Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 37
helgarblað 13. nóvember 2009 föstudagur 37
Eftir að hafa gengið á glerhurðina í Al-þingishúsinu eins og Ögmundur Jón-asson gerði í beinni útsendingu var blaðamanni hleypt inn með réttum
hætti. Forláta gestaspjald var sett um háls-
inn og blaðamaður teymdur inn í þingflokks-
herbergi vinstri-grænna. Sem er jú grænt. Þar
mætir blaðamaður viðmælandanum, alþing-
iskonunni Lilju Mósesdóttur, sem hefur verið í
sviðsljósinu að undanförnu vegna baráttu sinn-
ar innan síns eigins flokks. Meira að því síðar.
Við byrjum fyrir Vestan, í sjávarplássinu
Grundarfirði. Þangað fluttu foreldrar Lilju með
hana eins árs árið 1962 Þá sjálf aðeins nítján og
tuttugu ára gömul. „Eins og í dag var erfitt at-
vinnuástand þá,“ segir Lilja. „Pabbi var á þeim
tíma sjómaður og mamma vann í frystihúsinu.
Ein af fyrstu minningum mínum var þegar fað-
ir minn var hringjandi út um allt land að reyna
að snapa vinnu. Bátarnir í Grundarfirði voru
vertíðarbátar þannig að það komu alltaf tím-
ar á hverju ári sem hann hafði enga vinnu. Þá
fór hann til dæmis á hvalveiðar á sumrin og á
haustin sveið hann sviðahausa hjá föður sínum
sem vann fyrir Sambandið,“ segir Lilja og bros-
ir við.
LiLja Dóru Móa
Eins og tíðkaðist í sjávarplássum þar sem feð-
urnir voru mikið að heiman voru börnin oft
nefnd eftir mæðrum sínum. Því var Lilja ætíð
kölluð Lilja Dóru Móa og er oft kölluð það í dag
af gömlum vinum. Móðir Lilju var nefnilega
kölluð Dóra Móa. Hún vann í frystihúsinu, mest
við að plokka rækjur, en fjarstýrði heimlinu
þaðan. „Við fórum oft til hennar í vinnuna og þá
kom sér vel að vera alltaf í Nokia-stígvélunum,
þar sem mikið vatn var á gólfinu. Hjá mömmu
fékk ég fyrirmæli um hvað ætti að vera í matinn
og hvenær ætti að setja hann yfir,“ segir Lilja.
Hún er elst fjögurra systra og þær voru mik-
ið einar en í þessu samrýnda þorpi fylgdust allir
með öllum og hjálpuðust að. „Ég man til dæmis
vel eftir því að það var oft öskrað úr einhverjum
eldhúsglugga ef eitthvað þótti athugavert við
hvernig ég hafði komið yngri systur minni fyr-
ir í kerrunni. „Tosaðu hana nú upp, stelpa,“ var
kallað,“ segir Lilja og hlær dátt. „Það sem vant-
aði þó þarna var að talað væri við börnin. Það
gafst einfaldlega ekki mikill tími til slíks vegna
erfiðrar lífsbaráttu,“ bætir hún við.
Fátæktin knúði Föðurinn áFraM
Foreldrar Lilju bjuggu við mismunandi aðstæð-
ur sem börn. „Mamma mín kom úr vel efnaðri
fjölskyldu í Reykjavík en foreldrar hennar skildu
þegar hún var unglingur. Hún vildi því kom-
ast burt úr þessu umhverfi. Pabbi ólst aftur á
móti upp við mjög kröpp kjör og bjó fjölskylda
hans m.a. í húsnæði sem var hluti af hænsna-
kofa í Bústaðahverfinu. Grundarfjörður var því
draumalíf fyrir hann, ekki síst tekjulega séð.
