Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 4
miðvikudagur 29. apríl 20094 Fréttir
Meintur fíkniefnasmyglari fær gjafsókn til stefnu fyrir skrif um fyrra smyglmál:
ríkið borgar fyrir málsóknina
Dómsmálaráðuneytið hefur veitt
Rúnari Þór Róbertssyni, meintum
fíkniefnasmyglara, gjafsóknarleyfi til
að höfða meiðyrðamál gegn starfs-
mönnum DV. Rúnar Þór krefst 2,5
milljóna í skaðabætur og hefur gjaf-
sóknarleyfið það í för með sér að
hann fær greiddan málskostnað frá
ríkinu þótt hann tapi málinu.
Rúnar Þór hefur höfðað mál á
hendur Sigurjóni M. Egilssyni, fyrr-
verandi ritstjóra DV, og Erlu Hlyns-
dóttur, blaðmanni DV, vegna um-
fjöllunar DV í júlí árið 2007. Í blaðinu
var fjallað um aðalmeðferð smygl-
máls þar sem Rúnar Þór var sýkn-
aður af ákæru um að hafa smyglað
3,8 kílóum af kókaíni til landsins í
Mercedes Sprinter-bifreið sem flutt
var inn frá Þýskalandi. Á umræddri
forsíðu DV var Rúnar Þór nefndur
„kókaínsmyglari“ og í stefnu á hend-
ur DV segir Rúnar Þór þessa nafngift,
ásamt öðrum ummælum í greininni,
hafa valdið sér miklu tjóni.
Rúnar Þór er einn af sex sem
grunaðir eru í einu stærsta fíkni-
efnasmyglmáli Íslandssögunnar sem
mikið hefur verið í fjölmiðlum síð-
ustu daga. Þar er tveimur Íslending-
um og Hollendingi gefið að sök að
reyna að smygla 109 kílóum af fíkni-
efnum til landsins. Samkvæmt heim-
ildum Stöðvar 2 er Rúnar Þór einn af
höfuðpaurunum í málinu.
Þrátt fyrir nýjustu atburði hef-
ur lögmaður Rúnars Þórs, Þorsteinn
Einarsson, hafnað því að meiðyrða-
málið gegn starfsmönnum DV verði
fellt niður og fer aðalmeðferð í mál-
inu fram í maí.
liljakatrin@dv.is
Einn af höfuðpaurunum Samkvæmt
heimildum Stöðvar 2 er rúnar Þór einn af
höfuðpaurunum í einu stærsta fíkniefna-
smyglmáli sem komið hefur upp á íslandi.
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans, íhugar
nú alvarlega að flytja frá Íslandi sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum DV.
Bankastjórinn missti starf sitt eins og
kunnugt er þegar Landsbankinn var
ríkisvæddur í október og hefur ekki
verið í föstu starfi síðan. Hann hefur
þó unnið við ýmiss konar ráðgjafa-
störf fyrir erlend fjármálafyrirtæki frá
því efnahagshrunið reið yfir.
Samkvæmt heimildum DV er
Halldór þó ekki að íhuga að flytjast
í burtu vegna neikvæðrar og gagn-
rýninnar umræðu um sig, Lands-
bankann og íslenska fjármálamenn
í kjölfar efnahagshrunsins heldur
mun helsta ástæðan vera sú að hann
gæti átt í nokkrum erfiðleikum með
að finna sér starf við hæfi hér á landi.
„Andinn hér á landi er þannig að það
eru ekki margir að fara að bjóða hon-
um starf,“ segir heimildarmaður DV
og bætir því við að Halldór myndi
glaður vilja starfa hér á landi ef hann
gæti.
Boðin störf í Evrópu
og Bandaríkjunum
Halldór veltir nú fyrir sér þessum
möguleika því hann hefur fengið at-
vinnutilboð hjá fjármálafyrirtækj-
um í Bandaríkjunum og í Evrópu
sem hann íhugar nú að þiggja, sam-
kvæmt heimildum. „Honum hefur
verið boðið fleiri en eitt starf þannig
að tilboðin liggja fyrir,“ segir heim-
ildarmaður DV. Ekki liggur ljóst fyrir
hvaða fjármálafyrirtæki um ræðir.
Halldór var bankastjóri Lands-
bankans í tíu ár, allt frá hlutafélaga-
væðingu hans árið 1998 þar til hann
var ríkisvæddur í október í fyrra. Þar
áður var hann aðstoðarbankastjóri
Evrópubankans í London og starfaði
í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu,
síðast sem ráðuneytisstjóri meðan
Finnur Ingólfsson var ráðherra.
Hann langar, samkvæmt heimild-
um, að vinna í frjármálageiranum í
að minnsta kosti tíu ár í viðbót áður
en hann sest í helgan stein og telur
að hann eigi mesta möguleika á því
utan landsteinanna.
