Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Page 25
Stelpurnar okkar mæta Norðmönn-
um á morgun í öðrum leik á Evrópu-
móti kvenna í knattspyrnu. Lið Nor-
egs er firnasterkt og státar af mikilli
knattspyrnuhefð. Liðið er í tíunda
sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóða-
knattspyrnusambandsins, tveimur
sætum neðar en franska liðið sem
lagði Ísland að velli með þremur
mörkum gegn einu á mánudaginn.
Norðmenn eru jafnframt sjötta sterk-
asta lið Evrópu. Til samanburðar er
íslenska liðið í átjánda sæti á styrk-
leikalistanum.
Gullaldarskeið kvennaliðs Noregs
var á tíunda áratugnum, en þær urðu
Evrópumeistarar árið 1993 og heims-
meistarar árið 1995. Sama ár komust
þær í undanúrslit á Evrópumótinu.
Á Ólympíuleikunum í Sydney árið
2000 unnu þær svo til gullverðlauna.
Norsku konurnar byrjuðu Evrópu-
mótið hins vegar hrikalega og fengu
stóran skell á móti Þjóðverjum. 1-0
var staðan í lok venjulegs leiktíma,
en þýska liðið setti í fluggír í uppbót-
artíma og skoraði þrjú mörk á jafn-
mörgum mínútum. Stelpurnar okkar
ætla sér ekkert nema sigur og því er
ljóst að bæði lið munu koma til leiks
eins og særðar ljónynjur.
Hafa augun á Sólveigu
Ásthildur Helgadóttir, fyrrverandi
landsliðskona, segir að norska liðið
byggi sóknarleik sinn mikið í kring-
um framherjann Sólveigu Guld-
brandsen, sem er þeirra stærsta
stjarna. „Hún er að mínu mati mjög
góður leikmaður, en það er ekkert
voðalega erfitt að plokka hana út úr
leiknum, ég vona að þær geri það
íslensku stelpurnar. Þær þurfa að
hjálpast að með það inni á miðjunni
að hafa góðar gætur á henni,“ segir
Ásthidur.
Að hennar mati hentar leikur
Norðmanna íslenska liðinu vel. „Þær
vilja beita löngum sendingum og hafa
verið í ákveðinni lægð, eins og úrslit-
in í leiknum á Algarve gefa til kynna,“
segir hún, en Ísland sigraði Noreg 3-1
í leik á Algarve Cup í mars.
Á vefsíðu UEFA eru aðrir lykil-
menn norska liðsins tilgreindir sókn-
armennirnir Leni Laursen Kaurin og
Melissa Wiik. Einnig er vert að hafa
augun á miðjumanninum Ingvild
Stensland og hinni reynslumiklu
Trine Rønning í vörninni.
Koma afslappaðar í leikinn
Ásthildur bendir á að þrátt fyrir mikla
sigurhefð í norskri kvennaknatt-
spyrnu, séu ákveðin kynslóðaskipti
að eiga sér stað hjá þeim. „Það hefur
sést að undanförnu. Þeim gekk ekk-
ert sérstaklega vel á æfingamótinu
í Algarve og í síðasta leik var þýska
liðið einfaldlega miklu sterkara og
keyrði yfir þær í lokin,“ segir hún. Að-
spurð hvernig hún spái um leikinn,
segir hún: „Það er að duga eða drep-
ast fyrir íslensku stelpurnar, ég trúi
að þær vinni þennan leik 1-0. Þær
spili skynsamlega og komi afslapp-
aðar í þennan leik, það var greinilega
mikill skjálfti í þeim í seinasta leik.“
Umsjón: valgeir örn ragnarsson, valgeir@dv.is
sport 26. ágúst 2009 miðvikudagur 25
gæti spilað á móti united arsene
Wenger, knattspyrnustjóri arsenal, telur möguleika á
því að Cesc Fabregas, fyrirliði liðsins, geti leikið með
liðinu á móti manchester United í ensku úrvals-
deildinni um helgina. Fabregas meiddist í 4-1 sigri
arsenal á Portsmouth um síðustu helgi og missir
örugglega af leiknum á miðvikudag gegn Celtic
í umspili um sæti í meistaradeildinni.
valgeir örn ragnarSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Norska kvennalandsliðið er eitt sigursælasta knattspyrnu-
landslið síðustu áratuga. Kynslóðaskipti eru að eiga sér stað
hjá Norðmönnum og sigraði Ísland þær 3-1 fyrr á þessu ári.
Ásthildur Helgadóttir bendir á að liðið verði að halda Sólveigu
guldbrandsen í skefjum. Norska liðið byggi sóknarleik sinn í
kringum hana.
KYNSLÓÐASKIPTI
HJÁ NORÐMÖNNUM
guðrún Sóley
gunnarsdóttir Íslenska
liðið verður að ná sigri
í leiknum á morgun.
guðrún fékk höfuðhögg í
leik á móti Frökkum.
Ásthildur Helga-
dóttir „Það er að
duga eða drepast fyrir
íslensku stelpurnar,
ég trúi að þær vinni
þennan leik 1-0.“
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
2 dálkar = 9,9 *10
Fyrir bústaðinn og heimilið
Smáauglýsingasíminn er
515 5550
smaar@dv.is