Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Side 3
Mesti jöfnuður á Vík Ef sveitarfélögin eru skoðuð út frá Gini-stuðlinum, sker Seltjarnarnes sig enn og aftur úr. Gini mælir jöfnuð í samfélaginu og er á skalanum 0 til 1, þar sem 0 er fullkominn jöfnuður, en 1 aftur á móti fullkominn ójöfnuð- ur. Ásgeir Jónsson mældi Gini-stuð- ulinnn í flestum þéttbýlissvæðum á landinu og samkvæmt mælingu hans er ójöfnuður mestur á Seltjarnarnesi. Næstu þéttbýli þar sem ójöfnuður er mestur eru Djúpivogur, Ólafsfjörð- ur, Stöðvarfjörður og Grindavík. Í Vík í Mýrdal mældist hins vegar mesti jöfnuðurinn. Gini-stuðullinn hækk- ar eftir því sem menn verða ríkir en hann lækkar ekki eftir því sem menn verða fátækir. Það er því í sjávarpláss- um, þar sem sjávarútvegsfyrirtæki eru starfandi, þar sem ójöfnuðirnn er mestur. Í þéttbýli á borð við Vík og Kópasker, hvar jöfnuðurinn er mest- ur, er minna um sérhæft starfsfólk sem er líklegra til að hafa háar tekjur. Í skýrslu Ásgeirs segir að af þessu megi skilja að aukinn jöfnuður sé ekki alltaf eftirsóknarverður. Það kynni til dæmis að vera að ef Efra- Breiðholt væri sjálfstætt sveitarfé- lag, líkt og Seltjarnarnes, að svigrúm sveitarstjórnarinnar þar væri tak- markað vegna lágra útsvarstekna. Dýrt í leikskóla Ef miðað er við samræmda gjald- skrá leikskóla 1. september 2008, miðað við að barn sé 9 tíma á leik- skólanum, voru leikskólagjöld á þeim tíma ódýrust í Kópavogi. Síðan í sept- ember hafa leikskólagjöldin reynd- ar hækkað víða um land. Reykjavík reyndist vera með örlítið hærri leik- skólagjöld eða 16.236 krónur á mán- uði. Önnur sveitarfélög sem koma vel út í þessum samanburði eru Ak- ureyri, Reykjanesbær, Skagafjörður og Hafnarfjörður sem voru öll með leikskólagjöld undir 20 þúsund krón- um á mánuði. Hæstu leiskólagjöldin voru hins vegar í Garðabæ, á Ísafirði og á Seltjarnarnesi. Leikskólagjöld- in voru 28.800 krónur í Garðabæ 1. september á síðasta ári, en 16.092 krónur í Kópavogi. Munurinn á leik- skólagjöldum í þessum samliggjandi bæjum var 55 prósent. Helmingi meiri unglingavinna Nú á tímum atvinnuleysis og sam- dráttar, er það mælikvarði á sveitar- félögin, hversu mikla vinnu þau geta boðið sínu yngsta starfsfólki upp á í sumar. Í Reykjavík hefur vinnutími 16 ára unglinga sem eru nýbúnir með grunnskóla, verið skertur veru- lega. Þannig fá þeir aðeins að vinna í fjórar vikur í sjö klukkutíma á dag. Í Garðabæ fá krakkarnir að vinna í 5 og hálfa klukkustund á dag í sjö vik- ur í sumar. Jafnaldrar þeirra í Kópa- vogi fá að vinna 4 daga vikunnar í sex tíma á dag, alls í 6 vikur. Hefur ver- ið brugðið á það ráð að bjóða aldrei upp á vinnu á föstudögum í sumar í sparnaðaskyni. Á Seltjarnarnesi fá unglingarnir að vinna 7 tíma á dag 4 daga vikunn- ar í 7 vikur. Í Reykjanesbæ fá krakk- arnir að vinna í 4 vikur frá 8 til 16, nema á föstudögum þegar þau hætta á hádegi. Sveitarfélagið Árborg býður ungl- ingum upp á hvað mesta vinnu í sumar, þar geta þau unnið 8 klukku- tíma á dag í sjö vikur, samkvæmt upplýsingum af vefsíðu Vinnuskól- ans þar. Í heildina stendur ungling- um í Árborg helmingi meiri vinna til boða í sumar heldur en jafnöldrum þeirra í Reykjavík. 