Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Síða 24
Hinrik Bjarnason
fyrrv. dagskrárstjóri
Hinrik fæddist í Ranakoti á Stokks-
eyri. Hann stundaði nám við Leik-
skóla Lárusar Pálssonar 1952-
54, lauk kennaraprófi frá KÍ 1954,
stundaði nám í félagsfræði í Dan-
mörku og Svíþjóð 1958-59 og í
Bandaríkjunum með Fulbrightstyrk
1959-60, sótti námskeið í upptöku-
stjórn kvikmynda og sjónvarps-
þátta hjá sænska sjónvarpinu 1968
og hefur sótt fjölda námskeiða í
uppeldis- og kennslufræði, tóm-
stunda- og æskulýðsstarfi, kvik-
myndagerð og sjónvarpsstörfum.
Hinrik var starfsmaður á Kefla-
víkurflugvelli 1953-56, skólastjóri
Vistheimilisins í Breiðuvík 1956-
58, kennari við Breiðagerðisskóla
1960-63 og Réttarholtsskóla 1963-
71, framkvæmdastjóri Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur 1971-79, stundaði
þáttagerð við Sjónvarpið 1966-75,
var fyrsti umsjónarmaður Stund-
arinnar okkar, starfaði hjá Norð-
urlandasambandi sjónvarpsstöðva
við gerð norrænna barna- og ungl-
ingaþátta 1969 og 1970, var deildar-
og dagskrárstjóri lista- og skemmti-
deildar Sjónvarps 1979-85 og var
deildarstjóri innkaupa- og mark-
aðsdeildar Sjónvarps frá 1985-2000
er hann hætti störfum fyrir aldurs
sakir.
Hinrik sat í stjórn Bandalags ís-
lenskra listamanna 1972-76, í fram-
kvæmdanefnd alþjóðaárs barns-
ins 1979, í stjórn Kvikmyndasjóðs
í nokkur ár frá stofnun 1979, auk
þess sem hann hefur gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum í stéttarfélög-
um kennara, borgarstarfsmanna
og fyrir Félag kvikmyndagerðar-
manna.
Komið hafa út jólasöngtextar
eftir Hinrik 1969 og 1987, auk þess
sem hann er handritshöfundur að
ýmsum leiknum sjónvarpsþáttum.
Hann hefur starfað ötullega innan
Rotary-hreyfingarinnar á Íslandi
og var m.a. íslenskur ritstjóri Rot-
ary Norden 2006-2009.
Fjölskylda
Hinrik kvæntist 23.3. 1963 Kol-
finnu Bjarnadóttur, f. 30.5. 1937,
kennara. Hún er dóttir Bjarna Jón-
assonar, bónda og fræðimanns í
Blöndudalshólum, og Önnu Sigur-
jónsdóttur húsfreyju.
Börn Hinriks og Kolfinnu eru
Bjarni, f. 6.9. 1963, myndlistarmað-
ur og tölvugrafíker og er sonur hans
og Dönu Fisarova Jónsson, Breki
Bjarnason, f. 12.1. 1994; Anna, f.
9.6. 1965, fjölmiðlafræðingur og
menningarmiðlari, verkefnastjóri
við hugvísindadeild HÍ.
Systkini Hinriks: Valgerður, f.
7.8. 1936, húsmóðir í Reykjavík;
Kristín Sigrún, f. 26.5. 1938, hús-
móðir í Reykjavík; Sigurður, f. 10.11.
1940, tannlæknir í Reykjavík; Guð-
jón, f. 10.11. 1940, fyrrv. húsvörður,
búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Hinriks: Bjarni Sig-
urðsson, f. 6.8. 1893, d. 16.11. 1954,
bóndi og formaður í Ranakoti á
Stokkseyri, og k. h., Þuríður Guð-
jónsdóttir, f. 19.4. 1900, d. 10.4.
1963, húsfreyja.
