Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Page 10
10 miðvikudagur 8. júlí 2009 fréttir
Litlar breytingar voru gerðar á yfirstjórn Íslandsbanka við bankahrunið. Þar starfa enn stjórnendur sem
fengu milljarða kúlulán til hlutabréfakaupa í bankanum. Lárus Welding er með 60 milljóna króna trygg-
ingarbréf á húsi sínu. Ingibjörg Þórðardóttir segir að með því að gefa út tryggingarbréf sé hægt að leyna
lánakjörum við fasteignakaup. Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, færði báðar fasteignir sínar yfir á eiginkonu
sína í maí.
Tryggingarbréf noTuð
Til að fela lánakjör
Hjá Íslandsbanka eru ennþá starf-
andi flestir af sömu stjórnendum og
voru þar fyrir bankahrunið. DV hefur
undanfarið fjallað um lánabók Kaup-
þings frá árinu 2006 og greint frá 23,5
milljarða króna lánum til stjórnenda
bankans til hlutabréfakaupa. Þeir
stjórnendur sem störfuðu hjá Kaup-
þingi hafa nánast allir látið af störf-
um hjá bankanum.
Fasteignir yfir á konuna
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða (áður
FL Group) og áður stjórnarmaður í
Glitni, á fasteignir á Unnarbraut 17
og 19 á Seltjarnarnesi. Hann færði
báðar fasteignirnar yfir á Björgu
Fenger 6. maí 2009. Jón hugðist rífa
Unnarbraut 19 og byggja þar nýtt
hús. Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála felldi árið 2008 úr
gildi ákvörðun Seltjarnarnesbæjar
um að leyfa Jóni að rífa húsið. Ekkert
er áhvílandi á húsnæðinu á Unnar-
braut 19 en hina eignina keyptu Jón
og Björg árið 2004.
Lárus með 60 milljóna
tryggingarbréf
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri
Glitnis, á fasteign í Blönduhlíð 8 í
Reykjavík. Á fasteigninni er 60 millj-
óna króna tryggingarbréf. Því er ekki
vitað hvaða lánakjör Lárus hefur
fengið. Viðmælandi sem DV ræddi
við sagði að það hefðu verið mistök
hjá Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi
bankastjóra Landsbankans, að láta
þinglýsa 70 milljóna króna lánunum
sem hann fékk hjá eigin lífeyrissjóði.
Ef hann hefði fengið tryggingarbréf
líkt og Lárus fékk hefði hann ekki
þurft að þinglýsa lánakjörum sínum
og hefði sparað sér 700 þúsund krón-
ur í stimpilgjöld.
Í samtali við DV segir Ingibjörg
Þórðardóttir, formaður Félags fast-
eignasala, að ódýrara sé að þing-
lýsa tryggingarbréfum heldur en
venjulegum skuldabréfum. „Stimp-
ilgjöld af tryggingarbréfum eru 0,5
prósent en 1,5 prósent af venjuleg-
um skuldabréfum.“ Hún segir marga
hafa ákveðið að nýta sér að þinglýsa
tryggingarbréfum í stað hefðbund-
inna skuldabréfa á undanförnum
árum. „Það á ekki að skipta bankann
máli svo fremi sem tryggingin er ríf-
leg umfram höfuðstól lánsins sem
tryggingarbréfið stendur fyrir,“ seg-
ir Ingibjörg. Að sögn hennar býður
Íbúðalánasjóður ekki upp á trygg-
ingarbréf. Það hafi bankarnir hins
vegar gert. Segir hún að tryggingar-
bréf séu vísitölutryggð. Þau beri hins
vegar ekki vexti. „Það geta verið alls
konar lán að baki tryggingarbréfi. Þar
á meðal kúlulán,“ segir Ingibjörg.
Stórskuldugir stjórnendur
Í lok mars greindi DV frá því að fjór-
ir af núverandi framkvæmdastjórum
Íslandsbanka hafi í maí 2008 feng-
ið samtals 2,6 milljarða króna kúlu-
lán til hlutabréfakaupa í bankanum.
Rósant Már Torfason, núverandi
framkvæmdastjóri áhættustýringar,
lánaeftirlits og lögfræðisviðs, fékk 800
milljóna króna lán í gegnum félag sitt
Strandatún. Jóhannes Baldursson,
núverandi framkvæmdastjóri fjár-
stýringar og markaðsviðskipta, fékk
800 milljóna króna lán í gegnum félag
sitt Gnóma. Vilhelm Már Þorsteins-
son, núverandi framkvæmdastjóri
fyrirtækjasviðs, fékk 800 milljóna
króna lán í gegnum félag sitt AB 154.
