Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Síða 22
Þingmönnum er vissulega vor-kunn. Þeir hafa verið önnum kafnir í langan tíma vegna ESB-aðildarumsóknar og
síðan Icesave-ábyrgðar. Þess vegna er
kannski ekki furða að þeir hafi gleymt
gömlum spádómum um að besta
leið þeirra til að vera í tengslum við
umbjóðendur sína sé sú að upplýsa
þá um störf sín og stefnu á heimasíð-
um. Og það þrátt fyrir að þingið sjái
ástæðu til auglýsa heimasíður þing-
manna sérstaklega á þingvefnum .
Sumir þingmenn blogga vissu-lega í gríð og erg. Við skul-um ekki draga úr því. Dæmi um það er Birgitta Jónsdóttir
sem keppir við þingmenn á borð við
Eyglóu Harðardóttur, Ólínu Þor-
varðardóttur, Björgvin Val Gíslason
og Unni Brá Konráðsdóttur um að
yfirtaka bloggmeistaratitil Alþingis
af Birni Bjarnasyni sem skrifar mikið
þrátt fyrir að vera hættur á þingi.
Svo eru þeir sem skrifa reglu-lega. Þingmenn eins og Jónína Rós Gunnarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, Ögmundur Jónasson
og Þór Saari skrifa öll reglulega og
nokkuð oft. Aðrir þingmenn virðast
hins vegar síður í tengslum við net-
verjann í sjálfum sér.
Ásta Ragnheið-ur Jó-hannes-dóttir,
forseti
Alþingis,
skrifaði
síðast um
sjálfstjórn
á Græn-
landi, fyrir
tveimur
mánuðum. Birkir Jón Jónsson hefur
ekkert skrifað síðan í lok maí. Árni Þór
Sigurðsson hefur ekki skrifaði á vef
sinn í næstum mánuð en þó átt spretti
í sumar. Guðlaugur Þór Þórðarson
skrifar af og til og Jóhanna Sigurðar-
dóttir, sem eitt sinn var afar duglegur
bloggari, skrifar ekki á síðu sína nema
um það bil einu sinni í mánuði. Jón
Bjarnason skrifar við sérstök tækifæri,
svo sem 1. maí, á Eurovision, Ung-
mennalandsmóti og nú þegar Sem-
entsverksmiðjan á Akranesi virðist í
dauðakippunum. Unga kynslóðin á
þingi, þessi sem ólst upp við pólitísk
vefrit er kannski ekki mikið betri. Katr-
ín Jakobsdóttir skrifaði síðast 7. mars
og nafna hennar Júlíusdóttir, sem
einnig situr í ríkisstjórn, skrifaði síðast
á heimasíðu sína 18. mars.
Einhverjir þingmenn eru þó að vakna til lífsins nú þegar sum-arið tekur að víkja fyrir haust-inu. Magnús Orri Schram
hafði lítið bloggað eftir kosningar þar
til hann skrifaði allt í einu þrjár greinar
á skömmum tíma nú nýlega. Sigurður
Ingi Jóhannsson dettur í gírinn af og til
og sama má segja um Valgerði Bjarna-
dóttur og Vigdísi Hauksdóttur.
Svo eru þeir þingmenn sem virðast hafa gleymt bloggsíð-um sínum. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra skrifaði
síðast grein um Sjálfstæðisflokk á
harðahlaupum. Það var 23. apríl, á
fæðingarafmæli nóbelskáldsins og
tveimur dög- um fyrir
kosningar. Flokks-
bróðir hans
Guð-
bjartur Hannesson hefur ekkert
skrifað síðan tæpri viku fyrir kosning-
ar. Svipaða sögu er að segja af Helga
Hjörvar. Illugi Gunnarsson virðist lítið
hafa haft um að skrifa frá því lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins lauk í mars.
Heimasíða hans er reyndar þeirrar
tegundar að hann virðist mest lítið
hafa skrifað sjálfur og aðallega stuðn-
ingsmenn hans séð um slíkt skömmu
fyrir prófkjör. Flokksbróðir hans Jón
Gunnarsson hefur aðeins einu sinni
uppfært síðu sína eftir að hann þakk-
aði fyrir stuðninginn í prófkjöri í mars
og þá til að setja inn blaðagrein. Svip-
aða sögu er að segja af Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur. Ólöf Nordal skrif-
aði mánaðarlega fram í maí. Gamli
blaðamaðurinn Sigmundur Ernir
Rúnarsson var duglegur bloggari fram
í júlí og Siv Friðleifsdóttir er auðvitað
manna duglegust við uppfærslur en
þar er þó fyrst og fremst um að ræða
dagbók þingmanns en síður umræður
um pólitísk málefni. Steinunn Valdís
hefur einu sinni bloggað síðan í mars.
