Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 13. nóvember 2009 helgarblað HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Hjá Icelandair býðst farþegum að innrita sig á netinu 22 klukkustundum fyrir brottför hér heima og erlendis. • Við netinnritun prentar farþegi út brottfararspjald og ef hann er ekki með annað en handfarangur getur hann farið beint í öryggisskoðun þegar komið er í flugstöðina. • Farþegum Icelandair býðst einnig sjálfsinnritun í brottfararsalnum í Leifsstöð. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 76 46 1 1/ 09 GúmmíkenninG Hæstaréttar Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Há- skóla Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, furðar sig á dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í lok október. Vilhjálmur er að láta þýða hæstaréttardóminn á erlend tungumál til dreifingar í Þýskalandi, Bretlandi og annars staðar á megin- landi Evrópu. Vilhjálmur höfðaði upphaflega mál gegn Þorsteini M. Jónssyni og öðrum stjórnarmönnum í Glitni fyr- ir meint brot á á hlutafélagalögum og jafnræðisreglu þegar stjórnin sam- þykkti kaup á eigin hlutum bankans af Bjarna Ármannssyni á hærra verði en því verði sem öðrum hluthöfum stóð til boða. Hæstiréttur sýknaði stjórn Glitnis og snéri þar með dómi héraðsdóms. Áfall fyrir rekstur hlutafélaga í landinu? Heitar umræður hafa sprottið upp um málið í fjölmiðlum. Sjálfur rit- aði Vilhjámur grein í Morgunblaðið á fimmtudag þar sem hann fullyrti að með dóminum hefði Hæstiréttur skapað gúmmíkenningu til túlkunar á hlutafélagalögum. Sveinn Valfells, hagfræðingur og eðlisfræðingur, fjallaði um dóm- inn í Silfri Egils um síðustu helgi og sagði dóminn grafalvarlegan fyr- ir starfsemi íslenskra hlutafélaga. Dómurinn fæli í sér að Hæstiréttur sniðgengi jafnræðisreglu 76. greinar hlutafélagalaga og tæki hæpnar sam- þykktir hluthafafundar fram fyrir það ákvæði. „Þessi dómur kippir stoðum undan almenningshlutafélögum á Íslandi héðan í frá og kippir í raun og veru stoðum undan nýju bönk- unum. Héðan í frá er ekki hægt að stunda starfsemi hér á Íslandi með venjulegum hlutafélögum nema með því að færa eignarhaldið eitt- hvert annað. Þú verður að fara með eignarhald á íslenskri starfsemi inn í eitthvað þroskaðra umhverfi heldur en tíðkast hér á Íslandi. Það er opið veiðileyfi fyrir innherjana að svína á hinum,“ sagði Sveinn í Silfri Egils síð- astliðinn sunnudag. Lögfræðingar fram á völlinn Lögfræðingar hafa blandað sér í um- ræðuna síðustu daga og lýst stuðn- ingi við niðurstöðu Hæstaréttar. „Hæstiréttur sýknaði (...) stjórn- armennina af kröfu Vilhjálms þar sem aðalfundur félagsins hafði fært stjórninni heimild til að kaupa hlut á 10 prósenta hærra eða lægra gengi en því sem skráð var. Kaup á hlut Bjarna komu því jafnræðisreglunni ekkert við enda ekki hægt að kaupa hlut af öllum hluthöfum bankans,“ skrifaði Brynjar Níelsson hæstarétt- arlögmaður á vefmiðilinn Pressuna síðastliðinn miðvikudag. Jón Magnússon, hæstaréttarlög- maður hafði einnig um þetta orð á bloggi mbl.is síðastliðinn fimmtu- dag. „Ég hafði ekki kynnt mér umrætt mál þangað til dómur gekk og von- aðist til þess að Vilhjálmur Bjarna- son hefði sigur í málinu. Svo fór ekki og við skoðun á málinu gat ég ekki séð að Hæstiréttur hefði getað kom- ist að annarri niðurstöðu,“ skrifaði Jón Magnússon. Í ofangreindri grein Vilhjálms Bjarnasonar í Morgunblaðinu er vís- að til 55. greinar hlutafélagalaga, en eftir henni dæmdi Hæstiréttur. Auk þess kom jafnræðisákvæðið í 76. grein laganna einnig við sögu eins og áður greinir. Verð en ekki prósentur, takk Í þriðju málsgrein 55. greinar hluta- félagalaga segir: „Í heimildinni skal greina hámarksfjölda hluta sem fé- lagið má eignast og lægstu og hæstu fjárhæð sem félagið má reiða fram sem endurgjald fyrir hlutina.“ Vilhjálmur vísar þessu næst í grein sinni til samþykktar aðalfund- ar Glitnis 20. febrúar 2007 þar sem stjórn bankans var veitt heimild til að kaupa eigin hluti í Glitni eða taka þá að veði. „Heimild þessi standi í 18 mánuði og takmarkist við að saman- lögð kaup - og veðsetning hluta fari ekki yfir 10 prósent af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupverð hluta skal vera lægst 10 prósentum lægra og hæst 10 prósentum hærra en skráð kaup- eða sölugengi í Kaup- höll Íslands hf,“ segir orðrétt í heim- ildinni. Vilhjálmur spyr í ljósi þessa hver sé fjöldi hluta samkvæmt ofan- greindri málsgrein hlutafélagalaga. „Er það sá fjöldi hluta sem er úti- standandi þegar samþykktin er gerð eða þegar félagið kaupir hluti?“ Verð hlutanna sem Bjarni Ár- mannsson fékk að selja Glitni á genginu 29 meðan aðrir urðu að sætta sig við markaðsgengið 26,66 er meginatriði í andmælum Vilhjálms. Því spyr hann í grein sinni: „Hvert er verðið (samkvæmt 55. grein); er kraf- an um verðupplýsingar krafa um fast eða breytanlegt verð? Verð í kauphöll Deilur gerast háværari um dóm Hæstaréttar í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn Glitni. Vilhjálmur lætur þýða dóminn á erlend tungumál til dreifingar á meginlandi Evrópu og í Bretlandi. Lögmenn, sem DV hefur rætt við, telja að samþykkt aðalfundar Glitnis sam- rýmist ekki lög og fráleitt sé að víkja til hliðar jafnræðisákvæðum hlutafélagalaga. Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is hæstiréttur „Það er opið veiðileyfi fyrir innherjana að svína á hinum,“ segir Sveinn Valfells um dóm Hæstaréttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.