Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 12
Sendifulltrúi Bandaríkjanna „fábjáni“ Róbert Mugabe, forseti Simb- abve, sagði að Johnnie Carson, sérstakur ráðherra Bandaríkj- anna um málefni Afríku, væri „fábjáni“ með yfirlætisleg við- horf. Að sögn Mugabes vildi Carson segja fyrir um hvað Simbabve gæti og gæti ekki. Róbert Mugabe og Johnnie Carson áttu orðastað á fundi Afríkusambandsins í Líbíu í síð- ustu viku og ljóst að þau orða- skipti féllu ekki í góðan jarðveg hjá Róbert Mugabe sem sagði í kjölfarið: „Þú myndir ekki vilja ræða við fábjána af þessu tagi.“ Mugabe bætti við að hann von- aði að Carson mælti ekki fyrir munn Baracks Obama Banda- ríkjaforseta. Leita um 1.000 glæpamanna Nítján morðingjar og tólf nauðg- arar eru á meðal hátt í eitt þús- und glæpamanna sem breska lögreglan leitar eftir að þeir gengu í bága við skilyrði um reynslulausn. Jack Straw, dómsmálaráð- herra Bretlands, tjáði þingheimi að lögreglan hefði fengið fyrir- mæli um að gera að „forgangs- verkefni“ að finna þá og hand- taka og koma þeim á bak við lás og slá sem hafa dóm vegna kyn- ferðisglæps á bakinu. Heildarfjöldi þeirra glæpa- manna sem fengu reynslulausn fyrir mars í ár og höfðu ekki fundist í júnílok er 954. Einn morðinginn hefur leikið lausum hala í tuttugu og fimm ár eftir að hafa brotið gegn ákvæðum reynslulausnar. Vilja aðstoða vændisgeirann Borgarráð Amsterdam bein- ir nú sjónum sínum að einum lykilviðskiptageira borgarinn- ar; vændisgeiranum. Rauða hverfi borgarinnar er þekkt um víða veröld fyrir litla glugga og klæðalitlar gluggaskreytingar, en þrátt fyrir að vændi sé löglegt er fjöldi banka hikandi við að taka vændiskonur í hóp viðskiptavina sinna. Þeir sem starfa við vændi hafa ekki farið varhluta af kreppunni og þess er vænst að borgarráð komi með lausn til hjálpar þeim innan tveggja mánaða. Ekki er á döfinni að stofna sérstakan banka fyrir geirann heldur hvetja banka til að finna leiðir sem leitt gætu til lánastarfsemi fyrir starfs- fólk í bransanum. Í nýjasta umburðarbréfi sínu mun Benedikt XVI páfi kenna græðgi og sjálfselsku um alheimskreppuna sem nú varir. Með því mun páfi, að kvöldi G8-ráðstefnunnar á Ít- alíu, minna leiðtoga heims, banka- stjóra, viðskiptajöfra og venjulegt fólk á siðferðilega skyldu þeirra. Umburðarbréfið, Caritas in Verit- ate, eða Kærleikur í sannleika, er hið þriðja sem hann sendir frá sér síðan hann settist í páfastól árið 2005. Benedikt XVI páfi mun hafa haf- ið ritun þess fyrir tveimur árum en, eðli málsins samkvæmt, hefur þurft að breyta því umtalsvert síðan ritun þess hófst. Í upphafi munu áherslur hans hafa verið á fátækt, hungur, lofts- lagsbreytingar og hnignun efnahags í heiminum, en þær áherslur þurftu að víkja fyrir síðustu atburðum. Í upphafi árs tjáði páfi hópi presta í Róm að hann kærði sig ekki um að gefa einfölduð svör við flóknum spurningum um hagkerfi heimsins, en nú er ljóst að hann hyggst beina sjónum sínum að ábyrgð einstakl- ingsins og mannlegri græðgi og sjálfselsku sem rót efnahagskrepp- unnar. Páfar 19. og 20. aldar hafa gjarna notað umburðarbréf til að koma á framfæri leiðbeiningum varðandi samfélags- og efnahagsleg málefni. Benedikt XVI páfi fer ekki í grafgöt- ur með þá skoðun sína að umbóta sé þörf á hagkerfum heimsins, en ít- rekar að einstaklingar verði einnig að axla persónulegar fórnir með það fyrir augum að hjálpa snauðum og færast nær réttri skiptingu auðlinda heims. Páfi verður ómyrkur í máli um ástæður kreppunnar í nýju umburðarbréfi sínu: Skellir skuldinni á græðgi Benedikt XVI páfi Skrifar undir umburðarbréfið. Mynd AFP Stundum hefur verið haft á orði að eins dauði sé annars brauð. Sorgin ríkir í Los Angeles í Bandaríkjunum í kjölfar dauða Michaels Jackson, konungs poppsins, en hann fór yfir móðuna miklu 25. júní. Án efa er sorgin þó lævi bland- in því Los Angeles