Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 14
Ef fer sem horfir verður árang-ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eitt alls-herjar efnahagsundur. Ísland
undir stjórn vinstri-grænna verður
fordæmalaust hagkerfi sem brýtur
aftur fyrri hugmyndir hagfræðinga
heimsins.
Nú þegar 10 fyrirtæki fara á hausinn á degi hverjum, tekjur ríkissjóðs hrynja, út-gjöld ríkissjóðs rísa, skuldir
þjóðarbúsins nema á bilinu einni til
tveimur billjónum og Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn krefst hrikalegs nið-
urskurðar, leggja vinstri-grænir upp í
fordæmalausan uppgang. Í atvinnu-
stefnu þeirra kemur fram að þetta
sé ekkert mál. Þrátt fyrir stórfelldan
niðurskurð ætla þeir að varðveita störf
í menntamálum og velferðarmálum,
því það er jú eitt stærsta atvinnumál-
ið, að þeirra mati. Að auki munu störf
spretta upp eins og fíflar í túni, tvist og
bast, um hvippinn og hvappinn. Það
verða störf á hverju strái.
Dæmalaus upprisa efna-hagslífsins hefst með því að 2.500 til 3.000 störf í ferða-mennsku skjóta upp kollin-
um vegna aukinnar markaðssetningar
erlendis, með áherslu á vor-, haust- og
vetrarferðir til Íslands. Mannkynið
verður táldregið til að koma til Íslands
í slabbi, myrkri og roki. Hvernig? Jú,
það verður boðið upp á beint flug frá
hinum stóra heimi og út á íslensku
landsbyggðina. Þekkist eitthvað betra
en landsbyggðin um vetur? Aðrir
áfangastaðir munu blikna í saman-
burðinum. London, París og Róm
verða orðin tóm. Hver vill vera í sand-
ölum og ermalausum bol þegar hægt
er að mæta í kraftgallanum til Egils-
staða, eða fara á sjóinn í myrkri, frosti
og roki til að kíkja á hvali við Húsavík?
Innan skamms mun hagkerfið taka á stökk líkt og fældur grað-hestur. Ástæðan er yfirvofandi stórvöxtur í landbúnaðarfram-
leiðslu Íslendinga, sem VG áætlar að
skili 1.500 til 2.000 störfum til viðbótar
við það sem nú er. Og hvernig? Enn
verður sannfæringarmætti Íslendinga
beitt á útlendinga til að ginna þá. Fólk
í útlöndum er eins og leir. Það þarf
bara að móta það í þeirri mynd sem
okkur þykir fýsilegust og sveigja það
undir vilja okkar. Vinstri-grænir munu
hanna ómótstæðilegt markaðsátak
fyrir íslenskar landbúnaðarvörur og
auka grænmetisframleiðslu íslenskra
bænda. Hollensku tómatarnir breyt-
ast í tómatsósu við tilhugsunina. Engu
skiptir þótt skilyrði til landbúnaðar-
framleiðslu séu miklu betri alls staðar
í heiminum, ef frá eru taldar eyði-
merkur án aðgangs að vatni. „Innlend
kornrækt verður stóraukin“ með hjálp
vinstri-grænna. Þótt forsenda þess
sé að kornræktin verði að vera sam-
keppnishæf við kornakra Ameríku,
Rússlands og Evrópu skiptir það engu.
Því vinstri-grænir eru ekki bundnir
af hagfræðilögmálum eins og fram-
boði, eftirspurn og hagkvæmni. Þegar
maður hefur heilt ríki til að spila úr,
og ónýtta skattstofna í mannauði, eru
möguleikarnir endalausir.
