Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 16
miðvikudagur 29. apríl 200916 Ættfræði Elínborg Einarsdóttir húsmóðir í reykholti í Biskupstungum Elínborg fæddist í Kjarnholtum í Biskupstungum og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðs- skólann í Reykholti og aflaði sér síðan menntunar við aðra skóla og á ýmsum námskeiðum. Elínborg var búsett í Keflavík 1961-92, síðan í Reykjavík til 2004 en er nú búsett í Reykholti í Biskupstungum. Meðfram húsmóðurstörfum stundaði Elínborg m.a. verslunarstörf og starfaði hjá Pósti og síma. Elínborg sat í skólanefnd Tónlistarskólans í Keflavík í nokkur ár og var formaður síðustu árin, var gjaldkeri Árnesingafélagsins í Keflavík um ára- bil og starfaði í málfreyjudeild á Suðurnesjum í nokkur ár. Fjölskylda Elínborg giftist 3.6. 1961 Ingólfi Falssyni, f. 4.12. 1939, d. 8.8. 1998, framkvæmdastjóra í Keflavík og forseta Farmannasambandsins. Elínborg og Ingólfur slitu samvistum 1991. Börn Elínborgar og Ingólfs eru Margeir, f. 20.9. 1961, bóndi á Brú og oddviti Bláskógabyggðar, kvæntur Sigríði J. Guðmundsdóttur, bónda og hús- freyju, og eiga þau þrjú börn auk þess sem Margeir á son frá fyrra sambandi; Rúnar, f. 23.10 1963, d. 5.1. 1965; Einar Falur, f. 24.10.1966, bókmennta- fræðingur, ljósmyndari og menningarblaða- maður, en kona hans er Ingibjörg Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og skólastjóri, og eiga þau tvær dætur; Guðrún Helga, f. 4.6. 1970, skrifstofumaður í Noregi, og á hún tvo syni; Kristinn Ágúst, f. 1.2. 1973, viðskiptafræðingur við Sparisjóð Keflavíkur, en kona hans er Elín Kristjánsdóttir viðskiptafræð- ingur og eiga þau tvö börn. Eiginmaður Elínborgar er Snorri Ólafsson, f. 10.8. 1938, skipstjóri og laxeldisbóndi. Systkini Elínborgar eru Ingibjörg, f. 13.8. 1931, kaupkona, búsett í Kópavogi, gift Katli Kristjáns- syni; Gísli, f. 2.9. 1932, d. 30.5. 1999, bóndi og odd- viti í Kjarnholtum, var kvæntur Ingibjörgu Jóns- dóttur sem einnig er látin; Ingimar, f. 5.8. 1935, fyrrv. starfsmaður nautastöðvarinnar á Hvanneyri, kvæntur Önnu Kristinsdóttur; Guðrún, f. 16.2. 1937, fyrrv. skrifstofumaður í Reykjavík, gift Þor- steini Hjartarsyni; Þóra, f. 29.8. 1945, húsmóðir í Kópavogi, gift Jóni Gísla Jónssyni; Magnús, f. 24.1. 1949, hrossaræktarbóndi í Kjarnholtum en kona hans er Guðný Höskuldsdóttir. Foreldrar Elínborgar voru Einar Gíslason, f. 1.9. 1904, d. 11.12. 1996, bóndi í Kjarnholtum, og k.h., Guðrún Ingimarsdóttir, f. 4.8. 1905, d. 17.3.1981, húsfreyja. Ætt Systir Einars var Dóróthea, móðir Rögnvalds Þor- leifssonar læknis. Einar var sonur Gísla, b. í Kjarn- holtum Guðmundssonar, b. í Kjarnholtum Dið- rikssonar, hreppstjóra í Laugarási, bróður Þorláks, langafa Önnu, ömmu Björns Bjarnasonar, fyrrv. ráðherra, Valgerðar alþm. og Markúsar Arnar Ant- onssonar sendiherra. Annar bróðir Diðriks var Þorsteinn, langafi Sigurðar, föður Eggerts Hauk- dal. Diðrik var sonur Stefáns, b. í Neðradal Þor- steinssonar, b. í Dalbæ Stefánssonar, pr. í Steins- holti Þorsteinssonar. Móðir Þorsteins var Ingibjörg Jónsdóttir, pr. á Ólafsvöllum Erlingssonar, bróður Gísla, afa Eiríks ættföður Reykjaættar Vigfússon- ar. Móðir Diðriks var Vigdís Diðriksdóttir, b. á Ön- undarstöðum Bjarnasonar og Guðrúnar Högna- dóttur, prestaföður, pr. á Breiðabólstað í Fljótshlíð Sigurðssonar, langafa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Stefáns var Guðríður Guð- mundsdóttir, ættföður Kópsvatnsættar Þorsteins- sonar, langafa Magnúsar Andréssonar, ættföður Langholtsættar, langafa Ásmundar Guðmunds- sonar biskups og Sigríðar, móður Ólafs Skúlason- ar biskups. Móðir Gísla var Vilborg, systir Gísla, langafa