Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Blaðsíða 4
4 mánudagur 23. nóvember 2009 fréttir fyrrverandi KÆraSTa Kennir SÉr UM Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon sem ákærður hefur verið fyrir líkamsárás í starfi er enn við störf þrátt fyrir að mál hans sé nú komið til kasta dómstóla. Fyrr- verandi sambýliskona Garðars Helga kærði hann á sínum tíma fyrir líkamsárás en dró kæruna til baka eftir að hann lofaði bót og betrun. „Þegar ég heyrði af þessu máli leið mér eins og ég hefði brotið gegn þessum dreng,“ segir sam- býliskonan fyrrverandi. Henni finnst hún að hluta til bera ábyrgð á því máli sem upp er komið þar sem hún féll frá kærunni á hendur Garðari Helga. Segist saklaus Ríkissaksóknari lagði fram ákæru á hendur Garðari Helga þar sem honum er gefið að sök að hafa sem stjórnandi lögregluaðgerðar fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann, fæddan 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem hann var skilinn eftir. Þá á Garðar Helgi að hafa á leiðinni út á Granda þrýst hné sínu á háls mannsins þar sem hann lá handjárnaður í tökum lögreglu á maganum á gólfi lögreglubifreiðar þannig að mað- urinn hlaut af áverka. Málið var þingfest 22. október og neitaði Garðar Helgi þá sök. Það var síðan tekið fyrir hjá Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku. Aðalmeðferð í málinu fer fram 8. janúar. Fékk „sjokk“ Fyrrverandi sambýliskona Garðars Helga bjó með honum um nokk- urra ára skeið. Eftir að ákæra ríkis- lögreglustjóra var gefin út fékk DV upplýsingar um að konan hefði lagt fram kæru á hendur Garðari Helga í nóvember 2007 vegna líkams- árásar. Þegar blaðamaður hafði samband við konuna vildi hún lít- ið tjá sig um málið en gat staðfest að hún tók aftur upp samband við Garðar Helga eftir kærða árás þeg- ar hann hafði lofað því að bæta ráð sitt og fara í viðtalsmeðferð hjá sál- fræðingi. „Hann bað mig þá um að draga kæruna til baka því hann var hræddur um að missa vinnuna. Í sakleysi mínu gerði ég það,“ segir hún en Garðar Helgi var þá þegar orðinn lögreglumaður. Nú hefur hún hins vegar sam- viskubit yfir því að hafa ekki haldið málinu til streitu og tekur fram að bæði lögregla og saksóknari hafi hvatt hana til að láta það ekki nið- ur falla. „Ég fékk bara sjokk þegar ég frétti af þessu nýja máli,“ segir hún. Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði Garðar Helgi að hafa ráðist á sambýliskonu sína fyrrverandi. Óljósir málavextir DV fjallaði um málið í síðasta mánuði og var þá til skoðunar hjá ríkislögreglustjóra hvort víkja ætti Garðari Helga úr starfi á með- an málaferlin standa yfir. Nú ligg- ur hins vegar fyrir að hann fær að starfa áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Það var tekin ákvörðun um það hjá embættinu að víkja hon- um ekki heldur bíða niðurstöðu dóms,“ segir Gísli Pálsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra. „Meginskýringin er sú að það er mat ríkislögreglustjóra að málavextir séu mjög óljósir um atriði sem kunna að varða ætl- aða sök lögreglumannsins,“ segir hann. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, er yfirmað- ur Garðars Helga. Hann staðfestir að Garðar Helgi hafi ekki heldur verið færður til í starfi og sinnir því sömu verkum og áður. Garðar Helgi Magnússon er enn við störf sem lögreglumaður þrátt fyrir að ákæra gegn honum vegna líkamsárásar sé fyrir dómstólum. Fyrrverandi sambýliskona Garðars kærði hann fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum. Þau náðu sáttum og hún dró kæruna til baka. Nú hefur hún samviskubit yfir því að hafa ekki fylgt málinu eftir. 