Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 13
miðvikudagur 29. apríl 2009 13Fréttir Allt að sex mánuðir í bóluefni gegn svínaflensu: Of seint að stöðva flensu Að sögn Keiji Fukuda, aðstoðarfor- stjóra WHO, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, er of seint að koma böndum á svínaflensuna, sem fyrst varð vart í Mexíkó. Fukuda brýnir fyr- ir þjóðum heims að leggja áherslu á að draga eftir megni úr áhrifum flensunnar. Orð Fukuda féllu í sömu mund og stofnunin hækkaði viðbúnaðarstig vegna flensunnar upp í stig fjögur, eða tveimur stigum frá fullri faraldsviðvör- un. Matvælaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hyggjast rannsaka orðróm þess efnis að upphaf flensunnar megi rekja til svínabúa í Mexíkó, en fjöldi lát- inna þar, vegna flensunnar, er jafnvel kominn vel á annað hundraðið. Viðbúnaðarstig fjögur merkir að teikn séu á lofti um að vírusinn geti borist manna á milli og þess umkom- inn að breiðast út í samfélögum. Að sögn Fukuda er slík þróun „skýrt skref til inflúensufaraldurs“, en hann sagði að ekki skyldi ætla að faraldur væri óum- flýjanlegur. Keiji Fukuda lagði á það áherslu að sérfræðingar mæltust ekki til þess að landamærum yrði lokað eða að höml- ur yrðu settar á ferðafrelsi. „Í ljósi þess að vírusinn hefur farið víða ... er til lít- ils að loka landamærum eða takmarka ferðafrelsi til að stöðva feril veirunn- ar,“ sagði Fukuda. Ekkert bóluefni er til gegn svína- flensu, en Fukuda sagði að fyrstu skammtarnir yrðu tilbúnir eftir fjóra til sex mánuði, en að það myndi taka nokkra mánuði að framleiða bóluefn- ið í miklu magni. Sérfræðingar á sviði heilbrigð- ismála segja að vírusinn sé af sama stofni og sá sem veldur árstíðabundn- um inflúensum hjá mönnum, en að hann innihaldi enn fremur erfðaefni úr flensu sem alla jafna leggist á svín og fugla. Leanne Salt, tuttugu og fjögurra ára móðir sem vegur 184 kíló, gefur átta mánaða þríburum sínum McDon- ald‘s-„ruslfæði“. Frá þessu segir í breska blaðinu The Sun. Að eigin sögn er Leanne of „önnum kafin“ til að gefa dætrunum Deanna og Daisy og syninum Finlee almenni- legan mat. Leanne Salt leyfir því þríburunum að borða skyndimat og gefur þeim einnig snakk og örbylgjumáltíðir. Fæðing þríburanna, á síðasta ári, gekk ekki átakalaust fyrir sig og kom 68 manna læknalið að fæðingunni sem kostaði breska heilbrigðiskerfið 200.000 sterlingspund, segir í The Sun. Nú orðið klæðir Leanne þríburana aðeins einu sinni í viku, þegar hún sækir bæturnar sínar. 3.000 hitaeiningar á dag Leanne Salt náði um 250 kílóum fyrir fæðingu þríburanna í ágúst og neytir að meðaltali 3.000 hitaeininga daglega sem er um 1.000 hitaeiningum meira en ráðlagt er. Þríburarnir fara ekki var- hluta af mataræði móður sinnar. Í stað 765 hitaeininga, sem mælt er með miðað við þyngd þeirra, neyta þeir um 1.250 hitaeininga daglega. „Börnin mín voru sex mánaða þegar þau fengu sinn fyrsta McDonald‘s. Þau kunna einnig að meta fisk og franskar. Ég tygg matinn fyrst svo þau geti borð- að hann, því þau hafa engar tennur. Ég gef þeim pakka af Wotsits-snakki um tvöleytið,“ upplýsti Leanne í The Sun. Ljóst er að í huga Leanne Salt er ör- bylgjumatur ekkert annað en Guðs gjöf. „Stundum elda ég fyrir þau örbylgju- lasagna. Börn eru alltaf svöng – stund- um er auðveldara að gefa þeim mat sem búið er að elda,“ sagði Leanne. Börnin fá einnig barnamat, en Leanne segist ekki sjá skaða í því að gefa þeim af skyndimat hennar. „Þeim finnst bragðið gott og það er dagamunur. Ég leyfi þríburunum að borða franskar af diski mínum því mér finnst best að þeir prófi allar teg- undir matar svo þeir finni út hvað þeim finnst best,“ sagði Leanne sem fullyrðir að börn hennar nærist ekki eingöngu á ruslfæði því stundum gefi hún þeim ör- bylgjumat. „Börnin mín eru heilbrigð.