Pabbi sagði mér að hann hefði orðið sjóveikur
í hvert sinn sem að hann fór út á sjó en þráin að
vinna sig út úr fátæktinni var svo mikil að hún
knúði hann áfram,“ segir Lilja en segist sjálf ekki
hafa upplifað neina fátækt. „Það gerði ég ekki en
ég fékk mjög snemma á tilfinninguna að maður
þyrfti að hafa fyrir öllu því sem maður eignast í
þessu lífi.“
Frystihúsið ekki kostur
Lilja reyndi fyrir sér í frystihúsinu heima en
það lá aldrei vel fyrir henni eins og hún útskýr-
ir. Menntavegurinn var hennar braut en hún
er þaulmenntaður hagfræðingur með doktors-
gráðu. „Móðir mín lagði mikla áheyrslu á það að
við systurnar enduðum ekki í frystihúsinu held-
ur nýttum okkur þá menntunarmöguleika sem í
boði voru,“ segir Lilja. „Það var því ekki um mik-
ið annað að velja fyrir mig en að fara í nám. Ég
var aldrei mjög mikil handverkskona. Ég var svo
slöpp í bónusnum í frystihúsinu að ég var sett
í eftirlitið að skrá niður og vigta. Hendurnar á
mér eru ekki eitthvað sem ég get byggt tilveruna
mína á. Það er þá frekar miklu meira það sem í
hausnum er,“ segir Lilja og brosir.
Því yfirgaf Lilja plássið aðeins sextán ára
gömul og gekk í Verzlunarskólann. Hún bjó ein
í leiguherbergi í Reykjavík öll fjögur árin en seg-
ir dvölina fjarri fjölskyldunni hafa tekið á. „Það
var erfitt að læra hvernig maður sameinar best
nám, einkalíf og heimilisstörf. Þetta var rosa-
lega mikið mótunartímabil og ég þroskaðist gíf-
urlega á þessum tíma,“ segir Lilja.
ein í iowa
Eftir menntaskólann hélt Lilja áfram á vit æv-
intýranna. Hún fluttist til Bandaríkjanna í þrjú
ár þar sem nú stundaði nám við University of
Iowa. „Einn skemmtilegasti tími lífs síns,“ segir
Lilja. „Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að prófa
eitthvað nýtt. Það var ákveðið kappsmál fyrir
mig að fara eins míns liðs í háskólanám erlend-
is. Ég fór til Iowa að læra hagfræði. Það er einn
skemmtilegasti tími lífs míns þau þrjú ár sem ég
var þar. Þar tók ég marga áfanga í bókmennta-
fræði og litlu munaði að ég skipti yfir.“
Hagfræðihugsunin var strax komin í kollinn
á Lilju á þessum tíma. Hún var skynsöm þeg-
ar kom að því að láta námslánin duga til fram-
færslu. „Ég leigði stórt herbergi og við bjugg-
um þar þrjár í stað þess að vinna á einhverjum
hamborgarastöðum eins og svo margir háskóla-
nemar gerðu til að láta enda ná saman,“ segir
Lilja sem nýtti frekar tímann í að njóta útiver-
unnar. „Ég ferðaðist tvisvar um öll Bandaríkin
og Kanada með vinkonu minni og fjölskyldu.
Við vinkonurnar ferðuðumst um með rútu en
seinna meir keypti ég mér Pontiac ‘74-bíl, al-
gjöran risa,“ segir Lilja og hlær.
Þrátt fyrir þennan frábæra tíma lenti Lilja í
peningavandræðum. „Á þessum tíma féll gengi
krónunnar gagnvart dollara mikið sem kollvarp-
aði algjörlega öllum fjárhagsáætlunum mínum.
Námið varð því mun dýrara en ég gerði ráð fyrir
og ég hefði sennilega aldrei farið til Bandaríkj-
ana í nám ef ég hefð séð þetta fyrir.“
háLFgerður „rebeL“ í sér
Lilja hefur á sinni lífsleið lært mikið og í mörgum
skólum. Þá hefur hún sinnt ýmislegri sérfræði-
vinnu ásamt kennslu og unnið á fjölda vinnu-
staða síðasta áratuginn svo eitthvert tímabil sé
tekið. Lilja lýsir þessu sem ákveðnu rótleysi sem
stafar m.a. af því að henni leiðast endurtekning-
ar og sækist eftir að komast í ný verkefni.