8 þriðjudagur 20. október 2009 fréttir Garðar Helgi Magnússon lögreglu- maður hefur verið ákærður fyrir lík- amsárás í starfi og fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við hand- töku. Garðar er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu en ríkislögreglustjóri hefur til skoðunar hvort honum verði vikið tímabundið úr starfi vegna málsins. Búast má við niðurstöðu á næstu dögum. Ríkissaksóknari höfðar málið gegn Garðari og verður það þing- fest á fimmmtudag. Áverkar eftir handtöku Garðar Helgi er sakaður um að hafa beitt pilt um tvítugt harðræði við handtöku. Morgunblaðið greindi frá málinu í ársbyrjun og ræddi við móður piltsins. Hann var handtek- inn eftir að hafa brúkað munn við lögreglumenn fyrir utan skemmti- stað í miðbæ Reykjavíkur. „Hann lá á maganum á gólfi bílsins og gat sig hvergi hreyft því lögreglu- maður hélt honum niðri með því að leggja þunga á höfuð hans og háls til skiptis með hnjánum. Auk þess var lögreglukylfa sett undir handjárnin og lyft upp. Þannig kom mikil spenna á axlir hans,“ sagði móðir hans í sam- tali við Morgunblaðið í janúar. Því næst hafi honum verið ekið út á Granda þar sem hann var skilinn eftir. Pilturinn var með áverka eftir handtökuna, glóðarauga, sár í and- liti og mar. Beðið ákvörðunar Hjá ríkislögreglustjóra fengust þær upplýsingar að þegar málið kom fyrst upp hefði verið tekin ákvörðun um að halda Gunnari Helga í starfi þar til ríkissaksóknari hefði lokið sinni rannsókn. Þá yrði málið end- urskoðað. Málið er nýlega komið aft- ur inn á borð ríkislögreglustjóra þar sem ákveðið verður á næstu dögum hvort Gunnari Helga verður vikið frá störfum á meðan málið er fyrir dóm- stólum. Lögreglan hefur heimild til vald- beitingar en er skylt að beita ekki meira valdi en aðstæður krefjast. Slysaðist í lögguna Garðar Helgi hefur starfað sem lög- reglumaður í áratug. Hann var í við- tali við DV nýverið þar sem hann lýsti því hvernig dagur í lífi lögreglumanns gengur fyrir sig. Þar sagðist hann eig- inlega hafa slysast í starfið. „Ég var í vinnu og átti erfiðan dag. Ég vaknaði úrillur og fannst vinnan leiðinleg og langaði að prófa eitthvað nýtt. Svo heyrði ég að það vantaði í lögguna þar sem ég var. Allt í einu var ég bara kominn í lögguna. Bara upp á djókið. Ég var ekki með neina löggu- drauma þegar ég var krakki. Ég hafði aldrei neinn áhuga á lögreglunni og ætlaði ekki í lögregluna. En allt í einu var ég kominn í lögguna og ég er hérna enn þá,“ sagði Garðar. Mætir vanvirðingu Garðar Helgi sagði blaðamanni frá því að honum og fjölskyldu hans hefði verið hótað af því hann er lög- reglumaður. Hann upplifir mikla vanvirðingu í garð lögreglunnar. „Að sjálfsögðu brá mér fyrst þeg- ar ég byrjaði sem lögga. Hverjum myndi ekki finnast það óeðlilegt að vera kominn í vinnu og fólk drullar yfir þig og segist ætla að lemja eða drepa þig og fjölskylduna þína? Og finnst það bara allt í lagi. Því þú ert bara lögga,“ sagði hann í samtali við DV. „Ég fór í þessa vinnu og ég er í þessari vinnu til að hjálpa fólki. Ég er ekki að fá útrás fyrir einhverja valda- fýsn,“ sagði Garðar. Ekki náðist í Garðar Helga við vinnslu fréttarinnar. Lögreglan að störfum Handalögmál við handtöku. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd róBert reyniSSon LÖGREGLUMAÐUR ÁKÆRÐ- UR FYRIR LÍKAMSÁRÁS „Ég er ekki að fá útrás fyrir einhverja valda- fýsn.