Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Side 2
miðvikudagur 1. Júlí 20092 Fréttir
LÁN
AB
ÓK
KA
UP
ÞIN
GS
2. h
LU
tI
tÆPIR 5,4 MILLJARÐAR tIL
SIGURÐAR OG hREIÐARS
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings, og Sigurður Ein-
arsson, fyrrverandi stjórnarformað-
ur bankans, eru samtals skráðir fyrir
tæplega 5,4 milljarða lánum í lána-
bók Kaupþings frá sumrinu 2006 sem
DV hefur undir höndum. Lánin voru
veitt til að kaupa hlutabréf í bankan-
um. Hreiðar og Sigurður eru í öðru
og þriðja sæti yfir stærstu lántak-
endur bankans í lánabókinni í lista
sem merktur er „Stærsta áhættu-
taka gagnvart lögaðilum“. Meirihluti
nafnanna á listanum var nöfn þáver-
andi starfsmanna Kaupþings og veit-
ir listinn yfirlit yfir lántökur til þeirra.
Hreiðar fékk meiri lán
Í lánabókinni er einkahlutafélag í
nafni Hreiðars, Hreiðar Már Sigurðs-
son ehf., skráð fyrir láni frá Kaup-
þingi upp á rúma 2,7 milljarða og
Sigurður er skráður persónulega fyr-
ir láni upp á rúma 2,6.
Hreiðar átti hins vegar hluti í
Kaupþingi sem námu tæpum 6,4
milljörðum samkvæmt bókfærðu
verði í ársreikningi eignarhaldsfélags
hans árið 2007 ásamt rúmum 120
milljónum króna í Exista. Í ársreikn-
ingnum kemur fram að eignarhlutir
Hreiðars í Kaupþingi og Exista hafi
verið veðsettir til tryggingar skuld-
um eignarhaldsfélagsins sem námu
samtals rúmum 4,2 milljörðum í
árslok 2007. Þessar langtímaskuldir
eignarhaldsfélags Hreiðars eru í árs-
reikningnum sagðar vera kúlulán til
greiðslu á árinu 2011. Hreiðar Már
hefur því fengið frekari lánveitingar
frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf
í bankanum frá því lánabókin var
gefin út og þar til ársreikningi eign-
arhaldsfélags hans fyrir árið 2007 var
skilað. Ekki er hins vegar vitað hversu
há lán Sigurður fékk til viðbótar til að
kaupa hlutabréf í bankanum.
Persónulegar ábyrgðir Sigurðar
og Hreiðars fyrir lánunum voru felld-
ar niður af stjórn Kaupþings, ásamt
ábyrgðum annarra helstu stjórnenda
bankans, á stjórnarfundi í bankan-
um þann 25. október, um tveimur
vikum áður en Kaupþing var yfirtek-
ið af Fjármálaeftirlitinu. Kæra vegna
niðurfellingar ábyrgðanna er nú til
meðferðar hjá sérstökum saksóknara
efnahagshrunsins, Ólafi Haukssyni.
Dótturfélag Samherja
með hæsta lánið
Í efsta sæti á listanum, þar sem all-
ir starfsmenn Kaupþings sem fengu
lán frá bankanum eru skráðir með
sín lán, er breska útgerðarfélagið
U.K. Fisheries Ltd. sem útgerðar-
fyrirtækið Samherji á til helminga
á móti hollensku útgerðarfyrirtæki.
Félagið fékk lán upp á rúma 4,5 millj-
arða króna frá Kaupþingi og kann að
vera að lánið hafi verið notað til að
fjárfesta í hlutabréfum í Kaupþingi.
Fjárfestingarnar sem lán félagsins
var notað í skiluðu í prósentum álíka
miklum hagnaði og lánveitingin til
eignarhaldsfélags Hreiðars Más.
Skammtímahagnaður félagsins af
fjárfestinguni er skráður sem rúmar
fjörtíu milljónir króna.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segist aðspurður
ekki getað tjáð sig um lánveitinguna
til félagsins því hann þurfi að kynna
sér málið áður. Þorsteinn segir að
U.K. Fisheries Ltd. hafi fengið lán frá
Kaupþingi vegna skipakaupa en að
IngI F. VIlHjálmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Í síðustu viku neitaði
Sigurður að svara þeirri
spurningu DV hvort
hann kæmi að kaupun-
um á Kaupþingi í Lúx-
emborg með einum
eða öðrum hætti; hann
hvorki játaði því né neit-
aði að það væri satt.
lán Kaupþings til sex aðila Hér sjást lánveitingarnar til sex aðila upp úr lánabók kaupþings. Hreiðar már, Sigurður Einarsson
og magnús guðmundsson fengu hæstu lánin af starfsmönnum kaupþings samkvæmt lánabókinni.
Hreiðar már Sigurðsson og Sigurður Einarsson eru samtals skráðir með lánveitingar frá Kaupþingi upp á
meira en 5 milljarða í lánabók bankans frá sumrinu 2006. Stærsti lántakandinn á listanum er útgerðarfélag sem
að hluta til er í eigu Samherja sem fékk rúma 4,5 milljarða króna. Mögulegt er að lánveitingin hafi verið til hluta-
bréfakaupa. Fjórði stærsti lántakinn er starfandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, magnús guðmundsson.