„Þetta er ákveðið rótleysi. Sextán ára göm-
ul yfirgaf ég verndaða umhverfið í Grundarfirði
þar sem ég var mjög hamingjusöm sem barn. Ég
er líka hálfgerður „rebel“ í mér, þar sem ég reyni
alltaf að móta starfsumhverfi mitt og kanna þar
með mörkin. Þegar ég hef komist að mörkum
þess sem hægt er að breyta, þá langar mig að
takast á við eitthvað annað og sjá hvar og hversu
mikil áhrif ég get haft á öðrum stað,“ segir Lilja.
Passaði ekki í hr
Fljótlega eftir að Lilja kom heim úr háskóla-
námi fór hún að kenna við Háskólann í Reykja-
vík. Henni finnst kennslustarfið of fastmótað og
því fór hún að sækja um styrki, meðal annars
hjá Evrópusambandinu, og fékk hún styrki til
að stunda sínar eigin rannsóknir. „Mig langaði
að kaupa mig út úr þessu hefðbundna kennslu-
starfi. Kennarastarfið er mjög fast mótað og lít-
ið svigrúm til að móta það. Þú ert í raun bara
hlekkur í færibandi. Mig langaði samt að vera
áfram háskólakennari en á mínum forsendum,“
segir Lilja og heldur áfram:
„Það hentaði til dæmis ekki í HR og því fór ég
upp á Bifröst. Síðan þegar ég var búin að vera á
Bifröst í fimm ár áttaði ég mig á því að ég þyrfti
að vera í akademískari háskóla. Það á ekki mjög
vel við mig að fá einhverja kennslubók og kenna
hana frá blaðsíðu eitt til þrjú hundruð. Það var
oft kvartað yfir því að það væri erfitt að fylgjast
með fyrirlestrunum mínum því ég færi út um
víðan völl,“ segir Lilja og skellir upp úr.
hagar sér ekki veL
seM stjórnarLiði
Talandi um að þenja út mörkin á vinnustað
berst talið sjálfkrafa að þingmennskunni. Á
þingi hefur Lilja ekki verið hvað vinsælust inn-
an síns eigins flokks þar sem hún hefur staðið
föst á sínu þegar það á við. „Ég hef ekki hagað
mér mjög vel sem stjórnarliði,“ segir hún, bros-
ir og heldur áfram: „Kannski hefur maður ver-
ið svolítill frumkvöðull í því að þenja út mörk-
in hér á Alþingi. Núna er ég svolítið að reyna
ásamt félögum mínum að brjóta upp þá hefð að
stjórnarliðar hlýða framkvæmdarvaldinu. Við
í vinstri-grænum höfum verið að reyna auka
völd þingsins. Áður fyrr var miklu meiri krana-
lagamennska eins og einhver orðaði það. Frum-
vörp sem komu fyrir nefndirnar voru meira og
minna alltaf samþykkt án þess að vera breytt.“
beðin uM að segja aF sér
Spurningin í framhaldinu var einföld. Hef-
ur þetta verið erfitt? Lilja svarar um hæl: „Já,
þetta hefur verið erfitt. Sérstaklega þegar mað-
ur er að fá á sig skammir frá félögunum sínum
í vinstrigrænum. Maður lítur náttúrlega á sig
sem kjörinn fulltrúa en við erum að ræða stór
og erfið mál og það eru skiptar skoðanir inn-
an allra flokka um þau. Ég lít svo á að ég sé full-
trúi ákveðins hóps innan VG – ekki allra - því
það eru skiptar skoðanir innan flokksins. Ég hef
fundið fyrir mikilli reiði í minn garð frá fólki sem
telur mig ekki hreinræktaðan VG-þingmann.“
Hún segir erfiðast að fá skammir frá flokks-
félögunum. „Þegar ég lýsti því yfir að ég styddi
ekki Icesave-frumvarp fjármálaráðherra, fékk
ég bréf frá vel menntuðum hópi fólks úr gras-
rótinni sem vildi að ég segði af mér og kallaði
inn varaþingmann. Það var ekki skemmtilegt og
ég tek þetta náttúrlega alvarlega. En ég hef líka
fengið mun fleiri pósta frá fólki sem styður mig
og vill að ég haldi áfram því sem ég er að gera,“
segir hún.
