Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Page 6
6 miðvikudagur 8. júlí 2009 fréttir „mér liður eins og ég sé í fangelsi“ Hælisleitendurnir Elyas Sultani og Hassan Raze Akbari hafa báðir beðið í fjórtán mánuði á Íslandi eft- ir því að fá úrlausn sinna mála. Hassan segir dvölina á Fit Hosteli hreinasta helvíti og hefur íhugað að svipta sig lífi. Í þau fáu skipti sem hann heyrir frá fjölskyldunni í Afganistan fegrar hann veruleikann og segist vera í Paradís. Elyas dreymir um að eignast kærustu en segist ekkert hafa upp á að bjóða í sambandi þegar hann veit ekki einu sinni hvað morgundagurinn ber í skauti sér. „Maturinn er tilbúinn,“ kallar Ely- as Sultani, lágvaxinn og glaðleg- ur náungi ættaður frá Afganistan, þegar Bryndís Schram og Kolf- inna Baldvinsdóttir ganga inn um dyrnar á Fit Hosteli. Gangurinn er langur og mjór. Á báða vegu eru herbergi, þvottahús, eldhús og litlar skonsur. Allt hreint og fágað, hvítmálaðir veggir, teppi á rúmum og persónulegir mun- ir á borðum og stólum. Minnir á heimavist í íslenskri sveit, sálar- laust hús sem hefur margar vist- arverur, en er ekki heimili. Hér búa ungir menn langt að komnir, svokallaðir hælisleitend- ur. Flestir þeirra flúðu heimaland sitt, ýmist af pólitískum, trúarleg- um eða félagslegum ástæðum, og hafa verið á flótta árum sam- an. Enginn þeirra á afturkvæmt til heimalandsins, fósturjörðin er þeim glötuð. Kolfinna hefur í hálft annað ár unnið að heimildarmynd um hælisleitendur á Íslandi og þekkja þeir því fjölskyldu hennar núorð- ið vel. Stutt er síðan Bryndís og Jón Baldvin Hannibalsson buðu nokkrum vina Kolfinnu á Fit Host- eli í mat og nú var kominn tími á að endurgjalda matarboðið. Bryndís kom ekki tómhent því upp úr töskunni dró hún dósir af Ora-fiskibollum. „Ég var með fiskibollur þegar þeir komu í mat til mín. Reyndar ekki Ora, en þeir voru mjög hrifnir. Nú vil ég að þeir komist upp á lag með að borða fiskibollur úr dós. Mjög ódýr og góður matur,“ segir hún. Elyas tekur fagnandi við fiskibollunum en þeir sem dveljast á Fit Hosteli fá annars matarsendingu einu sinni í viku. Fékk vinnu við þrif Hassan fékk tímabundið atvinnu- leyfi á síðasta ári og starfaði þá á veitingastað sem síðar fór á haus- inn. Hann hefur lengst af verið án vinnu en hefur sótt um hvað eft- ir annað og stundum fengið svör. Vegna fyrra atvinnuleyfis á Hass- an auðveldara með að fara út á vinnumarkaðinn en aðrir hælis- leitendur. Í dag er hann glaður, því að honum hefur boðist starf við þrif á Radisson SAS í Reykjavík. „Mér er alveg sama hvað ég geri. Ég vil bara vinna,“ segir hann. „Og nú get ég kannski farið að æfa box af fullum krafti.“ Undanfarnir mánuðir hafa hins vegar einkennst af tilbreyt- ingarleysi og bið. Hver dagur er öðrum líkur á hostelinu og tíminn endalaust lengi að líða. Þeir bíða á hverjum degi í voninni um að íslensk yfirvöld samþykki beiðni þeirra um hæli en fjórtán mánaða bið tekur sannarlega á. Fegrar veruleikann fyrir fjölskyldunni Hassan flúði Afganistan eftir að hann varð ástfanginn af stúlku sem var súnní-múslimi en sjálfur er hann sjía-múslimi. Faðir stúlk- unnar tók sambandinu afar illa og enn versnaði staðan þegar stúlk- an varð ólétt utan hjónabands. Hassan segir að faðir stúlkunnar hafi þá drepið hana vegna þeirr- ar skammar sem hún kallaði yfir fjölskylduna. Æðsti draumur Hassans er að allt verði aftur eins og það var, áður en óhamingjan hellt- ist yfir. „Það er mér að kenna, að fjölskylda mín þjáist. Hún er í stöðugri lífshættu mín vegna. Ég var bara sautján ára unglingur og hef verið á flótta í sjö ár,“ seg- ir Hassan um fortíð sína. Hon- um líður ömurlega á Fit Hosteli og biðin er það allra versta. „Ég vil ekki vera í þessu helvíti. Mér finnst ég vera í fangelsi, múraður inni,“ segir hann. Hælisleitendurnir þjást allir af mikilli vanlíðan og hafa því lít- ið að bjóða, þegar kemur að því að hughreysta hver annan. Hass- an sér oft ekkert nema svartnætt- ið fram undan. „Ég hef hugleitt sjálfsmorð,“ segir hann vondauf- ur. Á