Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Page 13
Þriðja línan frá Kron by Kronkron að koma í búðir Ný lína í næstu viku „Í næstu viku kemur þriðja línan frá okkur,“ segir Hugrún Dögg Árnadóttir, annar hönnuður skólínunnar Kron by Kronkron sem hefur verið að gera það gott hér heima sem og erlendis. „Ég hanna línuna ásamt Magna Þorsteinssyni. Hún er seld bæði í Kron og Kronkron á Laugavegi 48 og 63 og svo líka í verslunum erlendis.“ Fyrsta línan frá þeim Hugrúnu og Magna leit dagsins ljós í október í fyrra en síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Það eru komnir tíu mánuðir síðan og við erum með verslanir í Skand- inavíu, víðar í Evrópu og í Asíu,“ bætir Hugrún við en þau senda frá sér tvær skólínur á ári hverju. „Við erum nýkomin frá Kaupmannahöfn þar sem við vorum að kynna 2010 línuna og erum á leiðinni til Parísar,“ segir Hugrún að lok- um en hægt er að skoða skóna á kronbykronkron.com. asgeir@dv.is m yn d s ig tr yg g u r a ri j ó h a n n ss o n Skór og fylgihlutir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.