Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 10
Dísilolía
Algengt verð verð á lítra 153,8 kr. verð á lítra 159,6 kr.
Skeifunni verð á lítra 152,3 kr. verð á lítra 158,1 kr.
Algengt verð verð á lítra 153,8 kr. verð á lítra 159,6 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 151,6 kr. verð á lítra 157,6 kr.
Fjarðarkaupum verð á lítra 151,7 kr. verð á lítra 157,7 kr.
Algengt verð verð á lítra 153,8 kr. verð á lítra 159,6 kr.el
d
sn
ey
t
i
miðvikudagur 29. apríl 200910 Neytendur
HvAr er
númerið?
Á neytendasíðu DV í gær var
sagt frá því að þegar hringt væri
úr einum farsíma í annan gæti
reynst erfitt að vita hvar sími við-
takandans væri skráður. Fullyrt
var að einungis væri hægt að
skoða uppruna símanúmera á
vefsíðu Símans. Það er ekki rétt
því Vodafone býður upp á sömu
þjónustu á heimasíðu sinni. Slóð-
in er www.vodafone.is/simi/-
hvarernumerid. Því er hér með
komið á framfæri.
Frítt til
tAnnlækniS
Á heimasíðu Neytendasamtak-
anna er minnt á að börn þriggja,
sex og tólf ára gömul eiga rétt á
að fara í ókeypis eftirlit hjá tann-
læknum sem vinna í umboði
Sjúkratrygginga Íslands. Um er
að ræða skoðun, hreinsun tanna,
flúormeðferð auk röntgenmyndar
fyrir tólf ára börn en tannviðgerð-
ir falla ekki undir samninginn. Þá
kemur fram að nauðsynlegt sé að
skoðun fari fram áður en þriggja
ára barn nær fjögurra ára aldri,
áður en sex ára barn nær sjö ára
aldri og áður en tólf ára barn
verður þréttán ára.
n Lastið fær Make Up
Store í Kringlunni.
Viðskiptavinur, sem
hafði samband við DV,
sagðist enga aðstoð
hafa fengið í tómri
búðinni á dögunum.
Ástæðan var sú að afgreiðsluda-
man var að tala við vinkonu
sína í símann. Viðskiptavinur-
inn beindi því viðskiptum
sínum
annað.
n Lofið fær Pétursbúð fyrir hagstætt
verð á tóbaki. Þeir sem neyta tóbaks
hafa ekki farið varhluta af
vísitöluhækkun og gengishruni
krónunnar. Viðskiptavinur
vildi koma því áleiðis að í
Pétursbúð eru sígarettur
ódýrari en víðast hvar annars
staðar.
SENdið lOF Eða laST Á NEYTENdur@dv.iS
umSjóN: Baldur guðmuNdSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
Verðmunur á ódýrasta og dýrasta árskortinu í stærstu líkamsræktarstöðvum höfuð-
borgarsvæðisins er um 40 prósent. Í Sporthúsinu og í Hress heilsurækt er hægt að fá
ódýrustu kortin en í Hreyfingu er kortið dýrast. Með sumartilboðum eða skólakortum
er þó hægt að kaupa kort á betra verði, auk þess sem minni líkamsræktarstöðvar selja
kort á mun hagstæðari kjörum.
40% munur
á árskortum
Árskort í líkamsrækt í helstu líkams-
ræktarstöðvum höfuðborgarsvæð-
isins kostar á bilinu 50 til 73 þúsund
krónur. Í Sporthúsinu, Hress heilsu-
rækt og Baðhúsinu, sem er þó ein-
ungis er fyrir konur, kostar árskort um
50 þúsund krónur. Í World Class kost-
ar kortið rúmlega 63 þúsund krónur
en í Hreyfingu þarf sá sem ætlar að
kaupa árskort að punga út rúmlega 73
þúsund krónum. Kortið þar er því ríf-
lega 40 prósentum dýrara en í Sport-
húsinu og Hress heilsurækt.
Verðsamanburður DV leiddi því í
ljós að um 23 þúsund krónum munar
á dýrasta og ódýrasta kortinu í helstu
líkamsræktarstöðvum höfuðborgar-
svæðisins, eða um tvö þúsund krón-
um á mánuði.
