Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 26
Mikill tíMi í að laga skeMMdarverk Fyrsta skíma dagsins var að brjótast fram þegar ég kom að aðalinngangi Land-spítalans. Ég leit um öxl. Eiginkonan til fjölmargra ára sat í bifreið sinni og horfði á eftir mér. Skyndilega helltist yfir mig depurð. Myndi ég eiga afturkvæmt til daglegs lífs? Var ég á leiðinni í biðsalinn áður en við tæki annað tilverustig? Ég fann spítalalyktina. Kvíðahlaðin sjálfsvorkunnin varð allsráðandi. Eftir klukkustund eða svo myndi stálþráður fara um æðarnar og að hjartarót- um. Einhvers konar mynd- sjá var á enda þráðarins og þar með yrði upplýst í hve skelfilegu ástandi kransæðar og hjarta væru. Á leiðinni í lyftunni upp á 4. hæð var sannfæringin sú að endalokin nálguðust. Lyftan stöðvaðist með örlitlum hnykk. Hjartað tók dálítinn kipp í sömu andrá og lyftudyrnar opnuðust. Ég var mættur, með hjartað í buxunum. Hjúkrunarkonan leit út eins og Sally Field á blómaskeiði sínu. Hún rétti mér hvítan al-fatnað sem allur var kirfilega merktur Eign ríkisspítalanna, meira að segja nærbux- urnar. Hún brosti. Svo vísaði hún mér til rekkju. Það birti óðum af nýjum degi. Útsýnið af sjúkra- stofunni var yfir flugvöllinn. Fokkervél hóf sig þung- lega til lofts og tók síðan sveig þar til hún var komin á norðurstefnu. Ég var líklega ekkert á leiðinni að taka flugið. Klukkan tifaði og það styttist í stálþráðinn sem myndi fara eins og ormur um æðar mínar til að kveða upp hinn endanlega dóm. Ég var í þessum döpru þönkum þegar Sally, sem reyndar kvaðst heita Guðrún, birtist með bakka með sprautunálum. Svo var stungið í æð á hendinni og settur upp krani til að taka við þeim lyfjum sem þyrfti að dæla í mig, fársjúkan manninn. Stung- an braut upp sársaukann og sjálfsmeðaumkunina hið innra og var í raun líkn. Hún fór í gegnum það hvernig þræðingin myndi fara fram. Svo bað hún mig að taka niður um mig buxurnar. Þetta var óvenjuleg bón en ég hlýddi. Guðrún bar spritt á nárann og sagði að þarna færu þeir inn. Það fór ískaldur hrollur um mig. Ég hafði, nokkrum mánuðum fyrr, farið að heiman að morgni al-heilbrigður. Skoðun hjá hjartalækni varð til þess að ég kom heim síðdegis sem 30 prósent stíflaður í kransæðum. Ég var kominn á biðlista eftir hjartaþræðingu. Það var skotið á fjölskyldufundi. Sjálfur var ég genginn inn í hlutverk píslarvottarins. Það voru öll lífsmörk breytt. Ég talaði og gekk hægar en venjulegt var. Ég hlustaði á eigin hjartslátt og skynjaði truflanir. Ég gerði heimilisfólkinu grein fyrir því með látbragði að nú væri alvara á ferðum. Það væri kominn sjúklingur á heimilið. Hann þyrfti á hlýju að halda og aðrir yrðu að taka þátt í því sem áður voru skylduverk mín. það var ekki lengur sjálfgefið að ég hefði til þess burði að fara út með ruslið. Þá gat verið óvarlegt að ég væri mikið að sinna hund- unum á heimilinu. Eiginkonunni var bersýnilega brugðið og hún lofaði að leggja sitt af mörkum til að auka lífslíkurnar. Við það jukust lífsgæðin til muna. Þannig siluðust dagarnir áfram. Biðlistinn styttist smám saman. Það dró að örlagadeginum þegar skorið yrði úr um líf eða dauða. Það var á mánudegi sem síminn hringdi. Númerið var stofnanalegt. Ég svaraði. Mildileg kvenrödd spurði til nafns. Síðan kom áfallið. „Þú átt tíma í hjarta- þræðingu eftir viku.