Rosalegum árangri vinstri-grænna hafa síður en svo verið gerð tæmandi skil. Þeir ætla að auka fiskeldi og byrja
að nýta fleiri tegundir, eins og kræk-
linga. Af einhverri ástæðu hefur þetta
ekki gengið upp áður, en vinstri-græn-
ir hafa forskot á aðra, því þeir hafa
ótæmandi ríkiskassann til að seilast
í. Þúsund störf verða til í skipaiðnaði,
úrvinnsluiðnaði, umhverfistækni, ull-
ar- og skinnaiðnaði, húsgagnafram-
leiðslu, vatnsútflutningi og minja-
gripagerð. 500 störf myndast vegna
ófyrirséðrar uppbyggingar á lands-
byggðinni sem fer af stað vegna þess
að störf flytjast út á land þegar efna-
hagsundrið verður til. 500 störf koma
upp á yfirborðið þegar nauðsynlegt
verður að fara í uppbyggingu vegna
stórfellds uppgangs í ferðamanna-
iðnaðinum. Efnahagsundur VG slær
út fyrra undrahagkerfi Íslands og það
verður miklu traustara, því vinstri-
grænir kunna að beygja markaðslög-
málin með sannfæringarmætti sínum
og einbeittum sprotavilja.
miðvikudagur 29. apríl 200914 Umræða
KraftaverK vG
svarthöfði
spurningin
„Nei, ætli ég sé ekki
frekar að fara úr
sollinum í sveitasæl-
una enda er ólíkt
fallegra við Eyja-
fjörðinn en í borg-
inni,“ segir Einar
Már Sigurðarson,
fyrrverandi
þingmaður Samfylkingarinnar, sem
verður skólastjóri í valsárskóla á
Svalbarðseyri í Eyjafirði.
ertu eKKi að fara
úr ösKunni í eld-
inn, einar?
sandkorn
n Jón Magnússon svaraði fyrir
sig af hörku í Morgunblaðinu á
mánudag þegar prófessor við
Háskólann á Akureyri bar upp
á hann að vera ein af ástæð-
unum fyrir
fylgishruni
Frjálslynda
flokksins.
Jón sagði að
það hefði
sýnt sig í
þessum
kosning-
um hverjir
hefðu komið með fylgi inn í
síðustu kosningabaráttu og
hverjir ekki. Líklega átti hann
við að hann og Nýtt afl hefðu
átt fylgi frjálslyndra 2007. Jón
virðist þó gleyma að hann sat
á þingi fyrir tvo flokka á kjör-
tímabilinu og báðir töpuðu
stórt.
n Borgarahreyfingin mun
þurfa á öllu sínu að halda til
að hópurinn splundrist ekki.
Mikil ólga
er innan-
dyra vegna
heiðurs-
launa Þráins
Bertelsson-
ar alþingis-
manns sem
Framsókn-
arflokkurinn
tryggði honum á sínum tíma.
Skeytasendingar ganga á milli
flokksmanna þar sem flest-
ir eru á því að Þráinn eigi að
afsala sér þessum 200 þúsund
krónum á mánuði. Sjálfur gefur
hann ekkert eftir og er harður á
að þiggja heiðurslaunin.
n Fréttavefurinn Pressan undir
stjórn Björns Inga Hrafnssonar
hefur svo sannarlega tekið flug-
ið. Menn
hafa á þeim
bænum
verið dug-
legir við
að skúbba.
Vefurinn
mælist nú
í 13. sæti
yfir landið
þegar litið er til aðsóknar og
sækir hratt að Eyjunni sem er
væntanlega helsti samkeppnis-
aðilinn. Meðal nýjustu skúbba á
Pressunni er að innan Sjálfstæð-
isflokksins sé vilji til að selja
höfuðstöðvarnar, Valhöll, til að
losna út úr greiðsluerfiðleikum.
n Fótboltakappinn Garðar
Gunnlaugsson er á landinu
eins og DV greindi frá í gær.
Garðar hefur ýmislegt fyrir
stafni og
hefur með-
al annars
farið á sín-
ar gömlu
æskuslóðir
á Akranesi.
Þar var
hann meðal
áhorfenda
á leik ÍA og Fjölnis um helgina.
Þjálfarar liðsins eru bræð-
ur hans, tvíburarnir Arnar og
Bjarki. Ekki sá Garðar bræð-
ur sína spila en sá hins vegar
hvernig þeir taka sig út við
stjórnvölinn á fótboltaliði.
lynghálS 5, 110 rEykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn loftsson
framkvæmdaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ef þið hreyfið
ykkur þá
skjótum við.“
n Sögðu fautarnir sem héldu rosknum hjónum í
gíslingu meðan þeir rændu heimili þeirra á
Arnarnesinu. -DV
„Haukar Íslandsmeistarar
í handbolta“
n Heitir fréttin um leik Hauka og Vals á
streymivef RÚV. Staðan í einvíginu er hins vegar
1-0 og Haukar þurfa tvo sigra í viðbót.