“ erLa HLynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Garðari Helga Magnússyni Sleppt eftir yfir- heyrslur í man- salsmáli Ekki verður krafist gæsluvarð- halds yfir manni sem handtek- inn var í fyrradag vegna rann- sóknar á ætluðu mansali en hann var yfirheyrður í gær og látinn laus í kjölfarið. Yfirheyrsl- ur fóru fram í málinu í gær og ýmis gagnaöflun. Áfram er unn- ið að rannsókninni af fullum þunga en hún er á viðkvæmu stigi og vill lögregla ekki tjá sig frekar um hana að sinni. Hrakinn hund- ur á Holta- vörðuheiði Vegfarandi sem átti leið um Holtavörðuheiðina kom með Border Collie-hund á lögreglustöðina á Ísafirði á laugardag. Hundinn hafði hann fundið uppi á Holta- vörðuheiði, blautan og hrak- inn. Hundurinn var ekki með nein merki, þannig að ekki er vitað um eiganda. Lögreglan á Ísafirði lýsir eft- ir eiganda hundsins og eru þeir sem geta gefið einhverj- ar upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450 3730. Lamb í fundarsal bæjarstjórnar Lögreglan á Vestfjörðum fékk heldur óvenjulegt mál inn á borð til sín síðastliðinn þriðju- dag. Einhver setti ómarkaða lambgimbur inn í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði. Ekki er vitað hver var þar að verki, eða hver til- gangurinn var. Greiðlega gekk að handsama lambið og voru gerðar viðeigandi ráðstafan- ir þegar um ómarkað fé er að ræða. 1200 sóttu um 50 flugfreyjustörf Mikil ásókn er í störf flugfreyja og -þjóna hjá Iceland Express. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þegar hafi borist hátt í 1.200 umsóknir en reiknað er með að ráðið verði í 50 störf vegna aukinna umsvifa. Um- sóknarfresturinn átti að renna út í dag en vegna mikillar ásóknar hefur verið ákveðið að fram- lengja frestinn til og með næsta fimmtudegi. Þrátt fyrir að skila mettapi sem stjórn- arformaður Íslenska lífeyrissjóðs- ins og vera settur af sem slíkur vegna rannsóknar hjá sérstökum saksókn- ara um meint lögbrot bauð Ingólfur Guðmundsson viðskiptafræðingur sig aftur fram til stjórnarsetu hjá sjóðn- um. Hann var einn tuttugu og þriggja umsækjenda sem kepptu um sex laus stjórnarsæti og var í gærkvöld kjörinn varamaður í stjórn til næstu tveggja ára. Á síðasta ári skilaði Íslenski lífeyr- issjóðurinn, sem var þjónustaður af Landsbankanum, afar neikvæðri rau- návöxtun, eða tapi upp á rúm 30 pró- sent. Útkoman er talsvert yfir meðal- tapi annarra lífeyrissjóða og heimildir DV herma að fjölda sjóðsfélaga mis- bjóði framboð fyrrverandi stjórnarfor- mannsins. Í kjölfar slæmrar afkomu og grunsemda Fjármálaeftirlitsins um lögbrot í starfsemi sjóðsins var Ingólfi vísað úr starfi og sérstökum saksókn- ara falið að rannsaka hvort hann hefði brotið lög, í félagi við samstarfsmenn sína í stjórninni. Sú rannsókn er enn í gangi og niðurstöður liggja ekki fyrir. Engu að síður bauð Ingólfur sig aftur fram til stjórnarsetu. Lára Júlíusdóttir, lögfræðingur og tilsjónarmaður Íslenska lífeyrissjóðs- ins, staðfestir að Ingólfi, ásamt allri stjórn sjóðsins, hafi verið vikið úr starfi vegna rannsóknar á hugsanlegum lög- brotum. Aðspurð vill hún ekki tjá sig um hvort framboð hans sé óeðlilegt og bendir á að það sé sjóðsfélaga að velja í stjórnina. „Ef þeir sjá að einhver hef- ur tapað öllum þessum peningum er það þeirra að velja og hafna. Þeir eiga völina og kvölina. Maður skyldi ætla að horft sé til þessarar afkomu,“ segir Lára. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, við- urkennir að afkoma sjóðsins hafi ekki verið góð í fyrra. Hann segir þó mikil- vægt að skoða afkomuna til lengri tíma litið. „Þetta er auðvitað afar slæm af- koma og almennt hafa aðrar eins tölur og í fyrra ekki sést. Við verðum að huga að ávöxtun til lengri tíma litið því það getur verið erfitt að skoða mjög þröngt tímabil. Miðað við meðalávöxtun sjóð- anna eru þetta hins vegar ekki glæsi- legar tölur,“ segir Hrafn. trausti@dv.is Bauð sig fram þrátt fyrir mettap Lífís Íslenski lífeyrissjóðurinn var þjónustaður af Landsbankanum en síðar færður í hendur tilsjón- armanns eftir mettap í fyrra. Erla HlynSdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Hann bað mig þá um að draga kæruna til baka því hann va hræddur um að mi s vinnuna.