Guðna Ágústssonar, fyrrv. ráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Systir Vilborg- ar var Guðrún, amma Vilhjálms, skálds frá Ská- holti. Vilborg var dóttir Guðmundar, b. á Löngu- mýri Arnbjörnssonar, bróður Ögmundar, föður Salvarar, langömmu Tómasar Guðmundssonar skálds. Móðir Vilborgar var Ingibjörg Gísladóttir, b. í Útverkum á Skeiðum Jónssonar og Vilborgar Jónsdóttur, systur Guðmundar, langafa Margrétar, móður Ólafs Thors forsætisráðherra. Móðir Einars var Guðrún Sveinsdóttir, systir Elínar, móður Guð- mundar Jóhannessonar læknis. Guðrún var dóttir Ingimars, b. á Efri-Reykjum í Biskupstungum Guðmundssonar, b. á Bergsstöð- um Ingimundarsonar en hann fékk konungsverð- laun fyrir framfarir í jarðrækt. Móðir Guðmundar var Þórey Guðmundsdóttir, b. í Syðra-Langholti Björnssonar og Guðrúnar Ámundadóttur, b. og smiðs í Syðra-Langholti Jónssonar. Móðir Guð- rúnar var Ingibjörg Guðmundsdóttir, systir Gísla í Kjarnholtum. Elínborg verður að heiman á afmælisdaginn. Helga fæddist á Raufarhöfn og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Helga var í Grunnskóla Raufar- hafnar, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Breiðholts og sjúkraliðaprófi þaðan. Helga vann í Fiskiðju Rauf- arhafnar á unglingsárunum í nokkur sumur, vann í bakaríi á Sauðárkróki, starfaði í Keiluhöll- unni í Öskjuhlíð í Reykjavík í tvö ár, starfaði við sjúkraliðastörf í Skógarbæ og á Borgarspítalan- um, starfaði hjá lyfjafyrirtæki í eitt og hálft ár og er nú sjúkraliði á Sóltúni. Helga hefur starfað með KMK, Konum með konum, um skeið. Fjölskylda Kona Helgu er Jóna Kolbrún Sigurjónsdótt- ir, f. 7.4. 1976, tannsmiður. Systkini Helgu eru Sig- urrós Jónas- dóttir, f. 28.6. 1967, búsett á Þórshöfn; Guðmund- ur Jónas Jónasson, f. 3.6. 1970, bú- settur á Hellu; Páll Ingi Jónasson, f. 6.1. 1973, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Helgu: Jónas Pálsson, f. 12.11. 1947, d. 13.7. 1995, sjómað- ur og útgerðarmaður á Raufarhöfn, og Margrét Sigurðardóttir, f. 14.3. 1949, starfsmaður hjá Íþróttahúsi Breiðabliks. Guðrún fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún var í Lundaskóla og Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, lauk stúdentsprófi frá Kvennskólanum í Reykjavík og lauk prófi í rafeinda- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Guðrún vann við frystihús Út- gerðarfélags Akureyringa á Akureyri og starfaði við verslunina Hagkaup á Akureyri með á sumrin og með skóla, og starfaði síðan við Fjarskiptastöð- ina í Gufunesi um tíu ára skeið. Hún stofnaði, ásamt bróður sínum, fyrir- tækið Nortek árið 1996 og starfar við það í dag. Guðrún situr í stjórn skíðadeildar Víkings. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Jens Krist- insson, f. 12.11. 1964, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Nortek. Dóttir Guð- rúnar og Jens er Karen María Jensdóttir, f. 31.7. 1992, nemi við framhaldsskóla. Bræður Guðrúnar eru Við- ar Björgvin Tómasson, f. 9.7. 1964, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Birg- ir Örn Tómasson, f. 24.3. 1972, fram- kvæmdastjóri á Akureyri. Foreldrar Guðrúnar eru Tómas Sæmundsson, f. 30.5. 1943, verktaki, og Dagmar Björgvinsdóttir, f. 13.2. 1945, fulltrúi. Helga sif Jónasdóttir sjúkraliði í reykjavík guðrún Ýrr tómasdóttir rafeindavirki í reykjavík Eggert Hannah, gullsmiður í Reykjanes- bæ, er fertugur í dag. Í gær var hann bú- inn að gera allt klárt fyrir afmælisveisl- una sem verður haldin á alþjóðadegi verkalýðsins. „Afmælispartíð mitt verður upphit- unarpartí fyrir Bergásballið: Hefðbund- ið partí í heimahúsi eins og þau gerðust best í gamla daga, með léttum veiting- um, pylsum og pinnamat. Ég á von á svona fjörutíu til fimmtíu manns, geri ráð fyrir að fólk mæti hjá mér um sex- leytið og dembi sér svo á Bergásballið um miðnættið. Svo mun Breiðbandið líklega troða upp hjá mér, enda er bróð- ir minn, Rúnar Ingi Hannah, meðlimur í því merka bandi.