan beið eftir ógæfupiltinum. Magnús fór seinna á stúfana og fann peningakassann ásamt nokkr- um seðlum sem fokið höfðu um víð og dreif. Allur peningurinn komst til skila. Magnús segir ógæfupilt- inn aldrei hefðu þorað að stela pen- ingunum hefði hann vitað að hann sjálfur væri á vakt. „Ég vinn venju- lega ekki á kvöldin. Hann hefur haldið að stelpurnar væru bara að vinna og þær hefðu aldrei hlaup- ið á eftir honum.“ Aðspurður seg- ist Magnús ekki hafa hlaupið svona mikið í langan tíma. „Ég hef ekki verið svona þreyttur lengi, ætli það hafi ekki verið adrenalínið sem fór í gang er ég tók af stað. En ég var al- veg hissa hvað ég gat hlaupið,“ segir hann og hlær. hanna@dv.is óhrædd feðgin Feðgin- in magnús og lena höfðu upp á ræningja sem þekkti vel til söluturnsins í Breiðholtinu. MynD/RóbeRT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.