Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Page 24
miðvikudagur 1. Júlí 200924 Sviðsljós Frægir leikarar hafa hafnað stórum hlutverkum í merkilegum myndum í gegnum tíðina. DV tók saman nokkra fræga leikara sem höfnuðu hlutverk- um sem hefðu getað skipt sköpum fyrir leikferil þeirra. Al PAcino var boðið að leika Han Solo en hafnaði hlutverk- inu. Hann var þá þegar orðinn stórstjarna og sá sig ekki fyrir sér leikandi í „geimmynd“. Harrison Ford þáði boðið og varð á einni nóttu stórstjarna. Mel Gibson hafnaði hlutverki maximus í gladiator. Hann taldi sig of gamlan fyrir hlutverkið. Hann var aðeins sjö árum eldri en Russell crowe sem þáði hlutverkið og hreppti Óskarinn í kjölfarið fyrir leik sinn. MAdonnu var boðið aðalhlutverkið í kvik myndinni The Bodyguard. madonna hafði ekki mikið álit á kevin Costner sem einnig fór með eitt af aðalhlut- verkunum í myndinni eins og flestir tóku eftir í heimildarmynd madonnu Truth or dare. Whitney Houston hreppti hlutverkið og varð enn frægari fyrir vikið á meðan madonna lék í myndinni a league of their Own. Will sMitH var boðið hlutverk Neos í matrix en sagan segir að hann hafi hafnað hlutverkinu því hann skildi ekki handritið. Keanu Reeves fannst hins vegar ekkert óskiljanlegt við handritið og þáði hlutverkið með gleði. Molly RinGWAld sem flestir þekkja úr kvikmyndum á borð við Breakfast Club og Sixteen Candles hafnaði hlutverki vændiskonunnar í Pretty Woman sem kom Juliu Roberts á kortið og gerði hana að stórstjörnu. toM sellecK var boðið að leika hinn sjarmerandi indiana Jones en Selleck sá sér ekki fært að þiggja hlutverkið vegna skuldbindinga við sjónvarpsþáttinn magnum Pi. Harrison Ford þáði það og varð enn stærri stjarna. Juliu RobeRts var boðið að leika violet í myndinni Shakespeare in love. Hún hafnaði boðinu og Gwyneth Paltrow hreppti hlutverkið. Hún vann Óskarinn fyrir leik sinn og myndin naut mikilla vinsælda. eMMA tHoMPson hafnaði bæði hlutverkið Catherine Tramell í Basic instinct og hlutverki Clarice Starling í Silence of the lambs. sharon stone naut mikillar velgengni í kjölfar vinsælda Basic instinct og Jodie Foster, sem hreppti á endanum hlutverk Clarice, hlaut Óskarinn fyrir túlkun sína. cHevy cHAse var upphaflega beðinn um að leika lester í american Beauty. Hann hafnaði því hlutverki og Kevin spacey þáði. Hann hlaut Óskarinn sem besti leikari í kjölfarið. cHARlize tHeRon hafnaði hlut- verkum í Sweet Home alabama, Chicago og Pearl Harbor. seAn conneRy hafnaði hlutverki gandálfs í Hringadrótt- inssögu-þríleiknum. Honum fannst tökutími of langur. Sir ian mckellan þáði hins vegar hlutverkið eins og flestir vita. MicKey RouRKe er sá sem hefur hafnað hvað flestum hlutverkum. Hann hafnaði hlutverki Jacks Cates í 48 Hrs. og aðalhlutverkinu í Highlander. Hann hafnaði einnig hlutverki Butch í Pulp Fiction svo að hann gæti einbeitt sér að boxinu. rourke hafnaði hlutverkið Charlie Babbitt í rain man sem tom cruise seinna hreppti og hlutverki Eliot Ness í The untouchables. WARRen beAtty hafnaði hlut- verki Jacks Horner í Boogie Nights sem Burt reynolds þáði. Hann hafnaði einnig hlutverki James caan í misery og hlutverki gordons gekko í Wall Street sem Michael douglas túlkaði svo eftirminnilega. toM HAnKs hefur einnig hafnað nokkrum stórum hlutverkum. Hann neitaði að leika ray kinsella í Fields of dreams, andy dufresne í Shawshank redemption og hafnaði aðalhlutverkinu í Jerry maguire. Hrollvekja endurgerð Bandarísku kvikmyndaverin elska að taka erlendar myndir og endurgera þær og er sænska kvikmyndin let the right One in næst á dagskrá. leikstjórinn matt reeves sem leik- stýrði Cloverfield hefur fengið þetta mikla hlutverk, að endurgera sænsku myndina. myndin mun heita let me in og verður að öllum líkindum frumsýnd vestanhafs haustið 2010. myndin á að gerast í Colorado á níunda áratugnum og er verið að leita að hinum fullkomna bæ til að taka upp myndina. Þénar vel kvikmyndin Transformers: revenge of the Fallen halaði inn 203 milljónir dollara á fyrstu fimm dögum í sýningum vestanhafs og er því rétt á eftir The dark knight sem þénaði 205 milljónir dollara á fyrstu fimm dögum sýninga síðasta sumar. Transformers halaði inn 112 millj- ónir dollara yfir helgina eina og sér sem er það mesta sem nokkur mynd hefur þénað í sumar. Þó á eftir að frumsýna nokkrar stórmyndir eins og Bruno, Public Enemies með Johnny depp og ice age: dawn of the dinosaurs og Harry Potter and the Half Blood Prince svo einhverjar séu nefndar. Saman á ný Jason lee er sagður fara með hlutverk í nýjustu kvikmynd kevins Smith, Just a Couple of dicks. En félagarnir hafa ekki leikið saman síðan í Clerks 2. Smith leikstýrir myndinni en handritið er í höndum robbs og marcs Cullen. með aðalhlutverk hafa Bruce Willis og Tracy morgan sem leika tvær löggur sem lenda í hinum ýmsu ævintýrum. michelle Trachtenberg fer einnig með hlutverk í myndinni. Það er vonandi að stjarna lee rísi á nýjan leik en hann hefur ekki verið að gera góða hluti á hvíta tjaldinu undanfarin ár. við skulum vona það sama fyrir kevin Smith.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.