56 prósenta munur á sundlaugum Jafnvel þótt Árborg geri vel við unglingana sína er ekki eins ódýrt að fara í sund á Selfossi. Samkvæmt verðsamanburði á sundlaugum er Árborg með næsthæsta sundlauga- gjaldið á landinu, eða 370 krónur. Aðeins á Akureyri er dýrara í sund, eða 410 krónur. Það vantar ekki heita vatnið á Reykjanesið, enda kost- ar ekki nema 250 krónur í sund í Reykjanesbæ. Ódýrast er hins vegar í sund í Garðabæ og á Akranesi eða 230 krónur. Verðmunurinn á þess- um tveimur bæjum og svo Akureyri er 56 prósent. Algengt er að verð sé um 300 til 350 krónur annars staðar á landinu. fréttir 8. júlí 2009 MiÐViKUDAGUr 3 Guðjón Kristinsson og Þóra Guðný Æg- isdóttir vilja hvergi annars staðar búa en á Seltjarnarnesi. Grótta Seltjarnarnes kemur mjög vel út í samanburði sveitarfélaganna á flestum sviðum. Guðjón Kristinsson, fjölskyldu- faðir á Seltjarnarnesinu, hefur búið í bænum í 34 ár. Hann segir fjöl- skylduna una hag sínum vel og vilja hvergi annars staðar búa. „Ég flutti á nesið fimm ára gamall og er búinn að vera hér síðan þá. Það er nokkuð ljóst að hér er gott að vera,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað honum líki best við að búa á Seltjarnarnesi, seg- ir Guðjón: „Það er þorpsfílingur í nálægðinni, kyrrðin og þægind- in. Það er einstaklega gott að alast upp sem krakki og allar aðstæð- ur fyrir krakkana hafa stórbatnað undanfarin ár, það er mikið sam- starf á milli íþróttafélagsins og skól- anna. Krakkarnir fara beint úr skóla á æfingu, þannig að skipulagið hjá íþróttafélaginu og skólunum er lyk- illinn.“ Bónus ofan á allt saman Guðjón nefnir að í fáum tilfell- um þurfi krakkar að fara yfir um- ferðargötur, því skólinn, íþróttaliðið og félagsstarfið sé allt í kílómetera radíus. „Það er mikið af fólki sem bjó á nesinu sem krakkar, sem býr hérna enn. Sú upplifun að alast hérna upp hjálpar fólki að velja stað til að búa á.“ Guðjón segir að lægri skattar og gjöld séu ekki forsenda þess að fjölskyldan hafi ákveðið að búa á Seltjarnarnesinu. „Ég hef lít- ið pælt í þessari tölfræði, en það er bónus ofan á allt saman og safnast örugglega þegar saman þegar fólk hefur búið í bænum í mörg ár.“ Guðjón og eiginkona hans eru með þrjú börn á skólaaldri, sem stunda íþróttir í bænum, og seg- ir hann það helsta kost bæjarins, hversu vel er haldið á spöðunum í þeim efnum. „Aðstaðan fyrir all- ar íþróttagreinar er til fyrirmyndar, hvort sem það er fótbolti, handbolti eða fimleikar. Það er ekkert mikið sem lokkar krakkana í burtu, þetta heldur stöðugleikanum í bænum.“ Gott að vita af þessu Það stendur aðeins á svörum hjá Guðjóni þegar hann er beðinn að nefna helsta ókostinn við að búa á Seltjarnarnesi en eftir nokkra um- hugsun segir hann: „Það hefur vant- að íbúðir fyrir barnafólk. Það getur verið erfitt fyrir fólk að halda áfram að búa eins lengi á nesinu og það vill. Ég hef verið heppinn í því að geta búið hér áfram.“ Það er greini- legt á Guðjóni að það eru fyrst og fremst aðrar ástæður en skattalegar fyrir því hann vill búa á Seltjarnar- nesi með fjölskylduna. „Lægra út- svar og gjöld eru ekki forsenda þess að ég bý á Seltjarnarnesinu, fyrir fólk sem er með mjög háar tekjur fer þetta virkilega að telja, en það er gott að vita af þessu.“ „Ég hef lítið pælt í þessari tölfræði, en það er bónus ofan á allt saman og safn- ast örugglega þeg- ar saman þegar fólk hefur búið í bænum í mörg ár.“ Búa ekki á nesinu út af lægra útsvari Sátt á Seltjarnarnesi Guðjón Kristinsson og kona hans Þóra Guðný Ægisdóttir með börn þeirra Agnar, Dag og Karen. Fjölskylduhundurinn Elvis er með á myndinni. MynD RaKel VeSTMannaeyJaR Lægsta fasteignaverð á sérbýli SelTJaRnaRneS Lægsta útsvarið ReyKJaneSBÆR Ódýrt í sund ReyKJaVÍK Ódýrast í leikskóla 1. september 2008 ÁRBORG Mikil sumarvinna er í boði fyrir unglinga í Árborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.