Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 22
mánudagur 20. apríl 200922 Fólkið
Aðdáendur Anitu Briem þurfa
ekki að bíða lengi eftir að sjá
hana á hvíta tjaldinu á nýjan
leik. Kvikmyndin Everything Will
Happen Before You Die verður
frumsýnd 20. apríl næstkom-
andi vestanhafs og fer Anita með
eitt af aðalhlutverkunum í þeirri
mynd sem sögð er gamanmynd
á kvikmyndavefnum IMDb. Það
þykir þá einungis tímaspursmál
hvenær kvikmyndin verður tekin
til sýninga hér á landi, en Anita
hefur á stuttum tíma náð þó
nokkurri velgengni í Hollywood.
Ein bEst klædda
kona Evrópu
Öll helstu kvikmyndaframleiðslu-
fyrirtæki landsins vinna nú að stór-
um verkefnum í kjölfar þess að end-
urgreiðsla við kvikmyndagerð var
hækkuð úr 14 prósentum í 20. Það
er að segja, True North, Pegasus,
Sagafilm, ZikZak og Kisi ehf. Öll eru
þau á einu máli um að aukin end-
urgreiðsla gjörbreyti iðnaðnum hér
heima og geri Ísland samkeppnis-
hæft á alþjóðamarkaði á ný.
„Þetta hafði til dæmis mjög já-
kvæð áhrif á mynd Baltasars Kor-
máks, Víkingr,“ segir Helga Margrét
Reykdal hjá True North en nýlega
var tilkynnt að myndin yrði tekin upp
hérlendis. Um er að ræða dýrustu
mynd sem Íslendingur hefur gert og
mun hún að lágmarki kosta 5,8 millj-
arða króna í framleiðslu.
Snorri Þórisson hjá Pegasus seg-
ir að þessi hækkun endurgreiðslu
muni skipta sköpum við framleiðslu
myndarinnar Roklands en áætlað er
að hún hefjist í sumar. Kristinn Þórð-
arson framleiðandi hjá Sagafilm
segir fyrirtækið vinna að mjög stóru
verkefni sem fari af stað í sumar.
„Auk þess erum við að fara að funda
með tveimur aðilum í Bandaríkjun-
um eftir helgi sem má rekja beint til
þessara breytinga.“
„Hjá okkur skiptir þetta bara öllu
máli,“ segir Grímar Jónsson hjá Saga-
film. „Þessar breytingar auðvelda
alla öflun fjármagns,“ segir hann en
útskýrir um leið að endurgreiðslan
nái ekki til þeirra peninga sem komi
frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Að
öðru leyti gilda 20 prósentin um allt
fjármagn sem eytt er við framleiðslu
mynda. asgeir@dv.is
Frumsýning
í nánd
Aukin endurgreiðslA skilAr sér strAx í kvikmyndAiðnAðnum:
Dorrit Moussaieff:
Körfuknattleiksmenn KR héldu
áfram að fagna Íslandsmeistara-
titlinum um helgina og heim-
sóttu drengirnir miðbæ Reykja-
víkur. Drengirnir komu við á
Prikinu þar sem þeir fögnuðu
ákaft með drykkjum og skot-
um. Með í för var lykilleikmað-
ur Grindavíkur, Nick Bradford.
Þrátt fyrir að vera miklir and-
stæðingar á vellinum var ekkert
nema vinátta milli liðsmanna
KR og Nicks þetta kvöldið. Jón
Arnór Stefánsson, mikilvægasti
leikmaður úrslitakeppninnar,
bauð Bradford upp á drykk á
Prikinu áður en þeir héldu rölt-
inu um bæinn áfram.
bauð bradFord
upp á drykk
Forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff,
hefur ávallt verið álitin ein smekkleg-
asta kona landsins og ratar hún oft-
ar en ekki inn á lista yfir best klæddu
konurnar. Stíll hennar er elegant en í
senn frjálslegur og djarfur.
Tískuspekúlantar úti í hinum
stóra heimi eru á sömu skoðun og
tískufrömuðir hér heima. Hið sí-
vinsæla veftímarit Huffington
Post valdi á dögunum fimm
best klæddu aðalskonur Evr-
ópu og var Dorrit í hópi þess-
ara merku kvenna.
Forsætisráðherrafrú
Spánar, Sonsoles Espinosa
eiginkona Josés Zapat-
ero, toppar listann. Vefrit-
ið segir forsætisráðherra-
frúna minna óneitanlega
mikið á leikkonuna Cate
Blanchett.
Viktoría, krónprinsessa Svíþjóð-
ar, nældi sér einnig í sæti á listan-
um. Viktoría er eina prinsessan sem
kemst á listann sem þykir góður ár-
angur hjá verðandi drottningu Sví-
þjóðar.
Sarah Brown, eiginkona forsæt-
isráðherra Bretlands Gor-
dons Brown, komst
einnig inn á list-
ann ásamt for-
setafrú Frakk-
lands, Cörlu
Bruni. Of-
urfyrirsæt-
an fyrrver-
andi þykir
vera ein sú
smekkleg-
asta í heimin-
um í dag.
vefritið Huffington Post valdi á dögunum fimm best
klæddu aðalskonur evrópu og var Dorrit Mouss-
aieff, forsetafrú íslands, þar í flokki með krón-
prinsessum og fyrrverandi ofurfyrirsætum.
Dorrit Moussaieff í
hópi fimm best klæddu
kvenleiðtoga Evrópu.
Carla Bruni Er á listanum.
Hún þykir ein glæsilegasta
kona í heiminum í dag.
Sarah Brown Eiginkona
gordons Brown þykir
smekkleg í tauinu.
Sonsoles Espinosa
Forsætisráðherrafrú Spánar
þykir afar glæsileg.
Viktoría krónprinsessa
Þykir afar glæsileg kona.
stórmyndir
væntanlEgar
Baltasar Kormákur Hærri endur-
greiðsla gulltryggði að mynd hans
Víkingr yrði gerð hér.