Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Side 14
Miðvikudagur 8. júlí 200914 tóMstundir
Hundafimi er íþrótt sem hefur verið að hasla sér völl á Íslandi á undan-förnum árum. Íþrótt-
in kom fyrst fram á sjónarsviðið á
Crufts-hundasýningunni fyrir rúm-
um þrjátíu árum og gerð að fyrir-
mynd hindrunarstökksbrauta fyr-
ir hesta. Hundaeigendur heilluðust
gjörsamlega og brátt var fyrsta mótið
í hundafimi haldið á Englandi.
Í hundafimi læra hundar að leysa
ýmsar þrautir, svo sem að skríða í
gegnum göng, gera jafnvægisæf-
ingar á brú og ganga yfir vegasalt.
Þeir keppa síðan á braut þar sem
þeir þurfa að fara yfir hindranir og
reyna að komast brautina á enda á
sem skemmstum tíma. Eigandi fylg-
ir hundinum hvert fótmál og byggist
gott gengi í hundafimi á traustu sam-
bandi þeirra.
Líka fyrir bLendinga
Hallgerður Kata Óðinsdóttir kynntist
hundafimi fyrst fyrir átta árum. Hún
átti þá blendingshund og komst að
raun um að þó blendingum stæði
ekki þátttaka í margs konar mót-
um til boða voru þeir velkomnir í
hundafimina. Eftir þetta var ekki aftur
snúið hjá Kötu. „Fyrst og fremst skap-
ar hundafimin sterk tengsl á milli
stjórnanda og hundsins,“ segir Kata.
Undanfarin tvö ár hefur hún
starfað sem þjálfari í hundafimi
hjá íþróttadeild Hundaræktunarfé-
lags Íslands. Í frístundum æfir hún
hundafimi með hundinum sínum
honum Móra sem er sextán mánaða
gamall ástralskur fjárhundur. Hund-
ar þurfa að vera orðnir árs gamlir til
að taka þátt í hundafiminni en ann-
ars eru allir velkomnir sem hafa lok-
ið viðurkenndu grunnnámskeiði í
hlýðni og lyndir vel við aðra hunda.
agaðir og ánægðir
Hundarnir fá mikla útrás í
hundafiminni því auk þess að hreyfa
sig þurfa þeir á allri sinni einbeit-
ingu að halda til að leysa þrautirnar.
Útkoman er því oftar en ekki agaðri
og ánægðari hundur. Ef hundurinn
gerir mistök má ekki skamma hann
heldur er honum leiðbeint til betri
vegar. Hundafimin getur því byggt
upp sjálfstraust hundsins að sögn
Kötu.
Sérstakir unglingatímar í
hundafimi standa til boða hjá HRFÍ
og segir Kata þar greinilegt hversu
góð áhrif æfingarnar hafi á tengsl-
in innan fjölskyldunnar. „Við höfum
fengið athugasemdir frá foreldrum
um að þetta hafi alveg bjargað heim-
ilishaldinu því hundurinn hafi verið
byrjaður að troða sér upp virðingar-
röðina. Þegar unglingarnir læra að
stjórna hundunum mynda þau sér-
stök tengsl og hundurinn fer að bera
meiri virðingu fyrir þeim,“ segir hún.
Hundar keppa
Hvert námskeið í hundafimi stend-
ur yfir í átta vikur og eru hundar þá
taldir hafa náð grunnfærni. Kata
segist sjálf æfa með Móra sínum
minnst einu sinni í viku en til að ná
framförum þurfi að æfa oftar með
hundinum.
HRFÍ stendur reglulega fyrir
mótum þar sem hundarnir keppa
sín á milli í nokkrum flokkum þar
sem barist er um Íslandsmeistara-
titilinn í hundafimi. Hvorki er hins
vegar nauðsyn né krafa að keppa
í hundafiminni enda láta margir
sér nægja að stunda hana einungis
ánægjunnar vegna.
erla@dv.is
Hundar af öllum stærðum og gerðum leysa hinar ýmsu þrautir undir dyggri stjórn eiganda síns í hundafimi
sem nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Hallgerður Kata Óðinsdóttir kynntist hundafiminni fyrir átta árum
og varð strax heilluð. Hún segir æfingarnar styrkja tengslin milli eiganda og hunds.
ÞrauTakÓngur
í hundafimi
Hugrakkur Ástralski fjárhundurinn
Móri er þegar orðinn lunkinn í
hundafiminni þótt hann sé aðeins
sextán mánaða gamall. Hér hefur hann
sig til stökks.
Á vegasaltinu Hallgerður Kata Óðinsdóttir og ástralski fjárhundurinn Móri æfa
hundafimi hvenær sem tími gefst og hafa bæði reglulega gaman af.
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir bensínbílar
í miklu úrvali. KOMDU Í ÁSKRIFTHringdu í síma 515 5555
eða sendu tölvupóst á
askrift@birtingur.is eða
farðu inn á www.birtingur.is