Ætt
Bjarni var sonur Sigurðar, for-
manns í Ranakoti, bróður Valgerð-
ar, ömmu Bjarna Guðnasonar próf-
essors. Sigurður var sonur Hinriks,
b. í Hallskoti Jónssonar, bróður
Þorkels, langafa Salome Þorkels-
dóttur, fyrrv. alþingisforseta. Móð-
ir Hinriks var Ólöf Þorkelsdóttir,
systir Símonar, langafa Jóhanns í
Mundakoti, afa Ragnars í Smára,
föður Jóns, fyrrv. sjónvarpsstjóra.
Móðir Ólafar var Valgerður Ara-
dóttir, b. í Neistakoti Jónssonar, á
Eystri-Roðarhól Bergssonar, ætt-
föður Bergsættar Sturlaugssonar.
Móðir Sigurðar var Guðríður, syst-
ir Jóns, langafa Brynju Benedikts-
dóttur leikstjóra, móður Benedikts
Erlingssonar, leikara og leikstjóra.
Móðir Bjarna var Kristín, syst-
ir Þuríðar, móður Páls Ísólfssonar
tónskálds. Kristín var dóttir Bjarna,
formanns í Símonarhúsum Jóns-
sonar, þar Bjarnasonar. Móðir Jóns
var Valgerður Bjarnadóttir. Móðir
Valgerðar var Guðrún Guðmunds-
dóttir, ættföður Kópsvatnsættar-
innar Þorsteinssonar.
Þuríður var dóttir Guðjóns, b.
á Haugi Þorkelssonar, og Valgerð-
ar Gestsdóttur, b. í Forsæti Guðna-
sonar, b. í Syðri-Gróf Jónssonar,
í Seljatungu Guðnasonar. Móðir
Jóns var Valgerður Guðmundsdótt-
ir, systir Brynjólfs, langafa Þuríð-
ar, móður Þorsteins Erlingssonar
skálds. Móðir Valgerðar var Þuríð-
ur Gamalíelsdóttir, b. á Gafli í Flóa
Gestssonar, b. á Hæli Gamalíels-
sonar, bróður Gísla á Hæli, langafa
Eiríks alþm., Gests, föður Steinþórs
alþm. á Hæli, og Ingigerðar, ömmu
Ingimundar Sveinssonar arkitekts.
Systir Þuríðar var Valgerður Gam-
alíelsdóttir, langamma Guðbergs
Bergssonar rithöfundar.
Guðrún fæddist á Akranesi en
ólst upp í Veiðilæk í Þverárhlíð.
Hún var í barnaskóla í Þverár-
hlíð. Hún flutti til Reykjavíkur
1941, var þar í vist og starfaði
í Vinnufatagerðinni um skeið.
Síðan tóku við heimilisstörf og
barnauppeldi.
Guðrún starfaði hjá Mæðra-
styrksnefnd í tíu ár og sat þar í
stjórn. Hún er einn af stofnend-
um Fjölskylduhjálpar Íslands,
hefur setið í stjórn félagsins frá
stofnun og er þar nú varafor-
maður.
Fjölskylda
Guðrún giftist
22.5. 1948 Garð-
ari Óskarssyni,
f. 27.7. 1927, d.
30.1. 1990, vél-
stjóra.
Dóttir Guð-
rúnar er Hafdís
Björk Hannes-
dóttir, f. 12.7. 1943, húsmóðir í
Reykjavík.
Börn Guðrúnar og Garðars
eru Magnús Óskar Garðarsson, f.
8.3. 1946, d. 31.5. 1994, sjómaður
í Reykjavík; Sigurborg Elísabet
Garðarsdóttir, f. 27.8. 1947, bú-
sett í Bandaríkjunum; Ásdís Est-
er Garðarsdóttir, f. 8.8. 1948, d.