Heilsuklúbbar dýrari
Taka ber fram að verðsamanburð-
urinn tekur ekki tillit til aðstöðu
eða þjónustu í hverri stöð né heldur
fjölda stöðva, en sem dæmi má nefna
að World Class hefur sjö líkamsrækt-
arstöðvar á sínum snærum. Í flestum,
ef ekki öllum, stöðvum er hægt að
kaupa dýrari árskort með því að ger-
ast meðlimur í svokölluðum sport-,
heilsu- eða lúxusklúbbum. Þá fylgir
gjarnan ljósakort, afsláttur í sport-
vörubúð og aðgangur að heilsulind-
um eða sundlaugum, svo eitthvað sé
nefnt. Árskort með slíkum aðgangi
kostar allt upp í rúmar 150 þúsund
krónur. Greiðslum af árskortum má
yfirleitt dreifa á tólf mánuði en einnig
stendur sums staðar til boða að ger-
ast áskrifandi til lengri tíma.
Skólakortin hagstæð
Þeim sem vilja æfa í skemmri tíma
en eitt ár stendur til boða að kaupa
stakan mánuð, þrjá mánuði eða sex,
auk þess sem námsmönnum bjóð-
ast stundum betri kjör. Þannig kost-
ar tíu mánaða skólakort í Sporthús-
inu tæpar 34 þúsund krónur, sem er
nærri 2 þúsund krónum ódýrara en
hálfs árs kort kostar annars. Í Bað-
húsinu býðst konum á skólaaldri að
kaupa átta mánaða kort á 24 þúsund
krónur tæpar, sem er sama verð og
aðrir greiða fyrir þrjá mánuði.
Ódýrasta mánaðarkortið fæst í
Sporthúsinu og í Hress heilsurækt;
kostar tæpar 10 þúsund krónur en í
World Class er mánaðarkortið dýr-
ast; kostar rúmar 12 þúsund krónur.
Þrír mánuðir kosta á bilinu 22 til 27
þúsund krónur en hálft ár í helstu lík-
amsræktarstöðvunum kostar á bilinu
36 til 43 þúsund krónur.
Sumartilboð
Sumarið er gengið í garð en þá fækk-
ar iðulega í líkamsræktarstöðvum
landsins. Þær reyna flestar að bregð-
ast við með einhverjum hætti. Þannig
eiga viðskiptavinir VISA kost á því að
kaupa sex mánuði á verði þriggja í
World Class og Sporthúsið býður um
fjögurra mánaða sumarkort á 9.900
krónur, svo dæmi séu tekin. Þá ber
þess að geta að á höfuðborgarsvæð-
inu eru margar minni líkamsræktar-
stöðvar. Gym 80 er ein þeirra en þar
er hægt að fá árskort á undir 30 þús-
und krónum.
Þá ber og að geta þess að atvinnu-
lausum býðst að kaupa líkamsrækt-
arkort á mjög niðurgreiddu verði.
Kópavogsbær hefur til að mynda
samið við World Class í Turninum,
Sporthúsið, Mecca Spa og Nautilius
um niðurgreiðslu á þriggja mánaða
korti í líkamsrækt auk þess sem VR
og ASÍ hafa samið við World Class
um niðurgreiðslu á kortum að hluta
til, svo dæmi séu tekin.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Í flestum, ef ekki öll-
um, stöðvum er hægt
að kaupa dýrari árskort
með því að gerast með-
limur í svokölluðum
sport-, heilsu- eða lúx-
usklúbbum.“
GRUNNveRÐSkRá
LíkAMSRæktARStöÐvA:
World Class (Spöng - orkuveitu-
húsið,osfrv)
1 mán. 12.130 kr.
3 mán. 26.780 kr.
6 mán. 43.310 kr.
12 mán. 63.420 kr.
Sporthúsið (Dalsmára 9-11)
1 mán. 9.900 kr.
3 mán. 21.900 kr.
6 mán. 35.940 kr.
12 mán. 51.900 kr.
10 mán. skólakort 33.900 kr.
Baðhúsið (Brautarholti 20)
1 mán. 10.900 kr.
3 mán. 23.900 kr.
6 mán. 35.900 kr.
12 mán. 49.950 kr.
8 mán. skólakort 23.900 kr.
Hreyfing (álfheimum 74)
1 mán. 10.900 kr.
3 mán. 24.900 kr.
6 mán. 41.500 kr.
12 mán. 73.280 kr.
Hress heilsurækt (Dalshraun 11
Hafnarfirði)
1 mán. 9.900 kr.
3 mán. 22.990 kr.
6 mán. 35.990 kr.
12 mán. 51.990 kr.
Miklu munar á verði Árskort í lík-
amsrækt kostar yfirleitt á bilinu 50 til
73 þúsund en þó er hægt að kaupa
ódýrari kort hjá minni stöðvum.