Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 12
12 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir Bandarískir og japanskir fjárfestahópar hafa áhuga á því að reisa risahótel í miðbæ Reykjavíkur. Annars vegar vilja þeir 400 herbergja hótel við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins og hins vegar 120-150 herbergja glæsihótel við Sægarða. Samtals gæti því verið von á nærri 550 nýjum hótelherbergjum við höfnina. KEPPa UM RISaHÓTEL Í uppsiglingu er kapplaup milli er- lendra fjárfesta sem vilja reisa risa- hótel á hafnarsvæði Reykvíkinga, annars vegar við Tónlistarhúsið og hins vegar á gamla slippsvæðinu við Sægarða. Bandaríkjamenn og Jap- anir eru líklegastir til framkvæmda samkvæmt heimildum DV. Ef áætlanir erlendra fjárfesta- hópa ganga eftir er von á 550 hót- elherbergjum á hafnarsvæðinu, 150 herbergjum við Sægarðana og 400 herbergjum við Tónlistarhús- ið. Sá hópur sem er lengst kom- inn í skipulagningu, AZP-hópur- inn, samanstendur af fjárfestum frá Bandaríkjunum og S-Kóreu en hóp- inn leiða arkitektarnir Carlos Zap- ata, stjörnuarkitekt frá New York, og íslenska arkitektastofan Arkís. Hótelið við Sægarðana liggur klárt á teikniborðinu og þessi sami hóp- ur hefur lýst yfir áhuga á risahóteli við hlið Tónlistarhússins. Vonast er til þess að það skýrist í janúarmán- uði hvort grænt ljós fáist en á með- an leitar AZP íslenskra samfjárfesta. Heimildir DV herma að þeir fjárfest- ar séu fundnir. Jákvæðir Japanar Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, vonast til þess að málin skýrist um miðjan janúar. Hvort sem Bandaríkjamenn eða Japanar hreppi hnossið er hann spenntur fyrir fram- haldinu. „Bandaríkjamennirnir hafa áhuga á Sægörðunum og gangi það ferli eftir veit ég að þeir líta til hót- elrekstrar við Tónlistarhúsið líka því það getur verið rekstrarlega hag- kvæmt. Þá hef ég heyrt af því að jap- anskur hópur hafi áhuga. Verkefnin eru spennandi, það er engin spurn- ing,“ segir Gísli. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar, stað- festir að AZP-hópurinn hafi sett sig í samband og lýst yfir áhuga á hót- elsrekstri við Tónlistarhúsið. Að- spurður segist hann ekki kannast við áhuga Japana. „Við höfum heyrt í þeim, aðeins á vangaveltustigi enn þá en þeir hafa vissulega talað við okkur um verkefnið. Þetta eru öflug- ir fjárfestar og þeir eru nú að leita að íslenskum meðfjárfestum. Það eru reyndar líka fleiri bandarískir aðilar sem hafa lýst yfir áhuga á verkefn- inu,“ segir Stefán. Skemmtilegt svæði Það er hóteleigandi, sem rekur glæsi- hótel í New York og Þýskalandi, sem hefur áhuga á því að sjá um rekst- ur hótels fyrir AZP-hópinn. Fjár- festarnir þurfa hins vegar að bíða niðurstöðu opinnar hugmynda- samkeppni um framtíðarskipulag gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að jarðhæð hótels- ins standi opin almenningi og að þar verði sundlaug. Út frá hótelinu verður göngugata og áætlað að hún komi til með að liggja eftir höfninni og að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Í kringum hótelið er reiknað með ýmissi þjónustu, til að mynda versl- unum, veitingastöðum og aðstöðu fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. Egill Guðmundsson, arkitekt hjá Arkís, segir verkefnið í hægagangi í augnablikinu því beðið sé niður- stöðu samkeppninnar. Aðspurður vill hann ekki gefa upp nákvæmlega hverjir mynda fjárfestahópinn í dag, íslenskir og erlendir. „Það er trún- aðarmál. Hótelrekandinn er banda- rískur en fjárfestarnir eru alþjóðlegir. Allar tölur í þessu eru líka trúnaðar- mál en stórt hótel kostar slatta og við erum klárir í slaginn. Ég vona auð- vitað að þetta verði að veruleika. Hugsunin með hótelinu er að bygg- ingin sé einnig til almennra nota, meðal annars sundlaug, veitinga- staður og rými fyrir almenna við- burði. Göngusvæðið gerir þetta allt miklu skemmtilegra,“ segir Egill. Ráðgjafar leita Það er eignarhaldsfélag í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar, Austurhafn- ir ehf., sem heldur utan um fram- kvæmdina við tónlistar- og ráð- stefnuhúsið. Í lok september voru valin fimm ráðgjafafyrirtæki, úr hópi 20 umsækjenda, sem fá það hlutverk að leita uppi hótelfjárfesta. Það var dótturfyrirtæki Austur- hafna, Situs ehf., sem valdi úr hópn- um og síðan þá hafa nokkrir áhuga- samir hópar lýst yfir áhuga. Þeirra á meðal eru fjárfestahópar frá Banda- ríkjunum, Japan og Noregi. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri Portus ehf., dótturfyrirtækis Austurhafna, segir leitina að fjár- festum í fullum gangi en á von á því að ferlið gæti tekið einhverja mán- uði til viðbótar. Hann segir að með- al áhugsamra séu bandarískir og japanskir fjárfestahópar. „Hér hafa verið á ferðinni bandarískir, jap- anskir og norskir fjárfestar sem hafa litið inn hjá okkur. Einhverjir þeirra hafa frekar viljað kaupa tilbúin hótel í stað nýbygginga en við viljum fyrst og fremst fá sterka fjárfestahópa til okkar,“ segir Pétur. Þreifingar í gangi Júlíus Vífill, stjórnarformaður Faxa- flóahafna, segir ekkert fast í hendi hvað þessar hótelbyggingar varð- ar. „Það liggur fyrir áhugi á því að reisa þarna hótel og menn hafa lýst yfir áhuga. Það hefur ekki farið fram neitt formlegt val á aðilum en auð- vitað getur verið að einhverjir þeirra ráðgjafa sem valdir voru séu byrjaðir að þreifa fyrir sér,“ segir Júlíus Vífill. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist ekki hafa fengið neitt stað- fest um áhugasama fjárfestahópa en ýmsar sögusagnir séu á kreiki. Hún fagnar því vissulega ef fjár- festar finnast en segir þeirra bíða mikið verk við markaðssetningu. „Síðast þegar ég fékk að vita stöð- una þá voru einhverjir fjárfestar komnir inn í myndina. Það er nátt- úrlega ánægjulegt ef fjárfestar finn- ast til að koma hér inn í íslenskt at- vinnulíf. Leit hefur staðið yfir og ég tel þessi svæði ákjósanleg, það er nokkuð ljóst. Það gefur því hins vegar augaleið að svo stórum hót- elum þarf að fylgja gríðarlega mik- il markaðssetning. Það eru í raun engir túristar sem bíða eftir því að komast að enda ekki full nýting á þeim hótelum sem fyrir eru,“ seg- ir Erna. TRauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Útvaldir ráðgjafar: - Askar Capital hf. [fyrirtækjaráðgjöf ] - EFLA hf., Tark ehf., PKF Munchen - Klasi ehf. - Melland Partners ehf. og samstarfs- aðilar - Redwood Capital LLC/Bazarian International Financial Assosiates LLC. auSTuRhÖfn Austurhöfn-TR ehf. var stofnað í apríl 2003 í kjölfar samkomulags ríkis og borgar frá árinu áður um að leggjast á eitt um byggingu Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík. Íslenska ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavíkurborg 46%. PoRTuS Dótturfélag Austurhafnar-TR. Íslenska ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavík- urborg 46%. Þetta er verkefnisfélag um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið. SiTuS Dótturfélag Austurhafnar-TR. Íslenska ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavík- urborg 46%. Þetta er verkefnisfélag um aðra uppbyggingu á svæðinu í kringum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið. flottur staður Hótelið við hlið tónlistarhússins gæti litið svona út en myndin er frá Portus ehf. Stemning við höfnina Við Sægarðana er reiknað með göngu- svæði og þjónustu fyrir almenning. Turn í new York Carlos Zapata er þekktur fyrir flottar hótelbygg- ingar. Hér má sjá Cooper Square hótelið í New York sem hann teiknaði. „Allar tölur í þessu eru líka trúnaðar- mál en stórt hótel kostar slatta og við erum klárir í slag- inn. Ég vona auð- vitað að þetta verði að veruleika.“ HÓTEL TRH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.