Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Qupperneq 29
á m i ð v i k u d e g i Blekking errós Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, heldur fyr- irlestur um sönnunargildi blekkingarinnar í verkum og veruleika Er- rós í Hafnarhúsinu á morgun klukkan 20. Í dagskránni styðst hann við margvíslega miðla í síðbúinni leit að sannleikanum. Áður en fyrirlest- ur Þorvaldar hefst verður Sirra Sigurðardóttir, verkefnastjóri dagskrár, með leiðsögn um sýninguna Erró-Mannlýsingar. Aðgangur ókeypis. Dagskrá lókal tilBúin Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík, fer fram um þarnæstu helgi, 3. til 6. september. Hátíðin, sem er sú eina sinnar tegundar hér á landi, var haldin í fyrsta sinn í mars í fyrra. Þá var athyglinni beint að nokkrum atvinnuleikhópum sem hafa verið í fararbroddi í nýsköpun í leiklist í Evrópu og Bandaríkjunum. Í ár verður lögð áhersla á að sýna metnaðarfullar íslenskar leiksýning- ar frá liðnum vetri. Á meðal sýninga sem boðið verður upp á eru Dauða- syndirnar, Þú ert hér, Utan gátta og Húmanímal. Ein erlend sýning verður á hátíðinni, írska sýningin Forgotten eftir Pat Kinevane. Allar nánari upplýsingar á lokal.is. Með skálDverk í MaganuM? Ritsmiðjan hjá Bókasafni Kópa- vogs tekur til starfa að nýju í næstu viku, eða miðvikudaginn 2. september. Smiðjan hefur verið starfrækt undanfarin misseri við góðan orðstír og hafa fjölmargir sem hafa gengið með skáldverk í maganum tekið þátt í henni, bæði til að fá tilsögn og álit ann- arra á skrifunum og kannski ekki síður vegna aðhaldsins sem rit- smiðjan veitir við skriftir. Fundar- staður er í Kórnum, á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs, við Hamra- borg 6A. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eða óska frekari upp- lýsinga um ritsmiðjuna geta sent póst á huldas@kopavogur.is. DúnDurfréttir í austurBæ Hljómsveitin Dúndurfréttir er nú komin úr híði og ætlar að vera með tvenna tónleika í Austurbæ á morgun, fimmtudag. Líkt og oft áður verða þeir drengir með tvenns konar prógramm. Á fyrri tónleikun- um, sem hefjast klukkan 19.30, taka þeir fyrir hljómsveitina Pink Floyd og leika þar öll hennar vinsælustu og bestu lög. Seinni tónleikarnir, sem byrja 22.30, verða svo sann- kölluð rokkveisla með úrvali laga Led Zeppelin, Uriah Heep og Deep Purple. Miðasala á midi.is, miðaverð 2.900 krónur. Miðasala á Ástardrykkinn, óperu- sýningu haustsins hjá Íslensku óp- erunni, hefst á morgun, fimmtudag. Óperan verður frumsýnd 25. októb- er en sýningar verða einungis átta talsins. Miðaverð er óbreytt frá því í fyrra, 5.400 krónur á almennar sýn- ingar. Þeir sem eru 25 ára og yngri fá sem fyrr 50 prósenta afslátt af miða- verði. Ástardrykkurinn eftir Doniz- etti er gamanópera sem fjallar um tilraunir ungs manns til að vinna hug ungrar konu. Þegar allt annað bregst leitar hann á náðir kuklara nokkurs sem bruggar honum svokallaðan ástardrykk. Einvalalið ungra íslenskra söngv- ara syngur aðalhlutverkin í sýning- unni. Með hlutverk unga mannsins, Nemorino, fer Garðar Thór Cortes, með hlutverk ungu stúlkunnar, Ad- inu, fer Dísella Lárusdóttir, kuklar- ann Dulcamara syngur Bjarni Thor Kristinsson og í hlutverki keppi- nautarins Belcore er Ágúst Ólafsson. Með hlutverk vinkonunnar Gianettu fer Hallveig Rúnarsdóttir. Þá syngja þau Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson einnig hlutverk Adinu og Nemorino á sýningatímabilinu. Sama listræna stjórn og stóð að uppfærslunni á Cosi fan tutte Moz- arts í Óperustúdíói Íslensku óper- unnar vorið 2008 stendur að upp- færslunni á Ástardrykknum. Þau eru Ágústa Skúladóttir leikstjóri, Guðrún Öyahals leikmyndahönnuður, Katr- ín Þorvaldsdóttir búningahönnuður og Páll Ragnarsson ljósahönnuður. Hljómsveitarstjóri er líkt og þá Daní- el Bjarnason. Þá tekur kór og hljóm- sveit Íslensku óperunnar ennfremur þátt í sýningunni. Sýningardagsetningar og frekari upplýsingar má finna á opera.is. Ástardrykkur Garðars og Dísellu Hugleikur Dagsson er löngu orðinn þekkt stærð í íslenskum bókaheimi. Helsta höfundareinkenni hans er