stjórnarsaMstarFið var erFitt
Það fór ekki fram hjá neinum að stjórnarsam-
starf V G og Samfylkingarinnar var enginn dans
á rósum til að byrja með. Flokkarnir tókust á um
ESB-inngöngu strax frá byrjun. Lilja segir þenn-
an tíma hafa verið rosalega erfiðan. „Í sumar
kom Samfylkingin sem heild með ákveðna af-
stöðu til Icesave á meðan við í VG vorum ekki
sammála. Stjórnarsamstarfið náði því ekkert
að þroskast og við stjórnarliðar náðum lítið að
kynnast,“ segir hún en það er smám saman að
breytast.
„Nú er mun meiri samhljómur og skoðana-
skipti. Við erum núna að vinna náið saman að
því að koma saman fjárlögum og stjórnarliðar
nokkuð sammála um áherslur eins og að standa
vörð um börn og unglinga við niðurskurð á rík-
isútgjöldum.“
Skattamálin hafa verið mikið í brennidepli
en skattar voru hækkaðir í júní og til stendur að
hækka þá meira með svokölluðum þrepaskatti.
„Við viljum ekki hækka skatta núna,“ segir Lilja
ákveðin. „Við neyðumst til þess m.a. vegna mik-
ils tekjufalls hjá ríkinu í kjölfar bankahrunsins
og kröfu AGS um niðurskurð til að minnka hall-
ann á ríkissjóði. Það er sérstakt kappsmál fyrir
VG að breyta skattkerfinu þannig að það jafni
betur tekjum, en ójöfnuður jókst hér á landi
meira en annars staðar í Evrópu á útrásartím-
anum – ekki síst vegna þess að skattbyrðin var
þyngd á þeim sem voru með lágar tekjur og létt
á þeim sem voru með háar tekjur.
ráðherrastóLLinn Má bíða
„Vinnutíminn er hræðilegur hér á Alþingi,“ svar-
ar Lilja snögglega eins og svo margir Alþings-
menn hafa gert. Hún er þó mjög ánægð með
starfið. Segir það fjölbreytt sem henti henni
vel. Ekki sé bara setið og beðið eftir að komast
í ræðupúltið heldur líkar henni nefndarvinnan
og að hitta kjósendur. „Maður reynir eftir bestu
getu að sinna kjósendum en það eru oft fund-
ir hérna fram eftir öllum kvöldum. Fjölskyldan
verður því oft í þriðja til fjórða sæti. Sem betur
fer eigum við hjónin ungling sem sýnir fjarveru
móður sinnar mikinn skilning. Þessi vinnutími
getur gert mann lúinn sem er hættulegt því al-
þingismenn er að meðhöndla lagafrumvörp
sem hafa áhrif á fjölda fólks. Það er alltaf ver-
ið að lofa því að gera Alþingi fjölskylduvænna.
Núna er náttúrlega krísutími og reynslumestu
menn viðurkenna að álagið hafi aldrei verið
jafnslæmt og það er núna,“ segir hún.
Lilja segir að sér líði vel sem þingmanni í
augnablikinu og horfi ekki á ráðherrastól. „Ég
hef engan sérstakan metnað fyrir ráðherrastóli.
