Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 12
12 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir
Bandarískir og japanskir fjárfestahópar hafa áhuga á því að reisa risahótel í miðbæ Reykjavíkur. Annars
vegar vilja þeir 400 herbergja hótel við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins og hins vegar 120-150 herbergja
glæsihótel við Sægarða. Samtals gæti því verið von á nærri 550 nýjum hótelherbergjum við höfnina.
KEPPa UM RISaHÓTEL
Í uppsiglingu er kapplaup milli er-
lendra fjárfesta sem vilja reisa risa-
hótel á hafnarsvæði Reykvíkinga,
annars vegar við Tónlistarhúsið og
hins vegar á gamla slippsvæðinu við
Sægarða. Bandaríkjamenn og Jap-
anir eru líklegastir til framkvæmda
samkvæmt heimildum DV.
Ef áætlanir erlendra fjárfesta-
hópa ganga eftir er von á 550 hót-
elherbergjum á hafnarsvæðinu,
150 herbergjum við Sægarðana og
400 herbergjum við Tónlistarhús-
ið. Sá hópur sem er lengst kom-
inn í skipulagningu, AZP-hópur-
inn, samanstendur af fjárfestum frá
Bandaríkjunum og S-Kóreu en hóp-
inn leiða arkitektarnir Carlos Zap-
ata, stjörnuarkitekt frá New York,
og íslenska arkitektastofan Arkís.
Hótelið við Sægarðana liggur klárt
á teikniborðinu og þessi sami hóp-
ur hefur lýst yfir áhuga á risahóteli
við hlið Tónlistarhússins. Vonast er
til þess að það skýrist í janúarmán-
uði hvort grænt ljós fáist en á með-
an leitar AZP íslenskra samfjárfesta.
Heimildir DV herma að þeir fjárfest-
ar séu fundnir.
Jákvæðir Japanar
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna, vonast til þess að málin
skýrist um miðjan janúar. Hvort sem
Bandaríkjamenn eða Japanar hreppi
hnossið er hann spenntur fyrir fram-
haldinu. „Bandaríkjamennirnir hafa
áhuga á Sægörðunum og gangi það
ferli eftir veit ég að þeir líta til hót-
elrekstrar við Tónlistarhúsið líka því
það getur verið rekstrarlega hag-
kvæmt. Þá hef ég heyrt af því að jap-
anskur hópur hafi áhuga. Verkefnin
eru spennandi, það er engin spurn-
ing,“ segir Gísli.
Stefán Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Austurhafnar, stað-
festir að AZP-hópurinn hafi sett sig
í samband og lýst yfir áhuga á hót-
elsrekstri við Tónlistarhúsið. Að-
spurður segist hann ekki kannast
við áhuga Japana. „Við höfum heyrt
í þeim, aðeins á vangaveltustigi enn
þá en þeir hafa vissulega talað við
okkur um verkefnið. Þetta eru öflug-
ir fjárfestar og þeir eru nú að leita að
íslenskum meðfjárfestum. Það eru
reyndar líka fleiri bandarískir aðilar
sem hafa lýst yfir áhuga á verkefn-
inu,“ segir Stefán.
Skemmtilegt svæði
Það er hóteleigandi, sem rekur glæsi-
hótel í New York og Þýskalandi, sem
hefur áhuga á því að sjá um rekst-
ur hótels fyrir AZP-hópinn. Fjár-
festarnir þurfa hins vegar að bíða
niðurstöðu opinnar hugmynda-
samkeppni um framtíðarskipulag
gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Gert
er ráð fyrir því að jarðhæð hótels-
ins standi opin almenningi og að
þar verði sundlaug. Út frá hótelinu
verður göngugata og áætlað að hún
komi til með að liggja eftir höfninni
og að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.
Í kringum hótelið er reiknað með
ýmissi þjónustu, til að mynda versl-
unum, veitingastöðum og aðstöðu
fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki.
Egill Guðmundsson, arkitekt hjá
Arkís, segir verkefnið í hægagangi
í augnablikinu því beðið sé niður-
stöðu samkeppninnar. Aðspurður
vill hann ekki gefa upp nákvæmlega
hverjir mynda fjárfestahópinn í dag,
íslenskir og erlendir. „Það er trún-
aðarmál. Hótelrekandinn er banda-
rískur en fjárfestarnir eru alþjóðlegir.
Allar tölur í þessu eru líka trúnaðar-
mál en stórt hótel kostar slatta og við
erum klárir í slaginn. Ég vona auð-
vitað að þetta verði að veruleika.
Hugsunin með hótelinu er að bygg-
ingin sé einnig til almennra nota,
meðal annars sundlaug, veitinga-
staður og rými fyrir almenna við-
burði. Göngusvæðið gerir þetta allt
miklu skemmtilegra,“ segir Egill.