Meira að segja Össur Skarphéðins-
son, sem ritað hefur sumar frægustu
bloggfærslur þingmanna, hefur ekki
ritað á síðu sína síðan daginn fyrir
kosningar.
Auðvitað eru sumir þingmenn í sérflokki. Síðasta færslan á vef Péturs Blöndal er dagsett 27. október, að vísu ekki í
fyrra heldur árið 2006. Vel fyrir hrun.
Og já. Heimasíða Björgvins G. Sig-
urðssonar skartar enn sama textan-
um og birtist þar allt í einu í kringum
bankahrunið. „Verið er að endurskoða
og breyta vefsvæðinu bjorgvin.is.“
Hin gleymda list
Spurningin
Já, ég tel að það sé
alveg greinilegt að
þeir hafi smitast af
sigurgleði líka,“
segir Leifur
Guðjónsson,
sjómaður í
Grindavík og
félagi í stuðnings-
mannaliðinu
Stinningskalda
sem brá á leik og mætti í hvítum
sóttvarnargöllum á leik Grindavíkur.
smitaðist liðið
af sigurgleði?
Sandkorn
n Athafnamaðurinn og vatnsris-
inn Jón Ólafsson var á fyrri tíð
meira áberandi en þessa dagana.
Jón var einn af ríkustu mönnum
landsins og
umdeildustu
með gríðar-
leg umsvif í
afþreying-
ariðnaði.
Eignastaða
hans eftir
hrunið er
óljós. Nú ein-
beitir hann sér að fyrirtæki sínu,
Glacier, sem tappar vatni á flöskur
handa þyrstum heimi. Jón er flutt-
ur frá London heim til Íslands þar
sem hann lætur lítið fyrir sér fara
en hlúir að rekstri sínum.
n Þær stöllur Agnes Bragadótt-
ir, pistlahöfundur Moggans, og
Björg Eva Erlendsdóttir, ritstjóri
Smugunnar, eru fastagestir í
Bítinu á Bylgjunni. Stór hluti af
orðræðu
Agnesar fer
þar í að vitna
vinnustað
sinn, Mogg-
ann, og vísa
í gullið sem
finnst í grjóti
þess skuld-
uga blaðs.
Björg Eva tók upp hátt Agnesar í
gærmorgun og hældi teikningu
Halldórs Baldurssonar sem sýndi
Hannes Hólmstein Gissurarson
sitja einan í kirkju. Hannes var
kallaður sértrúarsöfnuður þar
sem hann sat og mærði Davíð
Oddsson. Eftirtektarvert var að
Agnes, sem talin er náin Hannesi
og Davíð, tók ekki undir hólið.
n Bakkabræðurnir Ágúst og Lýð-
ur Guðmundssynir hafa líklega
skotið sig rækilega í allar lappir
með kröfu sinni um niðurfellingu
skulda og að fá 1.000 milljónir
króna á ári fyrir að halda gang-
andi þeim kontór sem stýrir Ex-
ista. Þetta kann að marka upphaf
falls þeirra
bræðra sem
eru íslenski
útrásar-
draumurinn
holdi klædd-
ur. Bræðurn-
ir byrjuðu
rekstur sinn
smátt með
því að kaupa og selja grásleppu-
hrogn sem umbreyttust í kavíar.
Síðan lá leiðin upp á stjörnuhim-
in útrásarvíkinganna. Nú fer þetta
aftur að verða spurning um grá-
sleppuna.
n Dorrit Moussaieff forsetafrú
rokkar sæmilega feitt með því að
fá leikkonuna Kate Winslet til að
ljá Sólskinsdreng Friðriks
Þórs Friðrikssonar
rödd sína. Á meðan
vinsældir Ólafs
Ragnars Grímsson-
ar, forseta Íslands,
eru í sögulegu lág-
marki hefur þjóðin
sama dálætið á for-
setafrúnni sem jafn-
an fylgdi manni
sínum á ferðum
um heiminn í
þágu útrásar-
innar.
