Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Page 12
12 miðvikudagur 26. ágúst 2009 fréttir Bresk kona í leit að hóteli eyddi nótt í anddyri fransks ráðhúss. Hún læstist inni þegar bæjarstarfsmenn fóru í helgarfrí og læstu ráðhúsdyrunum á eftir sér. Konan reyndi margt til að vekja at- hygli á vandræðum sínum en lengst af án árangurs. VILLTIST Á HÓTELI OG RÁÐHÚSINU Bresk kona á ferðalagi í Frakklandi komst að því við illan leik að „hotel“ þarf ekki endilega að vera hótel. Kon- an eyddi einni nótt í ráðhúsi fransks smábæjar, eftir að hún hafði fyrir mistök talið sig geta fengið herbergi á „Hotel de Ville“, sem í Frakklandi stendur fyrir ráðhús borga eða bæja. Hin óheppna kona kom til bæj- arins Dannemarie í Alsace-héraði í Frakklandi á föstudaginn. Fyrir henni lá að finna hótelherbergi fyrir nótt- ina og þar sem hún gekk um götur þessa fallega smábæjar rak hún aug- un í glæsilega byggingu sem merkt var „Hotel de Ville“. Hún skundaði inn á hið fallega „hótel“, en ákvað áður en hún fengi sér herbergi og gengi frá innritun að fara á snyrtinguna. Ekki fylgir sögunni hve lengi henni dvaldist á snyrtingunni en á þeim tíma lauk fundi embættismanna sem staðið hafði yfir í ráðhúsinu. Að fundi loknum gengu embættismenn frá eins og reglur gerðu ráð fyrir, yfirgáfu húsið og læstu því fyrir nóttina. Hinn ólánsami ferðalangur, sem ekki var nafngreindur en mun vera kona á fertugsaldri, eyddi að eigin sögn nóttinni í stól í anddyri ráðhúss Dannemarie. Í viðtali við BBC sagði Paul Mumbach, bæjarstjóri Dannem- arie, að konan hefði án árangurs reynt að vekja athygli á meinlegum að- stæðum sínum, kalla á hjálp og koma með öðrum hætti á framfæri hjálp- arbeiðni, meðal annars með því að kveikja og slökkva á víxl ljósin í bygg- ingunni, en allt kom fyrir ekki og eng- in barst hjálpin. Konan hafði ekki erindi sem erf- iði fyrr en að morgni laugardags, eftir heldur nöturlega næturgistingu í ráð- húsinu, þegar vegfarandi sá skilaboð sem konan hafði sett innan á einar glerdyr hússins. „Je suis fermer ici. Est ce possible moi la porte ouvrir?“ voru skilaboð konunnar á miða og má, þrátt fyrir að ekki sé alveg um kórrétta frönsku að ræða, skilja á þá leið að hún sé lokuð inni og hvort mögulegt sé fyrir hana að opna dyrnar. „Konan talaði ekki mikla frönsku, en gerði sér ljóst að næstu nótt myndi hún finna almennilegt hótel til að gista á,“sagði Paul Mumbach. Það hótel mun konan ekki finna í þess- um 2.500 manna smábæ við landa- mæri Sviss og Þýskalands því að sögn Mumbachs bæjarstjóra er næsta opna hótel í nágrannabæ Dannemarie. Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Konan talaði ekki mikla frönsku, en gerði sér ljóst að næstu nótt myndi hún finna al- mennilegt hótel til að gista á.“ ráðhús Dannemarie fyrir miðju „Hotel de Ville“ var ekki vænlegur gististaður. Yulia og Tigrylia Yulia Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, fékk óvenjulega gjöf þeg- ar hún var í heimsókn í Skadovsk á Krímskaganum fyrir skömmu. Þar var henni færður albínótígurungi að gjöf þegar hún var viðstödd vel- gjörðarhátíð í bænum. Án efa hefur gjöfin vakið athygli á forsætisráðherranum og í þeim efnum er ekkert heilagt. Tígurung- inn mun hafa fengið nafnið Tigrylia og upplýsti Yulia Tímósjenkó að hún myndi gefa hann dýragarðinum í úkraínska bænum Yalta. Fyrsta geimskotið mistókst Síðasta tilraun Suður-Kóreumanna til að festa sig í sessi í geimkapp- hlaupi Asíuríkja mistókst í gær þeg- ar gervihnöttur með fyrstu geim- flaug þjóðarinnar villtist af leið. Þrátt fyrir að Suður-Kóreumenn hafi skotið ellefu gervihnöttum á loft síðan 1992 hefur þeim öll- um verið skotið á loft frá erlendri grundu og með geimflaugum fram- leiddum af erlendum aðilum. Vilja láta lífláta umbótasinna Stjórnvöld í Íran skipuðu í gær þekktum endurbótasinnum á saka- mannabekk. Þetta eru fjórðu fjölda- réttarhöldin yfir fólki sem sakað er um að hafa skipulagt ólgu í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júní. Nokkrir hinna ákærðu eru með- limir Mosharekat, helsta umbóta- flokks landsins, og á heimasíðu flokksins eru réttarhöldin fordæmd sem sýndarréttarhöld. Krafist er dauðarefsingar yfir umbótasinnun- um. MynD AFP MynD AFPMynD AFP Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.