“ En hvað er Bergásball? „Hvað – veistu það ekki? Vinsæl- asta ballið á Suðurnesjum, maður. Allt- af haldið einu sinni á ári á þessum árstíma. Þetta er sko ball diskó-kynslóð- arinnar enda held ég að aldurstakmark sé 30 ár. Þarna sjá gömlu plötusnúðarnir um að þenja diskólögin fram eftir nóttu og Grease-andinn svífur yfir vötnunum. Ballið er nefnt eftir skemmtistaðnum sem var undir Nýja bíói í Keflavík og þar var það lengst af haldið, en nú verður ballið haldið í Officeraklúbbnum. Það verður auðvitað að hita upp fyrir svona stuðböll.“ En dregur það ekki svolítið úr nost- algíunni að vera orðinn fertugur? „Nei, nei! Ég hef engar áhyggjur af því. Ég held að þetta sé ósköp svipað því að verða þrítugur. Og það gekk bara ágætlega.“ 30 ára í dag 40 ára í dag Fertugur gullsmiður í Reykjanesbæ: frá BreiðBandinu á BergásBall 30 ára n Robert Stankiewicz Borgarbraut 12, Borgarnesi n Eugenio Daudo Silva Chipa Fífuseli 14, Reykjavík n Marija Baric Stapasíðu 12, Akureyri n Przemyslaw Wojciech Czyzewski Álfalandi 5, Reykjavík n Slobodan Subasic Víkurgata 3, Stykkishólmi n Nicholas Aaron Boulton Kirkjulækjarkoti 4, Hvolsvelli n Mario Alejandro Rodas Talbott Hverfisgötu 50, Reykjavík n Ósk Gunnlaugsdóttir Þingholtsstræti 21, Reykjavík n Helgi Rúnar Pálsson Birkihlíð 7, Akureyri n Styrmir Jörundsson Akursíðu 2, Akureyri 40 ára n Monika Zofia Frysztak-Mazur Kveldúlfsgötu 18, Borgarnesi n Gunnlaugur Axelsson Brekkuseli 4, Egilsstöðum n Sveinn Ægir Árnason Faxatúni 9, Garðabæ n Lilja Valgerður Jónsdóttir Víðihlíð 5, Reykjavík n Sigrún Unnur Einarsdóttir Eyjabakka 30, Reykjavík n Sæmundur Árni Tómasson Álfkonuhvarfi 43, Kópavogi n Sigfús Freyr Þorvaldsson Grundarvegi 15, Njarðvík n Guðrún Þorláksdóttir Hofteigi 34, Reykjavík 50 ára n Sophie Marie Schoonjans Nýbýlavegi Lundi 3, Kópavogi n Guðmundur Kjartansson Heiðarholti 13, Reykja- nesbæ n Ingveldur Þ. Einarsdóttir Bollagörðum 59, Sel- tjarnarnesi n Kolbrún Ívarsdóttir Lækjarhjalla 4, Kópavogi n Lilja Guðný Friðvinsdóttir Gerplustræti 25, Mosfellsbæ 60 ára n Leifur Þorsteinsson Fremristekk 12, Reykjavík n Guðmundur I. Jónsson Austurströnd 6, Seltjarn- arnesi 70 ára n Sigmar Hjelm Kríuási 47, Hafnarfirði n Þorvaldur Þórðarson Hjallabrekku 37, Kópavogi n Sigurður Hrafn Þórólfsson Svöluhöfða 11, Mosfellsbæ n Ásdís Kristinsdóttir Kleifarvegi 8, Reykjavík 75 ára n Lúðvík Sigurður Nordgulen Dalseli 40, Reykjavík n Sigurveig Hauksdóttir Smáratúni 20, Reykja- nesbæ n Guðni Arnberg Þorsteinsson Sóleyjarima 15, Reykjavík n Þorvaldur Jón Matthíasson Laugarnesvegi 87, Reykjavík n Ólafur Jóhannesson Háagerði 81, Reykjavík n Eðvarð Jónsson Skálateigi 3, Akureyri n Unnur Axelsdóttir Víðilundi 24, Akureyri n Kolbrún G. Sigurlaugsdóttir Vesturbergi 54, Reykjavík 80 ára n Kristján A. Guðmundsson Vesturbergi 46, Reykjavík 85 ára n Margrét Sigurðardóttir Espigerði 4, Reykjavík n Unnur Lilja Hermannsdóttir Hraunbæ 103, Reykjavík 90 ára n Kristján Hafliðason Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík n Kathinka Klausen Stóragerði 10, Reykjavík Til hamingju með afmælið! 70 ára í dag Eggert Hannah Ásamt eiginkonu sinni, Önnu maríu róbertsdóttur flugfreyju. Eggert er af skoskum ættum og gifti sig því í skotapilsi. Hann verður í pilsinu í partíinu en treystir sér ekki í því á ballið. auglýsingasíminn er 512 70 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.