LynGháLS 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Það er ósköp
sorglegt að
heyra.“
n Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og
skóla, um að grunnskólanemar þurfi að eyða
svipuðum fjárhæðum og framhaldsskólanemar í
ritföng. Kostnaður getur hlaupið á tugum
þúsunda. - DV.
„Ef vel ætti að
vera þyrfti að
fjölga starfsfólki
um helming.“
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri
um að embættið hafi ekki fengið aukið fjármagn
þrátt fyrir að verkefnin séu mun fleiri en nokkru
sinni. - DV.
„Hann var alltaf í síman-
um að tala við Kate
Winslet.“
Erlingur Ingvarsson, veiðifélagi Friðriks Þórs
Friðrikssonar, um að sá síðarnefndi hafi lítið getað
einbeitt sér að veiðinni. Óskarsverðlaunaleikkon-
an Kate Winslet talar inn á enska útgáfu
myndarinnar Sólskinsdrengur sem Friðrik gerði. -
Morgunblaðið.
„Þetta er stór-
furðulegt.“
Margrét Lára Viðarsdóttir
um vítaspyrnuna sem hún tók á
móti Frökkum og sagði ekki nógu
góða. Hana grunaði að þessi staða gæti komið
upp og hafði æft vítin sérstaklega daginn áður. -
Morgunblaðið.
„Ég vissi alltaf að við
ættum bestu stuðnings-
menn í heimi.“
Dóra María landsliðskona sem sagði
stuðningsmenn Íslands þá bestu í heimi en þeir
drógu hvergi af sér þrátt fyrir erfitt gengi gegn
Frökkum. - fotbolti.net.
Opinberun Hannesar
Leiðari
Það er þekkt í áróðursstríði að ef menn segja sama hlutinn nógu oft fari fólk að taka það trúanlegt. Fyr-ir íslenskan almenning er nauðsyn-
legt að láta ekki slá ryki í augu sín. Skúrk-
ar hrunsins mega ekki komast upp með að
ljúga af sér sakir. Þeir sem ábyrgð bera á því
að íslenskt efnahagslíf er í rúst eru ekki ein-
göngu útrásarvíkingar sem fóru geyst og
steyptu sjálfum sér og öðrum í efnahagslega
glötun, heldur er ábyrgðin ekki síður þeirra
sem skópu það umhverfi sem reyndist búa
yfir kjöraðstæðum fyrir græðgi og spillingu.
Stjórnmálamennirnir sem stóðu fyrir einka-
væðingu bankanna eru þar ofarlega á lista,
rétt eins og þeir sem töluðu þeirra máli. Nú
eru þessir menn í óðaönn að tala hjörtu sín
hrein. Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor og einlægur talsmaður hömlu-
lauss frelsis í viðskiptum, er frægur fyrir þá
setningu að alvörumenn græði á daginn og
grilli á kvöldin. Hannes Hólmsteinn er í starfi
hjá Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið
dæmdur fyrir að taka texta ófrjálsri hendi.
Það hefði átt að kosta hann starfið en skjól
Sjálfstæðisflokksins dugði honum. Nú er
prófessorinn lagstur í þann víking að koma
sök á efnahagshruninu yfir á flesta aðra en
aðalleikarana í stjórnmálum og viðskiptum.
Hann heldur því fram að Davíð Oddsson hafi
reynt að berjast gegn því sem síðar gerð-
ist en verið borinn ofurliði. Og prófessorinn
heldur því fram að hrunið sé Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta Íslands, að kenna. Ástæð-
an sé sú að hann hafi stöðvað fjölmiðlalögin.
Það þýðir væntanlega að fjölmiðlarnir gengu
óheftir til þess óhæfuverks að rústa Íslandi.
Loks heldur Hannes því fram í opinberun
sinni að Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra beri ábyrgð á þeirri skelfilegu stöðu
sem skapast hefur vegna Icesave. Bullið í
prófessornum tekur út yfir allan þjófabálk.
Veikburða, en blygðunarlaus, tilraun hans
til kattarþvottar á spilltum stjórnmálamönn-
um og vinum þeirra í viðskiptum er skamm-
arleg. Það er íslenskri þjóð til skammar að
vera með slíkan mann á framfæri í æðstu
menntastofnun landsins. Hann hefur opin-
berað það að vera ómerkingur.
reynir traustason ritstjóri skrifar. Bullið í prófessornum tekur út yfir allan þjófabálk.
bókStafLega
22 miðvikudaGur 26. ágúst 2009 umræða