Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 3
mánudagur 20. apríl 2009 3Fréttir DEILT UM ÓKLÁRAÐA LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ Minnihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar er ósáttur við stöðuna á hálfkláraðri líkamsræktarstöð sem stendur við hliðina á sundlauginni á Akureyri en framtíð byggingarinnar hefur verið í óvissu síðustu mánuði. Byggingin er í eigu Vaxtarræktarinnar á Akureyri sem kraftajötunninn Sigurður Gests- son á og rekur. Verktakafyrirtæki Páls Alfreðssonar hefur unnið að bygg- ingu hússins. Engin vinna hefur verið við bygg- inguna frá bankahruninu í haust þegar Landsbankinn skrúfaði fyr- ir lánveitingar til eigendanna, seg- ir Sigurður Gestsson. „Við ætluðum að opna í haust; um það leyti sem Ísland hrundi. Þá fór auðvitað allt til fjandans. Við höfum verið í biðstöðu síðan,“ segir Sigurður. Deilur um húsið frá byrjun Nokkur styr hefur staðið um bygg- ingu líkamsræktarstöðvarinnar á Ak- ureyri frá því leyfi var veitt fyrir henni fyrir þremur árum. Margir Akureyr- ingar voru ósáttir við byggingu lík- amsræktarstöðvarinnar á lóðinni, sem er ein besta byggingarlóð bæj- arins, segir Jóhannes G. Bjarnason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri. Jóhannes segir að um 1.500 Akureyringar hafi skrifað und- ir undirskriftalista og lýst sig andvíga byggingunni. „Þetta er hálfgerð sorg- arsaga. Þetta er hús sem mjög marg- ir voru á móti að væri byggt og nú er óljóst hvort það verður klárað. Nú stendur þetta hús hálfkarað þarna,“ segir Jóhannes og bætir því við að lóðin hafi verið hugsuð sem framtíð- arbyggingarsvæði fyrir sundlaugina á Akureyri. Kristján Þór heimilaði bygging- una Bæjarfulltrúinn var á móti byggingu hússins frá upphafi en Akureyrar- bær gerði samning um byggingu þess skömmu fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar árið 2006 þegar Kristján Þór Júlíusson þingmaður var bæjarstjóri. „Það sem er athuga- vert við þetta er að þáverandi bæj- arstjóri, Kristján Þór Júlíusson, gekk frá samningnum um að líkamsrækt- arstöðin yrði byggð nokkrum dög- um fyrir síðustu kosningar og úthlut- aði lóðinni til þess án þess að hafa samráð við þáverandi samstarfsflokk sinn í bæjarstjórn. Auðvitað vakna margar spurningar upp vegna þess,“ segir Jóhannes en Sigurður Gestsson og Kristján Þór eru aldavinir og veiði- félagar samkvæmt heimildum. Unnið er að heildarúttekt á bygg- ingu hússins á bæjarstjórnarskrift- ofum Akureyrarbæjar um þess- ar mundir, segir Jóhannes. Búist er við að úttektinni verði lokið á næstu tveimur til þrem- ur vikum. Framtíð bygg- ingarinnar óljós Jóhannes segir þó að vonandi náist að klára bygginguna því margfalt dýrara sé að gera það ekki. „Ég vil ekk- ert heitar en að Sigurður og Páll nái að klára bygging- una því þeir eru hálfgerðir þolendur í þessu máli, jafnvel þó ég hafi verið á móti því að byggja húsið þarna á sínum tíma. En það veltur auðvitað allt á því hvernig Lands- bankinn snýr sér í þessu máli,“ segir Jóhannes. Sigurður Gestsson segist vera von- góður um að ná að tryggja sér lána- fyrirgreiðslu fljótlega svo hægt verði að ljúka byggingu hússins. Hann seg- ir að ef það tekst geti verið hægt að ljúka við bygginguna á einum mán- uði. „Þetta lítur allt miklu betur út núna og ég er nokkuð bjartsýnn. Það er komin ákveðin staða upp sem mér sýnist vera vænleg,“ segir Sigurður. Aðspurður segir Sigurður að Lands- bankinn muni áfram veita lánafyrir- greiðslu til byggingar hússins en að hann geti ekki veitt frekari upplýs- ingar um lendinguna í mál- inu að svo stöddu en að málið muni skýr- ast á næstu dög- um. Hann segir að ef vel gengur vonist hann til þess að hægt verði að opna líkams- ræktarstöð- ina næsta haust. Deilur hafa staðið um ókláraða líkamsræktarstöð á Akureyri sem ljúka átti við síðasta haust. Unnið er að úttekt á byggingunni á bæjarstjórnarskrifstofum Akureyrarbæjar. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins kallar byggingu hússins „sorgarsögu“. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður og fyrrverandi bæjarstjóri, hefur verið gagnrýndur fyrir aðkomu sína að málinu. „Þetta er hálfgerð sorg- arsaga. Þetta er hús sem mjög margir voru á móti að væri byggt og nú er óljóst hvort það verður klárað.“ IngI F. VIlhJálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is líkamsræktarstöðin umdeilda Eig- andi líkamsræktarstöðvarinnar, Sigurður gestsson, segist vera vongóður um að ná að tryggja sér lánafyrirgreiðslu svo hægt verði að ljúka við byggingu hússins. hrikalegur á Ítalíu Sigurður gestsson, margfaldur íslandsmeistari í vaxtarrækt, er eigandi líkamsræktarstöðvarinnar ókláruðu á akureyri. Fyrirgreiðslu skort- ir til að halda áfram með bygginguna. Sigurður sést hér í glæsilegri pósu á Sikiley fyrir nokkrum árum. Deilur um húsið frá byrjun um 1500 akureyringar mótmæltu byggingu líkamsræktarstöðvarinnar árið 2006 en Kristján Þór Júlíusson, þingmaður og fyrrverandi bæjarstjóri, gerði samninga um byggingu hennar fyrir hönd bæjarins skömmu áður en hann lét af störfum. TEKnIR MEÐ SLÖngUbÁT DREKKhLAÐInn Af DÓpI í hálfkæringi vil ég meina, að þessi hraðskreiði bátur yrði hentugur þegar skúturnar færu að koma,“ segir hann og á þar við slöngu- bátinn sem smyglararnir notuðu til að sækja fíkniefnin í skútuna á hafi úti. ný tegund af farfuglum „Eftir á að hyggja hafa menn kannski kveikt á ákveðnum hlut- um en það var ekkert sem lá í loft- inu um að þetta væri að gerast,“ segir Björn Hafþór. Hann játar því að vissulega sé það áfall að komast að því að smygl á tugum kílóa fíkniefna hafi verið skipulagt frá höfninni. „Það er óhætt að segja það. En þetta virðist geta gerst hvar sem er. Þetta er eins og með farfugl- ana. Þeir koma hingað upp að suðausturströndinni. Þetta er kannski bara ný tegund af farfugl- um,“ segir Björn Hafþór. Í gæsluvarðhald Þremenn- ingarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Þeir voru leiddir fyrir Héraðsdóm reykjavíkur í gær. mynDIr róbert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.