Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Blaðsíða 19
 Sagnfræði Stríðið við Sjálfið Bókaútgáfan Hólar á lof skilið fyrir að gefa út bækur breska sagnfræðingsins Anthonys Beevor um seinni heimsstyrjöld og nú spænska borgara- stríðið. Þessar yfirgripsmiklu bækur auka mjög þekkingu okkar á þessum blóðugu styrjöldum og er því fagnaðarefni að þær skuli gefnar út á ís- lensku. Spænska borgarastríðið hefur á vissan hátt verið goðsagnakennt og oft stillt upp sem bar- áttu góðs og ills, fasískra og íhaldssamra herfor- ingja sem gerðu uppreisn gegn lýðræðislega kjör- inni ríkisstjórn sem naut svo mikils stuðnings að tugþúsundir útlendinga buðu sig fram sem sjálfboðaliða til að berjast fyrir frelsi og lýðræði. Veruleikinn var ekki jafneinfaldur og því spurn- ing hvorir voru verri, skuggalegustu fasistarnir eða viðsjárverðustu kommúnistarnir. Í bókinni er dregin upp skýr mynd af bæði gangi stríðsins og innbyrðis átökum hjá stríðandi fylkingum, auk viðbragða alþjóðasamfélagsins. Heilt yfir skrifar Beevor afskaplega vel um skelfilega atburði, borgarastríð þar sem engu var eirt, ekki andstæðingum og oft ekki samherjum heldur. Beevor lýsir því vel hvernig innbyrðis deilur og vanhæfni lýðveldissinna, hugleysi og fasistadekur Breta, ofbeldisfull birting vænisýki Sovétmanna og tækifærismennska Þjóðverja og Ítala urðu til þess að lýðveldið átti sennilega aldrei möguleika á því að standast atlögu Francos og félaga. Einn löstur á góðri bók er að talsvert af áslátt- arvillum og eitthvað af stafsetningarvillum hefur ratað í endanlegu útgáfuna. Ekki svo mikið að það eyðileggi bókina en svo mikið að það setur blett á útgáfuna. Hálfrar stjörnu frádráttur fyrir það. Brynjólfur Þór GuðmundSSon Miðvikudagur 25. nóvember 2009 19Bækur orruStan um Spán anthony Beevor Heilt yfir skrif- ar Beevor af- skaplega vel um skelfilega atburði. Útgefandi: Hólar Safn til sögu Ragnars í Smára hins vegar upplýst um orsakir þessara stirðleika á milli hjónanna. Að vísu er gefið í skyn að Ragnar hafi verið veik- ur fyrir fögrum konum og átt bágt með að stilla sig, þegar svo bar undir, en því er ekkert fylgt eftir heldur, en látið sitja við hálfkveðnar vísur. Við lestur þessarar bókar hvarflaði sú hugsun að mér – eins og reyndar stundum áður – hversu sorglega lítið við höfum gert að því, Íslendingar, að gefa út bréf merkra manna sem hafa látið eftir sig áhugaverð bréfasöfn. Einkabréf eru að sönnu oft viðkvæms eðlis og stundum þarf að bíða þess að ýmsir, sem málið varðar, séu fallnir frá. Engu að síður er þetta, eins og við vit- um, alsiða annars staðar. Ragnar Jóns- son var prýðilega pennafær maður og bréf hans bregða oft upp skemmtilegri mynd af honum, bæði þau sem hér er notast við og eins sum sem vitnað er til í fyrrnefndri bók Ingólfs Margeirs- sonar. Ég hefði fyrir mitt leyti miklu meiri áhuga á því að lesa bréf Ragnars til Ólafar Nordal og annarra, eins og þau koma fyrir, en að fá þau matreidd jafnsérkennilega og gert er í bók Jóns Karls Helgasonar. Vonandi kemur einhvern tímann að því. Bréfaútgáfur á bók eru dýrar og vonlítið að þær geri í blóðið sitt á okkar smáa markaði, en nú höfum við Netið sem er kjörinn vettvangur til slíkra birtinga. Fyrir nokkrum vikum kom út vönduð, fræðileg ævisaga Jóns Leifs tónskálds. Ragnar í Smára hefði átt skilið slíka bók. Hann varð, sem fyrr segir, goðsögn í lifanda lífi, að vissu leyti helgimynd á stalli, en minning hans mun örugglega þola gagnrýna skoðun. Hann var maður sem kom miklu í verk, lifði og hrærðist í storm- um sinna tíða, var fyrst kommi, síðan hægri maður, en reyndi að halda höfði í gerningaveðrum kalda stríðsins, missa ekki sjónar á þeim verðmætum sem stóðu ofar þeim. Vonandi verður sá kynlegi blendingur fræðimennsku og skáldskapar, sem Jón Karl Helga- son hefur sett saman, ekki til þess að fæla aðra frá því að segja sögu Ragn- ars og greina framlag hans af fullri alvöru, en sú hætta er vissulega fyrir hendi. Eina missögn rakst ég á sem sjálf- sagt er að leiðrétta. Á bls. 75 er því haldið fram að Tónlistarfélagið hafi átt samvinnu við Leikfélag Reykjavík- ur við að setja upp óperettur þær sem mikilla vinsælda nutu á fjórða ára- tugnum. Hið rétta er að það var Tón- listarfélagið, eða öllu heldur Hljóm- sveit Reykjavíkur (sem var í raun einn og sami aðilinn), sem stóð eitt að þessum sýningum. Það var ekki fyrr en árið 1941 að þessi félög settu sam- an upp óperettuna Nitouche. Kápu- og bókarhönnun Ragnars Helga Ólafssonar er með ágætum. jón viðar jónSSon D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Þóra Guðmundsdóttir lögmaður reynir að fá endurupptekið mál fatlaðs manns sem situr inni á Sogni fyrir að kveikja í sambýli með skelfilegum afleiðingum. Ungum útvarpsmanni berast torkennileg skilaboð og ógnvekjandi símtöl. Og látin stúlka sækir í að standa við fyrirheit um að passa lítinn dreng. Saman fléttast þessir þræðir í glæpasögu sem fær hárin til að rísa. Yrsa Sigurðardóttir bregst ekki dyggum lesendum sínum í magnaðri glæpasögu! „Þóra er stórskemmt ileg persóna ; kaldhæðin, f yndin og ber st hetjulega við að finna jafnvægi mi lli einkalífs og vinnu.“ – Guardian Bræðraborgarstíg 9 „Tvímælalaust í hópi fremstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda“ The Times

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.