“ Ótal hugsanir þyrluðust um hugann. Löngu gleymd- ar minningar brutust fram; sumar í myndum. Stundin var að renna upp. Mér hafði skilist að ég yrði fyrsta fórnarlamb stálþráðarins en alls væru fjórir að fara í þræðinguna þennan dag. Við lágum þrjú á sömu stofu. Öll í hvítum klæðum eins og englar en þó merkt spítalanum. „Það vantar bara vængina,“ hugsaði ég með mér. Mínúturnar siluðust áfram og urðu að klukkustundum. Tveggja manna glaðbeitt teymi hafði í tvígang birst á stofunni og sótt sjúkling sem ekið var í rúmi sínu á vit óvissunnar. Ég hafði mætt fyrstur um morguninn en það sannaðist á mér hið fornkveðna að hinir fyrstu verða síðastir. Kvíðinn magnaðist upp á meðan ég beið eftir flutningsteyminu. Ég hafði reynt að lesa meðan á biðinni stóð en hugurinn var víðs fjarri. Bæklingur um hjartaþræðingu sem innihélt nákvæma lýsingu þess sem gerðist í mínum aðstæðum var þrílesinn. Hjúkrunarkonan birtist og spurði hvort mig van- hagaði um eitthvað. Þá lét hún mig þylja upp eigin kennitölu og skrifaði eitthvað hjá sér. Það voru liðnir tveir tímar frá því ég lagðist á sjúkrabeð- inn. Ég uppgötvaði að ég hafði legið fyrir allan tímann eins og fársjúkur væri. Ekki einu sinni rétt úr mér og pissaði í flösku. Innlifunin var slík. Sjálfviljugur hafði ég gerst ósjálfbjarga. Ég dottaði við fjórðu yfirferð á bæklingnum um hjartaþræðingu en hrökk upp þegar glaðleg, hvell rödd sagði „jæja“. Flutnings-teymið var mætt til að sækja mig. Þaul- æfðum handtökum aftengdu þau græjur sem tengdar voru við rúmið. Síðan var ekið af stað út úr stofunni og fram ganginn. Mér leið undarlega. Í rauninni hefði ég átt að geta gengið en það hefði verið stílbrot við aðstæðurnar. Sama lyftan og um morguninn opnaðist og rúmið rann inn. Við lögðum af stað niður. Það voru höfð snar handtök á stofunni þar sem þræðingarliðið beið. Kæruleysislyfi var dælt inn um kranann á handleggnum og stóísk ró færðist yfir mig í rúminu. Mér var velt yfir á skurðarborð. Síðan voru nærbuxurnar fjarlægðar. Í vímunni flissaði ég eins og smástelpa. Stunga í nárann fékk mig til að kveinka mér. „Þetta er bara deyfing,“ sagði hjúkrunarkona og sagði stallsystur sinni að dæla meira kæruleysislyfi í mig. Víman tók strax völdin en stál- þráðurinn ógurlegi stóð mér samt fyrir hugskotssjónum. Allt í einu sá ég ásjónu þess sem ég taldi vera lækni. Svo fann ég nístandi sársaukann þegar stálþráðurinn stakkst í nárann á mér. Framhald í næstu viku: Hjarta úr steini. „Haustið er rólegur tími, þá er ekki hægt að steypa, malbika eða þökuleggja og snjórinn ekki kom- inn. Við erum rosalega mikið í snjómokstri yfir veturinn og að salta í kringum leikskóla og aðr- ar borgarbyggingar,“ segir Ólafur Vigfús borgarstarfsmaður. Ólafur er ánægður í starfi, finnst gaman að vakna og mæta á hverf- isstöðina á Njarðargötu. Hann mætir um hálfátta til vinnu og fer þá yfir verkefni dagsins. DV slóst í för í ruslarferð um bæinn með Ól- afi og Alfreð, samstarfsmanni hans, og átti vart orð yfir sóðaskap í borginni. „Við byrjuðum daginn á því að fara með tvo menn, Björgvin og Kristján, í sérverkefni niður í bæ - að tína rusl. Við sækjum þá upp úr hálftólf til að fara í mat. Þeir eru gríðarlega duglegir,“ segir Ólafur og bætir við að þeir félagar séu búnir að vinna fyrir borgina í áratugi. Engin virðing Ferðinni er heitið um Miklu- braut þar sem mikið magn af rusli er í vegakantinum. Samt voru starfsmenn borgarinnar að þrífa upp sóðaskap borgarbúa aðeins degi fyrr. „Fólk hendir al- veg rosalega mikið út um glugg- ana. Sérðu hérna,“ segir hann og ekur fram hjá ruslahaugl og stoppar í undirgöngum í Hlíð- unum. Þar