10.5. 2004, húsmóðir í Grundar-
firði; Hafsteinn Þór Garðarsson,
f. 3.7. 1952, verslunarmaður í
Garðabæ; Bryndís Erna Garð-
arsdóttir, f. 14.1. 1960, d. 23.5.
2000, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Guðrúnar voru
Magnús Finnsson, bóndi í Stapa-
seli í Stafholtstungum, og Sigríð-
ur Guðmundsdóttir, frá Hvols-
stöðum í Hvítársíðu, húsfreyja.
Guðrún Magnúsdóttir
varaformaður fjölskylduhjálpar Íslands
Anna Helga Sigfúsdóttir sem er
leikskólakennari í Reykjavík er þrí-
tug í dag. Maður hennar er Jón
Bjarni Björnsson tölvunarfræð-
ingur og eiga þau fjögurra mánaða
gamlan son auk þess sem Anna
Helga á eina stjúpdóttur.
Anna Helga vissi nákvæmlega
hvernig hún ætlar að haga afmæl-
ishaldinu þegar DV ræddi við hana
í gær og var augljóslega búin að sjá
fyrir öllu:
„Já já, ég er búin að ákveða þetta
allt saman. Ég verð með pinnamat
og léttar veitingar fyrir vinkonurn-
ar og vinnufélagana heima hjá mér
að kvöldi afmælisdagsins og býð svo
fjölskyldunni í matarmikla súpu með
góðu brauði um helgina. Það er alltaf
heimilislegt að vera með góða súpu
og brauð. Það er líka óneitanlega
hagkvæmt þegar um er að ræða stór-
an hóp eins og í mínu tilfelli. Þetta
verður því tvíheilagt afmæli ef svo má
segja. Svo getur auðvitað vel verið að
við hjónin skreppum út að borða - við
sjáum til.‘‘
Áttu þér eftirminnilegt afmæli ef
þú lítur um öxl?
,,Já, það er tvímælalaust fyrsta
afmælið mitt eftir að við byrjuðum
saman, ég og maðurinn minn. Hann
lagði hart að mér að gera engar ráð-
stafanir á sjálfan afmælisdaginn, kom
síðan með stórt rósabúnt og morgun-
mat í rúmið, síðan var farið í Bláa lón-
ið og svo endað með því að fara út að
borða á glæsilegan stað um kvöldið.
Þetta var afar rómantískur dagur og
auðvitað alveg ógleymanlegur.‘‘
85 ára í dag
Anna Helga þrítug:
tvÍheilagt hjá önnu
30 ára
n Ewa Reszel Víkurbraut 9, Sandgerði
n Ásdís Fjóla Gunnarsdóttir Bergvegi 14, Reykja-
nesbæ
n Þorsteinn Tandri Helgason Vallakór 3, Kópavogi
n Guðjón Ólafur Guðbjörnsson Engihjalla 13,
Kópavogi
n Friðný Rut Haraldsdóttir Skottugili 1, Akureyri
n Guðrún Inga Benediktsdóttir Nýlendugötu 20,
Reykjavík
n Margrét Halldóra Ásgeirsdóttir Hólmvaði 60,
Reykjavík
n Sigurkarl Bjartur Rúnarsson Flókagötu 60,
Reykjavík
40 ára
n Brynhildur Jónsdóttir Grundartjörn 4, Selfossi
n Guðmundur G Grétarsson Sléttahrauni 29,
Hafnarfirði
n Júlíus Kristján Thomassen Fjarðarstræti 9, Ísafirði
n Björn B Ingimundarson Vaðlaseli 1, Reykjavík
n Magnús Eiríkur Sigurðsson Skeiðarvogi 119,
Reykjavík