Annaðhvort starfar Haukamaður á vefnum eða
RÚV veit eitthvað sem við hin vitum ekki. - ruv.is
„... skrifa bara það
sem þeim dettur
í hug.“
n Ásdís Rán Gunnarsdóttir um
búlgarska fjölmiðla. Núna síðast var
því haldið fram að Ásdís hefði krafist þess að
Garðar yrði leystur undan samningi svo þau gætu
snúið heim. Fjölskyldan var bara í stuttu fríi á
Íslandi. - DV
„Ríkið ræður engu um
launakjör þeirra“
n Hjördís Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi
fjármálaráðherra, um ofurlaunagreiðslur sem enn
eiga sér stað til starfsmanna fjármálafyrirtækja
sem farið hafa í greiðslustöðvun. Margir þeirra
eru enn með evrutengd laun. - DV
„Núna fer ég hins vegar
hvert sem er óáreittur“
n Davíð Oddsson sem
segir að hann hafi
þurft að vera með
lífverði hvert sem
hann fór eftir
bankahrunið en
nú sé fólk
jákvæðara í hans
garð. -The Daily
Telegraph
Meðan Ísland brennur
Leiðari
Vandræðagangur sigurvegara kosn-inganna með að mynda ríkisstjórn er beinlínis þjóðhættulegur. Minni-hlutastjórn samlyndis sem stóð fyr-
ir alþingiskosningum er nú meirihlutastjórn
sundurlyndis. Á meðan Ísland brennur loga
innan beggja flokka deilur um mögulega að-
ild að Evrópusambandinu. ESB-málið yfir-
skyggir allt annað á tímum þar sem mark-
vissra aðgerða er þörf til að reisa efnahag
landsins úr rústunum. Samfylkingin á mest
sitt undir því að þjóðin gangi í Evrópusam-
bandið en hagsmunir VG eru í hina áttina.
Báðir flokkarnir máluðu sig út í horn fyr-
ir kosningar með grjóthörðum yfirlýsing-
um um ESB, stóriðju og jafnvel olíuleit. Litl-
ar líkur á farsælu stjórnarsamstarfi annarra
flokka en þeirra tveggja. Mikill meirihluti
þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að Sjálf-
stæðisflokkurinn þurfi tíma til að ná áttum
og taka til innandyra áður en hann fer aftur
í stjórn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður
VG, og Jóhanna Sigurðardóttir verða strax að
finna leiðir til að láta ekki ágreiningsmál sín
skaða þjóðarbúið meira en orðið er. Úrslit
kosninganna fela í sér þau skilaboð að þeim
sé treyst til að hreinsa til eftir hrunið og hefja
endurreisnina. Lítt umdeildur heiðarleiki
leiðtoganna tveggja var meginástæða kosn-
ingasigranna. Það var kosið gegn spillingu.
Fólkið sem þjóðin treysti til að hreinsa til í
rústunum var valið. Allt tal um sigur Evrópu-
sinna er út í bláinn. Evrópumálið má ekki
vera sú fiðla sem stjórnvöld leika á meðan Ís-
land brennur. Nú er mest áríðandi að koma
atvinnulífinu af stað og slá á gjaldþrotahrin-
una. Létta þarf á skuldum fólksins í land-
inu ekki síður en fyrirtækjunum. Reisa þarf
bankakerfið við. Nauðsynleg verkefni eru við
hvert fótmál. Óróafólk innan beggja flokka
verður að finna leiðina til að flokkarnir geti
unnið saman af heilindum að þjóðarhag.
Annars sekkur þjóðin enn dýpra í volæði og
eymd kreppunnar.
reynir traustason ritstjóri sKrifar: Evrópumálið má ekki vera sú fiðla sem stjórnvöld leika á.
bókstafLega