yf- irgengilega groddalegur húmor sem birtist fyrst í myndasögum hans og hefur gulltryggt honum miklar vin- sældir og opnað honum leið meðal annars í leikhús og sjónvarp. Hárbeitt samfélags- og mannlífsrýni Hugleiks fékk fyrst kolsvartar fjaðrir í örmynda- sögum í bókum sem kenndar eru við „Okkur“ þar sem einfaldir spítukall- ar taka með orðum sínum og gjörð- um allan vafa um að mannskepnan er lágúrulegasta og ömurlegasta lífveran sem þvælist um á meðal dýra merkur- innar. Hugleikur byrjaði á því að hefta og líma saman fyrstu Okkur bækurn- ar sjálfur en eftir að hann sló í gegn og fékk alvöru útgefanda fylgdi hann vinsældum Okkur bókanna eftir með myndasögum um eineigða köttinn Kisa sem er býsna glöggur á brotalam- ir mannlegrar tilveru þótt hann sjái að- eins með einu auga. Hugleikur leggur öllu meira í teikningar og myndbygg- ingu í Kisa bókunum en hinum ein- földu Okkur bókum en gálgahúmor- inn og subbuskapurinn er sá sami og er svo afgerandi að fólk annaðhvort fílar Hugleik eða ekki. Undirritaður hefur aldrei far- ið leynt með aðdáun sína á Hugleiki en hefur engu að síður haft nokkrar áhyggjur af því að hann sé kominn á endastöð með Okkur sögurnar og komist ekki mikið lengra með þær án þess að hjakka í sama farinu. Sjálfsagt er þessi ótti þó ástæðulaus þar sem Hugleikur er sérstakelga fríkaður og frjór listamaður og of mikið ólíkinda- tól til þess að daga uppi innan um æl- andi og skítandi spítukalla. Þessi fjórða bók um Kisa er ljóslif- andi dæmi um að Hugleikur er enn í sókn og þótt rauði þráðurinn sé býsna kunnuglegur sem og umgjörð- in þ-er þetta skemmtilegasta, besta og flottasta Kisa bókin til þessa. Mynd- byggingin hefur aldrei verið betri og Hugleikur blandar til dæmis saman teikningum og ljósmyndum í kostuleg- um og voðalega póstmódern kafla um viðureign höfundarins við útgef=anda sinn sem er ósáttur við hvaða stefnu ævintýri Kisa er að taka. Hugmyndaflug Hugleiks er sem fyrr skýjum ofar í þessum seinni hluta um það hvernig Kisi og fé- lagar bregðast við efnahagshruninu og því ófremdar- ástandi sem ríkir eftir að illmennið í Seðlabankanum, sem er sannkallað Helstirni á jörðu niðri, hefur keyrt allt í þrot. Auðvitað er of- beldi eina raun- hæfa viðbragðið við hörmungunum og Kisi og vinir hans brjótast með al- væpni og blóðsúthellingum í gegn- um Reykjavík hrunsins með óminn af Búsáhaldasinfóníunni í bakgrunninn. Hugleikur er skilgetið afkvæmi af- þreyingarmenningarinnar með ræt- ur í kvikmyndum og myndasögum og vísar út og suður af mikilli þekkingu og list í þekkt stórvirki í bíói og myndasög- um. Í fljótu bragði má nefna af handa- hófi Hringadróttins sögu, Stjörnustríð, Sin City, Watchmen og svo auðvitað Flóttann frá New York þar sem eineigður Kurt Russell fór mik- inn. Það er skemmst frá því að segja að Kisi gefur Snake Plissken ekkert eftir. Hugleikur og Qu- entin Tarantino eiga það sameiginlegt að þeir kunna að „stela“ og stílfæra með slíkum bravúr að þeir komast upp með að standa á öxlunum á öðrum til þess að skapa eitt- hvað nýtt, ferskt og skemmtilegt. Vísanir Hugleiks í dægurmenning- una dýpka sýrðar sögur hans og gera þær enn skemmtilegri aflestrar. Frá- sagnamáti Hugleiks og sýn á lífið falla ákaflega vel að hörmungarsögu úr kreppunni og sagan af eineigða kettin- um Kisa, með öllum sínum geggjuðu vísunum í sígildar bíómyndir, gera bækurnar tvær um Kisa og ástandið að langskemmtilegustu og beittustu bókunum um hrunið hingað til. Þórarinn Þórarinsson fókus 26. ágúst 2009 MiðvikuDagur 29 MYND Birgir Ísleifur EinEigði kötturinn kisi og ástandið: Flóttinn Frá rEykjavík Höfundur: Hugleikur Dagsson Útgefandi: JPV bækur Blóðug Bús- áhalDasinfónía Hugleikur Dagsson Sýnir með seinni hlutanum um Kisa og ástandið að sóðalegur suðupottur hans er síður en svo tómur og að hann kann enn að sletta blóði og drullu með stæl. flóttinn frá reykjavík Hugleikur vísar þvers og kruss í þekktar bíómyndir og hér er Kisi í sporum Kurts Russell sem flúði frá New York árið 1981. garðar Thór og Dísella Dísætir söngvarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.