Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Blaðsíða 33
Botnliðin leika Botnliðin í N1-deild karla í handbolta, Fram og Stjarnan,
eiga bæði leiki á fimmtudagskvöldið í N1-deildinni en bæði liðin sárvantar stig
í baráttunni á fallsvæðinu. Bæði Fram og Stjarnan hafa aðeins tvö stig fyrir 7.
umferðina en Framarar ráku um daginn þjálfarann, Viggó Sigurðsson, vegna ár-
angursins á þessu tímabili. Fram fær þó ærið verkefni að sækja heim FH sem er í
þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Stjarnan fer í heimsókn á Nesið og mæt-
ir þar heimamönnum í Gróttu sem hafa fjögur stig, eða tveimur stigum
meira en botnliðin. Fram, Stjarnan og Grótta töpuðu öll leikjum sínum
sannfærandi í síðustu umferð. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:30.
Annað árið í röð mætast Hafnarfjarð-
arliðin og erkifjendurnir, Haukar og
FH, í átta liða úrslitum Eimskipsbik-
ars karla í handbolta en liðin voru
dregin fyrst upp úr pottinum í gær.
Aftur fær FH heimaleikinn en FH sló
Hauka út úr bikarnum í fyrra í mikl-
um háspennuleik þar sem allt sauð
upp úr í lokin.
Reykjavíkurstórveldin Fram og
Valur mætast einnig á meðan fyrstu
deildar liðin, Selfoss og Víkingur, fá
heimaleiki gegn HK og Gróttu. Stærsti
leikurinn hjá konunum er leikur
Stjörnunnar og Hauka í Mýrinni en
annars má búast við öruggum sigrum
Fram og Vals í sínum leikjum. Mest
spenna verður væntanlega í leik FH
og KA/Þórs sem mætast í Krikanum.
UmSjóN: tómaS þór þórðarSoN, tomas@dv.is
sport 25. nóvember 2009 miðvikudagur 33
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkilauf
Haukar
til spánar
n Íslandsmeistarar Hauka drógust
gegn spænska liðinu Naturhouse
La Rioja í 16 liða úrslitum Evr-
ópukeppni
félagsliða í
handbolta.
Naturehouse
lagði Rauðu
stjörnuna frá
Serbíu, 63-
56, í 32 liða
úrslitum á
sama tíma
og Haukar lögðu Pler KC frá Ung-
verjalandi. Leikirnir fara fram eftir
áramót. Íslendingaslagur verður í
32 liða úrslitunum þar sem Ragnar
Óskarsson og félagar í Dunkerque
mæta GOG Svendborg sem lands-
liðsþjálfarinn, Guðmundur Guð-
mundsson, þjálfar.
gylfa Boðinn
samningur
n Knattspyrnumanninum Gylfa
Þór Sigurðssyni hjá Reading hef-
ur verið boðinn nýr fjögurra ára
samningur við félagið. Gylfi hefur
verið hjá Reading í nokkur ár en er
í fyrsta skiptið núna að leika reglu-
lega sem byrjunarliðsmaður. Þessi
tvítugi piltur hefur átt góðu gengi
að fagna á tímabilinu og skoraði
um helgina sitt fyrsta deildarmark.
Þá var hann einnig valinn í lið
umferðarinnar í ensku Champion-
ship-deildinni. Hann hefur verið
hjá Reading undanfarin fjögur ár.
Bliki tryggði
real sigur
n Los Angeles Galaxy, lið Davids
Beckham í bandarísku MLS-deild-
inni, tapaði
fyrir Real
Salt Lake í
úrslitaleik
deildarinnar
á sunnu-
dagskvöldið
eins og greint
hefur verið
frá. Leikurinn
fór í vítaspyrnukeppni og það end-
aði með að Robbie Russel skoraði
fyrir Real Salt Lake og tryggði þeim
titilinn. Robbie Russel lék eitt sinn
á Íslandi með Breiðabliki en hann
skoraði eitt mark í tólf leikjum með
liðinu í Símadeildinni árið 2001.
Eftir það hélt hann til Sogndal í
Noregi, Rosenborg og svo Viborg
í Danmörku áður en hann fluttist
aftur heim til Bandaríkjanna.