Hefur sent nefndinni sína hlið
Samkvæmt heimildum hefur Hall-
dór, samhliða ráðgjafastörfum, með-
al annars verið kallaður fyrir Rann-
sóknarnefnd Alþingis á síðustu
mánuðum. Þar hefur honum gefist
kostur á að útskýra sína hlið á að-
draganda bankahrunsins og starf-
semi Landsbankans sem nefndin
er meðal annars að rannsaka. Hall-
dór hefur, ásamt Sigurjóni Árnasyni
sem einnig er fyrrverandi banka-
stjóri Landsbankans, sent nefndinni
sín viðhorf um ákveðna þætti hruns-
ins, samkvæmt heimildum. Eftir að
nefndin hefur lokið störfum mun
Halldóri, sem og öðrum sem fjall-
að verður um í skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar, verða gefinn kostur á
því að svara þeim atriðum þar sem
fjallað er um þá.
Í kjölfarið, eftir 1. nóvember þegar
skýrslunni verður skilað, mun vænt-
anlega liggja ljóst fyrir hvort ákæru-
valdið mun þurfa að hafa afskipti af
Halldóri og öðrum stjórnendum ís-
lensku bankanna.
Ekki náðist í Halldór við vinnslu
þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir en hann hefur ekki tekið
endanlega ákvörðun um hvort hann
flytur af landinu en mun gera það á
næstunni, samkvæmt heimildum.
„Andinn hér á landi er
þannig að það eru ekki
margir að fara að bjóða
honum starf.“
IngI F. VIlHjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Halldór j. Kristjánsson, fyrr-
verandi bankastjóri Lands-
bankans, á í erfiðleikum með
að finna sér starf við hæfi á
Íslandi. Hann hefur fengið at-
vinnutilboð frá fjármálafyrir-
tækjum beggja vegna Atlants-
ála. Bankastjórinn mun
ekki vera að flýja land
vegna neikvæðrar umfjöll-
unar um sig. Hann langar
til að vinna í fjármálageir-
anum í að minnsta tíu ár
í viðbót. Halldór hefur
sent rannsóknarnefnd
Alþingis greinargerð
um ákveðna þætti
hrunsins.
HALLDÓR ÍHUGAR AÐ
FLYTJA FRÁ ÍSLANDI
Hefur fengið nokkur atvinnutilboð Halldór J. kristjánsson, fyrrverandi
bankastjóri landsbankans, missti starf sitt í landsbankanum í efnahagshrun-
inu í haust og íhugar nú að flytja burt frá íslandi. Hér sést hann með Árna
mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, og Björgvin g. Sigurðssyni, þáverandi
viðskiptaráðherra, eftir að tilkynnt hafði verið um ríkisvæðingu landsbankans.
Fótbrotnaði á
óskráðu hjóli
Bifhjólamaður slasaðist í um-
ferðarslysi um klukkan sex í
gærkvöldi á göngustíg við Glerá
í miðbæ Akureyrar. Ökumað-
urinn missti stjórn á hjóli sínu
með þeim afleiðingum að hann
datt af hjólinu. Maðurinn var
fluttur á slysadeild og er fót-
brotinn og með eymsl í baki. Að
sögn lögreglunnar á Akureyri
keyrði maðurinn á mótorkross-
hjóli sem er ólöglegt á göngu-
stígum. Enn fremur er hjólið
það sem kallað er óskráð, það er
það má aðeins nota á lokuðum
akstursbrautum. Maðurinn var
einnig próflaus og var ekki með
hjálm eða annan hlífðarbúnað.
Hjólið er ekki í hans eign heldur
fékk hann það lánað. Óvíst er
hvort maðurinn hljóti sekt vegna
athæfisins.
Vörubíll valt
Vesturlandsvegur við Hafnará
var lokaður í nokkrar klukku-
stundir í gær eftir að vöruflutn-
ingabíl með tengivagn valt þar
síðdegis. Vörubíllinn var meðal
annars að flytja fisk í frystigám.
Að sögn lögreglu slasaðist öku-
maður bílsins ekki. Unnið var að
því að losa tengivagn bifreið-
arinnar í gær og lauk því starfi
rúmlega níu í gærkvöldi. Bíllinn
var fjarlægður stuttu seinna.
Heiðurslaunin
ekki til góðgerða
Þráinn Bertelsson, þingmaður
Borgarahreyfingarinnar, segist
ekki ætla að afsala sér heiðurs-
launum eða gefa til líknarfélags
til að kaupa sig undan gagnrýni.
Deilt hefur verið á hann fyrir að
vera á heiðurslaunum samhliða
þingfararkaupi.
„Ýmsir, þar á meðal Kúlu-
lánadrottning Íslands og fyrrum
menntamálaráðherra, hafa orð-
ið til þess að hneykslast á því að
maður sem Alþingi samþykkti
einum rómi að sæma heiðurs-
launum listamanna skuli síðan
hafa gerst svo ósvífinn að berj-
ast fyrir og vinna þingsæti í stað
þess að sitja steinþegjandi og
sjúga dúsuna sína til dauða-
dags,“ segir Þráinn og telur gagn-
rýnina lýsa betur innræti gagn-
rýnenda en sínu eigin.
Útgáfa DV
Helgarblað DV kemur út á
morgun, fimmtudag. Ástæð-
an er sú að baráttudag verka-
lýðsins, 1. maí, ber að þessu
sinni upp á föstudag.