Mér líður ágætlega sem þingmanni og finnst
að vissu leyti gaman að vera „rebel“. Eins og er
hentar mér vel að vera þingmaður því þá get ég
haldið áfram að koma skoðunum mínum að og
þannig nýtist þekking mín betur, tel ég.“
ritstjórinn sagði ekkert
tiL að skriFa uM
Aðspurð um hrunið og hverju því hafi verið um
að kenna segir Lilja: „Þetta var hrun nýfrjáls-
hyggjunar. Þetta var hrun efnahagslífs sem
byggði á eftirlitsleysi, afnámi reglna og einka-
væðingu.“ Hún segir erfitt að hafa verið að
koma inn með gagnrýni á útrásartímanum. „Ég
sjálf var ekkert hrifin af þessu samfélagi sem var
hér frá 2000-2008. Það var afskaplega erfitt að
komast að með einhverja gagnrýni. Ég man eft-
ir því að hafa rætt við ritstjóra viðskiptablaðs og
bað hann nú í guðanna bænum að fara að fjalla
gagnrýnið um fyrirtækin í landinu. Hann svar-
aði: „Við erum að fjalla gagnrýnið um þau“
„Nú kenndi ég sjálf í viðskiptadeildum og ég
man eftir því að nemendur mínir hrósuðu mér
einmitt fyrir að kenna eitthvað annað en frelsi
í viðskiptum. Ég reyndi að kenna báðar hlið-
ar á viðfansefninu og greindi frá kenningum
sem fóru í sitthvora áttina, þ.e. ræddu nauðsyn
frjálsra viðskipta og ríkisafskipta,“ segir hún.
neMenDurnir viLDu koMast
í bankana
Lilja starfaði við Háskólinn í Reykjavík og Há-
skólann á Bifröst á mesta þenslutímanum, frá
2002-2007. Þar var fólk framtíðarinnar sem
langaði mest til að komast í bankanna og lifa
ljúfa lífinu. „Þetta skildi ég aldrei því ég vann
fjögur sumur í frystihúsinu og komst að því
að vinna er bara púl. Því var námið tækifær-
ið mitt til að gera eitthvað annað en að standa
við færibandið. En þessir nemendur gátu ekki
beðið eftir því að komast í einhvern banka að
sitja fyrir framan tölvuskjái og fylgjast með verði
hlutabréfa. Auðvitað var samt alltaf hópur af
fólki sem vildi virkilega læra en það var minni-
hluti á þessum tíma. Því fannst mér ég ekki eiga
mjög mikla samleið með þessum krökkum sem
ég var að kenna. Kennslustarfið var þar af leið-
andi ekki nein köllun fyrir mig,“ segir hún. Lilju
fannst fólk oft ekki nægilega menntað til að fara
sinna jafnkrefjandi störfum og bankarnir voru
að ráða fólk í beint úr háskóla.
„Það var oft hringt í mig til þess að fá álit
mitt á góðum námsmönnum sem bankarnir
vildu sópa inn. Vissulega var þetta fólk aldrei
að fara í neinar yfirmannsstöður en mér fannst
að nemendurnir ættu að mennta sig meira áður
en þeir færu jafnábyrgðamikil störf. Það versta
við þennan tíma var að oft að mínir bestu nem-
endur hurfu úr menntakerfinu. Sem kennari á
háskólastigi er mjög mikilvægt að hafa í kring-
um sig góða nemendur sem hafa áhuga á rann-
sóknum,“ segir Lilja Mósesdóttir alþingiskona.
tomas@dv.is
beðin um að
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur mikið verið á milli
tannanna á fólki undanfarið. Hún hefur verið „rebel“, eins og hún orðar það, í sínum flokki þar
sem hún hefur meðal annars sagst ekki geta stutt Icesave-frumvarp síns eigins fjármálaráðherra.
Óánægjan hefur farið svo langt að hún var beðin um af hópi innan grasrótar flokksins að segja af
sér. Tómas Þór Þórðarson hitti Lilju í vikunni og ræddi um átökin á Alþingi, stöðu lands og þjóðar,
háskólakrakkanna sem þráðu að komast í bankana og uppvöxtinn í fiskiþorpinu Grundarfirði.
„Kennarastarfið er
mjög fast mótað og lít-
ið svigrúm til að móta
það. þú ert í raun bara
hleKKur í færibandi.“
Langir vinnudagar Vinnutíminn er
slæmur á Alþingi og unnið er langt
fram á kvöld. Hún hefur þó skilning
sonar síns og eiginmanns. MynD rakeL ósk