nokkurra vikna fresti talar hann við fjölskyldu sína í Afgan- istan símleiðis, reynir að halda henni rólegri en dregur sannleik- ann undan. „Ég segi mömmu að ég sé í Paradís,“ segir hann með daufu brosi. Biðin er að hans mati verri en fyrir þann sem er með krabba- mein. Sá veit þó allavega nokkurn veginn hvenær hann deyr og get- ur nýtt tímann þangað til. Þráir að lifa í friði Elyas hefur dálæti á því að elda og leynir það sér ekki í gómsætum réttunum sem hann ber á borð. Bragðið af hrísgrjónakjötréttin- um og krydduðum kjötbollunum sem hann bauð upp á bar þess greinileg merki hvaðan kokkur- inn er ættaður og greinilegt að hægt er að útbúa sannkallað lost- æti af litlum efnum. Á frummál- inu heita réttirnir qabully palow og koftha kabab. Hassan gantast með hæfileika Elyasar í eldhúsinu. „Allar konur er hrifnar af honum,“ segir hann hlæjandi. Elyas segist gjarnan vilja eignast kærustu en þykir hann ekki hafa upp á mikið að bjóða að svo komnu. „Ég veit ekki nógu mikið um framtíðina til að fara að biðja mér konu,“ segir Elyas sem veit ekki einu sinni hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér. Útlend- ingaeftirlitið synjaði beiðni hans um hæli hér á landi. Elyas kærði þann úrskurð og bíður nú svars dómsmálaráðuneytisins. „Biðin er það erfiðasta,“ segir hann. „Þeir eru að taka ákvörðun um líf mitt,“ segir hann. „Það eina sem ég þrái er að fá að lifa í friði.” Tæpur tugur hælisleitenda dvel- ur á Fit Hosteli og bíður úrlausn- ar sinna mála. Þeir Alban Daci og Askarpour Mohammad voru búnir að borða þegar sest var að snæðingi en voru engu að síður tilbúnir til að deila sögu sinni með DV: Tók lán fyrir að- gerð móður sinnar „Mamma mín þurfti að fara í að- gerð vegna æxlis í höfði. Ég fékk lánaða peninga til að borga að- gerðina en gat síðan ekki borgað þá aftur,“ segir Alban Daci, hælis- leitandi frá Albaníu. Hann seg- ist hafa komist í mikil vandræði í heimalandinu vegna peninganna sem hann skuldaði og því orðið að flýja land. Alban segir móður sinni þó sem betur fer heilsast vel í dag, þökk sé aðgerðinni. Alban hefur dvalist á Fit Hosteli síðan 13. júní. Hann var á leið til Kanada með falsað vegabréf þeg- ar hann var stöðvaður í Leifsstöð. Alban var þá handtekinn og sett- ur í fangelsi. Flestir hælisleitend- ur ferðast með fölsuð vegabréf ella gætu þeir ekki yfirgefið land sitt. Alban segist fyrstu dagana hafa verið í fangaklefa lögreglustöðvar- innar við Hverfisgötu en síðar flutt- ur í Hegningarhúsið að Skólavörðu- stíg. Þá óskaði hann eftir hæli hér á landi og var fluttur á hostelið. Eftir það hefur enginn talað við hann. Hann hangir bara í lausu lofti. fangelsi beTra en hælisvisTin „Mér finnst betra að vera í fang- elsi en hér,“ segir Askarpour Mo- hammad, hælisleitandi frá Íran. Hann hefur dvalist á Fit Hosteli í nokkrar vikur og segir fangelsis- vistina í íslenskum fangelsum öllu betri. Askapour starfaði lengi sem vélstjóri og komst í kast við lögin eftir að hafa verið við styrjuveið- ar í Kaspíahafi. Þegar hann kom í land mættu honum lögreglumenn sem vildu gera aflann upptækan en Askarpour tók það ekki í mál. Hann lenti í orðaskaki, sem endaði með handtöku. Hann hafði löngum heyrt vel látið af Íslandi og ákvað að flýja þangað til að sleppa við fang- elsisvist. Þegar hann kom til Íslands var hann hins vegar settur í fangelsi en eftir að hann óskaði eftir hæli var hann fluttur á Fit Hostel. Eng- inn hefur samt sagt honum hvað sé í gangi eða hvað bíði hans. ERlA HlynSdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Biðin er að hans mati verri en fyrir þann sem er með krabbamein. Sá veit þó allavega nokkurn veg- inn hvenær hann deyr “ Endalaus bið Kolfinna, Bryndís, Elyas, Askarpour og Hassan við matarborðið. Hassan sagðist ekki vilja gera sessunauta sína leiða en talið barst endurtekið og ómeðvitað að þeirri endalausu bið sem hælisleitendurnir standa frammi fyrir. Mynd SigtRygguR ARi JóHAnnSSon www.nora.is Dalvegi 16a Kóp. opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.