“ 43.000 krónur á viku Leanne Salt, sem býr í Coventry á Eng- landi, kennir skjaldkirtilssjúkdómi um offitu sína. Hún varð ólétt eftir fjögurra vikna samband við kærasta sinn, sem yfirgaf hana þegar fjórir og hálfur mán- uður var liðinn af meðgöngunni. Síðan þá hefur hún búið með bróður sínum og móður, Jane, og í grein The Sun segir að heimili þeirra sé undirlagt af leikföngum og hrúgum af þvotti. Leanne Salt fær 140 sterlingspund á viku í skattfrádrátt, 42 pund í barnabæt- ur og 45 pund í fjölskyldubætur, samtals fær hún því sem nemur um 43.000 kón- um. Að sögn The Sun eyðir Leanne þeirri upphæð í mat og tíu vindlinga á dag. „Stórt er fallegt“ Leanne sagðist einnig gefa börnum sínum mjólk, hrærð egg á ristuðu brauði og skyndi-kartöflumús með spagettíhringjum. Í viðtali við tímaritið Closer sagð- ist hún gefa börnum sínum grænmeti á hverjum sunnudegi „og mikið af barnamatnum inniheldur ávexti.“ Að eigin sögn forðast Leanne heil- brigt mataræði því hún vill ekki að börnin fái anorexíu: „Ég vil ekki að þau álíti að þau þurfi að gaumgæfa hvað þau borða. Ég segi þeim að stórt sé fal- legt“. Jane, móðir Leanne, hefur ekki haft erindi sem erfiði í viðleitni sinni til að koma grænmeti ofan í barnabörnin. „Ég kaupi grænmeti, en enginn borð- ar það. Þau kjósa frekar sykraðan mat,“ sagði Jane. Ekki einsdæmi Það er ljóst að saga Leanne Salt er ekkert einsdæmi og tölur sýna að eitt af hverjum fimm börnum í Bretlandi nærist á litlu öðru en ruslfæði. Könnun hjá Infant and Toddler Forum, samtökum sem láta sig nær- ingu og heilbrigði ungbarna og ungra barna varða, leiddi í ljós að sextíu og fimm prósent mæðra elda aldrei heila máltíð frá grunni. Carol Cooper, doktor á vegum The Sun, varar í greininni við því að börn alist upp við ruslfæði: „Jafnvægi í mataræði er mikilvægt því það gef- ur börnum farsælt upphaf að lífinu. Slæmt mataræði til skamms tíma get- ur valdið iðravandræðum á borð við hægðateppu. Til langs tíma litið getur það leitt til beinkvilla, offitu, sykursýki, hás blóðþrýstings, hjartasjúkdóma og jafnvel nýrnabilunar.“ Ruslfæði fyRiR smáböRnin Leanne Salt elur átta mánaða þríbura sína að miklu leyti á skyndimat og ruslfæði. Hún segist vera of önnum kafin til annars. Einu sinni í viku klæðir hún þríburana upp og sækir bæturnar sínar. Stolt móðir leanne Salt með þríburana skömmu eftir fæðingu. Svín Ekki er loku fyrir það skotið að flensuna megi rekja til svínabúa í mexíkó. Stelpur á öllum aldri ath. Nú er búðin full af skvísufötum, stærðir frá S - 3X. Kjólar, mussur, skyrtur, toppar, peysur, leggings, úlpur, gallabuxur í miklu úrvali og margt fl. Ný föt í hverri viku, og lygilegt verð! Nýjar vörur á vefsíðu diddy.is Verið velkomnar, alltaf heitt á könnunni. Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari Diddy.is Faxafeni 14 - S: 588 8400 Allt að 70% afsláttur Frakkastíg 10 · Sími 551-3160 Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530 kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.