n Inga Lóa Guðjónsdóttir Víðihvammi 9, Kópavogi
n Soffía Reynisdóttir Lindarbrekku, Mosfellsbæ
n Aðalsteinn Bjarnason Flúðaseli 8, Reykjavík
n Svanborg Bergmannsdóttir Presthúsabraut 34,
Akranesi
n Björn Sæberg Sæmundsson Ránargötu 20,
Akureyri
50 ára
n Bryndís Margrét Sigurðardóttir Fiskakvísl 30,
Reykjavík
n Rut Brynjarsdóttir Stuðlabergi 20, Hafnarfirði
n Guðmundur I Björgvinsson Brautarholti 4,
Reykjavík
n Agnes Margrét Garðarsdóttir Fífumóa 10,
Reykjanesbæ
n Brandur Matthíasson Huldulandi 5, Reykjavík
n Sigríður Sigurðardóttir Flókagötu 39, Reykjavík
n Kristján Lúðvík Möller Heiðarvegi 49, Vestmanna-
eyjum
n Bryndís Vilbergsdóttir Framnesvegi 8a, Reykjavík
n Erla Ásgrímsdóttir Sólvallagötu 12, Reykjanesbæ
n Sigríður Hallgrímsdóttir Krókatúni 12, Akranesi
60 ára
n Romualda Kowalczyk Reykjabyggð 20, Mosfellsbæ
n Kjartan Ólafsson Rekagranda 4, Reykjavík
n Jón G Guðmundsson Hafnargötu 20, Vogum
n Kristín Pétursdóttir Dalbraut 27, Bíldudal
n Steinn Pétursson Austurvegi 8, Hrísey
n Bjarni Sigurðsson Frostafold 25, Reykjavík
n Sigríður Ágústsdóttir Laugateigi 9, Reykjavík
n Kolbrún Óskarsdóttir Galtalind 15, Kópavogi
n Björgólfur Björnsson Berjarima 28, Reykjavík
n Halldór Matthíasson Gullteigi 12, Reykjavík
70 ára
n Georg Jón Jónsson Kjörseyri 2, Stað
n Erna Elíasdóttir Vallarbraut 2, Akranesi
n Gunnar Vilhelmsson Hólagötu 3, Sandgerði
n Valdimar Lúðvík Gíslason Völusteinsstræti 22,
Bolungarvík
75 ára
n Anna Margrét Sigurðardóttir Saurbæ, Reykjavík
n Sigrún Runólfsdóttir Ásbrandsstöðum, Vopnafirði
n Vigfús Jónsson Hlynsölum 5, Kópavogi
n Sigríður Axelsdóttir Víkurbraut 30, Höfn í Horna-
firði
n Jónas Hólmsteinsson Álftamýri 56, Reykjavík
80 ára
n Karólína Jónsdóttir Ærlækjarseli 1, Kópaskeri
n Stefán Ólafsson Hjallabraut 33, Hafnarfirði
85 ára
n Halla Eiríksdóttir Hraunbæ 86, Reykjavík
Til
hamingju
með
afmælið!
75 ára í dag
30 ára
n Rati Rohini Srivastava Þórunnarstræti 91, Ak-
ureyri
n Stanislav Kralik Hamraborg 7, Kópavogi
n Marcin Mariusz Stefanowicz Löngufit 8, Garðabæ
n Michelle Banalo Gancina Gullengi 37, Reykjavík
n Sigrún Guðnadóttir Háaleitisbraut 109, Reykjavík
n Pétur Marel Gestsson Eskivöllum 1, Hafnarfirði
n Sigurður Fannar Þórsson Brekkukoti, Selfossi
n Jón Þorgeir Guðbjörnsson Drekavöllum 26,
Hafnarfirði
n Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir Garðastræti 2,
Reykjavík
n Jörundur Ragnarsson Brávallagötu 24, Reykjavík
n Berglind Helga Jónsdóttir Hagamel 53, Reykjavík
n Dagbjört Rós Hermundsdóttir Víðigrund 14,
Sauðárkróki