Í lánabók Kaupþings frá 2006 kemur fram að félag
í eigu stórefnaðs sjeiks sem ættaður er frá Epíópíu,
Mohammeds Al-Amoudi, hafi fengið lán frá bank-
anum upp á 3,5 milljarða króna. Ekki kemur fram í
lánabókinni til hvers lánveitingin var veitt.
Lánveitingar Kaupþings til sjeiksins Al-Amou-
dis kalla hins vegar óhjákvæmilega fram í hugann
samanburð við sjeikinn Al-Thani frá Katar, en við-
skipti hans með hlutabréf í Kaupþingi síðastliðið
haust hafa verið til rannsóknar hjá embætti sér-
staks saksóknara efnahagshrunsins. Grunur leik-
ur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til að
hækka verðið á hlutabréfunum í Kaupþingi.
Al-Amoudi þessi er hins vegar sennilega rík-
asti einstaklingur sem átt hefur í viðskiptum við
íslenskan banka því hann er skráður í
43. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn
í heimi. Sjeikinn, sem er með ríkisfang
í Sádi-Arabíu og er búsettur þar, auðg-
aðist í verktakabransanum áður en
hann byrjaði að einbeita sér að orku-
geiranum. Al-Amoudi keypti til dæmis
sænska olíufyrirtækið Svenska Petrol-
eum árið 1974 og síðar stærsta olíufyr-
irtækið í Svíþjóð, Preem. Mögulegt er
að lánið til hans frá Kaupþingi hafi verið til að fjár-
magna einhverjar fjárfestingar sjeiksins í orkugeir-
anum. Auk fjárfestinga í orkugeiranum á Al-Am-
oudi gullnámu í Eþíópíu þar sem unnin eru sex
tonn af gulli á ári.
Al-Amoudi er mjög umdeildur mað-
ur en tímaritið Time hefur meðal annars
haldið því fram að hann hafi fjármagnað
hryðjuverkasamtökin, al-Kaída. Sjeikinn
hefur hins vegar neitað þessum ásökun-
um. Einnig hefur hann verið sakaður um
að breiða út trúarlega öfgahyggju í Eþíópíu
og múta stjórnvöldum á Vesturlöndum.
Sjeikinn er giftur og á átta börn og er
knattspyrna eitt af aðaláhugamálum hans.
Eignir hans eru metnar á 9 milljarða dollara, eða
tæpa 1.145 milljarða íslenskra króna.
Óopinber heimasíða Al-Amoudis: http://www.
mohammed-al-amoudi.com/
Lánabók Kaupþings:
Tæpir 3,5 milljarðar króna til
umdeilds eþíópísks sjeiks
hann geti ekki sagt til um hvort þessi
lánveiting hafi verið vegna kaupa á
skipum eða ekki.
magnús guðmundsson
sá fjórði
Fjórði einstaklingurinn á listanum
yfir þessa lántakendur Kaupþings
er Magnús Guðmundsson, forstjóri
Kaupþings banka í Lúxemborg. Magn-
ús fékk lán frá bankanum upp á tæpa
2,3 milljarða króna og má reikna með
því að hann hafi fengið frekari lán til
hlutabréfakaupa fram að falli Kaup-
þings í haust. Ábyrgðir Magnúsar fyrir
lánunum voru sömuleiðis felldar nið-
ur á stjórnarfundinum í september.
Þegar greint var frá uppsögnum
starfsmanna Kaupþings í Lúxemborg
á föstudaginn í síðustu vakti það at-
hygli að Magnús mun halda áfram
sem forstjóri hans. Kaupþing í Lúx-
emborg hefur verið yfirtekið af breska
fjárfestingarsjóðnum Blackfish Capi-
tal, sem er í eigu bresku Rowland-fjö-
skyldunnar.
Áframhaldandi vera Magnúsar
á forstjórastóli Kaupþings í Lúxem-
borg þykir benda til þess að Sigurður
Einarsson tengist kaupum Blackfish
Capital með einum eða öðrum hætti
en hann og Magnús hafa löngum ver-
ið afar nánir samstarfsmenn.
Í síðustu viku neitaði Sigurður að
svara þeirri spurningu DV hvort hann
kæmi að kaupunum á Kaupþingi með
einum eða öðrum hætti; hann hvorki
játaði því né neitaði að það væri satt.
DV hefur hvorki náð í Sigurð
né Hreiðar til að spyrja þá út í lán-
veitingarnar og mögulega aðkomu
þeirra að kaupunum á Kaupþingi í
Lúxemborg.
lánabók Kaupþings reikna má með að við fall kaupþings í haust hafi lánveitingar til
Hreiðars más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar numið nær tíu milljörðum króna en
samkvæmt lánabókinni frá sumrinu 2006 námu lánin tæpum 5,4 milljörðum.