Stefán Sigurðsson, núverandi fram-
kvæmdastjóri eignastýringar, fékk
170 milljóna króna lán í gegnum fé-
lag sitt AB 135.
Vilhelm Már og Eggert Þór Krist-
ófersson, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri eignastýringar Glitnis, eru báð-
ir með tryggingarbréf á fasteignum
sínum. Vilhelm Már er með 15 millj-
óna króna tryggingarbréf og Eggert
Þór er með 25 milljóna króna trygg-
ingarbréf. Eru þau gefin út af Íslands-
banka. Magnús Arnar Arngrímsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrir-
tækjasviðs Glitnis, er með 40 millj-
óna króna tryggingarbréf frá Lands-
bankanum.
Forstjóri Skeljungs
fékk kúlulán
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fyrirtækjaráð-
gjafar Íslandsbanka og núverandi
forstjóri Skeljungs, stofnaði félagið
Einarsmel 18 ehf. 15. maí 2008. Dag-
inn áður var tilkynnt um nýja fram-
kvæmdastjórn bankans. Þrír úr þeirri
framkvæmdastjórn fengu samtals 2,4
millarða kúlulán til hlutabréfakaupa
í Glitni á þeim tíma. Það voru þeir
Rósant Már, Vilhelm Már og Jóhann-
es sem nefndir voru hér að ofan. Ekki
liggur ljóst fyrir hvað Einar Örn fékk
hátt kúlulán. Hann er með tvö trygg-
ingarbréf á fasteign sínni. Annað upp
á 10,5 milljónir króna og hitt upp á
tíu milljónir króna.
Lánakjör Birnu
Birna Einarsdóttir, núverandi banka-
stjóri Íslandsbanka, fékk sem kunn-
ugt er 185 milljóna króna kúlulán í
mars árið 2007 til að kaupa hlutabréf
í Glitni. Birna komst síðan ekki að því
fyrr en árið eftir að hún hafði aldrei
keypt hlutabréfin. Fréttaveitan Eyjan
fjallaði á mánudag um að Birna hefði
fengið greiðslujöfnun á erlendu láni
sem hvílir á fasteign hennar á Laufás-
vegi 48a í Reykjavík. Fullyrti Eyjan að
Birna hefði notið betri lánakjara en
almennir lántakendur Íslandsbanka.
Birna sendi síðan frá sér yfirlýsingu
þar sem hún leiðrétti þessar fullyrð-
ingar.
Á húsnæði Birnu eru tvö lán. Ann-
að þeirra er 15 milljóna króna íslenskt
verðtryggt lán til 40 ára með 6,35 pró-
sent vöxtum gefið út árið 2008. Hitt
er erlent lán sem upphaflega nam 12
milljónum króna en eftirstöðvar þess í
lok árs 2007 voru 10,4 milljónir króna.
Birna samdi við Glitni um þetta lán.
Engar afskriftir
Hjá Íslandsbanka starfa sjö í fram-
kvæmdastjórn. Fimm þeirra fengu
samtals 2,8 milljarða króna kúlulán.
Öll lánin voru veitt til eignarhaldsfé-
laga sem voru í eigu framkvæmda-
stjóranna. Samkvæmt árshlutareikn-
ingi Glitnis fyrir annan ársfjórðung
2008 jukust lán bankans til stjórn-
enda úr 1.800 milljónum árið 2007 í
níu milljarða árið 2008. Í samtali við
DV segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson:
„Stjórn bankans lýsti því yfir í nóv-
ember að lán til stjórnenda bankans
vegna hlutabréfakaupa þeirra í Glitni
færu í eðlilegt innheimtuferli. Ekkert
hefur breyst í þeim efnum. Stjórnin
hefur þessi mál áfram til meðferðar.
Þau lán sem um ræðir eru ekki komin
á gjalddaga.“
Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, á fasteign á Laufásvegi
48a í Reykjavík. Birna var með 2,6
milljónir í laun á mánuði árið 2007.