n Hlynur Gauti Sigurðsson Einbúablá 20b, Egils-
stöðum
n Harpa Júlía Sævarsdóttir Brávallagötu 18,
Reykjavík
n Sif Gunnarsdóttir Bjallavaði 15, Reykjavík
n Steinunn Garðarsdóttir Gunnarssundi 6, Hafn-
arfirði
40 ára
n Wojciech Stefan Wiater Hafnarbraut 11, Kópavogi
n Ólafur Geirsson Hverfisgötu 50, Reykjavík
n Alida Jakobsdóttir Þverási 23, Reykjavík
n Össur Hafþórsson Kríuási 33, Hafnarfirði
n Silja Stefánsdóttir Álfholti 56b, Hafnarfirði
n Dagbjört Ingólfsdóttir Kvisthaga 16, Reykjavík
n Heiðrún Jónsdóttir Ásbúð 21, Garðabæ
50 ára
n Malgorzata Jolanta Wypych Heiðarholti 36,
Reykjanesbæ
n Magnús Hermannsson Úthaga 13, Selfossi
n Tryggvi Harðarson Dísarási 3, Reykjavík
n Gísli Bachmann Stuðlabergi 58, Hafnarfirði
n Björgvin Sævar Matthíasson Jaðarsbraut 23,
Akranesi
n Þorgerður Hanna Hannesdóttir Baldursgötu
21, Reykjavík
n Jens Ágúst Jóhannesson Lindasmára 37, Kópa-
vogi
n Guðmunda Ingimundardóttir Hjallabrekku 33,
Kópavogi
n Alda Ólöf Vernharðsdóttir Fífulind 4, Kópavogi
n Bjarni Hávarðsson Hlíðarendavegi 5a, Eskifirði
n Eygló Kristinsdóttir Áshamri 60, Vestmannaeyjum
n Vilhjálmur Jón Valtýsson Birkimel, Húsavík
60 ára
n Jón Kristjánsson Gilsárteigi 1, Egilsstöðum
n Sólveig Jónsdóttir Breiðvangi 75, Hafnarfirði
n Berglind Einarsdóttir Grenigrund 2, Selfossi
n Þórður B Bachmann Berugötu 30, Borgarnesi
n Signý Bjarnadóttir Reiðvaði 1, Reykjavík
n Sigurður Þór Vilhjálmsson Hlíðargötu 26, Nes-
kaupstað
n Hjördís Matthíasdóttir Garðabyggð 8, Blönduósi
n Jón Baldvin Pálsson Víðigrund 9, Kópavogi
n Sigrún Aðalbjarnardóttir Hvassaleiti 89, Reykja-
vík
70 ára
n Ása Jónsdóttir Austurgerði 3, Kópavogi
n Sverrir Jónsson Hlíðarvegi 61, Kópavogi
n Ásta Sveinbjörnsdóttir Flyðrugranda 4, Reykjavík
75 ára
n Sigríður Jóna Árnadóttir Háhæð 7, Garðabæ
80 ára
n Erla Tryggvadóttir Bakkavör 40, Seltjarnarnesi
n Þórður Baldur Sigurðsson Klapparhlíð 3, Mos-
fellsbæ
n Kristján Garðarsson Skaftahlíð 10, Reykjavík
n Ingveldur L Gröndal Bræðraborgarstíg 18,
Reykjavík
85 ára
n Jóna Helgadóttir Hraunvangi 3, Hafnarfirði
n Ólafur Gunnar Jónsson Brekkugötu 15, Vogum
n Baldur Guðmundsson Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík
n Ásmundur Guðlaugsson Kirkjusandi 3, Reykjavík
90 ára
n Jón Jónsson Árskógum 8, Reykjavík
Til
hamingju
með
afmælið!
8. júlÍ 9. júlÍ
24 miðvikudagur 8. júlí 2009 ættfræði
auglýsingasíminn er
512
70
50
Anna Helga Sigfúsdóttir Ég verð
með pinnamat og léttar veitingar fyrir
vinkonurnar og vinnufélagana heima
hjá mér að kvöldi afmælisdagsins .