“ neitar sök Garðar Helgi Magnússon neitaði sök þegar hann mætti fyrir dóm. Ríkissaksóknari lagði fram ákæru gegn honum og bíður málið aðalmeðferðar. Mynd rakEl ÓSk 20. október 2009 Maðurinn sem féll ofan í bygging- argrunn á sumarbústaðalóð við Flúðir í fyrrinótt með þeim afleið- ingum að sjö steypustyrktarjárn stungust í líkama hans er alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu- deild Landspítalans í gærkvöldi var manninum haldið sofandi í öndun- arvél. Hann fór í mikla aðgerð sem lauk seinni hluta dags í gær. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var í sumarbústaðnum ásamt for- eldrum sínum og systkinum þeg- ar slysið varð. Fallið var rúmir fjór- ir metrar, frá palli sumarhússins og niður í byggingargrunninn. Fjölmennt lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna kom á stað- inn og þurfti að beita klippum til losa manninn frá byggingar- grunninum en ekki þótti ráðlegt að fjarlægja styrktarjárnin fyrr en á spítalann var komið. Samkvæmt heimildum blaðsins var maður- inn með meðvitund á meðan sag- að var á vírana til að losa þá þannig að hægt væri að flytja manninn á sjúkrahús. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti manninn á Land- spítalann um klukkan fjögur að- faranótt sunnudags. Maðurinn fór strax í aðgerð þegar á spítalann var komið en henni lauk ekki fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Sjö steypustyrktarjárn stungust í líkama manns sem féll ofan í byggingargrunn: Haldið sofandi í öndunarvél alvarlega slasaður Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum. Fjölmennt lið lögreglu- og sjúkraflutninga- manna kom að því að klippa hann lausan frá grunninum. Jóhanna styggir vG Ummæli Jóhönnu Sigurðardótt- ur um suðvesturlínu sem hún lét falla í ræðu á flokkstjórnar- fundi Samfylkingarinnar á laug- ardag féllu í grýttan jarðveg hjá þingmönnum vinstri grænna að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra sagði Jóhönnu verða útskýra ummæli sín áður en hún tjái sig um þau. Jóhanna sagðist í ræðunni vera sannfærð um að öllum hindrun- um í vegi suðvesturlínu, sem sé forsenda fyrir þróun orkuháðs iðnaðar á þessu svæði, verði rutt úr vegi þannig að framkvæmd- ir við hana geti hafist á næsta sumri. Bílvelta á Vest- urlandsvegi Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálku á Vesturlands- vegi aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var tilkynnt um slysið klukkan hálf eitt í nótt og slasaðist ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, nokkuð. Bifreiðin skemmdist mikið. Mikil hálka var á þjóðvegum landsins þessa nótt. Annað óhapp tengt hálku varð í um- dæmi lögreglunnar í Borgar- nesi þegar bifreið skautaði út af veginum skammt norð- an við Borgarnes með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar. Engin slys urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á bifreiðinni. Össur á Spáni Össur Skarphéðinsson utan- ríkisáðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn á Spáni, þar sem hann fundaði með spænskum ráðamönnum og kynnti sér spænskan sjávar- útveg. Spánverjar taka eins og kunnugt er við formennsku í Evrópusambandinu af Svíum nú um áramót. Þyrlan sótti veikan skipverja Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja á hollensku flutningaskipi í nótt en skip- ið var á leið til Vestmannaeyja og var væntanlegt þangað um fimmleytið í nótt. Skipverjinn fékk alvarlegt botnlangakast og óskaði áhöfn flutningaskipsins eftir aðstoð Landhelgisgæsl- unnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.