Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Side 13
Tveggja Turna Tal neyTendur 23. nóvember 2009 mánudagur 13 guðbjörg maTThíasdóTTir, lögfræðingur Húseigendafélgsins, svarar fyrirspurnum. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is Fyrirspurn: Ég bý í tvíbýli í sátt og samlyndi við meðeiganda minn. Nú er hins vegar svo komið að viðhald er aðkallandi og meðeigandi minn er mjög tví- stígandi og það er alveg sama hvað búið er að ræða málin það næst aldrei nein niðurstaða þannig að það sé hægt að byrja. Einnig erum við ekki klár á því hvað þarf að gera í raun. Ég á meirihluta í eigninni en vil ekki þvinga meðeiganda minn í neitt enda veit ég að hann vill líka fara í framkvæmdir. Hvað get ég gert til þess að fá endanlega ákvörð- un í viðhaldsmálum sem bindur okkur bæði? Svar: Af frásögn þinni er ljóst að óform- legir fundir hafa verið haldnir. Ein- hver mynd hlýtur því að vera kom- in á þá stefnu sem þið viljið taka. Oft á tíðum er fengin úttekt á ástandi húsa þegar óljóst er hvað gera þarf í viðhaldsmálum. Viðkomandi út- tektaraðili er þá einnig fenginn til að setja upp verklýsingu og eftir atvik- um forgangsraða verkum eftir mik- ilvægi þannig að hægt sé að gera við húsið í áföngum. Verkfræðistofur bjóða slíka þjónustu ásamt eftirliti með verkum. Húseigendafélagið er einnig með á skrá óháða matsmenn sem eru sjálfstætt starfandi og taka að sér úttektir. Einnig er hægt að fara þá leið að fá verktaka beint á staðinn, án úttektar, og láta viðkom- andi meta ástandið og koma með tillögur og tilboð. Þegar verklýsing liggur fyrir og tilboð henni til samræmis er hægt að taka nokkuð endanlega ákvörð- un og hefjast handa. Ef ráða á úttekt- araðila til að taka út ástand hússins þurfið þið að halda fund um kostn- aðinn því samfara. Þegar ástands- skýrsla og verklýsing liggur fyrir ásamt tilboðum er haldinn annar fundur þar sem tekin er ákvörðun um að ganga til samninga við til- tekna verktaka. Í sumum tilfellum eru haldnir fleiri fundir, þ.e. frá því að úttekt liggur fyrir og þar til tilboð eru samþykkt. Hér sannast mik- ilvægi fundargerða þar sem fram kemur að tiltekin ákvörðun hafi verið tekin. Til þess að þetta nái allt fram að ganga verður annað ykkar í það minnsta að gangast í það að boða til formlegs fundar samkvæmt reglum laga um fjöleignarhús og sjá til þess að ákvörðun verði tekin um úttekt. Að úttekt lokinni þarf einnig að sjá til þess að tilboða verði leitað og að fundur verði haldinn þar sem ákvörðun er tekin um þau. Þegar um ræðir tvíbýli hefur meirihluta- eigandi nokkuð mikið vald til að taka ákvarðanir um almennt við- hald, jafnvel gegn neitun minni- hlutans, að því gefnu að reglum laga um fjöleignarhús hafi verið fylgt. Meirihlutavaldi er hér sjaldan beitt þar sem meðeigendur koma sér al- mennt saman um ákveðnar leiðir sem báðir eru sáttir við. Óháð því hvort sátt ríki milli meðeigenda um framkvæmdir skiptir sköpum að báðir aðilar geri sér glögga grein fyr- ir því hvers efnis ákvarðanir eru sem teknar hafa verið. Algengt er að meðeigendur ræði saman í dyragættum, á bílaplönum eða úti í garði og hvor aðili gengur síðan til náða með ólíka mynd af því sem koma skal. Slíkt er ávísun á ágreining í framtíðinni, einkum þegar um ræðir stærri framkvæmd- ir. Þegar meðeigendur í tvíbýli fara af stað í stórar framkvæmdir er vel þekkt að ráðinn sé utanaðkomandi aðili til að rita fundargerð og sjá um fundarstjórnun. Húseigendafélagið býður slíka þjónustu, jafnt fyrir fé- lagsmenn sem utanfélagsmenn. Í slíkum tilvikum fer fundarhald fram undir leiðsögn og stjórn sérfræðinga auk þess sem skýr fundargerð liggur fyrir þannig að ekki verði hægt að vefengja það sem fram fór. Spurning: Dóttir mín býr í félagslegri íbúð á vegum Reykjavíkurborgar og er lát- in greiða í hússjóð. Ber ekki íbúð- areigandanum að greiða þetta, þ.e. Reykjavíkurborg, en ekki henni? Svar: Félagsbústaðir eru með staðlaða húsaleigusamninga um íbúðarhús- næði. Í þeim kemur fram að leigj- anda beri að greiða kostnað vegna notkunar vatns, rafmagns og rekstr- arkostnað húsfélags. Hafi dóttir þín skrifað undir slíkan samning er ekk- ert óeðlilegt við það að hún greiði hússjóðsgjöld að því marki sem þau eru innheimt til að standa straum af almennum rekstri. Nefnd ákvæði í hinum stöðluðu leigusamningum eru í samræmi við húsaleigulög. Hér er því ekkert óeðlilegt á ferð- inni. Hins vegar gildir að leigjend- ur sem greiða hússjóð samkvæmt leigusamningi eiga rétt á sundur- liðun á þeim kostnaðarþáttum sem húsgjald byggist á. Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is KöKublað GestGjafans uppselt hjá útgefanda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.