MOLAR
Dregið í 8 liða úrslit karla og kvenna:
Hafnarfjarðarslagur
8 liða úrslit karla
Leikið 6. - 7. desember
FH - Haukar
Valur - Fram
Selfoss - HK
Víkingur - Grótta
8 liða úrslit kvenna
Leikið 19. - 20. janúar
Víkingur 2 - Valur
Grótta - Fram
FH - KA/Þór
Stjarnan - Haukar
Sigurbergur Sveinsson Stórskytta
Hauka. mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
Sænski knattspyrnudómarinn martin hansson hefur öðlast heimsfrægð eftir að hann
leyfði kolólöglegu marki að standa í umspilsleik Frakka og Íra í síðustu viku. Í viðtali
við sænskt dagblað talar hann um atvikið og segir að mistökin séu ekki sín. Hann hef-
ur velt því fyrir sér að hætta vegna niðurlægingarnnar sem hann sætir fyrir atvikið.
Enn eru eftirskjálftar í knattspyrnu-
heiminum eftir eitt umtalaðasta
atvik síðari ára sem gerðist í síð-
ustu viku. Thierry Henry, leikmað-
ur franska landsliðsins, kom þá
Frökkum á HM á kostnað Íra með
því að leggja upp kolólöglegt mark
á varnarjaxlinn William Gallas. Allt
ætlaði um koll að keyra á vellin-
um og ekki hafa eftirmálarnir verið
minni. Írar heimtuðu að leikurinn
yrði endurtekinn og hafa tugir þús-
unda knattspyrnuunnenda um all-
an heim skráð sig á lista, til dæmis
á Facebook, þar sem beðið er um að
leikurinn verði endurtekinn. Mað-
urinn í miðjunni á þessu öllu, knatt-
spyrnudómarinn Martin Hansson,
tekur sökina ekki á sig.
„Ekki mér að kenna“
„Ég er búinn að velta því fyrir mér
hvort þetta starf sé þess virði miðað
við alla niðurlæginguna sem ég hef
þurft að þola. Það hefur hvarflað að
mér hvort þetta sé nokkuð fyrir mig,“
segir Hansson í viðtali við sænska
dagblaðið Sydostran. Hann segir að
vikan hafi verið eins og fellibylur en
mistökin sem voru gerð kostuðu Íra
sæti á heimsmeistaramótinu en Írar
hafa ekki komist á stórmót síðan
2002.
„Þetta var ekki mér að kenna.
Vissulega var þetta óheppilegt því af-
leiðingarnar voru rosalegar fyrir Ír-
land. En þetta var ekki okkur dóm-
urunum að kenna,“ segir Hansson
og bendir á að breska dagblaðið The
Times hafi hreinsað þá af öllum sök-
um með því að setja upp graf þar sem
sýnt er að enginn dómaranna þriggja
hafi séð atvikið. „Þessi grafík hef-
ur hreinsað allt dómaratríóið af öll-
um sökum,“ segir hann en spurning-
in liggur þá vissulega í því hvort þeir
hafi verið rétt staðsettir. Við það hafa
margir vel metnir dómarar, starfandi
og fyrrverandi, sett spurningamerki.
hættið að hringja heim
Hansson segist hafa fengið stuðn-
ing úr mörgum áttum þó gagnrýn-
in hafi verið allsvakaleg og engu
minni í heimalandinu Svíþjóð þar
sem sum blöðin tóku hann hrein-
lega af lífi. Merkir menn úr boltan-
um, til dæmis sir Alex Ferguson,
komu honum þó vil varnar og það
kann hann að meta. „Mér leið virki-
lega vel með að Ferguson hafi talað
fyrir mína hönd,“ segir Hansson og
viðurkennir að eitt af því erfiðasta
við allt saman sé að blaðamenn um
allan heim séu að hringja heim til
foreldra hans í von um að ná sam-
bandi við hann.
„Ég veit ekki hvað málið er með að
hringja í og heimsækja foreldra mína.
Þau eru 73 og 75 ára gömul. Þau hafa
svo sannarlega ekki dæmt neina fót-
boltaleiki,“ segir Hansson og bætir
við að hann sé strax orðinn spennt-
ur fyrir því að dæma næsta leik sem
verður líklega meistaradeildarleikur
um miðjan desember.“
tómAS Þór ÞórÐArSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
tekur mistökin ekki á sig Hansson
segir mistökin ekki vera sín.mynd AFP
„ekki mér að kenna“
Allt vitlaust Írar trylltust
þegar ekki var dæmt á
hönd thierrys Henry.