Hún fékk kúlulán upp á 185 milljónir
króna fyrir hlutabréfakaupum en
kaupin gengu aldrei í gegn. Hún er
með tvö lán á fasteigninni. Annað er
15 milljóna króna íslenskt verðtryggt
lán. Hitt er erlent lán sem hún fékk
greiðslujöfnun á í apríl. Það stóð í 10,4
milljónum króna í lok árs 2007.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri
Glitnis, á fasteign í Blönduhlíð 8 í Reykja-
vík. Lárus var með 26, 5 milljónir í tekjur
árið 2007. Hann fékk 300 milljónir króna
fyrir að hefja störf hjá Glitni. Samkvæmt
heimildum Pressunnar stundar Lárus nú
meistaranám í hagfræði við Harvard-
háskóla í Boston í Bandaríkjunum.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group
og fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni,
á fasteignir á Unnarbraut 17 og 19
á Seltjarnarnesi. Hann færði báðar
fasteignirnar yfir á Björgu Fenger 6. maí
2009. Jón hugðist rífa Unnarbraut 19
og byggja þar nýtt hús. Úrskurðarnefnd
skipulags- og byggingarmála felldi árið
2008 úr gildi ákvörðun Seltjarnarnesbæj-
ar um að leyfa Jóni að rífa húsið.
Magnús Arnar Arngrímsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrir-
tækjasviðs Glitnis, á fasteign á Klettási
6 í Garðabæ. Áhvílandi á þessari eign
er tryggingarbréf frá Landsbankanum
upp á 40 milljónir króna sem var útgefið
árið 2007. Magnús var með 5,5 milljónir
króna í tekjur á mánuði árið 2007.
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar
Íslandsbanka og núverandi forstjóri
Skeljungs, á fasteign á Einimel 18.
Hann stofnaði félagið Einarsmel 18 ehf.
15. maí 2008. Daginn áður var tilkynnt
um nýja framkvæmdastjórn bankans.
Þrír úr þeirri framkvæmdastjórn
fengu samtals 2,4 milljarða kúlulán til
hlutabréfakaupa í Glitni á þeim tíma.
Hann er með tvö tryggingarbréf á
fasteign sínni.
Vilhelm Már Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslands-
banka, á hús í Fróðaþingi 34 . Á húsi
hans er 16 milljóna króna tryggingar-
bréf frá Íslandsbanka. Auk þess eru tvö
lán upp á samtals 25 milljónir króna frá
Almenna lífeyrissjóðnum.. Vilhelm fékk
800 milljóna króna kúlulán í gegnum
félag sitt AB 154 ehf. í maí árið 2008 til
að kaupa hlutabréf í Glitni.
Stefán Sigurðsson, núverandi
framkvæmdastjóri eignastýringar
Íslandsbanka, á fasteign á Grenimel 24 í
Reykjavík. Stefán fékk 170 milljóna króna
kúlulán í gegnum félag sitt AB 135 ehf.
í maí árið 2008 til að kaupa hlutabréf í
Glitni. Stefán er með tíu milljóna króna
íslenskt verðtryggt lán frá Íbúðalána-
sjóði.
Jóhannes Baldursson, núverandi
framkvæmdastjóri fjárstýringar og mark-
aðsviðskipta, á fasteign á Reynimel 84
í Reykjavík. Jóhannes fékk 800 milljóna
króna kúlulán í gegnum félag sitt Gnóma
ehf. í maí árið 2008 til að kaupa hlutabréf
í Glitni. Jóhannes var með 5,9 milljónir
króna í tekjur á mánuði árið 2007.
Rósant Már Torfason, núverandi
framkvæmdastjóri áhættustýringar,
lánaeftirlits og lögfræðisviðs Íslands-
banka, á fasteign í Daltúni 19 í Kópavogi.
Ekkert er áhvílandi á fasteign hans.
Rósant fékk 800 milljóna króna kúlulán í
gegnum félag sitt Strandatún ehf. í maí
árið 2008. Rósant var með 4,7 milljónir
króna í tekjur á mánuði árið 2007.
Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri eignastýringar
Glitnis, á fasteign á Hólahjalla 5 í Kópa-
vogi. Hann sat líka í stjórn Glitnissjóða.
Eggert var með 2,8 milljónir króna
í tekjur á mánuði árið 2007. Á húsi
Eggerts er 25 milljóna króna trygg-
ingarbréf frá Íslandsbanka.
AnnAS SigMundSSon
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Hugsanlega kúlulán Ingibjörg Þórð-
ardóttir, formaður Félags fasteignasala,
segir alls konar lán að baki tryggingar-
bréfi. Þar á meðal kúlulán.
Hjá Íslandsbanka
starfa sjö í fram-
kvæmdastjórn. Fimm
þeirra fengu samtals
2,8 milljarða króna
kúlulán.