Ráðgjafar leita
Það er eignarhaldsfélag í eigu ríkis
og Reykjavíkurborgar, Austurhafn-
ir ehf., sem heldur utan um fram-
kvæmdina við tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið. Í lok september voru
valin fimm ráðgjafafyrirtæki, úr
hópi 20 umsækjenda, sem fá það
hlutverk að leita uppi hótelfjárfesta.
Það var dótturfyrirtæki Austur-
hafna, Situs ehf., sem valdi úr hópn-
um og síðan þá hafa nokkrir áhuga-
samir hópar lýst yfir áhuga. Þeirra á
meðal eru fjárfestahópar frá Banda-
ríkjunum, Japan og Noregi.
Pétur J. Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Portus ehf., dótturfyrirtækis
Austurhafna, segir leitina að fjár-
festum í fullum gangi en á von á því
að ferlið gæti tekið einhverja mán-
uði til viðbótar. Hann segir að með-
al áhugsamra séu bandarískir og
japanskir fjárfestahópar. „Hér hafa
verið á ferðinni bandarískir, jap-
anskir og norskir fjárfestar sem hafa
litið inn hjá okkur. Einhverjir þeirra
hafa frekar viljað kaupa tilbúin hótel
í stað nýbygginga en við viljum fyrst
og fremst fá sterka fjárfestahópa til
okkar,“ segir Pétur.
Þreifingar í gangi
Júlíus Vífill, stjórnarformaður Faxa-
flóahafna, segir ekkert fast í hendi
hvað þessar hótelbyggingar varð-
ar. „Það liggur fyrir áhugi á því að
reisa þarna hótel og menn hafa lýst
yfir áhuga. Það hefur ekki farið fram
neitt formlegt val á aðilum en auð-
vitað getur verið að einhverjir þeirra
ráðgjafa sem valdir voru séu byrjaðir
að þreifa fyrir sér,“ segir Júlíus Vífill.
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
segist ekki hafa fengið neitt stað-
fest um áhugasama fjárfestahópa
en ýmsar sögusagnir séu á kreiki.
Hún fagnar því vissulega ef fjár-
festar finnast en segir þeirra bíða
mikið verk við markaðssetningu.
„Síðast þegar ég fékk að vita stöð-
una þá voru einhverjir fjárfestar
komnir inn í myndina. Það er nátt-
úrlega ánægjulegt ef fjárfestar finn-
ast til að koma hér inn í íslenskt at-
vinnulíf. Leit hefur staðið yfir og
ég tel þessi svæði ákjósanleg, það
er nokkuð ljóst. Það gefur því hins
vegar augaleið að svo stórum hót-
elum þarf að fylgja gríðarlega mik-
il markaðssetning. Það eru í raun
engir túristar sem bíða eftir því að
komast að enda ekki full nýting á
þeim hótelum sem fyrir eru,“ seg-
ir Erna.
TRauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Útvaldir ráðgjafar:
- Askar Capital hf. [fyrirtækjaráðgjöf ]
- EFLA hf., Tark ehf., PKF Munchen
- Klasi ehf.
- Melland Partners ehf. og samstarfs-
aðilar
- Redwood Capital LLC/Bazarian
International Financial Assosiates
LLC.
auSTuRhÖfn
Austurhöfn-TR ehf. var stofnað í apríl
2003 í kjölfar samkomulags ríkis og
borgar frá árinu áður um að leggjast
á eitt um byggingu Tónlistarhúss
og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík.
Íslenska ríkið á 54% í fyrirtækinu en
Reykjavíkurborg 46%.
PoRTuS
Dótturfélag Austurhafnar-TR. Íslenska
ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavík-
urborg 46%. Þetta er verkefnisfélag
um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið.
SiTuS
Dótturfélag Austurhafnar-TR. Íslenska
ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavík-
urborg 46%. Þetta er verkefnisfélag
um aðra uppbyggingu á svæðinu í
kringum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið.
flottur staður Hótelið við hlið
tónlistarhússins gæti litið svona
út en myndin er frá Portus ehf.
Stemning við höfnina Við
Sægarðana er reiknað með göngu-
svæði og þjónustu fyrir almenning.
Turn í new York
Carlos Zapata
er þekktur fyrir
flottar hótelbygg-
ingar. Hér má sjá
Cooper Square
hótelið í New
York sem hann
teiknaði.
„Allar tölur í þessu
eru líka trúnaðar-
mál en stórt hótel
kostar slatta og við
erum klárir í slag-
inn. Ég vona auð-
vitað að þetta verði
að veruleika.“
HÓTEL
TRH