er eitt af höfuð- vígjum Mammons í Bandaríkjun- um og þeir eru eflaust til þar á bæ sem þakka heillastjörnunni fyr- ir fráfall aldarinnar. Þó skammt sé liðið á öldina og víst að margt frægra eigi eftir að safnast til feðra sinna áður en hún líður undir lok má telja nokkuð víst að í viðskipta- legu tilliti muni Michael Jackson bera höfuð og herðar yfir aðra. Lít- il áhöld eru um það að í ljósi dap- urlegs ástands á fasteignamarkaði, dapurlegrar stöðu Dow Jones-vísi- tölunnar og vaxandi atvinnuleysis, gat dauða Jacksons ekki borið upp á betri tíma. Michael Jackson-hvatinn Á þeim dögum sem liðið hafa frá dauða Jacksons hefur Los Angeles upplifað það sem vart er hægt að kalla annað en Michael Jackson- hvatann 2009. Ákveðið var að jarðarför Jack- sons færi fram í gær, einfaldlega vegna þess að Stables Center, vett- vangur minningarathafnarinnar, var bókaður í dag af hringleikahúsi, eins kaldhæðnislegt og það kann að virðast. Undanfarna daga hefur án efa margur orðið feitur vegna fráfalls Jacksons, og sér engan veginn fyrir endann á því. Blóm og kransar hafa verið fluttir til borgarinnar og vart er hægt að ímynda sér það magn skyndirétta sem selt hefur verið og verður enn um sinn. Þá eru ónefnd- ir minjagripir sem ganga munu kaupum og sölum. Los Angeles hefur fengið aug- lýsingu sem engin borg hefði get- að borgað fyrir og kemur það vel á vondan í ljósi þess að fjárskortur hafði fyrir andlát Jacksons sett veru- legt mark á borgina. Líf þar sem áður var ládeyða Chris Ayres, fréttaritari The Times í Los Angeles, lýsir ástandinu ágæt- lega: „Fyrir hálfum mánuði var stað- urinn hálftómur. Nú er hann eins og dýragarður. Jackson-eftirhermur eru á hverju horni.“ Að sögn Ayres var æðið svo yfir- gengilegt að margir sem heiðra vildu minningu Michaels Jackson lögðu blóm á ranga stjörnu á Walk of Fame helgina í kjölfar dauða hans, og gerðu sér ekki grein fyrir því að tveir Michael Jackson eiga stjörnu þar. Þökk sé Michael Jackson, eða öllu heldur dauða hans, er hugsanlegt að Merlin Entertainments Group geti opnað nýtt Madame Tussauds-vax- myndasafn á réttum tíma eftir tvær vikur. Merlin Entertainments Group réðst í gríðarmiklar framkvæmdir rétt áður en kreppan skall á og nú kann að fara svo að Jackson-æðið bjargi fyrirtækinu fyrir horn, enda hefur Los Angeles ekki verið fólki jafn hugfólgin síðan París Hilton var send í grjótið. Fjármál Jacksons Hin hliðin á þessum bandaríkjadal snýr að einkafjármálum Michaels Jackson. Ljóst er að eignir hans eru gríðarmikils virði, en skuldir hans gagnvart lánardrottnum eru einnig stjarnfræðilegar. Fjölskylda Jacksons varð fyrir þó nokkru áfalli á þriðjudaginn þegar Katherine Jackson, móðir Michaels, var svip forræði yfir dánarbúi hans og var það tímabundið sett í hend- ur tveggja viðskiptafélaga Jacksons samkvæmt erfðaskrá frá 2002. Sem fyrr segir hefur þar sennilega hlaupið tímabundin snurða á þráðinn og eiga eftirlifandi ættingjar Michaels Jackson eflaust eftir að njóta góðs af afrekum hans. Þó er ekki loku fyrir það skotið að faðir hans verði settur út í kuldann og fái ekki notið ávaxtanna sem eiga eftir að hrjóta af greinum þess gnægt- artrés. KoLBeInn þorsteInsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is ArðVænLegt AndLát Fráfall Michaels Jackson hefur fært Los Angeles í Bandaríkjunum velmegun og leyst upp óveðursský sem hrannast hafa upp yfir borginni vegna fjármálakreppunn- ar. Nú hrjóta af borði Jacksons brauðmolar sem barist er um og færa sönnur á hið forn- kveðna að eins dauði sé annars brauð. Minnast goðsins Blóm og minjagripir seljast eins og heitar lummur í Los Angeles. Mynd AFP Michael Jackson-eftirherma Eftirhermur hafa skotið upp kollinum í Los Angeles í kjölfar fráfalls Michaels Jackson. Mynd AFP 12 miðvikudagur 8. júlí 2009 fréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.