er allt nýmálað en samt er búið að krota á veggina og segir Ólafur að þeir þurfi oft að hreinsa sprautunál- ar og annan viðbjóð eftir borgarana enda er virðing íbúa Reykjavíkur nánast enginn fyrir eignum hennar. „Nei, hún er lítil, þetta er alveg skelfilegt,“ segir hann og bendir á ruslafötu, útkrotaða og ljóta. Samt skiptu þeir um fötu aðeins degi fyrr. „Um áramótin er þetta síðan iðulega sprengt,“ segir hann og hlær - trúlega yfir vitleysunni. Hann bendir einnig á að um leið og stjórnmálamenn hafi farið að tala um að það væri ekki hægt að brjóta gler- ið í strætóskýlum þá hafi þau einmitt verið brotin. „Það er mikið mál að brjóta þessi skýli en þeim tekst það. Ætli þeir geri þetta ekki með múrsteinum. Maður á eft- ir að sjá hvað þessi nýju skýli, sem eru með interneti og sjónvarpsskjám og upphituð, eiga eftir að standa lengi. Maður skilur þetta ekki alveg því það hagnast enginn á þessum skemmdarverkum. Ekki nokkur maður. Þetta er bara skemmdarfísn og ekkert annað. Þetta er bara ill- mennska og enginn græðir neitt á því,“ segir Ólafur um leið og hann kemur að strætóskýlinu við Hamrahlíð sem þjónustar Versló og MH. „Hér er alltaf hryllileg umgengni. Allt brotið og bramlað. Þetta er mikið notað og skýlið var meira að segja brotið fyrir nokkrum dögum.“ Rusl í Öskjuhlíð Förinni er heitið upp í Öskjuhlíð en þar sjá þeir félagar, Ólafur og Alfreð, margt skrýtið. „Við kom- um að stelpu 15-16 ára að veita eldri karlmanni þjónustu. Það var ótrú- legt. Bara um miðjan dag og þau voru ekkert að fela þetta. Hérna kemur fólk oft og hendir rusli, rúmdýn- um og þýfi úr innbrotum er flokkað hérna. Sumir henda meira að segja eldhúsinnréttingum,“ segir Ólafur og stekk- ur út og sækir púströr sem liggur á víðavangi. „Það eru bílvélar og alls konar ógeð sem liggur hérna. Samt hefur þetta breyst í kreppunni. Það var fullt af fólki sem henti nýjum hlutum og nánast ónotuðum en það er minna um það núna.“ Ekki tekið nógu hart á skemmdar- vörgum Á sumrin eru Ólafur og félagar mikið að undirbúa leikskólana og gera þá klára fyrir veturinn. Hann segir að leikskólar barnanna sleppi ekkert við skemmdar- verk borgaranna. „Það er skrýtið. Að eyðileggja fyrir litlum börnum.Það er ekki tekið nógu hart á skemmd- arfýsn. Þessir krakkar eru að skemma fyrir öðrum og það þarf að elta þá uppi og dæma þá. Þetta eru samt ekki bara krakkar, það var maður tekinn um daginn að krota á vegg í Kringlunni og hann var nálægt fimm- tugu. Löggan náði í skottið á honum, maður sem gæti verið afi - krotandi á vegg. Þetta er einhver ómenning. Það þarf að láta þetta fólk þrífa eftir sig. Ég held að hinn almenni borgari geri sér ekki grein fyrir hvað það er ofboðslegur kostnaður á bak við að þrífa veggja- krot og skemmdarverk. Stór hluti okkar vinnu er út af skemmdarverkum,“ segir Ólafur um leið og rúnturinn er búinn. Það er komið að leiðarlokum, bíllinn fullur af rusli en rúnturinn var skemmtilegur og fræðandi. Ólafur Vigfús Ólafsson er borgar- starfsmaður á hverfisstöðinni á Njarð- argötu. Ólafi finnst starfið mjög líflegt og skemmtilegt. Hann segir borgarbúa afar sóðalega, sem hendi óhemjumagni af rusli á götur borgar- innar. Ólafur tekur ruslarúnt í Öskjuhlíðina þar sem hann hefur fundið eldhúsinnréttingar, þýfi, bílavarahluti og séð unga stúlku þjónusta eldri mann. 26 föstudagur 13. nóvember 2009 uMræða Með Hjartað í buxunuM reYNir traustasON skrifar HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.